Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						87. blað
TÍMIrVÍ*, þriðjudaginn 7. sept. 1943
347
FIMMTUGIK
Hermann  Eyjólfsson
hreppstjóri,  Gerðakoti.
Þann 1. júlí s. 1. varð Her-
mann Eyjólfsson, hreppstjóri og
kennari i Gerðakoti í Ölfusi
fimmtugur. Hann er fæddur að
Króki í Ölfusi en fluttist á
barnsaldri með foreldrum sín-
um að Grimslæk í sömu sveit,
en faðir Hermanns var ættað-
Ur þaðan og þar hafa feður
hans búið a. m. k. síðan um
1800.
Veturna 1914—'16 dvaldi Her-
mann við nám í Reykjavík, en
hóf farkennsiu í Ölfushreppi
haustið 1916 og hefir gegnt þar
kennslustörfum æ siðan eða i 27
ár og hefir það jafnan verið
honum kært starf. Árið 1928 var
skólanum breytt i heiman-
gönguskóla og heimavistar-
skóla að nokkru leyti síðustu
árin. Kennaralaunin voru ekki
há fyrstu árin, aðeins kr. 56.00
og ókeypis dvöl yfir kennslu-
tímann. Þóttu þetta miklir
peningar í þá daga, einkum þeg-
ar við bættist kr. 21.00 í dýrtíð-
aruppbót vorið 1917, svo ótrúleg-
ar sveiflur hafa orðið á verð-
gildi peninganna á tiltólulega
skömmum tíma. Hermann á
enn í fórum sínum bréf, dags.
12. maí 1917, með eiginhandar-
undirskrift þáverandi fjármála-
ráðherra Bjórns Kristjánssonar
og skrifstofustjórans Indriða
Einarssonar, þar sem honum er
hátíðlega tilkynnt, að sam-
kvæmt þingsályktun, þá hafi
sýslumanninum i Árnessýslu
verið falið að greiða honum kr.
21.00 í dýrtíðaruppbót. Mun
ýmsum þykja ótrúlegt nú, að
fjármálaráðherra skyldi gefa
sér tíma, til þess að undirskrifa
tilkynningar um slíkar launa-
viðbætur til starfsmanna ríkis-
ins.
Jafnframt kennslunni hóf
Hermann búskap í Gerðakoti
árið 1929, en hafði fáum árum
áður kvænst Sólveigu Sigurðar-
dóttur bónda í Þúfu Eyjólfsson-
ar, hinni ágætustu konu. Hefir
þeim orðið 7 barna auðið.
Jdrðina hefir hann bætt mjög
með ræktun og húsabótum, svo
hún er nú orðin hið þægilegasta
býli.
Enda þótt kennslan og bú-
skapurinn virðist ærið verkefni,
þá hefir Hermann samt ekki
komizt hjá því að taka við ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir sveit
sína og gerast forvígismaður í
margvíslegum málefnum henn-
ar. Hann varð hreppstjóri Ölf-
ushrepps árið 1938 og hefir átt
alllengi sæti í hreppsnefnd og
verið oddviti hennar hin síðustu
ár. Þá á hann sæti í stjórn
búnaðarfélagsins, áveitustjórn-
inni o. fl. Hermann er ágætur
samvinnumaður, frjálslyndur í
skoðunum, fróður og víðlesinn.
Hann er hlédrægur að eðlisfari
og heldur sér ekki fram til
trúnaðarstarfa, en sveitungar
hans hafa fundið, að þeim mál-
um er vel borgið, sem hann tek-
ur að sér, svo hann hefir ekki
komizt hjá þvi að takast á
hendur fjölþætt félagsmála-
starf í umsvifamiklu og stöðugt
vaxandi sveitarfélagi. Þorp er
nú að risa upp í Ölfusinu, þar
sem er Hveragerði, sem vex með
ári hverju.
Hermanni í Gerðakoti bárust
á f immtugsaf mælinu margar
árnaðaróskir og þakkir fyrir
unnin störf í þágu sveitarinnar
undanfarinn aldarfjórðung. Eru
þeir áreiðanlega margir, sem
vona, að ¦ enn megi um langa
stund njóta ágætra starfs-
krafta hans og forustu.
D. Á.
skera ganglimina og beztu part-
ana af skrokknum og aka svo
brott í skyndi. Megnið af skrok-
unura er skilið eftir, ormum og
hrædýrum að bráð.
Kjötokrararnir bjóða háar
mútur öllum þeim, er ráða yfir
kjötbirgðum. Einum kjötsala
voru boðnir 75.000 dollara í
„þóknun" fyrir að láta af hendi
ákveðið kjötmagn. Komið hefir
fyrir að bifreiðarstjórar hafa
verið stöðvaðir á förnum vegi
og boðnar háar mútúr til að láta
af hendi kjötfarminn, sem þeir
óku með eða nokkurn hluta af
honum.
