Fram


Fram - 19.06.1920, Blaðsíða 1

Fram - 19.06.1920, Blaðsíða 1
Rúgmjöl, Sætsaft, Rjól og Munntóbak. versl. Páls S. Dalmar. tekteksk k±± ±x ir l Nýkomnir Hollenskir vindlar áreiðanlega þeir bestu í bænum versl. Sig. Sigurðssonar. IV. ár. Siglufirði 19. júní 1920. 25. blað. Deilur. Bannmáliö. —oo— Niðurl. í þessum kafla seg- ist höfundurinn engar deilur vilja og er það síst að lasta. Hann segist ennfrem- ur ekkert ætla að blanda sér í deil- ur B. Líndals við Pétur eða Pál og enga afstöðu ætla að taka til kosn- inga í Eyjafjarðarsýslu haustið 1919. Loks tekur hann það fram, að skoðun sín í bannmálinu, hafi ver- ið hin sama í haust og hún sé nú! Urn þessi atriði er það að segja, að það er ógnar hægt fyrir þann mann að segjast engar deilur vilja, sem svo er ástatt fyrir, að hin ó- lýgna reynsla getur ekki sannfært harm um hin siðspillandi áhrif bann- laganna á þjóðina og einstaldinga hennar, en ber höfðinu við steininn og segir að bannlögin séu ekki til í framkvæmdinni, þrátt fyrir það, að flestum skynbærum mönnum hlýt- ur að vera orðið ljóst, að slíkum lögum, hversu ströng sem væru, verður aldrei hægt að framfylgja, svo Iengi sem þau koma í bága við réttarmeðvitund fólksins og heil- brigða skynsemi. Um slíka menn má með sanni segja: »Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja.« í deilur B. L. við Pétur og Pál, eins og höfundurirín kemst að orði, mun enginn hafa beðið hann að blanda sér, og virðist því óþarft fyrir hann að vera að taka það fram, að slíkt ætli hann ekki að gjöra. Að hann enga' afstöðu ætli sér að taka til kosninganna í Eyjafjarðarsýslu 1919, ber aðeins vott um áhuga- leysi hans á landsmálum og þar á meðal bannmálinu. Um það, að hann ekki hafi skift um skoðun í einu máli (bannmálinu) frá því haustið 1919 og þar til í febr. 1920 að hann skýrir frá þessum viðburði, bendir aðeins á, að hann annaðhvort hafi enga skoðun haft á þessu máli þar til um haustið 1919, eða þá að hún hafi verið alt önnur fyrir þann tírha, en hvort heldur sem hefur verið, þá bendir það alls ekki á nokkra grobbsverða staðfestu á því máli. Hér hefur höfundur- inn orð á því, að tím- inn sé stuttur, líði fljótt. Lífið stutt. Segir »að hann renni eins og vatn úr brotnu keri.« Álítur mestu list lífsins að nota tímann rétt og eyða honum ekki í agg og þrætur. Petta er nú alt gott eg blessað, þó ekk- ert af því sé nýtt, en gefur samt í skyn að deiiur B. L., við Pétur og Pá|, sem höfundinum virðast vera svo kunnar, séu ekki þarfar. Fáir aðrir sem til þekkja og satt vilja segja, munu hafa þá skoðun að B. L. sé að fyrrabragði í óþarfa deil- um við nokkurn mann, heíur ekki einusinni svarað lokleysum höfund- arins; einnig munu fáir álíta B. L. mann að verri fyrir þá sök, að hann »ekki þolir órétt« né tekur með þökkum rógburð annara eða útskit að ástæðulausu. Allir sem B. L. þekkja verða að viðurkenna, að hann sé hinn mesti dugnaðarmaður í hvívetna og góður búhöldur. Hann hefur bæði drifið síldarútveg og landbúnað með framsýni og dugn- aði, svo að fáir hér um slóðir hafa betur gjört, enda er hann, — sem fyrir fáum árum, til þess að gera, var bláfátækur, — orðinn efnaður maður. Mun því enginn, sem hann rétt þekkir, álíta, að hann hafi ekki notað tíman rétt og hyggilega, nema ef til vill einhverjir bannmenn sem óskandi væri að létu eftir sig liggja annað eins til framfara og þjóðþrifa eins og þegar liggur eftir Líndal. Hvað þeim ágreiningi viðvíkur, seni höfundurinn segir að sé milli sín og B. L., nl. þeim, að B. L. vilji leyfa aðflutning á léttum vín- um, en hann ekki, þá munu flestir af hinum skynsamari mönnum þjóð- arinnar vera þar á Líndals máli en móti höfundinum, enda er reynsla annara þjóða, t. d. Noregs, að stað- festa réttmæti þeirrar skoðunar. Samt sem áður spyr höfundurinn >alla hugsandi menn á landinu«, »hvort þeim sýnist heppilegt að stofna til fjandskapar og flokkadeilu út af þessu ágreiningsefni.