Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						9. hlað
TÍMOn\, föstudaginn 2. febr. 1945
HERMANN  JÓNASSONs
Stjórn og stjórnarandstaöa
Ef nefna ættí séreinkenni
núverandi ríkisstjórnar, myndu
margir s'egja, að það væri
hræðsla  við  stjórnarandstöðu.
Það er eins og sagt hefir verið,
að stjórnin blæs í kaun við
hvern andblæ, sem hún mætir.
Þessi áberandi ótti, — þessi
sjúklegi taugaóstyrkur, er dag-
lega verður vart í sumum
stjómarblöðunum, er að öðrum
þræði broslegur. Stjórnin sér
allt í kringum sig, að því er virð-
ist og að því er sum blöðin segja,
skottur og púka, sem sitja um
sál hennar og rgyna að spilla
hinu bróðurlega samstarfi milli
ráðherranna. Og stjórnarblöðin
minna daglega á þessa hættu-
legu og lævíslegu stjórnarand-
stöðu. Henni megi aldrei gleyma
eitt augnablik.
Hverju sæta slíkir kveinstaf-
ir? Er stjórninni varnað máls í
dómsal þjóðarinnar? Eða á hún
við ofurefli að etja?
Ekki.'lítur út fyrir að svo sé.
Stjórnin hefir á bak við sig 30
—40 atkvæði af 52 á Alþingi.
Hún hefir því stærri meirihluta
á Alþingi en flestar stjórnir
hafa haft. í samrænii við þetta
þingfylgi ætti fylgið að vera hjá
þjóðinni. Þessi ríkisstjórn hefir
hér í höfuðstaðnum þrjú stærstu
dagblöðin til sóknar og varnar
málefnum sínum, auk fjölda
annarra blaða.
Stjórnarandstaðan hefir að-
eins eitt blað í Reykjavík (Vísir
telur sig hlutlausan), og það
kemur ekki út nema tvisvar í
viku. Auk þess hefir stjórnar-
andstaðan tvö smærri blöð
annars staðar á landinu.
Þessi stjórn tekur við völdum
á miklum góðæristímum, og
hún hefir lýst yfir því, að hún
taki Við 10 millj. króna tekju-
afgangi frá s. 1. ári.
Berum nú þessa aðstöðu sam-
an við aðstöðu þeirrar ríkis-
stjórnar, sem tók hér við í miðri
kreppunni 1934 og stjórnaði -á
aflaleysis- og krepputímum til
1939. Hún hafði í fyrstu eins
atkvæðis meirihluta á þingi og
miklu minni blaðakost en
stjórnarandstaðan. Ekki minn-
ist ég þess þó, að sú stjórn barm-
aði sér yfir þvi að til skyldi
vera stjórnarandstaða í landinu.
Varla verður því neitað, að
stjórnarandstæðingar hafi þá
herjað á stjórnina eftir því, sem
geta leyfði — en að vísu með
minnkandi árangri.
En það, sem veldur hinni á-
berandi taugaveiklun núverandi
ríkisstjórnar og hræðslu henn-
ar við alla andstöðu, er m. a.
það, að þó að fylgi hennar og
blaðakostur sé mikill er hún
flestum stjórnum óstyrkari
vegna stefnu sinnar og innri
óheilinda.
II.
Því bregður fyrir hvað eftir
annað í blöðum ríkisstjórnar-
innar, að stjórnin hefir í huga
að kenna stjórnarandstöðunni
um dauða sinn, ef hann kynni
að bera að höndum fyrr en á-
hangendur hennar búast við.
í annan stað rita stjórnar-
blöðin um það dag efti'r dag, að
• stjórnarandstaðan hér á ís-
landi sé „gamli sundrungar-
draugurinn" og í henni birtist
„ófriðurinn og sundurlyndið", er
þjóðina hafi þjakað. Þetta séu
meinsemdir, sem þjóðinni beri
að forðast, og hafi orðið dauða-
mein gamla lýðveldisins. — Ef
hér eigi að byggja upp sterkt
lýðveldi, verði að útrýma þeim,
sem séu á mótí stjórninni. Þáð
verði að uppræta þessa hættu-
legu menn. Það verði aðgera
þá útlæga úr þjóðfélaginu.
