Fram


Fram - 19.04.1919, Blaðsíða 1

Fram - 19.04.1919, Blaðsíða 1
 | Verslun | Sig. Sigurðssonar i Sig/ufírði. ^qqqqqqic &ckJc±±tekMcte*dc& Sumaróska-kort \Hamingjuóska-kori mjög fa/leg. Friðb. Nfelsson. III. ár. Kveðjusending konungsins og drotning- arinnar til Siglufjarðar. Hans hátign konungur vor, hefur sent forsætisráðherranum svohljóð- andi símskeyti: »Dronningen og jeg udtaler vor hjerteiige Deltagelse i An- ledning af den ved Sneskredet i Siglufjord foraarsagede store Ulykke.* Á íslensku: »Drotningin og jeg vottum vora innilegu hluttekningu í hinni miklu óhamingju sem snjóflóðin hafa orsakað í Siglufirði.« Hreppstj. sendi forsætisráðherr- anum svohlj. svarskeytij: »Siglfirðingar biðja yður hæst- virti herra forsætisráðherra, að flytja hans hátign konungi og hennar hátign drotningu hug- heilar þakkir fyrir samúðarskeyti þeirra, Hluttekning hinna göfugu kon- ungshjóna vorra mýkjir sárþeirra sem fyrir harmi hafa orðið og eykur oss dug til að bæta úr tjóninu.< Voðasnjóflóð ennf 9 manns ferst. Þriðjudag 15. þ. m. komu menn úr Héðinsfirði hingað og sögðu þau hryggilegu tíðindi, að í Héðinsfirði hefðu fallið mörg snjóflóð um síð- ustu helgi, og tvö þeirra orðið mannsbanar. Hið fyrra þeirra snjó- flóða féll laugardaginn 12. þ. m. um kl. 3 síðdegis úr svokallaðri Víkur- byrðu, og fórst þar bóndi frá Vík Páll Porsteinsson að nafni, maður á besta aldri, frá konu og 1 barni, var hann á heimleið frá beitarhús- unum í Vík. Allir bændurnir þrír voru á beitarhúsunum þennan dag en Páll heitinn varð þeirra fyrstur til heimferðar — og skildi það. Lík hans var ófundið er síðast fréttist. Snjófióð hafa oft fallið á þessum stað og orðið mönnum að bana; árið 1841 fórust í snjóflóði á sama stað 2 giftir bændur frá Vík, Jón Jónasson og Jón Jónsson, voru þeir einnig á heimleið frá beitarhúsunum. .................11"BPI Siglufirði 19. apríl 1919. 16. blað. Síðara flóðið féll um kl. tvö á sunnudaginn úr fjallinu fyrir ofan Ámá, fremsta bæ í Héðinsfirði; hljóp það á fjárhús í túninu á Ámá og fórst þar Ásgrímur sonur Erlends bónda 24 ára gamall. í flóðinu lentu einnig 37 ær og fórust flestar. Ann- ar maður var nýgengin frá fjárhús- inu til annars fjárhúss skamt frá, það hús slapp hjá flóðinu. Héðan fóru menn til Héðinsfjarðaráþriðju- daginn, ef hugsanlegt væri að ein- hverju yrði bjargað, fundu þeireftir nokkra leit Ásgrím örendan í hey- tótf áfastri fjárhúsinu og 8 ær lifandi. Mótorbátur frá Hofsós hafði ver- ið veðurteftur hér í Siglufirði alllengi Priðjudaginn, síðdegis, hélt hann heimleiðis og morguninn eftir bár- ust þau skeyti hingað frá Jionum, að hann hefði eigi séð bæinn Engi- dal, er hann sigldi þar hjá, og enga mannaferó j^ar, en þóttist aftur á móti hafa séð að snjóflóð mundi hafa fallið upp undan bænum. Var þá þegar brugðið við héðan; og sendur vel mannaður mótorbátur vestureft- ir. Qerðu menn sér þó vonir um að hér hefði eigi fallið snjóflóð sem að grandi hefði orðið, því í manna minnum hafði ekki snjóflóð hlaupið á þessum stað, hugðu menn fremur að bæinn hefði fent í kaf, því eigi sést af sjó utan. önnur varð þó raunin á, því þaðan átti maður eftir að frétta máske hroða- legustu viðburðina. Hafði afarmikið snjóflóð fallið um þveran dalinn, og síðan ofan eftir honum, hlaupið á bæjarhúsin og grafið þau, en eigi náð peningshúsum er stóðu nær sjónum. Sást þar ekkert líf heima við, þar er bærinn hafði staðið, nemahund- ur einn, sem var þar á vakki. Sáu menn hvar héppi hafði grafið sig upp úr flóðinu, og að hann var blóð- ugur og rifinn á löppunum. Haus á dauðu hrossi sást upp úr fönn- inni og kofarústum rétt fyrir neðan bæinn. Var þegar farið að moka upp bæjarrústirnar, og er þar skemst af að segja að heimiiisfólkið alt 7 manns fanst þar örent í bæjarbrot- unum undir 4 til 5 álna þykku fióði. Var fólkið alt í rúmunum, svo snjó- flóðið hefur fallið á náttarþeli, og miklar líkur til að verið hafi sömu nóttina og voðaflóðið féll hér í Siglu- firði, því líkin voru mikið farin að rotna. Seint um kvöldið var búið að ná öllum líkunum, og voru þau flutt hingað til Siglufjarðar á fimtu- dagsmorguninn. Af skepnum