Fram


Fram - 08.04.1922, Blaðsíða 1

Fram - 08.04.1922, Blaðsíða 1
Góður írosfiskur á aðeins 0.20 kílóið fæst í verslun Helga Kafliðasonar. ,|| Fæ alskonar vörur með * s.s. Goðafoss. Ú Gamlar vörur seldar með miklum afslætti. ^ Pál! S. Ðalmar. Í J1?'"?.^11"11 I.J>" ,"111.11111 1 .1 1. .1.. ' i■Jll..1■"-■■"■■■g'L'i—U??'ITILL1 VI. ár. Siglufirði 8. apríl 1922. 12. blað. Frá Alþingi. Frumvarp til laga um breyt. á lögum nr. 49 frá 1914 um bæjar- stjórn Rvíkur. Flm. Jón Baldvinss. Vill flutn.m. láta færa aldurstak- markið fyrir kosningarréttinum nið- ur í 21 ár og einnig að sveilar- styrkur svifti menn ekki réttinum. Taldi liann fyrra atriðinu það til gildis, að alment væru ungir menn áhugasamir um þjóðmál og fylgdu málefnum en ekki mönnuni, en um hitt atriðið — sveitarstyrkinn — sagði hann, að tíðast yrðu nienn styrkþurfar sökum elli eða barn- eigna og væri hart að svifta menn kosningarrétti af þeim sökum, Litu aðrar þjóðir jafnvel svo á, að barn- eign væri svo þarfleg iðja, að verð- launaverð væri. Ekki gengurfrv. þó svo langt, enda tæpast ráðlegt með- an fjárhagurinn er jafnörðugur og nú. Var frv. síðan vísað til alls- herjarnefndar, en ekki að vita, hvei j- um augum hún lítur á kjósenda- fjölgunina. Frv. til laga um breyt. á lögum um bjargráðasjóð íslands. Flm. Jón Sigurðsson og Pétur Ottesen. — í greinargerð segir: Bjargr.sj. íslands neinur nú fullum 400 þús. krónum, sem ávaxtast í Landsbankanum nieð 4l/2°/o vöxtum. Upphæð þessi er að vísu smávaxin og ófullnægjandi, ef stórharðindi af völdurn jarðelda eða öskufalls dyndi yfir landið. Um bjargráðaráðstafanir gegn slíkum harðindum er tæplega að ræða aðrar en efling bjargráðasjóðsins og að því hefir eingöngu verið stefnt til þessa. Pó eru harðindi af þessum orsökum fátíð, samanborið við harð- indi af völdum veðráttu og hafíss, en enn þá hefir ekkert verið gert af bjargráðastjórninni til að sporna við slikurn harðindum, enda ekki gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum í því efni í bjargráðasjóðslögunum. — Búpeningur um alt Norðurland og jafnvel Vestfirði gæti kolfallið án þess nokkuð yrði að gert, ef jarð- bönn væru og ísar hirtdruðu lengi allar samgöngur á sjó á þessu svæði, þótt bjargráðasjóður íslands ætti svo miljónum króna skifti inni í bönkunum. Af þessu ætti það að vera aug- ljóst, að sjóðsöfnun ein er ófull- nægjandi. Það virðist því vera kom- inn tími til að snúa sér að þeim tilgangi sjóðsir.s, sem 1. gr. bjarg- ráðasjóðslaganna getur uq, að af- stýra hallæri, og þá einnig á þessu sviði. Pað verður án efa bezt gert með því að styrkja viðleitni lands- búa sjálfra í þessa átt, bæði til sjáv- ar og sveita, með mjög hagkvæm- kvæmum lánum: Má í því sambandi sérstaklega nefna fóðurbirgðafélög- in, sem víða eiga örðugt uppdrátt- ar sökum féleysis. Frumvarp til laga um breyt. á sveitarstjórnarlögum frá 10. nóv. 1905. Flm. Björn Kristjánsson. 1. gr. 36. gr. og fyrri málsgrein 37. gr. sveitarstjórnariaganna orðist svo: Hreppsnefnd skal á ári hverju í októbérmánuði gera áætlun um allar tekjur og útgjöld hreppsins yfirstandandi fardaga-ár og að því leiti, sem aðrar tekjur hreppsins hrökkva ekki fyrir útgjöldum, jafna niður eftir efnurn og ástæðuni sem aukaútsvaii því, sem vantar, á^alla þá, sem eiga lögheirnili ^eða hafa fast aðsetur í hreppnum eigi skemuren þrjá mánuði. Peir skulu greiða þar fult gjald eftir öllum efnahag sín- um, nema þeir á gjaldaárinu hafi líka haft fast aðsetur annarstaðar og goldið þar útsvar; þá skal frá ársútsvarinu draga tiltölu'ega við þann tíma, er þeir dvöldu annar- staðar, þó ekki meira en þeir guldu þar. Ef rekin er í hreppnum atvinna, sem talin er sérstaklega arðsörn, svo sem verzlun, kaupskapur, þil- báta-útgerð eða bátfiski, þá má leggja á þá atvinnu auka-útsvar, þótt ekki sé rekin nema 4 vikur og atvinnurekandinn eigi heimili annar- staðar. Einnig má leggja útsvar á hvalveiði, síldveiði með nót, á at- vinnu útlendra skipa við verkun á síld á höfnum inni eða í landhelgi, laxveiði afnot, hvort sein laxveiðin er rekin sem atvinna eða aðeins til skeintunar og á hvern hátt, sem veiðin er stunduð, ábúð á jörð eða jarðarhluta, leiguliða-afnot af jörð, svo sem slægju-afnot, þótt engin ábúð fylgi, og lóðar-afnot, sem einhvern arð gefa, þótt sú atvinna sé rekin enn styttri tíma. Útsvör þessi skuiu vera hæfileg eftir tíma- lengd og í samanburði við inn- sveitarmenn og skal formaður haía greitt útsvar fyrir skip sitt áður en hann fer brott. Á kaupfélög og pöntunarfélög má leggja auka-út- svar, ef þau liafa leyst borgarabréf og hafa sölubúð og vörur íil sölu, svo sem hæfí þykir eftir árlegri veitu og arði í söludeild félagsíns. 