Slíkan söng hófu blöð „þriðja
ríkisins" fyrir 10 árum'og þótti
lítið til koma í lýðfrjálsum
löndum. ,
Plest lýðræðisríki veraldar
berjast nú fyrir tilveru sinni.
Og hvernig skyldi stjórnarfari
þar vera háttað? Þar er víst ekki
stjórnarandstaða! Þar er víst
ekki sundrung, ágreiningur og
sundurþykkja! Það kann að
koma sumum á óvart, að í öll-
um þessum löndum er stjórnar-
andstaða. En fyrir þá, sem skilja
eitthvað í eðli lýðræðisins, er
þetta sízt af öllu undrunarefni.
í Kanada er stjórnarandstað-
an mjög hörð og óvægin og hef-
ir stöðugt farið vaxandi. Það
var þjóðstjórn í Ástralíu. For-
sætisráðherrann vildi ekki halda
því fyrirkomulagi áfram. Hann
kvaðst álíta meirihlutastjórn
sterkara og heilbrigðara stjórn-
arfyrirkomulag. Ef íslenzkur al-
menningur ætti þess kost að sjá
málgögn stjórnarandstöðunnar
í Bandaríkjunum, mundu menn
sannfærast um, að hún notar
ekki neitt tæpitungumál. Eða
hvað segja menn um árásir ein-
stakra þingmanna á forsætis-
ráðherra og stjórn Englands nú
undanfárnar vikur, eða árásir
sumra stjórnarandstöðublað-
anna, sem hingað berast?
Stjórnarblaðið Þjóðviljinn hefir
birt margt, sem óþrifalegt er, úr
þeim árásum og reynt að gera
sér mat úr.
Það er alveg óhætt að full-
yrða, að í fáum lýðræðislöndum
veraldar er stjórnarandstaðan
jafn sanngjörn og á íslandi um
þessar mundir og það ekki sízt
þegar athugað er með hverjum
hætti stjórnarfarið nú er í
þessu landi.
Það er fullvíst, og það
má stuðningslið stjórnarinnar
gjarnan vita, að svo margar og
miklar eru yfirsjónir núverandi
ráðherra í ríkisstjórninni, a. m.
k. sumra þeirra, að ennþá hefir
stjórnarandstaðan blátt áfram
af tillitssemi til hagsmuna
þjóðarinnar hlífst við að minn-
ast á þær.
III.
En nú kann einhver að
spyrja: Telja forvígisþjóðir lýð-
ræðis og þingræðis stjórnar-
andstöðuna hjá sér ekki hættu-
lega,. þó að þær hins vegar verði
að sætta sig við hana? Síður en
svo. Það er blátt áfram eðlileg-
ast þingræðinu, að málum sé
bannig skipað, sem nú er hjá
flestum lýðræðisþjóðum. Þeir,
sem í stjórnum sitja, eru menn
'eins og aðrir. Reynslan sýnir,
að þeir, sem völdin fá, eru mis-
íafnir að mannkostum eins og
<?engur, og að mikil yöld spilla
stundum þeim, sem með þau
fara. — Ef öll málgögn, allir
flokkar, allir þingmenn, styðja
stjórnina og segja já og amen
við öllu, sem hún gerir, kann
ýmsum að sýnast það ákjósan-
legt stjórnarfar. Að minnsta
kpsti virðist það vera sú tegund
stjórnaEfars, sem Morgunblaðið
bráir alveg sérstaklega. En
mennirnir eru því miður engir
englar, og reynslan sýriir, að
stjórnarfar þessarar tegundar
skapar stundum fljótar en varir
samábyrgð um spillingu í þjóð-
málalífinu. Úr því getur orlfið
tímabundið einræði litillar
klíku. í lýðræðislöndum hefir
stjórharandstaða því jafnan
verið talin nauðsynleg, eins og
við álitum, að endurskoðendur
séu sjálfsagðir í félögum.
Stjórnarandstaðan er öryggið.
Hún fylgist með því, sem fram
fer, skýrir það fyrir almenningi.
Af ótta við stjórnarandstöðuna
vanda stjórnir verk sín og grípa
síður til þeirra. bolabragða, sem
ófyrirleitnir ráðherrar kunna að
hafa tilhneigingu til. Margt
verk, sem til hins verra horfir,
er látið ógert vegna þess, að ráð-
herrarnir eða stuðningsmenn
stjórnarinnar óttast að and-
staðan fletti ofan af »þeim og
stjórnin og stuðningsmenn
hennar glati við það trausti.