Þessi okurverzlun er í alla
staði hörmuleg, en verst er þó
hætta sú, er heilbrigði almenn-
ings stafar af henni, því að
engra heilbrigðishátta er gætt
við slátrunina.
Vinur minn, sem var á ferð
milli Chicago og Peoria fór fram
hjá sjö blóðvöllum rétt við veg-
lnn. Skrokkarnir höfðu verið
hengdir upp á trjágreinr og
voru þaktir flugum.
Eftirlitsmaður einn skýrði frá
því, að hann hefði rekizt á blóð-
völl, þar sem nautaskrokkar
hengju á trjágrein við hliðina á
gömlu salerni. Jörðin var eins
og forardýki af blóði og úrgangi.
Allt var fullt af flugum, og
hundar voru þar á snuðri.
í sambandi við alla þessa
launslátrun, fara geysimikil
verðmæti til spillis, því að okr-
ararnir hirða aðeins kjötið.
Eyðilegging á húðum út af fyrir
sig, mundi svara til þess að ein-
ir skór væru eyðilagðir fyrir
hverju mannsbarni í landinu.
Það, sem fleygt er af innýflum,
feiti og kirtlum, sem læknislyf,
svo sem insúlin eru unnin úr,
verður vart metið til fjár.
Síðasti þáttur okursölunnar
fer fram í borgunum. Flestir
káupmennirnir, sem reka smá-
verzlanir með kjöt, eru heiðar-
legt fólk, en þeir eru milli steins
og sleggju. Annars vegar eru
sláturhúsin, hinum megin við-
skiptamennirnir. Oftast eiga
þeir aðeins um tvennt að velja:
að kaupa á „svarta markaðin-
um" og halda atvinnu sinni eða
loka búðinni og veslast upp af
ráðvendni.
Til þess að útvega kjöt, verða
þeir að borga mút.ur undir
einhverju yfirskini. Stundum
borga þeir herldsalanum „þjón-
ustugjald" allt að 5 dollurum á
hver 50 kg., stundum eru þeir
áminntir að láta ákveðna upp-
hæð í peningum "fylgja pöntun-
um sínum til þess að tryggja
viðskiptajöfnuð sinn. Þegar
kjötið er afgreitt er fullt há-
marksverð sett . á reikninginn,
en fyrirframgreiðslan kemur
hvergi fram. Þannig fá laun-
salarnir geysilegan gróða í sinn
hlut, en á yfirborðinu sýna þeir
fyllilega löglega reikninga, ef
reynt er að hnýsast í atferli
þeirra.
Smásalinn hefur aðeins einn
möguleika til að fá fé sitt endur-
greitt: með þvi að taka það af
viðskiptamönnum sínum. Hann
getur m. a. látið alla fituna sitja
á rifjasteikinni, hann getur
blandað óhæfilega mikilli feiti í
kjötdeigið, og hann á það líka
til að vega laklega. í New York
hafa kjötsalar verið sektaðir
hundruðum saman fyrir svikna
vog og brot á hámarksverði.
Kjötsalar segja stundum blátt
áfram, að þeir geti ekki selt kjöt
við ' hámarksverði og gefa við-
skiptavinum sínum kost á því
gegn aukagreiðslu eða þeir þykj-
ast ekki hafa neitt kjöt fyrr en
kaupandinn býðst til þess í öng-
um sínum „að borga eitthvað
aukreitis." Ein aðferðin er, að
menn, sem alls ekki hafa kjöt-
búð, taka að sér að útvega kjöt
og afhenda það á heimilunum.
Öngþveiti þetta er orðið svo
tilfinnanlegt, að óhjákvæmilegt
er að taka hart í taumana. Ef
allt er látið danka, hlýtur að
reka að því, að okursalan fái al-
gerða yfirhönd, svo að ekkert
verði við ráðið.
Á Bretlandi er sú aðferð við-
höfð að hafa eftirlit með kjöt-
inu frá framleiðanda til neyt-
(Framh. á 4. HOu)
Nólseyjar-Páls þáttur
Hinir mestu garpar fæðast eigi síður meðal smárra og
fátækra þjóða en í auðugum miljónalöndum. Ein slík hetja,
fædd af bláfátækri smáþjóð, var Færeyingurinn Nólseyjar-
Páll, sem uppi var fyrir hálfri annarri öld. Yfir honum
hvílir í vitund þeirra, sem kunna skil á sögu hans, sami
frægðarljómi og Þorgeiri í Vík, sem Ibsen gerði ódauðlegan
með snilldarkvæði sínu.
