Fram


Fram - 03.06.1922, Blaðsíða 1

Fram - 03.06.1922, Blaðsíða 1
jlciaibtaibfatatatota Mikill afsláttur er gefinn af Olíufatnaði og Síðkápum í verslun St. B. Kristjánssonar. ýdtktek*tíktekýt Tilbúin | Fermingarföt fást hjá Páli S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 3. júní 1922. 20. blað. Vorhugur. »Dagur er upp kominn dynja hanafjaðrir mál er vílmögtim að vinna erfiði.-----« Vorið er komið. — Pað kemur seint í þetta sinn, - hefir látið lengi bíða eftir sér, — eins og oft- ar hérna yst á »hala veraldar*, enn það er þó komið — loksins — og því hugfangnari fögnum vér því, sem vér höfum orðið lengur að bíða þess; — bíða þess með óþreyju og eftirvæntingu að það kæmi og leysti klakaböndin af náttúrunni og bönd myrkursins og vetrardrungans ef oss börnum hennar, og leiddi a 11 sem lífsneista hefir í sér fólg- inn ,út í birtuna og ylinn; — út í Ijósið Og lífið. Alt fagnar vorinu. — Fuglarnir eru fyrir nokkru síðan farnir að æfa lofsöng vorsins, — einn og einn í senn, en þeir hafa ekki náð samræminu — fyr en nú; — nú kveður við samstiltur »kór- inn« í lofti, á láði og út um sæ. Blómin og jurtirnar sem bæld og niðurbeigð hafa stunið stúrinn und- ir snjótarginu, gægjast nú broshýr og blíð upp í sólskinið; teiga í sig Ijósið og ylinn og kinka glaðlega litla kollinum til sólarinnar, eins og þau vildu taka undir með Steingrími: »Ó blessuð vertu sumarsól«. Já, Steingrímur, og þau öll skáld- in okkar gömlu oggóðu, hafa sung- ið vorinu verðugt lof. En hvort það er heldur gullharpa Jónasar, silfurgígja Steingríms eða hinir magnþrungnu stálstrengir Matthíasar, þá er það alt stilt á sama lagið; — þau kveða öll lofgjörð vorsins, — sigursöng Ijóssins yfir myrkrinu. Pað er heldur ekki að undra þótt vér norðursins börn fögnum vorinu*, — fögnum endurlausnartíma nátt- úrunnar og alls sem lifir, — vér scm lifum í myrkrinu hálft árið; liggjum í híðinu alla hina löngu skammdegisnótt. Enda fögnum við vorkomunni; — vér íslendingar flestum þjóðum fremur, — bæði menn og málleysingjar, — alt, — neina það sem myrkurvaldið og vetrarh'arðneskjan hafa drepið, — en það er margt, - því miður. Líklega eru þær þjóðirnar ljós- elskastar, sem mest hafa af myrkr- inu að segja. Pað er að vonum að vér fögn- um, því viðbrigðin eru svo mikil þegar alt umhverfið er alt í einu orðin »nóttlaus voraldar veröld«, eftir næturdag skammdegisbiljanna. Vorið vekur náttúra til lífs og starfa. Pað á líka að vekja oss mennina til þess, og það g j ö r i r það, því ekki má því um kenna, þótt vér höllum oss á hinn vang- ann, og sofnum aftur. Nei, vorið á nógar hvetjandi radd- ir til að vekja oss með, og það sparar þær ekki. — Vér eigum að vakna; — glaðvakna allir, — hver og einn einasti. F*að er ekki nóg að rumska; það hljótum vér að gera hver einasti; — vorið knýr oss til þess. — Nei, vér verðum að vakna til fulls og kasta af oss brekánunum, núa stýr urnar og svefninn úr augunum og líta út í sólskinió. Þá munum vér trauðlega leggja oss útaf og sofna aftur; — sólskinið og birtan sjá um það. — Þau örfa blóðið í oss; vekja lífslöngunina og starfsþrána og kveða í oss hug og dug; — þau eru Bjarkamál hins gamla og nýja tíma. — Argentina- markaðurinn. Hr. Sveinbjörn Egilsson skrifar í 30. tbl. »Lögréttu« grein um norska og ísl. fiskmarkaðinn. Minnist hann þar, meðal annars á Argentina mark- aðinn og er margt vel og hyggi- lega tekið fram í grein þessari eins og Sveinbj. var von og vísa. Vér erum honum fyllilega sam- mála um það, að markað fyrir ,af- urðir vorar, sé hin brýnasta nauð- syn að tryggja á sem flestum stöð- um; viðureign vor við Spánverja nú síðast, hefir sannað oss það á- þreyfanlega og eigi erum vér Svein- birni sfður sammála um hitt, að alla varhygð beri að viðhafa ineð undirbúning allan og framkv. í því máli. F*að er líklegt, að heppilegast væri að senda þangað mann, til þess að búa þar í haginn fyrir oss með fisksöluna, en vér óttumst að nú á þessum tímum þegar alt verður að spara, þá muni kostnaðurinn við það, verða mörgum þyrnir í