Fram


Fram - 18.03.1922, Blaðsíða 1

Fram - 18.03.1922, Blaðsíða 1
Natron 0,60 V* kg. Sago 0,50 — — Kex ós. 1,40 — — o. m. fl, með niðursettu verði. Páll S. Dalmar. ■■J!1'"1 ■ "■ ■—11 ■■■■<-■'" 'V" ■■■V""'?1 VI. ár. Siglufirði 18. marz 1922. 9. blað. Frá Alþingi. S pá n a r to 11 s m á I i ð. Landsstjórn- i11 leggur fram svohlj. frv. um breyt- ing á lögum 14. nóv. 1917, umað- flutningsbann á áfengi: 1. gr. Vín, sem ekki er í meira en 21% af vínanda (alkóhöli) að rúmmáli, skulu undanþegin ákvæð um laga 14. nóv. 1917, um aðflutn- ingsbann á áfengi, um bann gegn innflutningi, veitingu, sölu ogflutn- ingu um landið. Pegar læknar og lyfsalar selja slílc vín þarf ekki lyf- seðla. Ákvæði greindra laga um rjett sendiræðismanna framandi ríkja til aðflutnings á áfengi breytast þaunig, að sendiherruin og sendi- konsúlum skuli heimilt að flytja inn til heiinanotkunar einu sinni á ári alt að 300 litrum af áfengi, sem er í meira en 21% af vínanda, en þeim frjáls innflutningur á vínum með minna en 21%. Vegna eftirlits með óheimiluðum áfengisinnflutningi haldast óbreytt á- kvæði í lögum 14. nóv. 1917, um skyldu skipstjóra að tilkynna lög- reglustjóra hve mikið áfengi skipið hafi meðferðis. Nær skylda þessitil alls áfengis, en eigi skulu innsigluð þau vín, sem ekki hafa meira en 21% af vínanda. Skylda þessi nær jafnt til íslenskra skipa sem útlendra. Ef um skipstrand er að ræða skal ávalt fara svo sem segir í 6. gr. laganna; vín sem ekki hefir meira en 21% af vínanda skal þó afhent löglegum viðlakanda. 2. grein. Stjórnin setur með reglu- gerð ákvæði til varnar misbrúkun við sölu og veitingar vína, sem ekki hafa meira en 21% aí vínanda. þó mega ákvæði þessi ekki ganga svo langt, að þau geri að engu undan- þágu vína þessara frá ákvæðum að- flutningsbannlaganna. í reglugerð- inni má ákveða sektir fyrir brot á ákvæðum reglugerðarinnar. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ástæður fyrir frv. eru þessar: Sumarið 1921 sagði spánska stjórn- in upp verslunarsamningi þeim, er giltu milli Spánar annars vega^ og íslands og Danmerkur hins-vegar, og tilkynti jafnframt, að samning- urinn yrði ekki endurnyjaöur við ís- land, netna því aðeins að aðflutn- ingslögin yrðu upphafin að því er snertir spönsk vín, sent ekki hefðu hærri áfengisstyrk en 21 %• Samningauinleitanir við Spán fóru fram fyrir milligöngu utanríkisráðu- neytisins, og tók umboðsmaður stjórnarinnar, Ounnar Egilson, þátt í þeim umleitunum ásamt danska sendiherranum. — Reyndist spánska stjórnin ófáanlegtil að fallafrá kröfu sinni. Hinsvegar tókst að fá sanin- inginn endurnýjaðan til bráðabirgða fyrir mikiisverða aðstoð dönsku stjórnarinnnr, með því skilyrði, að ráðuneytið skuldbyndi sig til að leggja fyrir alþingi frmnvarp til laga um takmarkanir á aðflutningsbann- lögunum eins og fyr segir. Stjórn- in getði það að skilyrði af sinni hálfu, til að leggja slíkt frumvarp fyrir þingið, að spánska stjórnin á- byrgðist að íslenskur saltfiskur