Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						254
MORGUNBLAÐIÐ
3ól á ytra-Búlrni.
Á skólaárum mínum (1849—55)
hér i Reykjavik var eg alt af á jól-
unum á Ytra-Hólmi hjá föðurbróður
mínum Hannesi prófasti Stephensen.
Magnús sonur hans, sem dó í Kaup-
mannahöfn 1856, og Stefán Stefáns-
son Stephensen, sem seinast var prest-
ur á Mosfelli í Grímsnesi, fóstur-
sonur hans, voru Skólabræður mínir
og vorum við alt af sóttir á einu af
skipum bróður míns sáluga rétt fyrir
jólin. Venjulega voru einhverjir
fleiri skólapiltar boðnir með, t. a. m.
bræðurnir Magnús og Gunnlaugur
Blöndal og Davíð Guðmundsson,
síðast prestur að Möðruvallaklaustri,
og fleiri. Á Ytra-Hólmi var mesta
rausnarheimili; bróðir minn sál. hafði
stórt bú og mikinn sjávarútveg og
fjölda vinnufólks. Sjálfur var hann
allra manna gestrisnastur og hinn
hibýlaprúðasti, sífelt glaður og spaug-
samur og hafði alt af til taks ýmsar
skemtilegar sögur að segja. Kona
hans var mesta höfðingskona, dóttir
Magnúsar konferensráðs í Viðey og
enn fremur áttu þau tvær uppeldis-
dætur um tvitugt: Ragnheiði Thor-
arensen, dóttur Odds apótekara Thor-
arensens á Akureyri, og Sigríði dótt-
ur Sveinbjarnar Egilssonar rektors
Reykjavíkurskóla, sem báðar voru
mjög skemtilegar og fjörugar stúlk-
ur. Það má því nærri gela, að glatt
var á hjalla á jólunum á Ytra-Hólmi,
þar sem var saman komið svo margt
ungt fólk, sem sumt jafnvel var í
tilhugalífi, eins og raun bar vitni,
þar sem Magnús Blöndal seinna gekk
að eiga Ragnheiði og Gunnlaugur
Sigríði, og húsbóndinn annar eins
gleðimaður eins og hann var.
Lengst af sátum við við spil,
l'hombre, ekki að eins á kveldin,
heldur lika á daginn milli máltíða,
en ekkert fráskákuðum við okkur
frá heimilinu, enda var oft vont veð-
ur og ekki í annað hús að venda,
því Skaginn var þá ekki orðinn kaup-
tun, og þar ekki ýkja mikil bygð.
Enginn okkar var heldur neinn sports-
maður. Einu sinni á hátiðinni hafði
bróðir minn sálugi boð inni og bauð
til sín helztu bændum úr sókninni,
man eg þar sérstaklega eftir Bjarna
á Kjaransstöðum og Brynjólfi bróð-
ur hans, Halldóri á Grund og Einari
í Nýjabæ, tengdasyni hans, og Kapra-
síusi 1 Míðvogi. Haligrimur í Guð-
rúnarkoti kom ekki á Skagann fyr
en 1854. Vínföng voru ekki höfð
mikið um hönd, enda þurfti þeirra
ekki með til þess að krydda matinn,
hann var nógu ljúflengur án þeirra.
Sérstaklega er mér minnisstætt, hvað
kaffið var ágætt á Ytra-Hólmi, og
hvað mér þótti góð Brúnsvíkurkaka,
sem Biering sál. kaupmaður sendi
alt af upp eftir fyrir jólin, þvl að
bróðir minn sálugi lagði mikið af
fiski sínum inn hjá honum, enda
voru þeir skyldir.
Maqnús Stephensen.
3ól é sjómannahæli.
Það var aðfangadagskvöld jóla, árið
1911.
Eg var þá staddur í Rotterdam á
Hollandi og var ásamt fjölda-mörg-
um öðrum, boðið á jólahátíð sjó-
manna í >Christelijk Teheuis voor
Zeelieden«. Forstöðukona hælisins
fór sjálf á milli skipanna, sem lágu
á höfninni, og bauð öHum á hátíð-
ina, sem það vildu þekkjast.
Eg þá boðið, og þess get eg
þegar getið, að skemtilegra jólakvöld
hefi eg sjaldan Iifað.