fórust þarna: 2 kýr, 1 hross, 6 kindur, 2 hundar og kött- ur. Fjárhúsin stóðu ,utar og neðar í túninu og hafði þau ekki sakað. Fullorðna féð og hross höfðu legið við opið og því farið út þeg- ar veður batnaði. enda Virtist því líða nokkurnveginn vel. í öðru húsi voru lömb og eitt hross, hafði það eigi komist út því húsið var birgt, og voru lömbin svo hungruð að þau höfðu étið ull hvert af öðru, mold úr görðum og veggjum og taglið af hrossinu, en virtist vel lifandi. Hér á eftir fara nöfn og aldur þeirra er látist hafa í þessum snjó- flóðum, hér í sveitinni: Hér í Siglufirði. Knud Sether verkstjóri 52 ára. Frú L. Sether kona hans 47 — (Bjuggu hér að staðaldri síðan 1Q11.) Friðbj. Jónsson tómthúsm. 50 ára. Ouðrún Jónsdóttir kona hans 54 — Alfred Alfredsson tökubarn 8 — Ben. G. Jónsson tómthúsm.33 — Guðrún Guðm.d. kona hans 30 — Hrefna Svanhvít , , , . 6 — _ ,, dætur þeirra . Brynhildur 4 — Á Engidal. Margrét Pétursdóttir ekkja 49 ára. Pétur Garibaldason 2ó — Sigr. Pálína Garibaldadóttir 21 — Kristólína Kristinsd. tökubarn 6 — Halldóra Guðm.d. vinnukona 76 — Gísli Gottskálksson húsm. 28 — Málfr. Anna Garibaldad. kona hans 19 — í Héðinsfirði. Páll Porsteinss, bóndi í Vík 37 ára. Ásgr. Erlendsson ungl.áÁmá 24 — Pegar birti upp var hafin leit eftir líkum þeirra sem fór- ust hér í Siglufirði, hefur víðan verið leitað alla daga og nætur með hverri fjöru, og eru nú 6 lík fundin, lík Knud Sether, og konu hans, Bene- dikts Gabríels, konu hans og eldri dóttur, og lík Guðrúnar konu Frið- bjarnar. Héraðslæknirinn fullyrðir að fólkið héðan hafi alt dáið samstundis, en sumt af Engidalsfólkinu hafi ef til vill lifað eitthvað, en telur þó örugt að meðvitund þeirra sem ekki hafi dáið þegar i stað, hafi horfið álíka fljótt og meðvitund þeirra sem lenda í kæfingu. Læknirinn álítur því að vér meg- um vera fullvissir um það að dauð- inn hafi komið að fólkinu meðvit- undarlausu, og að ekki geti verið að ræða um þungt helstríð, þeir sem eitthvað hafi lifað eftir að slys- ið bar að höndum hafi liðið jafn hóglega yfrum sem hinir, sem þegar í stað létu lífið. Alla dagana hafa mótorbátar og smábátar verið á ferð fram og aftur um fjörðinn, að tína saman síldar- tunnur og timbturrekald, munu hafa náðst um 1500 tómar síldartunnur og allmikið af timbri mjög brotið og sundurtætt, mikið af því aðeins eldsmatur. Höfnin hefur verið hroða- leg útlits þessa daga, full af óhreinni krapstellu, spítnarusli og tunnum. Innan til mun hún ogalls ekki vera trygg úl umferðar stærri skipum, eins og stendur. Menn vita alls ekki hve langt vélar og járnbitar hafa hentst út á fjörðinn, því það hefur ekki verið hægt að rannsaka enn þá. Ekki var unt að vinna að björg- un á höfninni í gær vegna veðurs. Tjónið hefur heldur ekki verið hægt að gjöra upp nákvæmlega enn þá. Hafnarvirkin á Siglufirði. Niðurl. Yfirborð bryggjunnar innan vió sjógarðinn er ráogert úr tjörusteypu. í haus öldubrjótsins er kassi með sjerstakri lögun. Hausinn erbygður upp í sömu hæð og yfirborð sjó- garðsins, og þar á settur hafnarviti. Á bryggjunni er ráðgert tvöfalt brautarspor, 2 þuml. vatnsæð, fest- arhringir og hæfilega mörg niður- rensli fyrir vatn. Tilhögun b. Hjer er suðurhlið öldubrjótsins einnig gerð með grjót- fláa upp í 50 cm. hæð yfir lágfjöru- borði, en þar fyrir ofan er lóðrjett- ur veggur úr járnbendri steypu. Bryggjan meðfram suðurhliðinni er svo gerð úr járnbendri steinsteypu þannig að reknir eru niður staurar úr nefndu efni, 26x26 cm. á kant, með 3,4 m. bilum á langveg bryggj- unnar, en 2,1 m. bilum á hinn veg- inn. Ofan á staurunum koma bitar með plötu úr járnbendri steypu, og er öll bryggjan reiknuð svo að bor- ið geti vöruþunga 2 tonn á hvern fermetra. Úr bryggjugólfinu gengur bindingur úr járnbendri steypu yfir í norðurhlið öldubrjótsins. Staurarnir í suðurhlið bryggjunnar eru varðir gegn sliti með trjehlífum fyrir ofan fjöruborð, og styrktir með hnjám. Einnig er brúnin á bryggjugólfinu varin með trjelilífum. í haus öldubrjótsins er steyptur kassi, hringmyndaður, fylltur með möl og smágrjóti, og hausinn bygð-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.