Með þessum hætti bætir
stjórnarandstaðan stjórnarfarið
og gerir það réttlátara og heil-
brigðara en ella. Gleggsta ein-
kenni einræðis og harðstjórnar
er að stjórnarandstaðan er
bönnuð.
Þegar léleg stjórn fer rrieð
völd og skaðleg stefna ríkir,
tekst stjórnarandstöðunni oft-
ast nær að skýra verk slíkrar
stjórnar svo rækilega fyrir al-
menningi, að stjómih hrökklast
frá völdum. Hafi slík stjórn
hins vegar st&rkan blaðakost
sér  til  framdráttar,  en  enga
andstöðu, þannig, að hvergi
komi fram aðfinnslur, vofir sú
riætta yfir þjóðinni, að spillt
og ráðlaus stjórn, sem rekur
hættulega stjórnmálastefnu,
sitji við völd von úr viti. Slíkt
hefir líka komið fyrir, þar sem
lánazt hefir að bæla niður and-
stöðu og réttmætar aðfinnslur,
„djöful sundrungarinnar" o. s.
frv., eins og stjórnarandstaðan
he_itir á máli sumra stjórnar-
blaðanna. Þannig fer þar, sem
ekki er fundið að neinu, þar
sem þagað er við öllu röngu.
En vakandi stjórnarandstaða
á að vera nokkur trygging fyrir
því, að slík slys hendi ekki þing-
ræðislegt þióðfélag.
Af þessum ástæðum er það,
að meðal lýðræðisþjóða er litið
á stjórnarandstöðu sem tákn
hins frjálsa orðs, sem öryggi
gegn þeirri spillingu, sem þróast
í jámennsku einræðisrlkjanna.
Skrif sumra stjórnarblaðanna
hér á landi bera því vott um
sorglegt stjórnarfarslegt þroska-
leysi.                     «
' rv.
Stuðningsmenn stjórnarinnar
kunna nú að segja sem svo: Það
er ekki rétt að stjórnarandstað-
an meðal nálægra lýðræðis-
þjóða sé jafn óvægin og óbil-
gjörn og hún er á íslandi. Þeir,
sem erlend blöð lesa, og í sumt
er vitnað hér í íslenzkum blöð-
um, munu þó komast að raun
um, að ég hefi skýrt rétt frá
um þetta atriði.
En setjum nú svo, að stjórn-
arandstaðan hér á landi nú
væri óbilgjöm og ósvífin. Ekki
ætti stjórnin að þurfa að kvarta
yfir því? Það er nokkurn veginn
víst, að hvaða stjórn sem væri,
er beinlínis ávinningur að því
að stjómarandstaða sé rekin
með slíkum hætti. Það reynist
þá oftast auðvelt fyrir stjórn,
sem hefir sterkan blaðakost, að
sýna fram á, að stjórnarand-
staðan f ari með rangt mál. Bar-
dagaaðferðin veikir því innan
stundar stjórnarandstöðuna, en
styrkir stjórnina.
Tíminn hefir stundum yikið
að siðferðislegu atgervi Ólafs
Thors, kallað hann ÓJaf orð-
heldna og stundum beinlínis
sagt í sambandi við tiltekin mál,
að Ólafur sé ekki nægilega orð-
heldinn, ekki nægilega sannsög-
ull o. s. frv. Ef þessum orðum
er ekki fundinn staður, ef þau
eru í algeru ósamræmi við raun-
veruleik^nn, falla þau dauð af
sjálfu sér, snerta ekki á neinn
hátt þann, sem þeim er beint
BÓKMENNTIR OG LISTIR
Merkur viðburður í
íslenzkum leíkmálum
að,  en  hitta þann, sem slíka
ásökun hefir fram borið.
En ef ummælin hafa við raun-
veruleg rök að styðjast, ef þau
eru sönnuð með dæmum, þá
hafa þau' að sjálfsögðu sitt
gildi. Þau eru þá holl aðvörun
til þjóðarinnar að treysta var^- j
lega þeim manni, sem ekki
hefir þrek til að skýra rétt frá
eða' standa við orð sín.
