Fram


Fram - 20.03.1920, Blaðsíða 1

Fram - 20.03.1920, Blaðsíða 1
Xateate 4 Léreft, Flónel, Gardínu- 4 4 Ifr tau, Boldang 2 teg. S 45 o. m. fl. í versl. 4 Páls S. Dalmar. | * IV. ár. Siglufirði 20. mars 1920. 12. blað. ísland og Danmörk árið 1Q19. —oo— Framh. Þannig létu íslendingar sér ekki nægja að kippa algerlega niður danska fánanum, einnig sem versl- unarfána á fjarlægum höfum, undir eins sama daginn, sem sambands- lögin voru undirskrifuð og nenia burt hið sameiginlega ríkisráð, einn- ig sama daginn- þessu hvorutveggja var búist við og kom þess vegna ekki á óvart — en þeir voru líka fljótir til að láta fullveldi sitt út á við koma skýrt og skarpt fram á annan hátt. Pannig er um titil kon- ungs. Á íslandi er hann nú: Kon- ungur íslands og Danmerkur, jafn- vel þótt Danir í einfeldni sinni von- uðust til að Danmörk, sem eldra ríkið og stærra, mundi verða nefnd á undan í konungstitlinum —- einn- ig á íslenskum skjölum. Ennfremur hefir ísland undir eins fengið þeirri kröfu sinni framgengt, að danskur sendiherra yrði á íslandi. í umræð- unum um sambandslögin var því haldið fram af Dana hálfu, að ís- land mundi ekki geta útnefnt sendi- herra eða aðalkonsúl í Danmörku til þess að gæta þar hagsmuna ís- Ienskra borgara samkv. 15, gr. lag- anna, og hér yrði ekki um annað að ræða, en að hvort landið um sig hefði stjórnarskrifstofu í hinu land- inu, er svaraði til skrifstofu þeirrar, sem ísland hefir nú þegar í Kaupm- höfn. En íslendingar héldu því fram, að þeir gætu sent sendiherra eða konsúl til Danmerkur algerlega eftir sínu eigin höfði og þeir voru heldur ekki lengi að fá sínu máli framgengt. Og til þess að sá sigur þeirra yrði sem glæsiiegastur, þá varð Danmörk jafnvel fyrri til að senda sinn sendiherra til íslands. Var hann raunar ekki að nafninu til sendur af utanríkis- heldur inn- anríkisráðuneytinu, en hann er yfir- eða aðalsendiherra (overordentlig Gesandt) og umboðs-ráðherra að nafnbót. En þó voru það sárustu von- brigðin fyrir hina dönsku forvígis- menn sambandslaganna þegar ís- lendingar köstuðu hæzta rétti undir eins fyrir borð sem æðsta dómi í íslenzkum málum. Að vísu hafði 10. gr. sambandslaganna algerlega gefið hinn danska hæztarétt íslend- ingum á vald. En þar sem svo var ákveáið f upphafi þessarar greinar, að hæzti réttur skyldi eins og áður vera sameiginlegur báð- um þjóðunum* þar til íslendingar sjálfir ályktuðu að stofnsetja æðsta dómstól, og þar sem grein þessi ennfremur hét fslendingum því, að jafnskjótt sem dómarasæti yrði autt í hæzta rétti, þá skyldi fslendingur skipa það — þá hugguðu Danir sig við það og gáfu það í skyn, að það væri engin hætta á því, að íslendingar ætluðu sér í raun og veru að afnema liæzta rétt. Zahle yfirráðherra — sem er svo gjör- kunnugur íslenzkum málefnum — fullyrti þannig í þjóðþinginu, að þar sem embættismannafjöldinn á íslandi væri þegar tiltölulega alt of mikill, og þar sem ísiendingar hefðu aldrei verið óánægðir með hæzta rétt, þáværi engin ástæða til að ætla, að íslendingar hefðu það í huga að setja hæzta rétt á stofn.* En þegar ráðherra íslands kom aftur hingað til Danmerkur fáum mánuðum eftir staðfestingu sam- bandslaganna til þess að undirbúa lagafrumvörp þau, er leggjast skyldu fyrir Alþingi, þá var það engu að síður hans fyrsta yerk að leggja frain frv. til laga um stofnun hæzta réttar á íslandi og þar með um af- nám hins danska hæzta réttar sem æðsta dómstóls í íslenskum málum! Og þetta lagafrumvarp, sem batt enda á þann dansk-íslenska félags- skap eða samlög, er vai jafngamall sjálfu konungssambandinu, fékk svo góðan byr á Alþingi, að það var þegar orðið að lögum 6. október í fyrra og gengið í gildi 1. janúar í ár. Og þetta alt saman, sem hinn danski yfirráðherra taldi helst óhugs- anlegt, var í stuttu máli og eingöngu rökstutt á þá leið í nefndaráliti Al- þingis, að það væri »rökrétt afleið- ing af fullveldi landsins« — og er sú rökfærsla talsvert íhugunarefni. Eða er þá ekki fullkomið vald í utanríkismálefnum sömuleiðis, eða öllu heldur sjálfsögð »rökrétt afleið- ing af fullveldi landsins?