Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 1
Ásmundur / brezku sjónvurpi kaupfél»»unum á Suðurlandi. Bygging þvottastöðvarinnar hófst 2. maí s. 1. Stöðin er á einni hæð 80x21 m, en auk þess er við- byggingin 120 fermetrar, þar sem skrifstofum verður komið fyrir. Húsið er við nýja götu í Hvera- gerði, sem á að ná frá þjóðvegin- um og upp að Hamri, og er hún þarna mjög vel staðsett á miðju jarðhitasvæðinu. Þegar hefur verið lokið við að steypa undirstöður og viðbyggingu og reisa og er nú verið að koma húsunum undir þak og steypa á mill'i, en húsin eru úr strengja- steypu. Vélar verða aliar af full- komnustu gerð. Þær eru ekki enn komnar austur, en eru væntan- legar seint í þessum mánuði. Stöðin á að geta tekið á móti nýja ullarárganginum í haust, og þvo alla ull frá kaupfélögunum á Suðurlandi og jafnvel alla leið upp í Borgarfjörð. Um margra ára Framhald á 15. sfSu. GB-Reykjavík, 17. júlí. í dag hófst taka íslandskvik- myndar fyrir brezka sjónvarpið, var byrjað að ,skjóta‘ í listasafni Ásmundar Sveinssonar, mynd- höggvara, og sem sjá má hér á myndinni, voru fyrstu kvik- myndalelkaramir Ásmundur sjálfur og ung ensk stúlka, grá- hærð þó ,sem nú er tízka. Ásmundur var í sjöunda himni, ekki aðeins yfir því að vera allt í einu orðinn kvik- myndaleikari, heldur hafði hann svo mikið gaman af að sjá hvernig myndatökumaður- inn beitti verkfæri sínu, og hafði Ásmundur orð á því, að ekki skyldu menn furða sig á því, þótt hann fseri sjálfur að glíma við þetta tæki einn góðan veðurdag, hann væri viss um, að kvikmyndavélin ætti mikið erindi við listamenn. Þeir, sem vinna að gerð kvik myndarinnar, eru átta enskir karlar og konur, piltar og stúlkur, en tveir íslenzkir að- stoðarmenn, túlkurinn og svo Gísli Gestsson, sem lært hefur kvifcmyndatöku í London síðan um áramót og kom með þess- um hóp til Reykjavíkur. Tveir herramenn eru fyrir hópnum, höfundurinn Taylor Framhald á bls. Ift J<rostjoff f félagsskap Maos (til vinstri) og Kennedys (til hægrf). FB-Reykjavik, 17. júli. ií Hveragerði, og er þess vaenzt, að í vor hófust byggingafram- stöðin geti tekið til starfa í haust, kvæmdir við Ullarþvottastöð SÍS | en í henni á að þvo alla ull frá Husegtrarna •Idavélap IHl MFfHlili ' Auglýsingar á bíla Utanhúss-auglýsingar aiTskonarskilti afl. 751 158. tbl. — Fimmtudagur 18. júlí 1963 — 47. árg. TVEIR FUNDIRIMOSKVU - KRUSTJOFF A KROSSGOTUM TVEnt fundir í Moskvu vekja um þessar mundir athygli um allan heim enda varða þeir allar þjóðir. Allir tala um þessa fundi og skrif blaða snúast að miiklu leyti um þá. Annar íundurinn er milli full trúa Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna um samning um bann við kjarnorkuvopnatilraun um en hinn er svonefndur friðar- íundur kínverskra og sovézkra kommúnista, þar sem reynt er að jafna hinn djúpa skoðanaágrein- ing milli þessara tveggja stór- velda kommúnismans. Athygli fréttamanna beinist öðru fremur að hinu ólíka and- rúmslofti, sem hvílir yfir fund- unum og umbúnaði þeirra. Lítið var um dýrðir, þegar kínversku fulltrúarnir komu á „friðarfund- inn“, móttökur lélegar og hvor- ugum stökk bros á vör. Fulltrú- um Vesturveldanna var hins veg- ar tekið með kostum og kynjum. Á „friðarfundinum“ ganga brigzl in á víxl, viðræður eru stopular og engar fréttir af þeim að fá, en blöð oeggja þjóða linna vart árásum á gagnaðilann. Ilins veg- ar fuku spaugsyrði á fyrsta fundi Rússa og Vesturveldanna, menn komu brosandi til fundar og fóru fóru hlæjandi af fundi. Síðan hef ur verið létt yfir þeim viðræð- um og búazt margir við mjög góð um árangri af þeim. Það er einn- ig margra mál, að viðræður Rússa og Kínverja fari út um þúfur og ekki nóg með það, held ur leiði ósamkomulagið til tví- klofnings meðal kommúnistiskra flokka um allan heim. Er þess þegar faríð að gæta. Vitað er, að Krústjoff stendur nú á krossgötum. Hann hefur lýst yfir stefnu sinni um friðsam lega sambúð við Vesturlönd en fordæmir stríðshótanir Kínverja og lítinn skilning þeirra á nýjiwi og breyttum viðhorfum. SJA 3. SIÐU TUR MOKSILD RETT V D HOFNINAIEYJUM SK-Vestmannaeyjum, 17. júlí. Þeir eru aftur fiamir að mokia npp sðdlnni hérna rétt utan við ! hafnarmynnið, jafnvel innan við hálftíma siglingu frá því. Það eru nú þrír bátar, sem stundia þes9ar veiðar, Kári, Ágústa og Ófeigur þriðji. VEGABREFIHAUST KH-Reykjavík, 17. júlí. Eins og Tíminn skýrði frá í marz S.I., stóð til að koma á vegabréfa- skyldu unglinga nú í vor eðia fyrri hluta sumars. Nú er hins vegar fyrirsjáanlegt, að það verður ekki fyrr en seint í sumar eða í haust. Flestir fögnuðu þvi, þegar þeir heyrðu, að ætti að koma á vega- bréfaskyldu unglinga og vonuðu, að hið aukna eftirlit mundi m. a draga úr áfengiskaupum unglinga. Réglugerð um vegabréfaskyldu var í undirbúningi í dómsmálaráðu neytinu í vetur, og í marz s. 1. var hún sögð langt komin. Þó var ekki búið að ganga frá vissum at- riðum þá, eins og t. d. hve langt fram eftir aldri vegabréfaskyldan Framhaid á 15. síðu. Kári er kominn með mestan afl- ann og er kominn með á tólfta þúsund tunnur alls. Hann lagði upp siðast í dag 600 tunnur. Hann hóf veiðar að nýju nú upp úr helg inni og hefur síðan lagt upp sild á hverjum degi. Þetta er yfirleitt góð síld, en vegna annríkis hér fer mest af henni í bræðslu. Þó er talsvert fryst af henni og fóru til dæmis um 300 tunnur af afla Kára í dag í frystingu. Héðan eru nú gerðir út samtals 56 bátar. Eins og gefur að skilja er geysimikil atvinna í landi við þennan afla, og má segja, að allir geti unnið, eins og orkan leyfir. Héðan er alltaf verið að flytja fisk út til Danmerkur með skipum, sem Danir senda hingað, ísaðan flat- fisk og ýsu í kössum. Þá má geta þess, að talsvert er um framkvæmdir í landi. Til dæmis er unnið að malbikun. Bú- ið er að malbika Hásteinsveg og Faxastíg og framundan er að mal- bika Helgafellsbraut og fleiri göt- ur. Þá er einnig unnið af krafti í nýju sjúkrahúsbyggingunni. 1800 M ULLAR- STÖÐ ER AD RSSA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.