sætti ekki óhagstæðari kjörum á Spáni en saltfiskur nokkurs annars ríkis, bæði meðan á bráðabirgðarsamn- ingnum stæði og eins með fullnað- arsamningi. Áskilið var og að gera mætti ráð- stafanir innanlands gegn misbrúkun víns, sem þó ekki mættu vera svo viðtækar, að þær gerðu takmarkan- ir á aðflutningsbannlögunum þýð- ingarlausar. — Alþingi mun fá tæki- færi til að kynnast samningsumleit- unum. Framanskráð lagafrumvarp er komið fram til að efna loforð það, sem stjórnin hefir gefið. Stjórnin er að vísu enn sannfærð um það, að æskiiegast væri og heppilegast fyrir þjóðfjelagið, bæði af haglegum á- stæðum og heilbrigðis, aó bannlög- in hjeldust óbreytt. En með því að spánska stjórnin hefir ekki fengist til að hvika frá skilyrðum sínum, hefir ráðuneytið ekki sjeð sjer annað fært en að Iáta tmdan nauðsyninni, vegria sjávarútvegsins íslenska ogfjárhags landsins. Við samningsumleitanirn- ar var bygt á þyí, að frestur til 15. mars þessa árs væri nægur til að koma lögum í þessa áttí framkvæmd, og þarf því að hraða afgreiðslu þessa máls. Eins og áður er getið i blaðinu, hefir komið fyrir þingið frv. til laga um að fella niður prentun á um- ræðuparti Alþingistíðindanna. Flutn,- menn þess eru Ein; Porgilss., Hák. Kristj., J. A. Jónss., J. Sigurðss., Jón Porl, Ól. Pr., Pét. Ott., Pét. Pórð., Sig. Stef., Porl. Guðm. og Pór. Jónss. — Frv. var til l.umr. í n. d 20. f. m. og mæltu með því Ein. Porg. vegna örðugrar aðstöðu ríkissjóðs og hinnar miklu þarfar á því, að sparað yrði á öllum sviðum — og Magn. Péturss. og Gunnar Sigurðss. samkv. óskum kjósenda sinna. — Á móti mælti Bjarni frá Vogi. Kvað kjós. eiga heimtingu á því, að geta fylgst með gerðum þingm. sinna á Alþ., en með þessu væri þeim gert það ömögulegt, því að langsótt yrði Hornstrendingum og Langnesingum að fara suður í R.vík til að lesa ræðurnar þar í hand- riti. Væri þingið með þessu í raun- inni haldið fyrir luktnm dyrum, þar eð ekki hefðu aðrir aðgang að því, en fáeinir Reykvíkingar. Jak. Möller, Magn. Jónss. og Sveinn í Firði lögðust einnig gegn frv.; töldu sparnaðinn lítilfjörlegan, 10—15 þús. kr. (J. M.) og ilt að svifta almenn- 'n8' gagi' og fróðleik þingtíðind- anna Frv. síðan vísað til 2. umr. með 17:3 og til fjárhagsn. með 20 shlj. atkv. Till. til þingsál. um skipun nefnd- ar til að gera tillögur um sparnað á útgjöldum ríkissjóðs. Flutn.m. P. Ott., Pór. Jónss., J. Sig., Hák. Kristj. og P. Pórðars.: N.d. Alþ. ályktar að skipa 7 manna nefnd til að at- huga og gera tillögur um fækkun embætta og opinberra starfsmanna ríkisins, svo og frekari sparnað í útgjöldum ríkissjóðs. — í greinar- gerð segir: Par sem nú er svo hátt- að, að mikiil hluti af tekjum ríkis- sjóðs gengur til þess að greiða laun og dýrtíðaruppbætur til embættis- manna ög starfsmanna ríkisins, og hins vegar útlit fyrir, að tekjur rík- issj. gangi mjögtil þurðar, þá virð- ist nauðsyn bera til, að athugað sé grandgæfilega, hvort ekki sé vegur til að fækka að einhverju