Fram


Fram - 22.03.1919, Blaðsíða 1

Fram - 22.03.1919, Blaðsíða 1
Verslun Sig. Sigurðssonar Siglufirði. dt&±±tek±&±teki Maltextrakt-öl Pilsner-öl Límonaði fæst hjá Friðb. Níelssvm ÍC3 III. ár. Siglufirði 22. marz 1919. 12. blað. Ný bók. »Söngvar förumannsins* heitir ljóðabók ein sem nýiega er komin fram á sjónarsviðið. Er hún gefin út í vetur í Reykjavík. Bókin er prentuð sem handrit 2Q0 tölusett eintök og er verðið 10 kr. Höfundur hennar er Stefán Sig- urðsson frá Hvítadal í Dalasýslu. Ljóðabók þessi er að vísu ekki mikil fyrirferðar, en allur frágangur hennar er snotur og vandaður og pappír bókarinnar er prýðisgóður. Málið á kvæðunum er lipurt og al- þýðlegt, en þó vel vandað. Höfund- urinu forðast sýnilega að misþyrma máli vegna rímsins, eins og svo mörgum hættir þó við — enda kveð- ur hann lítið undir dýrum háttum — nærri of lítið að mér finnst. Rað er altaf eitthvað hressandi að fá leikandi hringhendur annað veifið, eða bara smellnar stökur inn- an um hin lengri kvæðin. Annars er kveðandi víðast létt og kvæðin mjög hugðnæm. Trúað gæti eg því, að færri þeir, sem einusinni hafa opnað þessa bók, eigi gott með að hætta fyr en hún er lesin öll. Vera má þó, að sumum þyki víða kveðið við æði daprann tón, enda segir höf. sjálfur um kvæðin á ein- um stað: sRau minna lítið á ljósið og líf hins glaða manns. Þau líkjast meira bæn um brauð frá brjósti öreigans.« Höfundurinn hefir jafnan átt í höggi við örbyrgð og önnur bágindi. Varð hann fyrir því óhappi á unga aldri að missa annan fótinn. Oeta má því nærri að erfitt hafi honum oft reynst að ganga að ýmsri þunga vinnu til jafns fullfrískuin mönnum. Regar svo þar við bættist alvarleg vanheilsa svo árum skiftir og hann þá hjá óviðkomandi fólki í ókunnu landi, þá er ekki að undra, þó að daprir gerist dagar — þó að skáld- inu sé oftar sorg í sinni. »Dapurt hjarta hyllir ekki hæsta róminn. — Það elskar meira undirhljóminn.« Og er það ekki einmitt undirhljóm- urinn í kvæðunum, sem gerir mörg þeirra svo kær lesandanum! Rýðleikur kvæðanna og viðkvæm blæbrigði taka hug manns fanginn. Sorgin sem er undiralda í flestum þeirra, og sem víða brýst út svo sár, en þó svo beiskjulaus, innileg tilbeiðsla á algóðum guði og við- kvæmar þakkir fyrir alt gott þegið, gengur manni til hjarta. í síðasta kvæði bókarinnar farast höf. svo orð: »Er leiðirnar voru að lokast og líf mitt í hættu stóð, Pá streymdi rautt í orðum út mitt eigið hjartablóð. . Er hendingu fól eg harminn og hjálpin var dýr og góð, Já, þá veit guð'að gerði mér svo gott að missa blóð.« Séu nú kvæðin lesin í heild sinni, þá finnur maður að þetta muni svo vera. Hér er ekki ort aðeins til þess að yrkja heldur af innri þörf, þörf til að létta á huga sínum. Tökum tildæmis kvæðið: »Próttleysi.« Eg vildi svó gjarnan verjast Ró verður mér á að kvarta. Ó, guð minn! þaggaðu grátinn! Þú gafst mér of viðkvæmt hjarta. Eg hefi’ ekki þróttinn sem hjálpar og hlekkjunum varist getur. — Yfir mig fellur ísinn og örlaga þungans vetur. Ó, guð! þeir heyra mig gráta, eg get ekki borið hlekki — Grafðu mig dýpra í gaddinn svo gráturinn heyrist ekki. Retta er enginn uppgerðar harma- grátur færður í rím. Eða lítum »Skuggabjörg:« Manstu gamla marið? Manstu ólánsfarið ? Verður hjartað varið? Vonlaust! — eina svarið. Sérðu æfiljósið lækka? Logann flökta um skarið? Sérðu rökkvann — húmið hækka? Heyrðu! — það var barið. Yndi bernsku-ára, ellikvíðann sára, lífsins gullinn gára gleypir tímans bára. Liðin stund er manni mörgum minning húms og tára. Skamt er heimaðSkuggabjörgum. Skellum undir nára! Ekki má þó halda að altaf sé svona dimt yfir. í-Rað birtir yfir hugans hag við heiðra draumalag. Nú get eg sungið gleðibrag um góðviðrið í dag.