Stjórnarandstaðan hefir hald-
ið þVí fram, að það hafi verið
rangt af Sjálfstæðisflokknum
að breyta um stefnu um mán-
aðamótin september—október
s. 1. haust, hverfa þá frá því að
stöðva dýrtíðina og lækka hana,
en verða við kröfum kommún-
ista um kauphækkun, eftir að
bændur höfðu lækkað vörur
sínar um 9,4%. Við höldum því
fram, að þetta leiði til þess, að
fjármál þjóðarinnar, ríkissjóðs
og atvinnulífsins komist í
hættulega sjálfheldu. Ef Sjálf-
stæðisflokknum lánast sú
stefna, sem hann tók upp í byrj-
un október s. 1. haust, og er
framhald af fjármálastefnunni
1942, falla árásir okkar Pram-
sóknarmanna þar með dauðar
niður. En fari svo, sem við ótt-
umst, sýnir það sig, «að árásir
stjórnarandstöðunnar hafa að
öllu leyti við rök að styðjast.
Og vel mætti svo fara, að ein-
hverju yrði bjargað vegna þess
að stjórnarandstaða var til í
öndverðu og reyndi að gera
skyldu sína.. Sjálfstæðisflokk-
urinn ætti að muna það flokka
bezt, hve hóflaus stjórnarand-
staða verkar neikvætt. Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn var í and-
stöðu beitti hann fyrir sig geð-
veikismálinu,      kollumálinu,
mjólkurverkfallinu, málþófi á
Alþingi o. s. frv. — og reyndi
að spilla fyrir því, að stjórnin
gæti fengið lán érlendis. Allt
þetta var a. m. k. gert á ábyrgð
flokksins,hvort sem allir flokks-
menn hafa þar átt hlut að máli.
En Sjálfstæðisflokkurinn vann
aldrei neitt á þessum bardaga-
aðferðum. Þvert á móti hrakaði
stjórnarandstöðunni ár frá ári.
Enginn dómari,. hve gáf-
aður sem hann er, getur dæmt
í máli, svo að öruggt megi telja,
nema hann lesi skjöl bæði sækj-
anda og verjanda í hverju máli.
Kjósendur eru dómarar, sem
dæma um það á kjördegi, hvaða
stefna sé farsælust í þjóðmál-
um. Þetta dómarahlutverk get-
ur enginn kjósandi rækt með
neinu öryggi, nema hann kynni
sér þau rök, sem stjórnin hefir
fram að færa, en jafnframt og
(Framhald á 6. síðu)
Leikflokkurinn frá Akureyri j
sýndi „Brúðuheimilið" í Iðnó í
fyrsta skipti á mánudagskvöld-
ið var og hlaut hinar ágætustu
viðtökur af hálfu reykvískra
leikhúsgesta. Að sýningunni
lokinni áyarpaði Brynjólfur Jó-
hannesson, formaður Leikfélags
Reykjavíkur, Akureyringana og
hinn ágæta leikstjóra þeirra,
norsku listakonuna frú Gerd
Grieg, og síðast frú Öldu Möller,
er dvalið hefir á Akureyri í
vetur og leikur eitt aðalhlut
:.-.:-::  '  :     '   .  ¦   .                  V   '   '    '  '^ " V
Alda Möller (Nóra) og Stefán Jóns-
son (Helmer).
verkið í „Brúðuheimilinu". Þeg-
ar Brynjólfur hafði lckið máli
sinu tók til máls formaður Leik-
félags Akureyrar, Guömundur
Gunnarsson, er komið hafði til
Rvikur til þess að vera við-
staddur þessa frumsýningu.
Þakkaði hann boð Leikfélags
Reykjavíkur og viðtökur hér
syðra, rifjaði upp komur reyk-
vískra leikara til Akureyrar og
minntist að lokum þess mikla
og ágæta starfs, er frú Gerd
Grieg hefði urinið í þágu leik-
mála á Akureyri í vetur.
Eins og alkunna er var Henrik
Ibsen eitt þeirra stórskálda, er
gnæfa munu úr hafi aldanna.
Brúðuheimilið er eitt af hinum
markvissu ádeiluleikritum hans
og lýsir uppreisn „brúðunnar"
— konunnar ungu og fögru —
gegn því lífi, er skoðanir og
hugsunarháttur karlmannsins
hafa skapað henni.
Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari á Akureyri hefir fylgt
leikflokknum úr hlaði með grein
í leikskránni um leikritið og
leikstjórann. Leyfir Tíminn sér
að taka hér upp kafla úr því,
er hinn reyndi og vitri forsjár-
maður s æðsta menntaseturs
Norðurlands segir* um leikritið:
„Það er djarfræði og stórræði,
er Leikfélag Akureyrar, lítils
bæjar við „hið yzta haf", ræðst
í sýning á einu hinu mest um-
þráttaða léikriti eins hins mesta
leikritaskálds og djúpsæjasta
lífs-gagnrýnanda allra alda,
hins heimsfræga stórskálds
Norðmanna, Henriks Ibseris
(1828—1906). Það er snjallræði,
er leikfélag bæjar vors ræður
sér til leiðsagnar um, meðferð
hins einkennilega sjónleiks eina
hina færustu leikkonu Noregs,
frú Gerd Grieg.
.„Et Dukkehjem" kom út 1879.
Það vakti þegar i stað feikna-
mikla eftirtekt. Það stóðu and-
leglr stormar og stórviðri undan
vængjum þess. Um það var ritað
og rætt, deilt og þrætt í blöðum
og tímaritum Norðurlanda og
víða um hinn menntaða heim.
Hinar færustu leikdísir, er þá
voru uppi, léku Nóru af mikilli
list.
Enginn fær kynnzt þessari
miklu skáldsmíð nema með and-
legri áreynsju og mikilli íhugun.
í frumdrögum til leikritsins seg- ¦
ir Ibsen: „Það er til tvenns kon-
ar samvizka., Önnur* býr í konu,
hin i karlmanninum. Samvizku-
semi manns og konu skilja ekki
hvor aðra. En mennirnir 'semja
lögin, eru ákærendur og dómar-
ar og dæma hátternft konunnar
samkvæmt sínu sjónarmiði eða
á sinni sjónarhæð". Hefir verið
sagt,. að leikritið lýsti þessari
tvenns konar samvizku, , með
þeim árekstrum og stríði, er
sprettur  af  slíku  tví-eðli. Að
Steján Jónsson (Helmer), Júllus Odds-
son (Rank lœknir) og Alda Móller
«           (Nóra).
hinu leytinu sýnir leikritið,
hvernig hjónabandið varnar
persónuleik konunnar að þrosk-
(Framhald á 6. síðu)
Pr. Jón Jóhannesson;
Eftirlitsierð Ludvígs
Harboes  1741-1745
f sumar verða liðnar réttar tvær aldir, síðan Ludvig Har-
boe lauk eftirlitsstarfi sínu hér á landi. Það starf markaði
spor í sögu okkar, þótt þau yrðu minni í trúarlegum efnum
en Harboe mun hafa vænzt. Er bæði rétt og skylt að minn-
ast hans að nokkru á þessum tímamótum. Birtist hér fyrri
hluti greinar eftir dr. Jón Jóhannesson um sendiför Har-
boes og starf hans hér.
Um 1740 var ekki fagurt um
að litast í menningarmálum
okkar fremur en öðrum grein-
um. Þjóðin hafði verið svipt að
miklu leyti dýrmætasta menn-
ingararfi sínum, handritunum.
Kirkjan mátti heita einráð orðin
í menningarefnum. í hennar
höndum voru latínuskólamir,
prentsmiðjan og barnafræðslan.
En vegur kirkjunnar hafði þó
einnig minnkáð. Auðæfi hennar
voru að ganga til þurrðar eins
og önnur auðæfi landsmanna.
Latínuskólarnir, einu skólar
landsins, áttu að sjá þjóðinni
fyrir prestaefnum, en kennslan
var oft léleg og viðurgemingur
nemenda með öllu óviðunandi.
Margir klerkar yoru illa að sér
og lítt siðaðir. Einkum bar mjög
á drykkjuskap meðal þeirra.