leyti eða sameina embætti ríkisins og draga úr útgjöldum þess á annan hátt. Till. til þingsál. um skipun nefnd- ar til að rannsaka fjárhagsástæður ríkissjóðs og gera tillögur út af því. Flutn.m. Sv. Ól., Sigurj. Friðj., Porl. Jónss., Stef. Stef., Guðm. Ól., og E. Árnas.: Alþ. ályktar að skipa 5 manna nefnd til að rannsaka fjár- hagsástæður ríkisins og gera tillög- ur um sparnað á ríkisfé, svo sem með niðurlagningu miður nauðsyn- legra embætta, sameiningu þeirra opinberu starfa, sem samrímanlegir eru, niðurfærslu skrifstofukostnaðar ýmsra opinbera stofnana, burtfell- jngu eða niðurfærslu verðstuðuls- uppbótar, þar sem hún er cigi lög- mælt, m. m. — í greinargerð seg- ir: Eins og nú standa sakir, má heita að kostnaðurinn við stjórn landsins, embætti og sýslanir, gleypi þær tekjur, sem hægt er að vona að fáist inn, og sama sem ekkert verði eftir til framkvæmdaí landinu. Petta er óviðunandi ástand og því viljum vér leggja til, að rækilega sé rannsakað, hvort eigi er unt að spara að mun eitthvað af þvífé, er nú gengur til embætta og sýslana. Ætlumst vér til að nefnd sú, er skipuð verði, taki sem fyrst til starfa, svo að einhver árangur verði af starfi hennar nú þegar á þessu þingi, þótt vér hins vegar búumst við, að því verði eigi lokið að fullu fyrir þing- lok. Tifl. til þingsál. um skipun við- skiftamálanefndar. Flutn.m. Porst. Jónss., Sv. Ól., Gunnar Sig., Porl. Jónss., Eir. Einarss., Stef. Stefánss. og Porl. Guðm.: N.d. Alþ. ályktar að skipa 7 manna nefnd til að rann- saka, athuga og gera tillögur um, hvort tiltækilegt sé og á hvern hátt tiltækilegast 1) að hefta röggsam- lega innflutning varnings, sem þjóð- in getur án verið, 2) að komasölu afurða landsins undir eina stjórn og eftirlit ríkisstjórnarinnar um það, hvernig andvirði þeirra sé varið, 3) að taka til meðferðar önnur við- skiftamál, ef verkast vill. Frv. til laga um ’skifting Húna- vatnssýslu í tvö kjördæmi. Flutn.m. Pór. Jónss.: Austur-Húnavatnssýsla og Vestur-Húnavatnssýsla skulu vera kjördæmí hvor út af fyrir si g og kjósa 1 þingmann hvor. Lög þessi koma til framkvæmda næst þegar almennar kosningar til Alþing- is fara fram. Nýjustu þingfregnir: Nokkur frumvörp liafa verið afgreidd til Ed. og eru þeirra á meðal: 1. Um dýra- verndun, hvernig aflífa skuli alidýr o. fl. 2. Um að fella niður prentun á ræðuparti alþingistíðindanna. Gekk gegn um neðrid. með nokkrum meiri- hluta. Hefur mönnum reiknast til að við þetta verði eigi sparað nieir en 10 til 15 þús. krónur svo sparnað- ur sá er tvísýnn mjög. 3. Um lækk- un á kola- og salttolli. Eir.s og það var afgr. frá N.d. á 5,00 kolatollur pr. tonn að haldast til næsta nýjárs en eftir þann tíma aðeins vörutoll- ur. Salttollurinn kr. 3,00 pr. tonn falli niður nú 1. apríl og verði eiti- göngu vörutollur frá þeini tíina. 4. Um verslunarskýislur. Pær verði framvegis gefnar eins og síðastl. ár l hvert sinn og vörur eru fluttar inn

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.