Það eru aðeins sárfáir menn í sögu Pæreyinga, sem alþýða
manna hér á landi kannast við: Grímur kamban, sem- fyrstur
nam land í Færeyjum, Þrándur í Götu, er bezt varðist ásælni
norska konungsvaldsins, 'Sigmundur Brestisson, er flutti mál
konungs, Leifur Össurarson, sem játaði löndum á vald Noregs-
konunga eftir langvarandi ættardeilur, Erlendur biskup, sem
lét reisa kirkjumúrana miklu í Kirkjubæ og var ofurliði borinn af
bændum, er þóttu álögurnar þungar, i Mannskaðadal á
Straumey, Magnús Heinason, sem barðist við sjóræningja við
eyjarnar og eyddi þeim eða stökkti brott, en var síðar háls-
höggvinn í Kaupmannahöfn, Nólseyjar-Páll, sem á neyðartímum
reis upp gegn hinu útlenda oki og vakti samtíðarmenn sína og
óbornar "kynslóðir til sjálfsbjargar og dáða. En þótt fólk kannist
við nofnin, eru þau deili, er það kann á lífi þessara manna og
starfi, talsvert í molum. í þessum þætti verður rakin í stutu
máli saga Nólseyjar-Páls.
*
Seint á 17. öld bjö maður, sem Páll hét, Pálsson, i Skála á Aust-
urey. Hann var gildur bóndi, mikill sjósóknari og þjóðhagasmiður.
Var hann talinn beztur bátasmiður í Færeyjum á sinni tíð.
Hann var vinsæll maður í byggðarlaginu, gáfaður og réttsýnn, en
bráður og nokkuð skapharður.
Elzti sonur Skála-Páls var nefndur Nikulás, og bjó hann i Skála
eftir föður sinn. Annar sonur Páls hét Jógvan, og fluttist hann
til Nólseyjar og kvæntist þar stúlku, er Sunneva hét og jafnan
var nefnd Sunneva í Garði. Settist Jógvan að í Nólsey og reisti
bú í Garði.
Þetta kvonfang Jógvans er sagt hafa verið Skála-Páli föður
hans mjög á móti skapi, og ekki heimsótti hann son sinn og
tengdadóttur fyrr en elzti sonur þeirra, Páll, var kominn á legg.
Þá bar svo til dag einn, er Jógvan var í fiskiróðri og Páll litli
var að leikjum niðri við hróf, að Skála-Páll gamli reri að landi
í Nólsey. Hann dró fleytu sina upp í vörina og spurði drenginn
nafns, og þegar hann komst að raun um, að þetta var sonarson-
ur hans, bað hann snáðann að fylgja sér til móður sinnar.
Sunneva varð hrædd er hún vissi, að tengdafaðir hennar var
kominn. En hið harða skap hans var tekið að mýkjast, og svo
fór um síðir, að mikið ástríki varð með þeim Skála-Páli og
Sunnevu.
Jógvan i Garði var góður bátasmiður eins og faðir hans. Börn
eignaðist hann sex, þrjá syni og þrjár dætur. Bjuggu þau öll í
Nólsey, nema ein dóttir, sem fluttíst .til Þórshafnar og lézt þar.
Það er sögn fólks, að Jógvan hafi kúgað Pál, elzta son sinn, til
þess að kvænast rósklega fimmtugri konu, Heinreks-Önnu, er
hann var átján ára gamall. Hún var talin rík kona í Nólsey —
átti bæði Gömlustofu svonefnda og hús í Korndal, þar sem hún
átti bú og gripi. En Heinreks-Anna lézt skömmu eftir gifting-
una úr ókennilegri veiki, sem einnig hafði orðið bróður hennar
og móður að fjörtjóni.
Páll í Garði kvongaðist brátt 1 annað sinn og átti þá Sú-
sönnu Djónadóttur frá Velbastað. Eignuðust þau sex syni, Jógv-
an, Djóna, Hanus, Pál, Jóhannes oð Jákup, ag eina dóttur, sem
hét Anna Helena. Var Súsanna stórgáfuð og merk kona, en mjög
áköf í skapi.
Þau Páll og Súsanna voru fyrstu árin í Gömlustofu, en flutt-
ust þaðan í Abbastofu svonefnda, og þar ólust börn þeirr^. upp,
þar á meðal Páll, er síðar varð frægur jnaður undir nafninu
Nólseyjar-Páll.               ,                     Framh.
Smmbmmd ísl. suwvtnnutéluffa:
Sam vinn umenn!
Munið, að sjóðir kaupfélaganna eru yður
trygging fyrir góðum framtíðarviðskiptum. Þér
eflið þá bezt með þyí að beina öllum viðskiptum
yðar til kaupfélaganna.