2. gr. 'Sýsíunefnd getur enga á- lyktun gert, nema nteira en helm- ingur allra nefndarmanna (að odd- vita meðtöldum) sé við síaddur. Á nefndarfundum ræður afl atkvæða. 3. gr. Með Iögurn þessum eru úr gildi numin lög nr. 50, 28. nóv. 1919, og öll önnur ákvatði, sem koma í bága við þessi lög. I ástæðum- fyrir frumvarpi þessu segir m. a. svo: 36. gr. sveitar- stjórnarlaganna 10. nóv. 1905 hefir hvað eftir annað verið breytt, með þeirri hugsun að gera hana Ijósari og að auka við starfsgreinum, fyr- irtækjum og gjaldsíofnum, sem vafi þóíti á, að útsvarsskylda næði tii eftir fyrra orðalagi greinarinnar. Frv. til iaga unt breyt. á lög. um dýraverndun. Flm. Jón Porlákss.: 3. gr. laga nr. 34, 3. nóv. 1915, orð- ist svo: Ráöuneytið setur reglur um aílífun allra húsdýra, slátruh búpen- ings og um fugiaveiðar, svo og um rekstur og annan flutning innan- lands á sauðfé til slátrunar og á sauðfé og hrossum til útflutnings og um meðferð á hrossum í brúk- un. Skal það gert með reglugerð, sem jafnframt ákveður sektir fyrir broí á slíkum reg'luin. -f~ Frv. er flntt fyrir Dýraverndunarfélag ís- lands. Nýj'usíu þingfregnir. Sarneining Siglufjarðar við Eyjafjarðarsýslu. Frá þessu máli var skýrt í síð- asta blaði, og urðu endalok þess að tillaga frá Gunnari Sigurðssyni frá Selalæk, um að vísa því til stjórnarinnar, ásamt tillögunum um sameining Árness- og Rangirvalla- sýslna, var samþykt og málið þar með út úr sögunni, á þessu þingi. Hringdi Gunnar Sigurðsson alþ,- maður til ritsfjóra >Fram«, og sagði honum málalok þessi, og gat þess að þeir flutningsmenn tillögunnar um sameining Siglufjarðár við Eyja- fjörð, hefðu eigi gjört það í óvin- gjarnlegum tilgangi við Siglfirðinga, heldur hefði þetta verið neyðarvörn, þar sem þingmaður okkar heíði verið flutningsmaður hinnar tillöo-- unnar, og gjört að eins í þeim til- gangi að bjarga þeirra sýslum frá sameiningu, sem og hefði lánast. Sameining Dala- og Stranda- sýslu. Frumvarp það var framkomið áð- ur og er rætt sérstaklega, en eró- útkljáð ennþá. Mun 3. umræðavera um þaó í dag. Við 2. umræðu máls- ins kom þingmaður Dala, Bjarni frá Vogi, rneð þá tillögu að land- inu öllu yrði skift í 5 lögsagnar- umdæmi, en tók tillöguna aftureft- ir að hafa haldið framsöguræðuna; bjóst samt við að koma aítur fram með hana við 3. umræðu málsins. Spánarmálin. Nýtt skeyti mun komið frá sendi- mönnunum þar suðurfrá, en stjórn- in hafði eigi í gærdag tilkynt alþingi innihald þess. Ekkert opinbert enn þá í þeim málum. Síidartolhirinn. Frumvarp er komið frani í Efri- deild, um að útflutningsgjald af síld lækki niður í 1 krónu aí síld- artunnu hverri (úr 3.00). Flutning?- maður er Sigurður H. Kvaran. Pess skal getið þessum háttvirta þingm. til maklegs hróss, að hann hefir ailajafna sýnt sig mjög hlyntan síldarútvegnum og viljað bæta hann og efla og það endur fyrir löngu, á þingi 1909 og 1911 barðist hann fyrir ýmsum velferðarmálum þess atvinnuvegar, Með 1 atkv.mun marðist það gegnum deildina að frumv. þessu yrði vísað til nefndar, og tvennum sögum fer um það hvernig því muni reiða af í Neðrideild, ef það kemst þangað, en þar á það góða talsmenn, eins og t. d. Stefán Stef- ánsson aiþm. okkar o. fl. sem vér vitum að munu vera því hlyntir. * lslandsbanki. Jón alþm. Baldvinsson kom nú í vikunni fram með íiilögu á alþingi, og var efni hennar sem næst þetta: Neðri deild aiþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að höfða skaðabóta- mál gegn íslandsbanka fyrir lán- traustsspjöll og tjón, sem telji má að landið hafi beðið fyrir ógæti- lega fjármálastarfsemi bankans á síðustu árum. Tillaga þessi var feid með 24 atkv. gegn \ (l'l.mannsins). Innlení baðiyf. Landbúnaðarnefnd Nd. flylur lil- lögu um að gjörðar verði tilraur.ir sem tilbúning á baðlyfjum hér inn-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.