« Vorið leggur hér leið um einu- sinni á ári hverju. Kveður það oft til fylgdar sér sól og hlývindi. En gleðin dansar áblómknöppunum og laugar sig í sólarljómanum. Ber þá og við að hún drepur sér niður í fang skáldsins og lætur vel að hon- um. Gleymir hann þá trega sínum, en hrærir ljóðahörpu og kveður henni ásamt gjafaranum als góðs lof og dýrð. Gríp eg hér nokkur erindi úr Vorsól. Nú finn eg vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Óta! drauma blíða, bjarta, Barstu, vorsól inn til mín. Það er engin þörf að kvarta. Pegar blessuð sólin skín. — Höf. minnist þó hve veturinn var kaldur, og næturauðnin svört. En — Nú er hafinn annar óður. Angar lífsins Berurjóður. Innra hjá mér æskugróður. Óði mínum létt urn spor. Eg þakka af hjarta, guð minn góður, gjafir þínar sól og vor. Hillir uppi öldufalda — Austurleiðir vil eg halda. Sestu, æskuvon, til valda, vorsins bláa himni lík. Eg á öllum gott að gjalda gleði mín er djúp og rík. Ætli þeir séu ekki færri, sem eign- ast mörg svona alsælu-augnablik, að þeim finnist þeir standa í þakk- lætisskuld við alt ogalla, — og það þó að þeir hafi átt æfina betri. Bjart er líka yfir kvæðinu Hún kysti mig. »Heyr mitt Ijúfasta lag. Rennan lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðst hefir skógarins flos Varir deyjandi dags sveipa dýrlinga — bros. Hann fer inn í skóginn en þang- að kemur kongsdóttirin í æfintýrinu. Eg á gæfunnar gull, eg á gleðinnar brag. Tæmi fagnaðar-full. Eg gat flogið í dag. Eg á sumar og sól, eg á sælunnar brunn og hin barnsglöðu bros og hinn blóðheita munn. Rennan hamingju-hag, gaf mér heit þitt og koss, Aðalfundur Sjúkrasamlags Siguíj, verður haldinn sunnudaginn 23. þ. m. í barnaskólanum og byrjar ki. 2 e. m. Dagskrá: a. Yfirlit yfir fjárhag Samlagsins ásamt ágripi af tekjum þess og gjöldum síðasta missiri. b. Hjúkrunarkona. c. Efling Samlagsins. d. Önnur mál er fram kunna að koma. Siglufirði 14. mars 1919 Stefán Sveinsson p.t. formaður. þennan dýrlega dag, þú, mitt dýrasta hnoss. Retta lífsglaða Ijóð hefir lifað það eitt, að þú, kongsdóttir, komst og þú kystir mig heitt. Lífs míns draúmur er dýr, þessi dagur hann ól. Mér finst heimurinn hýr eins og hádegis — sól. Eg er syngjandi sæll, eins og sjö vetra barn. Spinn þú, ástin mín, ein lífs mins örlagagarn. En það er ekki altaf vor og gleð- in reynist hvikul eins og fyr. »Pitt heit var svo göfugt að halda mér jól Með hlátur á vörum þú bauðst mér skjól. En brigðmál hefir þú birst. Og þó hefir leitað hver þrá, er eg ól, til þín, sem áttir mig fyrst. Eg mætti þér heitur af sumri og sól, er sál mín var ung og þyrst. Hjá þér er lífið svo barnslega blátt. Þú breiðir út faðminn og hlær svo dátt. En sól mín er bráðum sest. Því ertu, góða, að hlæja svo hátt? Þú hefir mig aðeins sem gest, Því eg hefi kveðið mig sjálfan í sátt við sorgina, og það er best. Hún veitti mér særðum þolgæði og þrótt Nú þoli eg biðina og hvíli rótt. Eg ber á mér blóðstorkinn hníf. Eg hafði í blindni að sjálíum mér sótí og sveik þá mitt fáráða líf.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.