Fram


Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 1

Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 1
tsfcafcafcafcafcafcdcj Vefnaðarvörur þ. á m. ágætif kailm.fataefni, Fiskilínur og Taumar, Skósverta, Skótau, Regnkápur karla og kvenna, Matvörur og margsk. smávör- ur, sem best er að kaupa hjá St. B. Kristjánssyni. ; Tilbúinn fatnaður, enskur, fyrsta flokks vara, seldur með 10% atslætti hjá Páli S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 26. ágúst 1922. 33. blað. Minnisvarði Hafliða heit. Guðmundssonar afhjúpaður 20. ág. 1Q22. Eins og getið var í síðasta blaði að stæði til, var minnisvarði Hafliða afhjúpaður sunnudaginn 20. þ. m. og byrjaði athöfnin kl. 6 síðd. Fjórar stengur höfðu verið reistar umhverfis varðann með fánum hinna fjögurra iorrænu ríkja og öll skip sem lágu hér á höfninni höfðu dregið upp fána og mörg skreytt sig með flöggum þegar um morguninn. Kl. 5% byrjaði fólk að safnast að, og kl. 6, þegar athöfn- in byrjaði var manngrúinn, útlendra og innlendra orðinn svo mikill, að langt ték út á nærliggjandi götur auk þess sem svæðið í kring og gatan var fullskipað. Gátu kunnug- ir þess til, að þarna mundi hafa verið saman komið nokkuð á ann- að þúsund manns. Hr. Tönnes Wathne, bróðir skör- ungsins Otto Wathne, sem hafði verið falið að afhjúpa steininn og afhenda hann fyrir hönd gefendanna talaði þá á þessa leið: »Komir o g m e n n ! Heiðraða samkoma! Hinn 12. apríl 1917 barst til Nor- egs fregnin um það, að hinn tryggi vinur vor Norðmanna Hafliði hrepp- stjóri Gu ímundsson væri látinn. Pessi fregn vakti sorg hjá öllum hinum mörgu norsku vinum hans, en það er nú svo, að enginn dauð- anum ver. Allir þeir Norðmenn sem hin síðustu 20 árin hafa rekið fiski- veiðar hér, hafa haft meira eða minna náin kynni af hinum látna, sem hreppstjóra og sem manni, — notið gestrisnu hans (og velvildar. Pað er til málsháttur sem hljóðar svoi -Pað er betri sá kvisturinn sem bognar, en hinn sem hrekkur. Pessi málsháttur átti vel við, hvað Hafliða heitinn snerti — honum tókst ætíð að jafna alt — alla misklíð og hvað sem var, — með góðu, — án þess að beita brandi. Pau mörgu ár sem hann var hér hreppstjóri og hafði, sem aðal yfirvald hér, allra manna mest saman við landa mína að sælda, urðu til þess að afla hon- um góðra'vina í Noregi, ekki svo hundruðum heldur sem þúsundum skifti og það eru þessir vinir, sem ( dag í þakklátri minningu hafa reist þennan bautastein sem eg af Iönd- um mínum hefi fengið það virðu- lega hlutverk að afhjúpa. Pessi fjölmenni vinahópur fækk- ar eftir því sem stundir líða, — dauðinn mun höggva skörð í fylk- inguna smám saman og marga af vinununi hefir hann þegar hrifið burtu, — en þessi bautasteinn mun í aldir fram standá, sem tákn og vottur þess, að hér hafi frændþjóð- irnar tekið höndum saman í bróð- erni, bæði í orði og verki, og að hér hafi bönd vináttunnar tengst fastar og traustar en venjulega. Eg vil að endingu leyfa mér, fyrir hönd landa minna, að flytja konu Hafliða heitins þökk og kveðju. — Henni, sem’ öll hin niörgu ár, hafði staðið við hlið hans sem hans styrkasta stoð og sem á sinn sterka þátt í þeim traustu vináttuböndum sem hér hafa verið tengd. Eg lýsi hér með yfir að þessi bautasteinn er afhjúpaður, og eg afhendi hann fjölskyldu hins fram- liðna til eignar og umönnunar*. Því næst var hinum norska fána sem steinninn var hjúpaður með, svift af og blasti steinninn við mannfjöldanum með andlitsmynd Hafliða steyptri úr eiri, en mann- fjöldinn beraði höfuð sín í virðing- arskini. Pá talaði Sophus kaupm. Blönd- al og þakkaði fyrir hönd fjölskyldunnar hina höfðinglegu gjöf, svo og allan þann velvildar- hug er hinir norsku vinir Hafliða hefðu sýnt hinum látna lífs og liðnum. Bæjarfógeti G. Hannesson sté þvi næst fram, og lagði blómsveig við fót styttunnar í nafni ríkisins og minntist Hafliða sem embættis- manns, og annan í nafni bæjar- stjórnar fyrir bæjarins hönd og minntist hans sem borgara bæjar- ins, og því næst ávarpaði hann gefendurna og aðra viðstadda Norð- menn með snjallri ræðu og hvatti til samhugs og samstarfs meðal bræðraþjóðanna