Fram


Fram - 17.05.1919, Blaðsíða 1

Fram - 17.05.1919, Blaðsíða 1
Verslun Síg'. Sigurðssonar Siglufirði. Molasykur kom með »Sterling« Friðh. Níelsson m.ár. Siglufirði 17. maí 1919. Hvert stefnaskal. Vér höfum í tveim greinum, sem áður hafa birst í þessu blaði, vakið máls á nokkru af því, sem fyrst á að gjöra hér í Siglufirði. Nú skal það tekið fram hvert stefna skal. Þar til skal stefna að Siglufjörður, sem liggur miðja vegu milli Horns og Langaness, skuli verða miðstöð allrar útgerðar, og allra siglinga á norðurströnd fslands! Vér viljum nú í ágripum geta, ýmsra þeirra nauðsynja, sem koma verður í framkvænid, til þess að Siglufjörður nái þeim sessi, sem honum ber, en seinna meir munum vér að vísu halda áfram að bera fram allar frekari kröfur þessum stað til framfara, og ræða nánar það, sem drepið hefir verið á fyr og nú. Fyrst og fremst verðum vér að leggja alla vora krafta fram til þess, að hér verði gjörðar þær iiafnarbæt- ur, sem nægiiegar séu til þess að höfn Siglufjarðar verði trygg í öll- um veðrum, verði sú höfn sem boðið geti öllum þeim stóra fiski- flota, sem veiðar stunda undan Norð- urlandi og öðrum skipum, sem þar sigla, örugt skjól, ef nauðsyn ber að höndum. F*etta hafnarmál vor Siglfirðinga er að vísu ennþá komið á stuítan rekspöl, og hefur þar ýmislegt vald- ið um, svo sem stríðið með sínu samgönguleysi og dýrtíð. þegarum það leiti, sem ófriðurinn hófst höfðu mælingar til undirbúnings hafnar- byggingar verið gjörðar, og verkfræð- ingur var fenginn til þess að vinna úr þeim, og gjöra teikningar af hafn- arvirkjum. Það kom þá brátt í Ijós, að þær hugmyndir, sem sá verkfræð- ingur hafði gjört sér um fyrirkomu- lag hafnar hér í Siglufirði, voru ekki svo, sem margir skírir og kunnugir menn álitu að ætti að vera. Lýsing á mannvirkinu var heldur ekki svo glögg, að hafa mætli hana, eins og hún lá fyrir, til grundvallar við útboð verksins, og í þriðja lagi var kostn- aðaráætlun sú, er frá verkfræðingn- um kom, nokkuð ónákvæm og all- óábyggjieg, eins og líka hlaut að vera á þeim tíma, er hún var gjörð 1915. Verkalaun og alt efni á hraðri ferð upp. Það var því horfið frá þessu ráði, en þar með var málið ekki dautt, og eins og menn vita ^r nú búið að gjöra nýar tillögur í málinu og hefur lýsing Jóns Por- lákssonar verkfræðings á hafnarvirk- junum eins og kunnugt er, verið birt nýlega hér í blaðinu. Sú tiihög- un, sem nú er efst í huga manna er að miklu frábrugðin hinni fyrri byggingarhugmynd, ogallmikið um- fangsefni. Eftir því sem vér höfum getað myndað oss skoðun á þessu máli, viljum vér eindregið mæla með fyrirkomulagi herra Jóns þorláksson- ar í öllum aðaldráttum, þó að vér í ýmsum einstökum atriðum mund- um hafa kosið annað fyrirkomulag. Að þessu mun »Fram* víkja síðar þegar farið verður fyrir alvöru að ræða einstök atriði í málinu á þeim tíma, er útlit verður betra og vissara um framgang þess. Þeir erfiðleikar, er vér nú verðum mest að berjast við er fjáreklan; oss vantar afl þeirra hluta er gjöra skal. Vér megum með engu móti láta hugfallast, og verðum að hafa ailar klær úti ti! þess að afla fjárins, og það sem fyrst. Hér liggur stórt verk- efni fyrir hinni nýju bæjarstjórn, og vér vonum að hún beri gæfu til þess að ljúka því oss til gagns, og sér til sóma. Það er sagt að nú sé farið mjög að þrengjast um á pen- ingamarkaðinum og má því búast við, að allerfitt geti orðið að ná í nauðsynlegt fjármagn með viðun- anlegum kjörum, og það er sagt að fjárrenta muni hækka gífurlega; en eins og vér áður tókum fram, meg- um vér þó ekki láta hugfallast, held- ur gjöra alí, sem vér getum til þess að grunda málið og hugsa fyrir nýjum og tryggum tekjupóstum. Vér trúum því ekki, að sé á annað borð nokkurstaðar tiltök að leggja út í byggingu hafnarvirkja á íslandi nú, þá geti þar ti! verið nokkur staður líklegri en einmitt Siglufjörður. Oeti það þótt arðvænlegur kaupskapur, að kaupa trébryggju suður í Hafnar- firði fyrir 550 þúsund krónur, þá fá- um vér ekki séð, að það megi kall- ast koma nærri fjárglæfrum að byggja hér hafnarvirki fyrir eitíhvað svip- aða upphæð. Pó að þau hafnarvirki sem nú er talað um að gjöra hér, svo fljótt sem unt er, kynnu að verða oss ó- nóg, er til lengdar lætur, eru þau þó stórt spor í framfaraátt, og það verður altaf hægra að bæta við, en af að taka. Seinna meir má auka