« Álítur síðan réttast að jafna málið, en á þann hátt, að minni hlutinn, sem hann kallar, slaki til, sleppi allri mótstöðu og leggist á eitt með bannmönnutn o. s. frv. Hér eins og víðar geng- ur höfundurinn út frá því sem sönn- uðu, sem hann á sjálfur að sanna. Pað hefur áður verið sýnt fram á það með rökum, að miklu meiri líkur séu fyrir því, að bannmenn séu í minnihluta hér á landi. Pessar líkur hafa bannmenn sjálfir staðíest með því, að vilja ekki bera málið, eins og það nú liggur fyrir, undir þjóðaratkvæði. Á þann eina hátt fengist að nokkru leyti sönnun fyrir því, hvorumegin meiri hlutinn er, að minsta kosti kosningabærra manna. Meðan slík atkvæðagreiðsla fer ekki fram, virðist höfundurinn enga heim- ild hafa til þess, að telja bannmenn í meiri hluta, heldur þvert á móti að álíta, að þeir séu í miklum minni hluta. En vilji höfundurinn vera sjálfum sér samkvæmur, þá ætti' hann að vera fús til þess, að fylgja þessum meirihluta til þess að af- nema bannið, f það minsta svona fyrst um sinn á hinum léttari vfn- um, eins og Norðmenn hafa gjört, og vinna með frjálslyndum og góð- um andbanningum að upplýsing einstaklinganna og þjóðarinnar í heild sinni, svo að þeim og henni þar af leiðandi eflist svo siðferðis- þroski og menning, að þeir kunni að fara með vínið sem hverja aðra gjöf Drottins, án þess að misbrúka það sér og þjóðinni til skammar og skaða. Petta er takmarkið sem við eigum að stefna að og reyna að nálgast sem allra mest, og ó- neitanlega væri það miklu dásam- legra, ef oss auðnaðist það að ná takmarkinu á þennan hátt, en að kúga þjóðina með þrælabanni, sem flytur oss, eftir þeirri reynslu sem fengin er, æ lengra og lengra frá nefndu marlci. Niðurlag. Höfundurinn endar með því, að hann vilji ekki fylgjast með þeim mönnum, sem vilja gjöra sem mest úr ágreiningi manna og flokka. Seg- ist vilja stilla til friðar og auðvitað vera með í því að »kveða sufidr- ungardjöfulinn í kútinn.« Petta lætur óneitanlega vel í eyrum og virðist benda á mann, sem nokkru vilji, ef til kemur, offra til samkomulags í málum. En þegar betur er að gáð, á allur sá friður og samkomulag, sem hann fæst til að vera með, — að minsta kosti í bannmálinu, - að byggjast á því, að hann og bann- menn fái allar sínar kröfur uppfylt- ar, auðvitað á kostnað andbanninga. Með öðrum orðum, vill ekkert sam- komulag. —' Er ails enginn friðar- maður og þar af leiðandi, að hans eigin sögn, lítið efni í leiðtoga þjóð- arinnar. Friðar og samkomulags- orðin eru því ekkert annað en: »orð, orð innantóm.« Takmarkið er, að landsmenn læri að stjórna sjálfum sér bannlagalaust. Pá — en ekki fyr — mun eins og H. Hafstein að orði kemst: »Drottinn hjálpa lýð að læra líf, sem hæfir frjálsri sveit. Framtak, hófsemd, heill og æra hefja og göfga landsins reit.« Andbanningur. Vert er þess að geta, sem vel er gert. —oo— Nú síðastl. vor 1920, var eitt með þeim verstu hér í Fljótuni, eins og öðrum útkjálkasveitum norðanlands. Máttu heita óslitin illveður og jarð- bönn til hvítasunnu. Lentu þá marg- ir bændur í stórkostlegri heyþröng, svo til vandræða horfði. Urðu þá úrræði margra, að leita til Einars B. Guðmundssonar á Hraunum, sem þá hafði nokkur hey, enda þó að hann mætti ekki heysterkur kallast. En hann sýndi þar þá einstöku hjálpfýsi, sem bæði eg og fleiri munu lengi minnast. Mun hann hafa hjálpað öllum, sem til Itens leituðu, að meira eða minna léiti, fyrst með hús og hey meðan til vanst, og svp með beit er það þraut. Voru um tíma um 360 fjár á húsi og heyi aðkomandi, Miðlaði hann heyinu svo vel og samviskusamlega að eg dáist að. Sparaði hann eng- an tíma, ómök né fyrirhöfn, að alt kæmi að sem bestum notum, og skepnunum liði sem best, ei-da öll afkoma svo góð, sem frekast var hægt að vonast eftir. Auk þessa veitti hann fæði og húsnæði um lengri og skemmri tíma 6—10 manns með þeirri rausn og alúð, sem því heimili mun jafn- an viðbrugðið fyrir. Fanst öllum, sem þeir væru þar heimamenn. Par á ofan var aldrei mannlaust aföðr- um, er gættu fjár, og rnunu engir hafa komið svo heim á heimilið að þeim ekki væri veittur einhver beini og að þeim hlúð. Fyrir alla þessa miklu hjálp, alúð og gestrisni þakka eg af heilum hug, bæði mín vegna og allrahlut- aðeigenda — ekki aðeins húsráð- anda, lieldur og einnig þeim góðu hjónum hrst. Guðm. Davíðssyni og og húsfrú Ólöfu Einarsdóttur, sem ekkert létu til sparað að öllum liði sem best, svo og öllu heimilisfólki, sem alt var samvalið í því, að rétta okkur hjálparhötid og taka á sig ómök okkar vegna. Og þess vil eg óska, að höfuð- bólið Hrauti blómgist ætíð sem best bæði í nútíð og framtíð, og að hr.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.