Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 16
eftir Ingólf Margeirsson Hafnarmegin á þridju hœd Hafnarhússins stendur Björgólfur Guömundsson uið gluggann t forstjóraskrifstofu sinni, lítur í átt til Esjunnar, meðan hann reynir að koma orðum að eigin lýsingu: ,,Eg er t raun eins og ég kem öðrum fyrir sjónir. Ég er ör — það eru sennilega efna- skiptin — vinn hratt og er með margt ídeiglunni hverju sinni. Auk þess hefég gaman afótrú- legustu hlutum og er til t nánast hvað sem er, allt frá júdó til sálarrannsókna, svo eithvað sé nefnt. Ef til vill ráða tilfinningar hjartans jafn miklu í mér og heilinn. Ég er maður and- stœðna en á auðvelt með að aðlagast nýju umhverfi og aðstœðum hverju sinni. Efég hefekki gaman af því sem ég er að fást við, þá fer ég fljótt í eitthvað annað, sem er skemmtilegra og meira skapandi. Trúlega vil ég vera í fararbroddi, en stendjafnframt á bak við góða menn og málefni. Eg er sjálfstœðismaður, en get engu að stður stutt góða menn eða málefni annarra stjórnmálaafla, eins og t.d. í Alþýðubandalaginu. En ég legg mikið upp úr því að hlutirnir gerist hratt". — Af hverju? „Eru það ekki bara þessi öru efnaskipti? Mér hefur alltaf legið mikið á. Það hefði sennilega komið sér oft betur að fara aðeins hægar yfir — það er satt og víst. En ég stríði að staðaldri við að reyna að betrumbæta mig; er að glíma við einkenni íslendingsins, hégómaskapinn, dómhörkuna, meinfýsina og slúðrið, en á langan veg ófarinn á þeirri braut“. — Eigum við að byrja á upphafinu? „Attu við ævisögu Björgólfs Guðmunds- sonar í máli og myndum? Ég er fæddur og uppalinn Vesturbæingur. Við áttum heima vestur á Framnesvegi. Foreldrar mínir voru mikið reglufólk og uppeldi mitt var elskulegt og gott, eins og þá gerðist á einföldum og góðum alþýðuheimilum..." — Er þetta þá dœmigerð saga fátceka pilts- ins, sem breyttist t auðugan forstjóra? „Nei, ég hef enga komplexa vegna upp- runa míns og æsku, ef þú ert að ýja að því. Nei, nei. Ég hef alla mína tíð haft óskaplega gaman af að vera innan um fólk og að vera í alls kyns stússi. Ég var ágætlega seigur við að bjarga mér auralega séð og stóð í ýmsu utan skólans. Ég var í blaðaútburði og bjó til ýmsa smáhluti fyrir „Gull og gifs“ — manstu nokkuð eftir því fyrirtæki? Það má segja að ég hafi verið meiri athafna- og félagsmála- maður en bókaormur, en var samt enginn skussi í skóla. Svona í sæmilegu meðallagi. Öll mín uppvaxtarár var ég auðvitað mikið í KR, eða þangað til ég varð 17 ára. Og ekki má gleyma sveitinni á sumrin. Hópvinna hefur alltaf átt vel við mig og mér reynist auðveit að eiga samskipti við fólk — alls kon- ar fólk. Það er gott að vita af góðu fólki í kringum sig“. Gudfrœdin og pólitíkin. Björgólfur lauk stúdentsprófi úr Verslun- arskólanum árið 1962 og á árunum fram að því var hann alvarlega að ígrunda það með sjálfum sér hvort hann ætti ekki að ieggja guðfræðina fyrir sig og verða þjónn kirkj- unnar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á guðfræð- inni. Ég kem frá trúræknu heimili og sótti mikið guðsþjónustur og hér á árum áður var ég liðtækur í KFUM. Það var ekki köllunin sem nærri var búin að reka mig út í guð- fræðinámið, heldur má segja að heimspeki- hlið trúarlífsins hafi heillað mig frá því ég var unglingur, en engu að síður