þessi sömu haínarvirkji ef oss vex svo fiskur um hrygg. Mení er máttur. Niðurl. A síðustu tímum hafa orðið veru- legar breytingar í þjóðlífi voru, bæði hið ytra og hið innra. íslenska þjóðin, sem fyrir fáum áratugum var bændaþjóð og ekkert annað, er nú farin að leggjast á fleiri sveifar. Sjávarútvegurinn er þegar orðinn sjálfstæður atvinnu- vegur, er elur 215 hluta þjóðarinnar. Iðnaður og siglingar eru að hefjast. Fyrir rúmum mantisaldri síðan áttu uppvaxandi unglingar í raun og veru um ekkert að velja. Aðeins einn troðinn vegur blasti við augum þeira, vegur bóndans. Þá leið hafði hver kynslóðin farið eftir aðra, án þess að sagt verði að ein stæði annari framar, en þær geymdu svo vel al- þýðumentun vora, að það verður seint fuil þakkað. Fn með henni geymdist og hið andiega afl þjóð- arinnar eins og falinn eidur, sem vantar lífsloft ognæringu, en er reiðu- búinn að rísa úr ösku þegar hvor- tveggja er kostur. Þegar atvinnusviðin fjöíguðu kom leysitig í þjóðlífið. Fólkinu fleygði fram og aftur milli verstöðva, bæja og sveita, Bæir og þorp við sjávar- síðuna þutuupp; þar kont öll fólks- fjölgunin niður. F*annig sköpuðust á skömmum tíma fjöldantörg ný heimili að vísu svipuð sveitarheitnilunum gömlu á ntarga lund, en með miklu verri skilyrðum fyrir uppeldi og menningu ísienskra alþýðu. Störfin urðu þar rneiri og einkum marg- háttarði en áður, tómstundirnar færri. Og það varð engum vandkvæðum bundið að fylla upp í þær á ýmsa vegu aðra en þá að grípa til bók- anna. Þar við bættust nú á síðustu ára tugum mjögveruleg útlend áhrif, sent segja má ineð sanni að hafi svo að segja skollið á ýinsar verstöðvar vorar og sjávarþorp. Ahrif sem raunar hafa orðið að verulegu gagni í verklegu tilliti, en að saiua skapi til tjóns með tililit tií alþýðumentunar vorrar og and legrar mennirigar. — F’etta eru engin ný sannindi, sem hér er verið að benda á. Mýmörgum er þetta full- komið og alvarlegtáhyggjuefni. Sum- ir liafa vænst þess að með fjölgun skólanna mundi ráðiu bót á þessu. Barnaskólar í hverju þorpi og sveit og unglingaskólar í hverri sýslu 20. blað. mundu halda við meníun ogíestrar fýsn íslensku alþýðunnar. — F^að sit- ur sennilega ekki á mér að gera lítið úr barna- og unglinga- skólunutn, en það máekki dyija þann sannleik, þó sorgtegur sé, að þetta gera skólarnir ekki nándarnærrleins vel og sveitarheimilin áður, ogmeð því fyrirkomulagi sem nú er á tel eg fullvíst að þeir geri það aldrei, og [síst í bæjurn og sjóþorpum. Námsgreinafjöldinn og yfirheyrsl- urnar eru síður en svo fallin til að glæða lestrarlöngunina með því líka að kennarnir eru fíestir iíttfæri r um að blása lífsanda í námsbækur barnanna, og gera þeim þær ijúfar og hugþekkar, og írá heimilunum er lítillar, oft eingrar hjálpar að vænta. F’ar gengur dagsstritið fyrir öllu, og svo er sú háskalega villa að festa rætur, að með skóíunum sé allri abyrgð í þessmu efnum iélt af þeim. Pað ci ekki ; erfitt aö sjá hvar vér lendum ef slíku fer fram um langa stund enn. Andlegamenn- ingin okkar, alþýðumeníunin, vopn- ið okkar á umiiónum öldum, og að- aismerki þjóðar vorrar sem heildar, rnáist, föinar og hverfur og vér eign- umst innan skamms mentunariau.s- an bæjalýð, sem í fáu eða engu ber af erlendum skríl, og er ekki ís- lenskur nema að nafninu. En hvað eigum vér þá að gera: Haida utan að heimafræðslunni eins og mögulegt er, og svo lengi sem kosíur er á, en jafnframt full- konma skólana með því að fækka föstum námsgreinum, lesa meira en kenna minna, svo lestrarfýsnin taki ekki banasóttina þegar á barnsárun- um. Og vér þurfum að eiga, að miristakosti, einn ágætlega meníað- an kennara við hvern barnaskóla. Athugamikinn og andlega vakandi kennara, sern hafi átt þess kost að kynnast persónulega hinu besta í alþýðufræðslu fyrirkomulagi hinna helstu ménningarþjóða, og geti val- ið þar úr alt seni er við hæfi íslenskr- ar alþýðu ogorðið getur þjóðlegt og sannmentandi. Og oss er það lífs- nauðsynlegt að eignast sæmilegt bóka' safn í hverju einasta þorpi og lest- rarsal fyrir alþýðu manna, er sé svo vistlegur að liann geíi orðið ung- um sem gömluin fýsilegur dvalar staður, að að loknu dagsverki, bað- staður þar sem fólk gæti tekið sér andlegar laugar. Eg er sanníærður um, að aiþýð- umentun vorri yrði vel borgið með

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.