augum, því það myndi kosta tals- vert — jafnvel þótt líkurnar séu rniklar til þess, að hagnaðurinn sem af því leiddi, yrði miklu meiri enn þvf næmi. Oss dettur í hug önnur leið til byrjunar, og hún er sú, að ríkið styrkti einn eða tvo framtakssama fiskútflytjendur til þess að senda litla sendingu af fiski til Argentina og ætti styrkurinn aðeins að vera veittur sem u p p b ó t ef tap yrði á sölunni. Fyrstu sendingarnar héðan, mættu ekki vera stórar, til þess að áhætt- an yrði eigi ofmikil meðan menn. væru að kynnast því, hvernig fiskurinn þarf að vera verkaður og umbúinn þangað. Sá er þetía ritar, átti kost á því fyrir nokkrm árum, að kynna sér dálítið meðferð og umbúnað á fiski sem sendur var frá Álasundi til Buenos Ayres, og skal því hér lýst. Fiskurinn virtist vera saltaður al- veg eins og norskur fiskur sem til Spánar er ætlaður, en það er sem næst því sem vér söltum vorn Spán- arfisk. F*að var ekki lögð ndn séi- stök áhersla á það, að hafa riskinn hvítan né blæfallegan, enda er Norð- mönnum ekki lagið að verka fisk sinn á þann hátt og stafar það mest af undirbúningnum frá hendi fiskimannanna sjálfra; þeir skeyta lítið um að blóðga fiskinn um leið og hann er innbyrtur. F'orskurinn var því talsvert gulleitur og mundi alls ekki hafa talist fyrsta flokks vara hér heima. Aftur á móti var keila og langa blæfalleg; — hafði þennan fagra bláhvíta blæ og litla salthúð utan á sér. Fiskurinn var þurkaður nokkru meira en vér þurkum voin fisk al- mennt, en þó varla til muna meira en venja var að þurka smáfisk sem fara átti til Genúa héðan. — F’etta var að haustinu, og var látið nægja að vindþurka fiskinn; — hengja hann á sporðinu upp í rjáfur húss- ins, — þ. e. a. s. skerpa þannig á þurkun hatis fram yfir það sem talið var hæfilegt með Spánarfiskinn. Verkun á t'iskinum var því að litlu leiti frábrugðin því sem vér eru vanir; — aðeins var hann þurk- aður nokkru meira. Umbúnaður um fiskinn var aftur á móti mjög frá biugðinn því sem venjan er með Spánarfiskinn. F’orsk- ur allur var látinn í verksmiðju unna Ungmennafélag Siglufjarðar. 17. júní. Drengir eldri en 12 ára og stúlk- ur eldri en 15 ára er í hyggju hafa að taka þátt í íþróttum þann dag, verða að hafa gefið sig fram við Árna Steinþórsson fyrir 12. þ. m., er jafnframt gefur nánari upplýsing- ar íþróttunum viðvíkjandi. N e f n d i n. kassa; 50 kíló í hvern, — Voru kassar þessir hinir vönduðustu, — heflaðir bæði utan og innan og sterkir vel. F’eirvoru gjörðir úr plægð- um borðmn og innan í þá var sett- ur þétttur og sterkur pappír til hlífðar alt í kring. Lokin á kössun- um voru rækilega nelgd aftur þeg- ar búið var að láta í þá, og auð- sjáanlega lagt mikið kapp á það, bæði að loftið kæmist sem minnst að fiskinum og eins hitt, að umbúð- irnar litu vel og snirtilega út. Langa og keila var send í I ó ð - uðum blikkkössum. F’eir voru af mismunandi stærð; 21/* — 5 — og 10 kg. og voru lokin lóðuð á þá þegar búið var að láta í þá og þeir síðan látnir marg- / ir saman í sterka trékassa. Meðferð á fiski þeim er þannig var sendur, var alt önnur. — Hann var tekinn og skorinn eða rifinn niður, og tekið burtu roð, uggar og öll stærstu beinin, og eins ef nokkur skemd var í fiskinum þá var það skorið burtu. F’etta kostaði auðvitað mikla vinnu og fyrirhöfn, en þarna var líka hægt að koma að mest öllum úrgangs fiski, a. m. k. þeim, sem kastað hafði verið frá fyrir öngulrifur eða því um líkt. Eg spurði fiskihússtjórann um það, hvort þessi mikla fyrirhöfn á fiskinum borgaði sig og hvað hann svo vera, því einmitt eftir þannig. meðförnurn fiski, væri mjög mikil eftirspurn, og hann borgaður mjög háu verði, ogsvo þyldi fisk- u r i n n í b I i k k k ö s s u n u m m i k- ið betur hitann án þess a ð s k e m m a s t.. Vér teljum það engum vafa bund- ið, að íslenski fiskurinn muni geðj- ast Suður-Ameríku búum eins vel og hinn norski eða betur, ef að eins er- breytt þetta til, að þurka hann betur og búa um hann á fram- angreindan hátt.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.