Bækur þær, sem komu frá
prentsmiðjunni á Hólum, voru
flestar misjafnlega merkar
guðsorðabækur og svo dýrar, að
almenningur átti örðugt með að
eignsust þær. Barnafræðslan var
fyrst bg fremst trúfræðsla og
víða í mikilli vanrækslu, Meira,
en helmingur þjóðarinnar mun
hafa verið ólæs og miklu fleiri
óskrifandi. Að vísu munu hinar
Norðurlandaþjóðirnar ekki hafa
verið lengra á veg komnar í
þeim greinum, en þar voru þó
að rísa upp bamaskólar, sem
unnu mikið gagn.Hinni umburð
arlitlu rétttrúarstefnu, er smám
saman hafði orðið til upp úr
siðaskiptunum, hafði mistekizt
að bæta siðu manna. Hins vegar
tókst henni að gera mönnum
lífið leiðara og þungbærara en
þurft hefði að vera. Postular
hennar hömuðust gegn skemmt-
unum almennings af misskil-
inni siðavendni og reyndu að
gróðursetja ,í hugum manna
ótta við djöfulinn og ógnir hel-
vítis. í eðli sínu var rétttrúar-
stefnan einnig, eins og aðrar
trúarstefnur, andvig öllum vís-
indum og rannsóknum, er gátu
orðið til þess að hnekkja kenn-
ingum hennar. Aðeins örfá and-
ans stórmenni, svo sem Hall-
grímur Pétursson og Jón Vída-
lín, gátu lyft sér innan þeirra
takmarka, sem rétttrúarstefnan
setti, og það verður seint metið,
hve mikið þjóðin á þeim að
bakka. Þess eru fá dæmi, að
nokkrum fslendingi dytti í hug
að efast um kenningar kirkj-
unnar á þessum tímum, en ýms-
ir sáu, að stjórn hennar á
kirkju- og fræðslumálum var
ábótavant. Meðal þeirra má
telja Jóri Árnason, biskup í
Skálholti. Umkvartanir og um-
bótatillögur voru teknar að ber-
ast tíðar og tíðar til stjórnar-
innar í Kaupmannahöfn, en
hún þagði þær flestallar í hel.
Einveídisstjómin var sjaldan
skjót að sinna íslandsmálum,
en alda tímanna kom henni loks
til að rumska.
Á síðari hluta 17. aldar hófst
innan mótmælendakirkjunnar
erlendis ný trúmálastefna, heit-
trúarstefnan (pietisminn), er
varð.raunar aldrei fast mótuð.
Fylgismenn hennar högguðu þó
lítt við kenningum kirkjunnar,
en þeir lögðu minna upp úr
hinni fræðilegu hlið en rétt-
trúarmenn og vildu umfram allt
trúarvakningu, er yrði til þess
að efla siðgæði og guðræk,ni.
Þeir beittu~sér fyrir heiðingja-
trúboði, alþýðufræðslu og yms-
um mannúðarmálum, t. d.
stofnun munaðarleysingjahæla,
og hin nýja stefna var öll með
mildari blæ en hin eldri. Frá
Þýzkalandi barst hún til Dan-
merkur á stjórnarárum Frið-
riks 4. og hafði brátt nokkur ¦,
áhrif. Trúboðsráðið var stofnað
1714 og" munaðarleysingjabælið
(Vajsenhuset) 1727. En stjórn-
arár Kristjáris 6. (1730—46)
voru blómaskeið heittrúarstefn-
unnar í Danmörku. Konungur,
drottning og ýmsir aðrir valda-
menn með Dönum-urðu snortnir
af henni. Þá voru gefin út ýmis
lagaboð, er stefndu að því að
festa hana í þjóðkirkju Dana,
en ströng gát var á þvi höfð,
að hún ylli ekki klofningi í
kirkjunni eða skapaði sértrúar-
flokka. Leikmönnum var til
dæmis bannað að predika.
Þá var ferming lögboðin í Dan-
mörku (1736), og 1737 var stofnr-
að sérstök stjórnardeild, kirkju-
stjórnarráðið (General-Kirke-
Inspections-Kollegium), er ann-
ast skyldi öll kirkju- og kennslu-
mál 1 ríkjum Danakonungs.
Með stofnun -þess ráðs hófst
umbótatími í kirkjumálum hér
á landi.
Árið 1737 kom Jón Þorkelsson
(Thorchillius) til Danmerkur.
Hann hafði verið 9 ár rektor í
Skálholti, en eigi samið sem bezt
við Jón biskup Árnason. Báðir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8