Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 521 tbl. — Þriðjudagur 8. desember 1964 — 48. árg. KINVERSKU KOMMUNtSIARNIR ERU ENN I VIGAHUG: Segja Kosigyn og Bresnév engu betri en Kriístioff Ari Brynjólfsson NTB-Belgrad og Peking, 7. desember. Erjurnar hialda áfram i heimi kommúnista. Um leið og Tító, for seti Júgóslavíu, hcldur ræðu, þar sem hann gagnrýnir Kínverja og hrósar stjórnmálastefnu Krust joffs, skýrir kínverska pressan frá því, að hinir nýju sovézku leiðtogar hafi verið nánir sam- starfsmenn Krustjoffs og að mörgu leyti haldi þeir stjórnmála- stefnu hans óbreyttri. Pað er málgagn kínverska kommúnistaflokksins , Alþýðudag- blaðið. sem birtir ræðu albanska kommúnistaleiðtogans, Hoxha, en í henni gagnrýnir hann Bresnév, Mikoyan, Suslov, Krustjoff og Tító. Ræðan var flutt fyrir viku í Albaníu og fyllti heilar þrjár síður í blaðinu. Tító hélt ræðu á flokksþingi kommúnistafl. í Júgó- slavíu. Hann gagnrýndi þar kín- ALÞJÓDLEG RÁBSTEFNA I TILRAUNASTÖð ARA Aðils-Khöfn, 7. des. I dag hófst alþjóðleg ráð- stefna í dönsku atómtilrauna- stöðinni á Rísö, en forstöðmað ur hennar er Ari Brynjólfsson magister. Ráðstefnunni er ætl að að fjalla um geislun og Rusk kemur U tanrikisráðherra Banda- ríkjanna Dean Rusk kemur til Reykjavíkiur, laugardaginn 12. desember í boði líkisstjórnar íslands. Ráðherrann er á leið til Parísar til þess ao sitja þar hina árlegu ráðsteínu utanrík isráðherra NATO-rikjanna og heldur áfram ferð sinni sunnu dagsmorgun 13. desember gerilsneiðingu margvíslegra matvara. Geislunartilraunir, sem gerðar hafa verið á fiski, eru taldar sérstaklcga athyglis vcrðar, og er ráðgert að ný aðferð sem tekin hefur verið upp í þessu sambandi muni valda byltingu í fiskútflutn- ingi Danmerkur, en geislunin gefur mikla geymslumögu- leika. Geislunartilraunir á Risö eru framkvæmdar undir stjórn Ara Brynjólfssonar, og eru þær svo langt komnar hvað viðkemur fiski, að búizt er við, að þær eigi eftír að hafa geysilega efnahagslega þýðingu í Danmörku. ísaður fisk- ur helzt óskemmdur 1 mjög tak- markaðan tíma, en fiskur, sem hefur verið geislaður, getur geymzt óskemmdur í einn mánuð. Þegar fyrir kemur að flutning- ur ísaðs fisks, sem flytja á til Suður-Evrópu, dregst á langinn, veldur það því oft, að fiskurinn eyðileggst, og tjónið af þessum völdum er mjög mikið. Nú geta fiskútflytjendur, sem notfæra sér geislunarmöguleikana, komizt hjá þessu tjóni. Heilbrígðisyfirvöldin í Danmörku munu aftur á móti ekki taka afstöðu til gerilsneyð- ingar fiskjarins fyrr en bandarísk yfirvöld hafa gert það, en þau hafa mikla reynslu í þessum efn- um frá tilraunum með aðrar vörur verska leiðtoga fyrir að reyna að hafa áhrif á stefnu hinna nýju leiðtoga Sovétríkjanna í utanríkis- málum. Hann sagði að Kinverjar heltu nú árásir sínar og reyndu að beita valdi. Þeir vildu gjarnan leika eitt aðalhlutverkið í heims- málunum. Tító, sem talaði sem aðalritari kommúnistaflokks Júgóslavíu, sagði að kínverska kjarnorku- sprengjan hefði valdið ótta um heim allan, ekki einungis vegna þess, að Kína er þar með komið á bekk með kjarnorkuveldunum, heldur af því, að Kínverjar séu ekki færir úm að taka þátt í af- vopnunaráætluninni. Tító lýsti því yfir, að júgóslavneski kommún- istaflokkurinn væri tilbúinn til að ræða gagnrýni Kínverja við hina kínversku leiðtoga. Krustjoff urðu á margar skyssur, hélt Tító á- fram en hann átti mikinn þátt í því, að ryðja stalínismanum úr vegi og draga úr spennunni í kalda stríðinu. Tito gagnrýndi Vesturveldin mjög í sambandi við afvopnunar- málin og lagði til, að allar her- Framhald á bis 14 