Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 4.–7. desember 2015 Bækur 11 Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Bækur Lóaboratoríum: Nýjar rannsóknir Höfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Útgefandi: Okeibæ/Forlagið Fyndið af því að það er satt Hriktir í marvaðamyllunni L jóðabókin Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur lætur lítið yfir sér, hvít með lítilli rauðri hringiðu framan á og enginn bakkáputexti til að skýra verk­ ið, sem raunar er til mikilla bóta. Það verður þess valdandi að grunlaus lesandinn er hrifsaður beint inn í verkið formálalaust. Frelsi samanstendur af fjórum ljóðum sem öll hverfast um sama meginþemað sem titillinn vísar til. Sé bókin lesin í einni lotu virðast ljóðin blandast saman í eitt en fókus ljóðmælanda sé það eina sem breyt­ ist. Þannig fæst ákveðin örmynd af heiminum frá fjórum ólíkum sjón­ arhornum. Frelsið til að strita Fyrsta ljóðið birtist lesandanum bert og eins og nokkurs konar for­ málsorð að bókinni, en hin þrjú ljóðin eru númeruð, og raunar leið­ ir það beint inn í annað ljóðið og því mætti segja að mörkin á milli þeirra séu óljós. Hér opnar ljóðmælandi heim sinn og hann virðist innihalda allt, þetta allt sem svo erfitt er að fanga, en eiga sér sína fulltrúa, eins og „allur sá skilningur / sem lesa má í orð / eins og epli“ (bls. 9). Frels­ ið er orðið okkur fjötur um fót, það er frelsið eins og við skiljum það en ekki hvað það raunverulega er, og svo er komið að við höfum marg­ faldað allt nema gæskuna, marg­ faldað frelsið til að strita og til að grafa okkur lifandi í túninu heima. Frelsi hinna efnuðu stétta Annað ljóðið lætur eins og það sé ekki afmarkað með tölustaf og tekur beint við af hinu fyrra: „og okkar for­ hertu bein / mega meyrna í garðin­ um / innan við skjólvegginn enn um sinn // mæður og dætur / norðan við gasgrillið / feður og synir þar sunnan við“ (bls. 17). Hér hefur sjónarhorn ljóðmælanda hnífskerpst og beinist nú að ákveðinni manngerð sem verður að skrauthvörfum fyrir árið 2007. Frelsið sem hér um ræðir er það sem hin efnaðri stétt hefur til að græða og grilla svo stór hluti ljóðsins fjallar um gasgrill og heita potta, hræsnisfullan lífsstíl og hið full­ komna líf á yfirborðinu: „öfundar­ mönnum og óvildar / skal bent á að við höfum sett lokið á pottinn / og breitt yfir grillið einhliða // sem er meira en hægt er að segja / um að­ komuna í görðum nágrannanna“ (bls. 22). Tónn ljóðmælanda er hér fjarri predikunarstíl, heldur er hann settur fram af leiftrandi íróníu sem verður sprenghlægileg eftir því sem ljóðinu vindur fram, þar sem lífs­ stílssjúkleiki úthverfaplebbans brýst fram í stórskemmtilegu orðavali höfundar, t.d. hinu frábæra nýyrði marvaðamylla. Í þessu ljóði finnst mér bókin rísa hæst. Frelsið afhjúpað Í þriðja ljóðinu er mikið unnið með andstæður og rými. Manneskjum er skipt í þrjá flokka sem hver hefur sitt rými, svo er ljóðmælandinn leidd­ ur eftir fyrirfram mörkuðum leiðum, niður stræti, yfir húsþök, gegnum hlið, til þess eins að enda öðrum hvorum megin við menningarsöguna, eftir því í hvaða hólfi hún er lent hverju sinni. Þetta er jafnframt það ljóð sem stingur hvað mest í stúf í bókinni, þar sem hvað minnst kveð­ ur að íróníu og reynslan verður persónulegri. Það sker sig þannig frá heildarstíl bókarinnar og sú útvíkkun sem lesandinn fyrir vikið finnur fyrir getur orðið svolítið mögnuð. Það mætti segja að eins konar affirring eigi sér stað, frels­ ishugtakinu er snúið á hvolf og af­ hjúpað