og bað menn hrópa nífalt húrra fyrir Noregi. Kapt. Bjerkevik þakkaði ræðu bæjarfógeta og Kapt. P. Jangaard minntist íslands og bað menn hrópa nífalt húrra fyrir því. Hæstaréttardómari Páll Einarsson ávarpaði frú Sigríði ekkju Hafliða nokkrum velvöldum orðum, og lagði blómsveig við fót steinsins í nafni sín sjálfs og vandafólks síns. Vandamenn og vinir lögðu einn- ig blómsveiga við steininn. Hornaflokkur lék nokkur lög á milli, Að afhjúpuninni afstaðinni var boð mikið inni í húsi Hafliða heit- ins, stóðu fyrir þvi ekkjan, börn hans og tengdabörn, og söfnuðust þangað viðstaddir vinir hans og gamlir gestir bæði innlendir og út- lendir. Var þar glaðværð mikil og teiti svo sem Hafliði mundi sjálfur best kosið hafa og veitt af hinni mestu rausn. Þar voru ræðuhöld fjörug, og talaði þar meðal annara Páll Einarsson hæstarétlardómari til hinna norsku gesta og þakkaði þeini fyrir heiður þann er þeir höfðu sýnt íslandi og hinni fslensku þjóð með gjöf þessari. Kvað hann það sannast, að enginn íslenskur maður fyr né síðar hefði verið heiðraður á þennan veg og væri slíkt báðum þjóðunum til sóma og lýsti þessi minnisvarði sem þeir höfðu reist, betur en nokkuð ann- að, þeim bróðurhug sem innst inni bindi báðar þessar þjóðir saman og jafnvel þótt smávægilegar snurð- ur gætu komið á þau bönd stöku- sinnum, þá væru þær ekki svo að úr þeim mætti eigi greiða með lip- urð og lægni og einmitt það, ættu báðar þjóðirnar að kosta kapps um, — að treysta vinnttuböndin með vinsemd og velvild og þar hefði Haíliði Guðmundsson geíið hið besta fordæmi. Fjöldi símskeyta hafði komið viða frá, bæði utan- og innanlands. Frá Álasundi frá Arkitekt Jens Flor sem gjört hafði uppdrátt að minnisvaið- anum, frá Anton Brobakke, frá Mical Knudsen, frá Fladmark og frá blaðinu Aales. Avis Fra Hauga- sutidi frá Olav Risöen, frá Bakke- vig, og frá Staalesen. Svo og hinn mesti sægur skeyta frá vinum og vandamönnum innanlands. Um 40 norskir skipstjórar vorg í boðinu og mesti fjöldi íslendinga, bæði bæjarmanna og aðkomumanna þar á ineðal biskupinn, herra Jón Helgason sem hér var staddur. Bautasteinninn er, svo sem áður hefir verið lýst hér í blaðinu, níu feta hár ósléti.iður óbeliski, fer- strendur. Stendur hann á tvöföld- um palli úr slétthöggnum steini og lágir steinstólpar í kring og vébönd úr sterkum hlekkjafestum á milli, en alt hvílir á traustum ferhýrndum palli úr íslensku grjóti og stein- steypu, steyptum langt í jörð niður. Er allur umbúnaður hinn traustasti. Steinninn, pallurinn og stólparnir sem véböndunum halda, er alt úr lauðleitum norskum granítsteini. Umhveifis varðann er fyltur upp og sléttaður dálítill reitur grasi vaxinn og með malarstígum á milli; — mun þar eiga siðar meir, að gróðursetja skiautblóm og þessh. Er reitur þessi girtur með traustri trégirðingu sem stendur á háum steinstevpugrunni. Sjálfur steinninn er nokkuru breið- ari en hann er þykkur, og snýr breiðari hliðin fram að götunni og ei andlitsmynd Hafliða steypt úr eiri; ei hún gjörð af lislamanninum norska, Gustaf Lærum, og greypt í framhlió steinsins, og er sem hinn látni höfðingi broshýr og giaður, bjóði gesti sína og góðvini vel- komna við dyr sínar. Ncðan við myndina er rist þessi áletrun: LENSMAND HAFLIDI GUDMUNDSSON F. 1852 D. 1917 REIST AV NORSKE VENNER 1 9 22 Norðmenn hafa kostað bauta- steininn og umbúnað þennan allan og er ekkert tilsparað að gjöra verkið sem traustast og veglegast. Rað var byrjað að safna til minn- isvarðans urn allan Noreg strax 1917 en vegna stríðáins og afleið- inga þess, var franíkvæmd verksins frestað þar til í ár. Síeinninn var sendur nú í vor hingað upp og O. Tynes falið að sjá um uppsetningu hans, kvaddi hanti verkfræðing Gustav Blomkvist sér til sðstoðar við það og hafa þeir báðir í sameiningu séð um uppsetningu minnisvarðans og far- ist það hið besta úr hendi. Nefnd manna var falið fyrir hönd geíendanna að afhenda steininn og voru í nefndinni þeir, G. Blomkvist, O. Tynes, H. Henriksen, J. Iversen, Th. Björnson, P. Jangaard, O. Bjerke- vik, E j eobsen og Olav Evanger.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.