Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1972
3
í leit að
gullskipinu
Barringer-„fug:Iinn“ og til vinstri segulmæjir.
Teikning af hollenzku kaupfari frá 17. öld. Gkki er óliklegt
að gullskipið hafi litið svona út.
LEITIN að gullskipinu, sem
fórst við Skeiðarársand fyrir 305
árum, hefur verið í fréttum í vor
og margir hafa fylgzt af áhuga
með því starfi, sem á sandinum
hefur verið unnið, undir forsjá
þeirra Kristins Guðbrandssonar
og Bergs Lárussonar. Hlé hefur
verið gert á leitinni í bili; selveiði
tíminn er að ganga í garð og ekki
verður hafizt handa að nýju fyrr
en í júií. Þeir félagar töldu, að
hin fullkomnu tæki, sem notuð
voru til leitarinnar nú í vor,
hefðu breytt allri aðstöðu við
guHskipsleitina og ekki væri frá-
leitt að álykta að ekki mundi liða
á löngu unz unnt yrði með nokk-
urri vissu að ákveða þann stað
í sandinum, þar sem sikipið er
grafið.
Skip þetta, sem var hollenzkt
lndíafar og hét „Het Wapen van
Amsterdam", strandaði við sand-
inn árið 1667. Ekki er vitað
hversu margir voru með skipinu,
en samkvæmt fomum heimildum
hafa þeir varla verið undir 250—
300, þar af iíklega um eitt hundr-
að farþegar. Langflestir fórust,
en sumir komust upp á sandinn
og létust þar síðan úr kuida og
vosbúð. Þó munu allmargir hafa
komizt lifs af og svo segir Ámi
Óia í ítariegri og skemmtilegri
grein, sem hann ritaði í Lesbók
Mortnmbiaðsins 3. maí 1936:
„Um björgun skipverja verð-
ur ekki sagt, né heidur hvert
þeir voru fluttir fyrst. En um
það ber sögnurn saman, að nokkr
ir þeirra hafi komizt utan þetta
sama haust með dönsku skipi,
sem sigidi frá Eyrarbakka, en
hinir hafi vistazt um veturinn á
Selfiamamesi og Kjalamesi. Er
mælt. að næsta vetur hafi 60
eriendir eftiriegumenn verið S
KiaJamesþingi. Var þá hart í ári
hér og höfðu allir nóg með að
siá siálfum sér farborða. Mun
bændum hafa þótt þungt undir
að búa að sjá veturgestum þess-
um farborða."
Miög fliótiega komust á kreik
ýmsar sagnir um, að Indíafar
þetta hefði flutt mjög dýrmætan
farm innaniborðs. Skipið var for-
ystuskin í skipalest, sem kom
frá Vestur-Tndíum og var á leið
til Hollands. Skipið kom við í Jó-
hanne=arborg í Suður-Afrlku og
var þar i þriá mánuði. Um þess-
ar mundir geisaði strið milli Hol-
lendinva og Breta og var því leið
skmanna heim breytt og þau lát-
in fara mun norðar en ella. Skip-
ið mun hafa hrakið af leið í af-
snymuveðri og þannig borizt að
Ísiand'sströndum, þar sem það
strandar siðan á sandinum. Ann-
að skip úr þessari sömu lest fórst
við Færeyjar um svipað leyti og
dmkknuðu flestir sem á þvi
vonu. Hins vegar tókst að bjarga
einhverju af farmi skipsins og
var þ.á m. talsvert af silfri. Hafa
ýmsir ætlað að ekki hafi fiagg-
skipið haft lítilsverðari farm inn-
anborðs. Samkvæmt farmskrá
skipsins, sem birt var í Amster-
dam á þessum tíma, virðist það
rétt að verðmæti mikil hafi ver-
ið í skipinu.
Svo segir Espoiin farm skips-
ins hafa verið: „ . . . gull og perl-
ur, silki, skarlat, pell og purp-
uri, katún og léreft ærið og
mörg dýrindi, einnig demantar
og karbúnkúiar, desmerkettir og
margt anmað“.
Samkvæmt ýmsum heimildum
var farmur skipsins metinn á 43
tunnur guiis, kjölfesta skipsins
var klukkukopar, mjög verðmæt-
ur og innaniborðs var einnig
magn af saltpétri, sem notaður
var í púður.
1 mörg ár eftir strandið varð
vart við reka úr skipinu, rak
mikið aí timbri, sem áreiðanlega
hefur verið kærkomið bændum,
sömuieiðis eru til sagnir um, að
silki hafi rekið úr skipinu og
hafa því bændur og búandlið
getað gert sér föt úr indverskum
skartefnum á þessum árum. I
annálum greinir og að það hafi
verið notað i gjarðir, undir reið-
tygi, 5 höft og ístaðsólar. Eru
heimildir um reka úr skipinu allt
til ársins 1726 og eru þá liðin 59
ár frá strandinu sjálfu.
Hins vegar er ekki vitað til að
margt þeirra hluta, sem rak úr
Indiafarinu, sé varðveitt enn.