sem merkingarleysa. Frelsið til að loka augunum Fjórða og síðasta ljóðið tekur á vissan hátt við af hinu þriðja með vísun til þess sama fagnaðarerindis og búið hefur til fjötra þriðja ljóðs­ ins, og aftur er því óvænt snúið í aðra og verald­ legri átt, því helst skal meðtaka fagnaðarerindið möglunarlaust: „og helst að lof­ syngja frelsið / þar sem við krjúpum við gráturnar / á fjögurra ára fresti“ (bls. 51). Þar með er sjónarhornið skyndilega komið til Íslands eftir­ hrunsáranna, og ljóðmælandi skef­ ur ekki ofan af því heldur sýnir það öngstræti sem við erum komin í: „hlusta í andakt þegar markaðs­ marrið í ráðherrakjálkunum rennur saman við arðbært brakið í bráðn­ andi ísnum á norðurslóð og endi­ mörk hins byggilega heims verða að hringiðu nýrrar heimsmyndar“ (bls. 52) Ljóðmælandi ræðst til atlögu við táknmyndir óbreytts ástands og sinnuleysis: það má ekki láta sig vanta á þjóðhátíð, í brennuna, á neyðarmóttökuna. Þetta er eins af­ hjúpandi og það er háðskt. Hér er það frelsið til að horfast ekki í augu við veruleikann sem er til grund­ vallar, sami úthverfatónninn og í upphafi bókar en síngjarnari fyr­ ir það að veruleikinn hefur sýnt sig vera annan en hann sýndist í fyrstu, að íslenski draumurinn er fals. Lokaljóðið hnýtir sig þannig fast við upphafsljóðið og opnar strax þægilega leið fyrir ánægðan lesanda að hefja þegar annan lestur á bók­ inni. Þar með er ljóst hvert hring­ iðunni rauðu er ætlað að ferja mann. Þegar markaðsmarrið er hafið á nýj­ an leik, gasgrillið ryðgar og hriktir í marvaðamyllunni, þá er kannski rétt að staldra við og spyrja sig: hvað er frelsi? n Arngrímur Vídalín skrifar Bækur Frelsi Höfundur: Linda Vilhjálmsdóttir Útgefandi: Mál og menning 65 blaðsíður „Þannig fæst ákveðin örmynd af heiminum frá fjórum ólíkum sjónarhornum. Linda Vilhjálmsdóttir Ljóðabók hennar hefur vakið athygli. Mynd JoHAnn PALL VALdiMArsson E ins og allir sannir listamenn hefur Lóa óþrjótandi áhuga að mannlegri eymd, enda um­ fjöllunarefni sem seint verð­ ur fullkrufið. Hér er komin önnur rannsókn hennar á fyrirbærinu. Lóa sver sig stundum í ætt við Woody Allen, persónur hennar eru taugaveiklaðar og fullar af sjálfsefa. En á meðan hinn ungi, fyndni Allen stillti sér gjarnan upp á móti krafta­ legum kvennamönnum bendir Lóa á að aðrar persónur efast um gildi sitt líka. Þannig erum við öll sak­ borningar, og öll dómarar. Á baksíðu stendur að hér hafi er­ lendir skiptinemar verið teknir með í reikninginn, en lítið fer fyrir þeim. Þess í stað lýsir hún lífinu í Reykja­ vík og eru fáir með skarpari sýn á hversdaginn en hún (Þórbergur okk­ ar tíma?) Til dæmis finnur hún upp orðið „strætóskömm“, sem er fyrir­ bæri sem flestir kannast við en hefur sjaldan verið lýst. Einnig er óborgan­ legt þegar hún sýnir Íslendinga sem undarlega blöndu af Bandaríkja­ mönnum og Skandinövum, og kemst að því að þeir eru „Bandínavar.“ Lóa er ekki alltaf ha­ha fyndin (þó að hún sé það oft), en hún er alltaf sönn. Og við vitum að það sem hún segir er satt, vegna þess að við höfum einhvern tímann fundið fyrir því sjálf. Eitt af því helsta sem listin á að gera þegar vel tekst til er að sýna okkur hvern­ ig það er að vera staddur í spor­ um annarrar manneskju, að finna til með öðrum því við erum jú ekki svo ólík þegar upp er staðið. Og það tekst aldeilis hér. Við bíðum spennt eftir meiru. n „Lóa sver sig stundum í ætt við Woody Allen, persónur hennar eru taugaveiklað- ar og fullar af sjálfsefa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.