Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ ARIÐ 15 4 9 hófst jólafasta sunnudaginn 1. desember eftir gamla stíl. Ekki er líklegt að menn hafi þá norðanlands frekar en endranær verið neitt ginkeyptir fyrir því að þurfa að fasta. Það höfðu menn aldrei verið hér á landi. Má meðal annars sjá það á því, að þegar mælt er svo fyrir í kristinrétt- inum, að þeir, sem vinni erfiðis- vinnu, þurfi ekki að fasta, þá er þess jafnframt getið, að menn megi ekki hlaupa til erf- iðisverks til þess eins að þurfa ekki að fasta, og maður skilur þetta fyrr en skellur í tönnum. Ástæðan til þess, að menn hér á landi hafa verið ófúsir til föstu, mun ekki fyrst og fremst hafa verið sú, að mönnum þætti hún óþægileg, heldur miklu fremur það einkenni íslenzkrar lundar frá fornu fari, að íslend- ingum er illa við að láta skipa sér. Fastan á jólaföstu var þá ekki heldur neitt ægileg. Hún tók aðéins til 6 daga vikunnar, en þá máttu menn ekki borða nema einmælt, og ekki nema fiskmeti, gras, aldin og jarðar- ávöxt, en hvítan mat, sem var mjólkurmatur og egg, máttu menn ekki neyta; hins vegar máttu menn drekka vatn eftir vild. Þetta mundu ýmsir lækn- ar nú á dögum telja holt og fullnægjandi mataræði, en menn vildu nú í þá daga hafa mat sinn og engar refjar, rétt eins og Grettir. Svo var og það, að skoðun manna á því hvað væri fiskakyns var 1 þá daga nokkuð frábrugðin því, sem nú er, því að Grágás, hin forna lögbók vor, telur til þeirrar ættar allskonar hvali, að undan- teknum hrosshval, náhveli og rauðkembing, og auk þess seli. Eitt sinn var það á síðari hluta 15. aldar, að það greip einn hinna ágætu Skálholtsbiskupa, Magnús Eyjólfsson, illur grun- ur um það, að selskrattinn myndi nú eftir allt saman eig- inlega ekki vera fiskur. Hér var auðvitað mikið vandamál á ferðinni, og dugði því ekki minna, en að spyrjast fyrir á páfagarði um það, hverrar ætt- ar selurinn væri. Þá sat á Pét- ursstóli Sixtus páfi IV, sem að vísu ekki var sem heppilegastur kirkjuhöfðingi, enda þótt hann léti byggja hina frægu Sixtus- ar-kapellu í Vatikanhöllinni, en hann var Iærður maður, að minnsta kosti það vel, að hann hlaut að þekkja þorsk frá ýsu. Friðaði hann huga Skálholts- biskups hinn 6. febrúar 1481 með þeim spaklegu orðum, að um föstutímann væri heimilt að borða „sævarfisk þann, sem almennt er nefndur selur.“ — Menn hafa því á föstunni ekki verið kjötlausir með öllu, ekki sízt ef menn hafa borðað annað dýr úr fiskaríkinu, hinn svo- nefnda klauflax. Á þessu ári kann það reyndar að hafa verið Norðlingum mun ógeðfelldar en ella að halda föstu, fyrir þá sök, að með siðaskiptunum í Skál- holtsbiskupsdæmi var hún af- numin þar, en auvitað getur eins vel verið, að þeir hafi verið mun sprækari að halda hana en áð- ur af þessum ástæðum, því þeir voru manna fastheldnastir við hinn forna sið. En hvernig sem það kann að hafa verið, þá gátu snauðir menn ekki annað en glaðst yfir föstunni, því hún var þeirra gróði. UM jólaföstuna var nóg fyrir fólkið að gera, því þó hún að nafninu til væri '”1 fyrst um garð gengin um mið-'r: nætti nóttina helgu, þá var: 1 henni í raun réttri lokið um’ \ miðnætti aðfaranótt Þorláks-,.1 ri messu, sem er daginn fyrir að- ■ fangadag og hæsta hátíð, þar eð j vildi verða lítið úr henni eftir. það. En annríkið var mikiðJ vegna þess, að 1 raun réttri varý verið að búa sig undir 13 verk- lausa daga. Það voru dag- arnir frá og með jóla- degi til þrettánda, sem er sjálf jólahelgin. Var þó naumast teljandi að henni væri að fullu lokið þá, því þrettánd- , inn var í átta daga haldi, og var áttidagurinn, 13. janúar, kallað- ur geisladagur eða affaradagur jóla. Hefir mönnum því ber- sýnilega verið fullljóst, að fyrst þá voru jólin á enda. Jóladag sjálfan skyldi halda sem páska- dag og mátti þá ekkert vinna, svo var og um áttadaginn og þrettándann, en 2., 3., 4. og 5. jóladag skyldi halda sem drott- insdaga — sunnudaga — og þá máttu menn ekkert gera eða fara af bæ, nema brýn nauðsyn væri. Sjötti og 7. og 9.—12. jóladagur voru kallaðir meðal- dagar, og mátti þá ekkert vinna, nema slátra fé til matar og heita öl. Var því Ijóst, að nauð- syn var fólki að hafa búfé sitt heima við um jólin, og draga saman heyföng, ekki síður en mat handa heimamönnum. Þó var heimilt að sækja hey handa skepnum um meðaldaga, ef menn höfðu ekki getað fengið hesta til þess fyrir jólin. Að öðru leyti var bókstaflega öll vinna, nema að mjalta búpen- ing og gefa honum og brynna, bönnuð, og lágu við þungar Óskum öllum velunnurum alþýöusamtakanna gleðilegra i ó 1 a. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS. Samband ungra jafnaðarmanna. Óskum öllum ungum Alþýðuflokksmönnum gleðilegra jóla. Qskum öllum ungum Alþýðuflokksmönnum og al- þýðu um land allt GLEÐILEGRA JÓLA FéSag ungra jafnaðarmanna. GLEÐILEG JÓL! Hið íslenzka prentarafélag. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum mteðlimum sínum Bakarasveinafélag íslands. Óskum öllum félögum og vefiunnurum gleðilegra jóla og sigursæfis nýjárs með þökk fyrir gamla árið. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Verkakvennafélagið Framtíðin. Verkamannafélag Hafnarfjarðar. Sjómannafélag Hafnarfjarðar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.