fannst mér að prestsstarfið gæti átt vel við mig. Ég er óneit- anlega mikill tilfinningamaður og ég leitast við að vera góður maður og vil eðlilega láta gott af mér leiða, þótt með misjöfnum árangri sé“. — En þú hœttir við guðfrœðina? Já, ég féll fyrir lögfræðinni. Vinir mínir margir lögðu lögfræðinámið fyrir sig og ég fékk þá hugmynd að hún gæti reynst mér praktísk. Mér fannst lögfræðin geta opnað mér ýmsa góða farvegi í framtíðinni. Við- skiptafræðin höfðaði t.d. aldrei neitt til mín. Það má kannske segja að einhver öryggis- kennd leyndist í lögfræðinni. En hvað sem öðru leið þá tolldi ég einn vetur í þessu eftir- sótta háskólafagi. Aður en ég vissi af var ég kominn í vinnu á daginn í Dósaverksmiðj- unni og starfið þar, ásamt öðru stússi, tók sífellt meiri tíma frá náminu. Nú,ári eftir stúdentspróf var ég kominn í það heilaga og var skyndilega fjölskyldumaður með fjögur börn. En ég sé ekkert eftir að láta lögfræðina lönd og Ieið og hugsa enn sem svo, að ég geti hætt að vinna og farið í nám á nýjan leik“. Björgólfur var virkur þátttakandi í Sjálf- stæðisflokknum á þessum árum og var t.d. varaformaður Heimdallar, meðstjórnandi í SUS og formaður í Verði, formaður uppstill- ingarnefndar flokksins um tíma og átti sæti í fjölmörgum nefndum flokksins. Nú segir hann að sér hafi þá fundist stjórnmálavafstr- ið vera lífið sjálft, en neitar alfarið að póli- tískur frami hafi verið inni í þeirri mynd. „Nei, blessaður vertu, ég ætlaði aldrei í framboð eða neitt þess háttar. Mér þótti ein- faldlega gaman að félagslegri hlið stjórn- málastarfsins, eins og ég er búinn að vera að lýsa fyrir þér. Á þessum árum þurfti ég á öllu að halda til að tryggja mér og mínum lífsvið- urværi. Rekstur Dósaverksmiðjunnar fór að ganga illa um þessar myndir og mitt hlut- verk þar margfaldaðist. Nýtt hlutafélag keypti verksmiðjuna, ég var einn hluthafa og varð jafnframt forstjóri — 27 ára gamall. Við byggðum upp reksturinn frá grunni og það var mikið starf. Þegar hjólin tóku að snú- ast að nýju, keypti ég ásamt fleirum fyrir- tækin Hansa og Bláskóga". Enduruppbygging skipafyrirtœkis — Þú hefur snemma verið kominn á grœna grein í lífinu? „Það má kannske segja það, en þá var mér farið að leiðast. Fljótlega varð ekki mikið um að vera og ég hafði það á tilfinningunni að starfið skilað mér engri lífsfyllingu. Ég varð að fá einhverja flækju til að glíma við að leysa. Ég sagði upp forstjórastarfinu og gerð- ist stjórnarformaður um tíma, meðan ég var að hugsa minn gang. Þetta var síðla árs '77. Þá gerðist það að forráðamenn Útvegsbank- ans komu að máli við mig og erindi þeirra var að óska eftir því að ég tæki við rekstri Hafskips hf„ sem þá var nýlega byrjað að endurskipuleggja. Ég fann það strax á mér að hér var verðugt verkefni í boði, þótt útlit fyrirtækisins væri ekki upp á marga fiska. Hafskip rambaði á barmi gjaldþrots og flest sund virtust því lokuð. Eimskip drottnaði á markaðnum og réð ferðinni í kaupskipamál- um þjóðarinnar. Möguleikarnir á að ná slagsíðunni af Haf- skip, sem rak undan veðri og vindum, voru spennandi, og um leið kjörið tækifæri til að veita stórfyrirtækinu Eimskip verðuga sam- keppni og nauðsynlegt aðhald, sem síðan kom þjóðinni allri til góða". Björgólfur tekur nú með enn meiri krafti að segja frá