Þó segir Flosi Bjömsson á Kví-
skerjum í grein í tímaritinu
„Heima er bezt“ í april 1959:
„Það, sem kunnugt er um, voru
dósir úr látúni, sporöskjulagað-
ar, likiega tóbaksdósir, er voru
i Suðursveit, en munu þar ekki
til lengur og SkráarskiJti stórt
úr kopar eða látúnd, idklega af
kistu. Akkeri af Indíafarinu voru
flutt að SkaftafeUi. Voru þau þar
á klöpp austan megin í Bæjargil-
inu (Austurgili). Siðan hefur
Skeiðará fyllt þar upp með möJ
og mun nú djúpt á þeim. Elztu
menn, sem voru i SkaftafeHi um
síðustu aldamót, mundu eftir
þeim í sínu ungdæmi. Sagt var,
að akkerin hefðu að nokkru leyti
verið notuð til þess að smíða úr
þeim skeifur. Voru þau söguð i
sundur. í Þjóðminjasafninu er og
hurðarspjald eitt með upp-
hleyptu, finiegu flúri, sem senni-
legt er talið að sé af Indíafar-
inu.“
Og Flosi heldur áfram:
„Þannig eru nú á dögum furðu-
litlar minjar þessa sérstæða at-
burðar, sem gerðist á eyðisönd-
um þessum fyrir næríellt þrem-
ur öldum. En einhvers staðar
langt frammi á Skeiðarársandi
liggur Indíafarið, sandi hulið,
skipið, sem einu sinni vsir glæsi-
legasti farkosturinn á blómatím-
um hollenzka verzlunarflotans."
Margir hafa orðið til þess að
láta sig dreyma um að finna gull-
skipið. Vitað er, að danskir sótt-
ust eftir því skömmu eftir strand
ið að koma til leitar, en leyfi
fékkst ekki. Við svo búið hefur
setið um aldir.
En fyrir u.þ.b. 10 árum hóf
Bergur Lárusson að leita skips-
ins. FróimEin af voru tæki til leit-
arinnar af skomum skammti og
það er reyndar ekki fyrr en nú í
vor, að verulegur skriður hefur
komizt á þessa umfangsmiklu
rannsókn á söndunum austur
þar.
Mbl. ræddi við Kristin Guð-
brandsson, annan forvigismann
skipsleitarflokksins, og forvitn-
aðist urn, hversu leitinni hefði
miðað nú í vor.
— Frá þvi 26. marz, sagði
Kristinn, — og fram til 10. maí
var unnið samfellt á sandinum.
Fymt voru mælingamenn að
störfum; sandurinn var mældur
og kortlagður. Hafði ekki fyrr
verið beitt svo vísindalegum og
skipulögðum vinnubrögðum. Síð-
an var hafizt handa um leitina
sjálfa. Sandurinn var merktur í
hólf, 1% km inn í land frá sjáv-
arkambi, og var hvert hólf yfir-
farið með 6 metra milliibili. Svo
þétt var farið, að allt svæðið var
i rauninni tvileitað.
Við höfðum tæki frá kanaddsku
fyrirtæki. Við, sem að þessu
ævintýri stöndum, viljum koma
á framfæri þakklæti til vam-
arliðsins fyrir ómetanlega að-
stoð, sem við höfum þegið
frá þvi. Með okkur voru allan
tímann fjórir bandariskir sér-
fræðingar og tveir kanadiskir,
svo og sjö Islendingar. Einnig
var með okkur kvikmyndatöku-
maður og tók hann kvikmynd af
allri leitinni.
— Og urðuð hvers vísari?
— Við erum búnir að leita að
heita má allan Skeiðarársand og
gömlu Skaftafellsfjöruna að und-
anskildum vestasta hlutanum,
sem er um 800 metrar. Við höf-
um að vísu ekkert áþreifanlegt I
höndunum að svo stöddu. En
verkinu er heldur ekki nándar
nœrri lokið. Þessi tæki, sem not-
uð voru við leitina, voru dregin
eftir sandinum á sleðum. Og við
söfnuðum gögnum og könnuðum
þetta hátt og lágt. Nú á alveg
eftir að vinna úr öllum þessum
gögnum. Það er tölvuvinna og
úrvinnslu verður ekki lokið fyrr
en i júlá, um það sama bil og
selveiðitiminn er úti og við get-
um tekið upp þráðinn að nýju.
En auðvitað leikur það ekki á
tveimur tungum, að skipið er
þama i sandinum. Og vist grim-
ar okkur að við höfum fundið
það, staðurinn sá er alténd af-
skaplega líklegur að dómi okkar.
Það komu fram mjög athyglis-
verðar svaranir á ákveðnum
stað, en við höguðum vinnunni á
þann veg, að við héldum yfir-
ferðinni áfram skipulega, enda
þótt svaranir kæmu fram á
tækjunum. Þvi var það ekki fyrr
en síðustu sex dagana, að við gát-
um snúið okkur að þessum svör-
unum. Við hefðum auðvitað
reynt að halda áfram, ef selveiði-
táminn hefði ekki verið að hefj-
ast. En eins og ég sagði er gagna-
úrvinnslan það mikil, að henni
verður ekki lokið fyrr en í
þann mund, er við megum byrja
aftur.
— Og þegar gullskipið finnst?
— Allt er það nú óákveðið, seg-
ir Kristinn og brosir við. — Fyrst
verðum við nú að finna það ör-
ugglega. Kanna hversu djúpt það
liggur, hvort likur eru á að
skrokkurinn sé heiJIegur. Sög-
umar um gullið í skipinu — ætli
það séu ekki munnmæli, vegna
þess að tekið er þannig til orða,
að farmurinn hafi verið metinn
á 43 tunnur gulls. En ekki þarí
mjög mikið imyndunarafl til að
láta sér detta í hug að mikil
verðmæti hafi verið innanborðs,
hvað sem öllu gulli líður. Sagt er
til dæmis að það hafi haft 38
Framh. á bls. 5
Sérstakur bíll af Lævirkjagerð, sem notaður var til birgða- og tækjafliitninga um sandinn.