5 vikna kaup inni MB—Reykjavík, 7. des. í morgun hófst verkfall hjá Hólanesi h.f. á Skaga- strönd, þar eð kaupgreiðslur fyrirtækisins hafa dregizt mjög á langinn .Verkamanna félag Höfðakaupstaðar hafði einnig boðað verkfall hjá Kaupfélagi Skagstrendinga af sömu ástæðu, en það gat sett tryggingu í morgun fyr- ir vangreiddu kaupi og var vinnustöðvun því aflýst. Björgvin Brynjólfsson, for maður Verkamanr.afélags Höfðakaupstaðar sagði blað- inu í dag, að verkamenn hjá Hólanesi hf. ættu orðið inni um fimm vikna kaup og er ástandið hjá fjölskyldum þeirra orðið mjög slæmt, ekki sízt þar sem jólahelgin gengur senn í garð. Hólanes h.f. rekur hraðfrystihús á Skagaströnd og starfa þar um 20 verkamenn. Kaup- greiðslur til verkamanna hafa einnig dregizt hjá Kaup félagi Skagstrendinga, og stóð til að boða þar vinnu- stöðvun líka í morgun, en kaupfélagið get sett trygg ingu fyrir launagreiðslunum og var vinnustöðvun þar því aflýst. Samtök um húsií ED-Akureyri, 7. desember. Á mjög fjölmennum bænda- klúbbsfundi, sem haldinn var á hótel KEA í kvöld, kvaddi Þórar- inn Björnsson skólameistari, sér hljóðs og tilkynnti að áhugamenn hefðu ráðið með sér að stofna fé- lag til kaupa á húsi Davíðs Stef- ánssonar, svo að unnt yrði að varð- veita það eins og skáldið skyldí við það. Kvað hann félagið mundu leita til héraðsbúa í Eyjafirði og þjóðarinnar allrar um fjársöfnun til kaupa á húsi þjóðskáldsins. Bændaklúbbsfundurinn var hald inn til að sýna hina nýju kvik- mynd Búnaðarfélagsins um íslenzk Framhald á 14. síðu. METSALA / SJONVARPSÞA TTUM UM SPRÚTTSÖLU ÍBÓKARFORMI E.J. I.G.Þ., Reykjavík, 7. des. Það hefur vakið athygli, að ís- lenzkir bóklesendur virðast allt í einu hafa fengíð ótæmandi áhuga fyrir sögu af sprúttsölu, sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum vestur í Chicago. Hér er um að ræða bók- ina „Þá bitu engin vopn“, sem hefur enska undirtitilinn „The Untouchables". Tjáði útgefandí blaðinu í dag, að bókin „ryki út“ og hefur jafnvel ekki hafzt undan að binda hana, en hún er gefin út í fjögur þúsund eintökum. Saga þessi gerist á þeim tíma, þegar A1 Capone réði lögum og lofum í Chicago. Hefur sprúttsal an og manndrápín, sem henni fylgdu, löngum þótt mikið skemmtiefni í Bandaríkjunum, en hins vegar hafa fslendingar sýnt þessum þætti í menningarsögu Vesturheims lítinn áhuga, fyrr en nú, að þessi bók geysist fram úr á bókamarkaði, þar sem ýms ís- lenzk verk eru tíl sölu, án þess fréttist af því að þau „rjúki út“. Skýringin á þessari öru sölu bókarinnar um hina þrjátíu ára gömlu sprúttsölu í Bandaríkjunum er einfaldlega sú, að vikulegir þættir í hermannasjónvarpinu eru byggðir á frásögninni í þessari bók. Heita sjónvarpsþættir þess- ir „The Untouchables", og þar er komin skýringin á því hvers vegna útgefandi verður að hafa enskan undirtitil. Kaupandinn verður nefnilega að skilja hvað hann er að kaupa, og „Þá' bitu engin vopn“, er bara íslenzka. Óðasalan í bókinni svarar af sjálfu sér þeirri fullyrðingu að hermannasjónvarpið hafi hér eng- in áhrif. Svaríð er að mörgu leyti verðugt. Sprúttsala A1 Capone og félaga hans styttir nú vökuna á jólaföstu. Það er eðli- legt að þessi bók skuli gefin út hér, eins og allt er í pottinn búið. Útgefendur gefa út reyfara til að standa undir kostnaði við betri bækur. Þeir þurfa að vita hvað fólkið vill kaupa, og þarna hefur einn þeirra gert sér ljós áhrif sjón- varpsins. Fjármálavitið hefur ekki sinnt yfírlýsingunum um, að sjón- varpið hafi engin áhrif. Og það hefur haft á réttu að standa. Sölubókln mikla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.