enduruppbyggingunni og Haf- skipsævintýrinu, sem enn er í fullum gangi og langt frá að vera lokið. Sumir segja að það sé e.t.v. rétt að byrja. Hann gengur enn að glugganum og horfir út yfir gömlu Reykja- víkurhöfnina, „sem um langan aldur hefur verið þungamiðjan i milliríkjaverslun og uppbyggingu sjálfstæðis íslensku þjóðarinn- ar“, eins og hann kemst sjálfur að orði. „Það fyrsta sem við gerðum var að íhuga hverju þyrfti að breyta, hvernig það yrði gert og hverjir gætu tekið áralagið með okk- ur í öldurótinu framundan. Hafskip hf. hafði að mestu stundað stórflutninga fyrir fáa en stóra viðskiptaaðila. Siglingarnar voru óreglubundnar og lífsnauðsynlegt var að stækka viðskiptavinahópinn sem fyrst og um leið markvisst. Ljóst var, að óraunhæft var að byggja afkomuna á of litlum við- skiptavinahópi og það var tvennt sem við gerðum. í fyrsta lagi drógum við skipulega úr stórflutningum og hófum að byggja upp þétt áætlunarnet, sem þjónað gat fjölda flytj- enda með mismunandi flutningaþörf og breiða línu vörutegunda. í öðru lagi þurfti að gera stórátak í hlutafjármálum og stækka hóp hluthafa umtalsvert. Þegar hér var komið sögu fékk ég til liðs við mig Ragnar Kjartansson, mikinn og góð- an vin minn, en hann var þá aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Skeljungi. Við höfum allar götur síðan unnið þetta verk sem einn mað- ur. Það getur verið hættulegt vináttubönd- unum að tengjast of náið í starfi, en við höfð- um eitt grundvallaratriði að leiðarljósi, og það var að við vorum hvor um sig reiðubún- ir að hætta og fara í störf annars staðar ef þessi samvinna og samstarf færi að ögra ná- mni vináttu. Það er rétt að geta þess, að svona samstarf gengur því aðeins að hrein- skilni, gagnkvæmur trúnaður og heiðarleiki sé í fyrirrúmi og þannig hefur það verið alla tíð. Annað atriði í þessu verkefni, sem var ekki síður mjög mikilvægt, var að ráðamenn Útvegsbankans stóðu á bak við okkur sem einn maður. Þetta er óvenjuleg samvinna, kann einhver að segja, en náin hefur hún verið og enn fylgist einn fulitrúi bankans með rekstri okkar og kemur til okkar reglu- lega til skrafs og ráðagerða. Þarna hefur myndast einstakt trúnaðarsamband milli fyrirtækis og lánastofnunar, og mættu marg- ir taka það sér til fyrirmyndar að mínum dómi. Hafskip — hugsjón eöa heimspeki Þegar ég kom hingað í svartnættið, þá gerði ég mér strax grein fyrir að fyrirtækið, sem var að fjara út, hafði í raun upp á miklu meiri möguleika að bjóða en einhæfan markað og að það gæti fætt af sér nýja val- kosti, sem ég t.d. eygði hvergi í iðnaði Dósa- verksmiðjunnar. Eimskip var búið að vera allt of lengi eitt á markaðinum og vantaði alla samkeppni, og félagið forðaðist hana sem heitan eldinn. Eftir að skriður komst svo á okkar rekstur á ný, þá fór að bera á alls kyns nýjungum og stefnubreytingu hjá Eim- skipafélagsmönnum. Eimskip er í dag meðal best reknu fyrirtækja landsins. Aðhald og samkeppni í rekstri er lífnauðsynleg hverju fyrirtæki. Menn gleyma sér ef aðhald skortir og stöðnun tekur við. Sjáðu einokunarfyrir- tæki hins opinbera og allt sukkið í kringum þau. Það er verið að andskotast í fyrirtækj- um sem ganga vel, en nær væri að taka til í opinberum fyrirtækjum og stofnunum og skikka þær til að taka upp hagkvæmari og ódýrari rekstur landsmönnum