Þeir gerou garo-
Inn fræ^an
Vinsældir «g áhrif skópu Dale Carnegie
frægð. En
Þeír gerðu gardiim frægfan
er bók um menn þá ©g konur, sem þar
þar er svo ©fí vitnað til. I»að er ódýr,
skemmtileg ©g fróðleg hók, sem áreio-
anlega hlýtur miklar vinsældir.
Kaupið hana pví fremur
í da^f en á morgun
ElHí uin og örorkubætur
Umsóknum um ellilaun og örorkubætur í Hafnarfirði
fyrir árið 1944 skal skilað í Bæjarskrifstofuna fyrir lok
þessa mánaðar.
Umsóknareyðublöð fást í Bæjarskrifstofunni. Þeir, sem
sækja um örorkubætur og hafa ekkí notið þeirra 1943,
láti fylgja umsókninni vottorð héraðslæknis.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Allír þeir,
-sem eiga matvæli í geymslu hjá oss,
verða að taka þau í þessari viku. —
Brennandi sbip
NIÐURLAG
En þetta fólk skelfdist dauðann ekki. Þeir voru Austurlanda-
búar og vissu annað miklu dýrara en lífið. Þegar öll bjargarvon
var úti, drógu Arabarnir rýtinga sína úr slíðrum og grönduðu
þjáningarsystkinum sínum og sjáifum sér fremur en farast i
eldinum.
Mörg líkanna féllu niður í gangana og stigana og ollu þar
öðru slysi. Hópur Araba hafði safnazt saman í matsalnum til
bænagerðar. Þegar hitinn loks knúði þá til að fréista útgöngu,
var leiðin lokuð.
í örvæntingu reyndu þeir að skríða yfir kösina, en reykurinn
var svo mikill, að þeir náðu ekki andanum. Langflestir þeirra,
sem í matsalnum höfðu verið, köfnuðu eða fórust með öðrum
hætti þarna við stigafótinn. Aðeins örfáum tókst að bjarga sér,
fíestir mjög illa brenndir.
*
Yfirvöldin í Jeddu létu rannsaka þetta ægilega slys, en upp-
tök eldsins urðu eigi kunn. Málsrannsókninni lauk með því, að
þeim, er vasklegast höfðu gengið fram við björgunarstarfið, var
úthlutað heiðursverðlaunum og minjagjöíum.
Fám dögum síðar héldú flestir pílagrimanna af stað á öðru
skipi og fluttu þessar hörmungarsögu til fjarlægra heimkynna
sinna.
Marchandeau skipherra og skipsmenn hans héldu til Marsjár
með öðru skipi. Þegar heim til Frakklands kom, lét hann svo um
mælt:
„Ég hefi verið sjómaður í 33 ár og hefi aldrei augum litið jafn
ægilegan atburð. En ég lofa guð fyrir, að þetta skyldi þó gerast
áður en við léttum akkerum og sigldum brott af skipalæginu.
Hefðum við verið komnir á haf út, efast ég um, að margir hefðu
verið til frásagnar af þeim 1600 mönnum, sem á skipinu voru."
Enn er skipsbruninn á Jedduhöfn vorið 1930 mönnum aust-
ur þar í fersku minni. Þó hafa frásagnirnar um þetta slys fengið
a sig þjóðsagnablæ. En í þeirri þjóðsögu mun minningin um Mú-
hameðstrúarmennina, sem sneru andlitinu til Mekku, krupu nið-
ur og vegsómuðu Allah meðan eldtungurnar sleiktu þiljur og
borðstokka, bönd og rár, lifa í mörgum þjóðlöndum, hinum mikla
meistara og höfundi tilverunnar og öllum sanntrúuðum til
dýrðar.                                           ENDIR.
Frystihúsið Herðubreið
Fríkirkjuvegi 7.
TÍMIIVN er víðlesnasta  auglýsingablaðið!
Blautsápa
frá sápuverksmiðjunni Sjjöfn er almennt við-
urkennd fyrir gæði. Flestar húsmæður nota
Sjafnar-blautsápu
Orðsending
til kanpenda Tímans.
Ef kaupendur Tímans verða fyrir van-
skilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega
beðnir að sniia sér STRAX til
ÞÓRÐAR  ÞORSTEINSSOrVAR
afgreiðslumanns,
í síma 2323, helzt kl. 10-12 fyrir hádegi,
eða 3—5 e. h.
p>*m>^^*m^*m*ii*>^£****m-^i£
Róndi - Kaupir þú búnaðarblaðið FREY?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 345
Blašsķša 345
Blašsķša 346
Blašsķša 346
Blašsķša 347
Blašsķša 347
Blašsķša 348
Blašsķša 348