« Að vísu er nú sem stendur sleg- inn varnagli nokkur hvað þetta síð- asta atriði eða utanríkisstjórnina sneríir, þar sem 7. gr. sambands- laganna kveður svo á, eins og kunn- ugt er, að Danmörk skuli fyrir ís- lands hönd fara með öll utanríkis- *) Auðkent af höf. niálefni þess. En íslendingar eru þó undir eins farnir að losa um þenn- an varnagla eftir megni. Á Alþingi í fyrra var sem sé skotið nýrri 17. gr. inn í hina nýju »Stjórnarskrá fyrir konungsríkið ísland,« er mælir svo fyrir, að konungur (konungur íslands vel að merkja) geri samn- inga við önnur ríki, en þó geti hann ekki, án þess að Alþingi samþykki, gert nokkurn þann samning, er hafi í för með sér afsölun lands eða skuldhefting á landið eða landhelg- ina eða valdi breytingum á hinum núverandi ríkislögum. Niðurl. Hvert horfir? —oo— Eins og vitanlegt er orðið, varð, að því er séð verður, smágrein hr. O. Tynesar í n. s. blaði »Frams« til þess að nokkrir kaupendur blaðs- ins hér í bænum sögðu því upp. Er veður þetta, sem gert hefir verið út af téðu greinarkorni, fneð öllu óskiljanlegt þ. e. a. s. frá sjón- armiði sæmilegrar skynsemi og sann- girni, því þó eg lesi umr. grein hvað eftir annað bæði áfram og aft- ur á bak, get eg ekki fundið eitt einasta orð í henni móðgandi auk heldur meiðandi, og svo hygg eg fleirum fari, sem greinina lesa ró- lega og hlutdrægnislaust, enda mundi frú Guðrún sjálfsagt að öðr- um kosti láta réttan sakaraðila (Tyn- es) sæta ábyrgð fyrir. Eftir því sem mér virðist, tekur hr. O. Tynes skarpast til orða þar sem hann fyrir sitt leyti telur frú Guðrúnu enga »fyrirmynd« og að hún skuli fyrst gæta síns eigin »víngarðs« (þ, e. heimilis og ann- ara nærliggjandi starfa), en hvort- tveggja þetta er svo algengt svar þegar einhver ætlar óbeðinn að fara að hlutast til um annara hagi, þó í bestu meiningu sé gert, að eng- inn meðalgreindur maður lætur sjást eða heyrast að það móðgi hann. Eins og eg hefi rétt til þess óátal- ið, að álíta frú Guðrúnu í raun og sannleika að sumu leyti fyrirmynd kvenna, verður ekkert við því sagt þó annar sé á gagnstæðri skoðun um það, enda mun svo lengst verða. Upphaflega tilefnið til þessara opinb. viðskifta frú Guðrúnar og Tynesar er ómerkilegasta bæjarslað- ur, og er ilt til þess að vita, að slíkt skuli geta leitt til fjandskapar milli góðra borgara bæjarins og ó- maklegra árása á menn. Næsta á- stæðan er vottorð það, semjóhann Þorfinnsson gefur Tynes, þar sem hann ber það undir eiðstilboð, að frú Guðrún hafi kallað sig á sinn fund, til þess að spyrja sig hvort það væri ekki satt, að Tynes hefði viljað svíkja ofan í hann áfengt vín með því að telja honum trú um að það væri óáfengt »Frugtvín,< Eftir þessu vottorði er ekki hægt að sjá annað, en að frú Guðrún sé að safna sönnunum fyrir því, að Tyn- es neyti allra bragða til þess að tæla yngri menn til drykkju og óreglu, og það jafnt þá, sem hann veit að eru bundnir drengskapar- heiti gagnv. víninu (ungm.félaga) og þannig ekki aðeins brjóti lands- lögin (bannl.) heldur geri sig líka sekan í lúalegasta ódrengskap. Góðir menn og réttsýnir, þreifið nú í ykkar eigin barm og athugið hvernig ykkur myndi þykja, ef slíkri framkomu sem þessari væri að á- stæðulausu trúað um ykkur og ver- ið að safna vottorðum um hana, og hvort þið niynduð, ef þið annars segðuð nokkuð, stilla skapi ykkar og orðum betur í hóf en hr. Tynes í umr. grein. Og ekki munduð þið vilja láta gefa ykkur sök á því, þó ykkur yrði á að trúa því sem full- orðinn maður gefur vottorð um og býðst til að sverja, Ef vottorðsgef- andinn hefði tekið sínar síðari leið- réttingar fram strax, hefði máiið horft alt öðruvísi við, því það er nokkuð annað, hvort slúðrið aðeins berst í tal og það með þeim hug að álíta það ósatt, eða að pilturinn er beint kvaddur til viðtals, til þess að staðfesta það. Frú Guðrún og hennar menn máttu sjá það strax, að grein Tynesar var aðeins eðli- leg afleiðing af vottorðinu eins og það er orðað, og hefðu því átt að hlífa piltinum við opinberri minkun með því að blanda honum ekki inn í málið frekar. Hvernig umrædd grein hr. Tynes- ar — jafnvel þó meiðandi hefði verið auk heldur — gat gefið til- efni til þess, að ýmsir kaupendur segðu blaðinu upp, er ekki auðvelt að sjá eða skilja á amian veg en þann, að frú Guðrún hafi sjálf geng- ist íyrir því, og þannjg mun það líka alment lagt út, því hefði það ekki verið vilji hennar, má ætla að hún hefði getað afstýrt því. Annars

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.