til góðs, rétt eins og skipafélögin hafa á undanförnum ár- um unnið að því að bjóða upp á hagkvæmari flutninga, sem vonandi skila sér út í verðlag- ið. Við höfum nú sex ár að baki í þessu verk- efni og Hafskip varð 25 ára nú í nóvember. Stór hópur manna er orðinn hluthafar í félaginu og skipafélagið er nú með fjöl- mennari almenningshlutafélögum þjóðar- innar. Við vorum svo lánsamir að breyta stjórninni í 14 manna stjórn og þangað vald- ist hópur dugmikilla athafnamanna, sem Dagblaðið kallaði á sínum tíma „breiðsíðu Hafskips" og þeir hafa allir unnið heilla- drjúgt starf fyrir félagið. Mig langar til að minnast sérstaklega á einn stjórnarmann, sem aldrei fer troðnar slóðir og býr yfir ótrú- legum krafti, sem setur svip sinn á það sem hann kemur nálægt, en það er góðvinur minn Albert Guðmundsson. Ekki má gleyma starfsmönnum félagsins. Hingað hefur valist stór hópur af dugmiklu fólki. Hafskip er ekki verk eins eða tveggja manna; því fer fjarri. Heldur er hér um sam- starf fjölda manna að ræða. Það ríkir hér sér- stakur andi og hefur gert frá byrjun. Talandi um hugsjón eða fílósófíu, þá ríkir allt annar andi þegar andrúmsloft og allar dyr opnast. Samskipti undir- og yfirmanna eru opin og frjáls og öll tengsl manna náin og persónu- leg. Við skulum bara orða það þannig, að hér hjá Hafskip ríkja engir stælar. Það má vera að erfitt verði að halda þessu þegar fyr- irtækið stækkar og fólki fjölgar, en það kem- ur þá í ljós. Vinnan og þroski hvers og eins ræður. Við forðumst yfirskipulagningu. í upphafi var keyrt hratt áfram og fastar deild- arskiptingar voru út úr myndinni. Ég eyði miklum tíma í að halda sambandi við allt fólkið hér og slæ oft á létta strengi og tek þátt í smá ærslum með samstarfsfólkinu. Þannig fást nánari samskipti og gagnkvæm- ur skilningur milli persóna. Við ráðum fólk sem við teljum að falli vel inn í þennan anda og hér er valinn maður í hverju rúmi og af- köstin eru mikil vegna andrúmsloftsins sem hér ríkir. Ánægður starfsmaður skilar oft umtalsvert meira í starfi en óánægður eða óöruggur starfsmaður. Ekki satt?“ — Er Hafskip framtíð þín? „Nei, ekki endilega. Ég er opinn fyrir öllu. Það er mér ekki endilega að skapi að halda aðeins utan um það sem fengið er. Ég þarf að vera í mörgu í einu. Veistu, ég yrði afspyrnu lélegur bókavörður. Hraði og áhætta eru mínar ær og kýr. Ég vil sjá hlutina fyrir mér og fá tækifæri til að sannreyna þá. Gengur dæmið upp? Gengur dæmið ekki upp? Ef til viil leynist fjárhættuspilari í mér. Mér þykir skemmtilegt að hafa mörg járn í eldinum og fá að glíma við flóknar leikfléttur. í villta vestrinu hefði ég e.t.v orðið liðtækur við pókerborðið í kráarhorninu." Öfugur kommúnismi Þegar Björgólfur kemst á skrið með um- ræður um markaðsmál, atvinnutækifæri, verðmætasköpun og sjóðakerfi, er hann nær óstöðvandi. Sérstaklega þegar hann ræðir alla þættina samtímis og þá nægir ekki að horfa út yfir Sundin, heldur verður hann að ganga hratt um gólf og setjast öðru hvoru á skrifborðshornið, beyja sig fram og horfa í átt til viðmælandans. „Sannleikurinn er sá að markaðurinn er löngu mettaður hér. Menn verða að koma með nýjar hugmyndir. Það gengur ekki að fyrirtæki kalli það markaðsmál að rífa kúnna hvert frá öðru. Sjáðu t.d. skipafélög hinna Norðurlandanna. Þau sinna mörg lík- lega um 10% af heimamarkaði, hitt er allt þjónusta við aðrar þjóðir heims, sem þýðir meira gull í ríkiskassann heima. Því ekki að reyna? Við verðum að fikra okkur áfram úti í hinum stóra heimi. Duga eða drepast. Við erum í smæð okkar að halda því fram að við séum ekki samkeppnisfærir erlendis. Þetta eru orðin tóm. Nú hefur Hafskip fest kaup á flutningamiðlunarfyrirtæki vestur í Ame- ríku, sem heitir Cosmos. Við ætlum að sigla í orðsins fyllstu merkingu inn í alþjóðavið- skipti, hvað sem andstæðingar okkar segja, og við leikum okkur að fleiri hugmyndum, sem gefa lífinu gildi og efla undirstöður ís- lensks fyrirtækis. Gleymum minnimáttar- kenndinni. Við eigum að geta búið yfir krafti og getu á borð við bestu þjóðir. Sjáðu nú til, í þrengingum þeim sem ríkja nú, er ekki um annað að ræða en að endur- hæfa hugsanagang manna í þjóðlífinu. Fólk hefur gjörsamlega glatað verðmætatilfinn- ingunni; þvíverður að breyta.Og varðandi gjaldeyrismálin, þá sjáum við tæplega út fyr- ir landsteinana. Við verðum að taka upp nýj- an hugsunarhátt og ala upp fólk sem getur unnið mikilvæg störf fyrir Island á erlendri grund. Við höfum því miður lokast inni og verðum að hefja útrás. Við skulum rétt skoða eignarréttinn. Land- inu er ofstjórnað af opinberum embættis- mönnum og yfirmönnum sjóða. Ef menn fá hugmynd og vilja framkvæma hana, þá verður hún fyrst að fara í gegnum hreinsun- areld misviturra kerfiskalla, sem oft líta á það sem hlutverk sitt að kæfa góðar hug- myndir. Öðruvísi gerist ekkert á íslandi. í Sovétríkjunum er það ríkið sem tekur ákvörðun og felur einstaklingum fram- kvæmdina. Á íslandi taka einstaklingar ákvörðun og fela ríkinu framkvæmdina. Hérlendis er því ríkjandi einskonar öfugur kommúnismi. Eignarrétturinn hér? Eignar- rétturinn liggur í sjóðunum. Eignamyndunin á sér ekki stað í fyrirtækjunum. Ef rekstur fyrirtækis gengur illa, þá er ríkið sett inn í dæmið og sjóðamenn settir í stjórnina og ekki spurt um hæfileika þeirra, heldur þurfa þeir að vera lagnir sjóðasukkarar. Og allt hverfur á ný inn í ríkið. Það þarf stærri rekstrareiningar hér. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækin gefi eitthvað af sér. Nóg er til af verkefnum og það verður alltaf nóg af þeim. Stærri verk- efnin á að leysa í samstarfi stærri aðila, sam- starfi margra stærri og smærri fyrirtækja, en ekki endilega á vegum ríkisins." Útlendinga í forstjóra- stólana — Er búið að koma óorði á kapitalismann á íslandi? „Það ríkir enginn kapitalismi á íslandi. En vandamáiið hér er ekki launþegastéttirnar. Heldur þeir sem trúað er fyrir rekstri fyrir- tækja og einstaklingsfreisinu. Þeir hafa brugðist. Mér finnst miklu sárara að heyra vælið í fulltrúum vinnuveitenda en laun- þega. Það er spurning hvort forvígismenn útvegsmanna og vinnuveitenda þurfi ekki að endurskoða sinn eigin hugsunarhátt. Margir þeirra eru stöðugt með þennan bar- lóm og væl. Það er alltaf allt að og stjórn- málamönnum einum kennt um allt milli himins og jarðar. Nú verður að byggja upp einstaklinginn og breyta um leið þessum lamandi neikvæða hugsunarhætti. Menn verða að hætta að nöldra. Menn eiga að vera jákvæðir. Valdamennirnir í kerfinu, sjóðun- um og samtökunum eiga ekki að sitja of

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.