Okkur var fyrst veittur beini og
síðan söfnuðust allir saman í hinum
afarstóra samkomusal hælisins. Þar
voru menn frá öllum álfum heims:
svertingjar, Japanar, blámenn, Eng-
lendingar, Frakkar, Skandinavar, Spán-
verjar, Þjóðverjar, Amerikanar, Kín-
verjar o. fl. o. fl. Á veggjunum
voru myndir af drotningunni og
Júlíönu prinsessu og óteljandi mynd-
ir úr bibliunni.
í salnum er fyrst í stað háreysti
og hlátrar. Allir tala saman eins og
bræður, enda þótt þeir hafi aldrei
sést. Nokkrir eru ölvaðir og stór
svertingi frá Kamerun, hoppar og
dansar á gólfinu. Hann er með
háan línkraga, rautt knýti og í gljá-
stígvélum. En nú hefst hátíðahaldið
og hann verður að hætta dansinum.
Ársalur mikill, sem var þar í einu
horninu, er nú dreginn frá og bak
við hann er gríðarstórt jólatré. Og
á sama augabragði dettur alt í dúna-
logn í salnum. Gestirnir skipa sér
kringum jólatréð og á hverju andliti
má líta angurbliðan svip, sem þó er
sjómönnum ekki eiginlegur. Hug-
irnir hverfa heim, heim á æskustöðv-
arnar til foreldra og vina og margir
klökna svo, að tár koma í augu
þeirra. Það eru endurminningar lið-
inna gleðistunda sem snerta við-
kvæmustu strengina í sálum þeirra.
En þó eru þarna nokkrir menn,
svertingjar og mongólar, sem aldrei
hafa áður fyr séð jólatré, né skilja
hvers vegna allur þessi ljósagrúi er
tendraður. Og í svip þeirra má
iesa undrun og forvitni, en engum
stekkur bros. Allur þessi misliti
mannfjöldi bíður þess að jólasálmur-
inn byrji. Og svo kveða við fyrstu
organtónarnir, »Heims um ból«
hljómar um salinn. Og söngurinn
dunar í eyrum manns, rnargraddaður
og á ýmsra þjóða málum, því allir
syngja með, þeir sem lagið kunna
og hver mælir sitt móðurmál. Svo
er beðin srutt bæn i hollensku, fyrir
vinum og vandamönnum og þá
hneigja flestir höfuðin, loka augun-
um og biðja í hljóði. Svo er sung-
ið aftur og síðan koma veitingar,
kaffi, gosdrykkir og sætabrauð.
Svo er jólagjöfunum utbýtt. Allir
fá einhverja jólagjöf. Þar eru háls-
klutar, sokkar, peysur, tóbak og
pípur, bækur og ýmislegt annað,
sew góðir menn og konur hafa sent
sjómannahælinu til útbýtingar á jól-
unum. Hverri gjöf fylgir nafn og
heimili gefandans og margir telja
það skyldu sína, þeir er slikar gjafir
þiggja, að senda gefandanum þakkar-
skeyti. Margir sjómenn hafa á
þennan hátt kynst ungum stúlkum,
sem síðan hafa orðið konurnar þeirra.
Síðan voru framreiddar enn meiri
veitingar og mönnum skemt með
söng, hljóðfæraslætti og myndasýn-
ingum langt fram á nótt. En eg
er þess fullviss, að enginn af þeim,
sem þarna voru, getur gleymt þess-
ari gleðistund í hinu framandi landi.
Eg hlaut að gjöf dálítinn útsaum-
aðann poka til að geyma í óhreint
hálslin. í honum var spjald og á
það letrað: »Die in Mij giloft heeft
het eeuwige Leeven« — sá sem
trúir á mig mun öðlast eilíft lif.
Vilh. Finsen.
3ól í sueit
fyrir 3D—40 árum.
—.?-—-
Mér fanst það meir en litil mein-
bón, er ritstjóri Morgunblaðsins orð-
aði það við mig, að eg skrifaði fyrir
sig grein um jól í sveit, sem ætti
að prenta í jólanúmeri blaðsins.
Þetta var tveim nóttum fyrir jól, og
eg þóttist hafa annað að starfa
heldur en setjast við ritstörf. Bar
eg margt í vænginn, til að hafa mig
undan því að verða við þessum til-
mælum, en hann sótti málið því
fastara. Að síðustu gat eg þess, að
eg væri orðin svo ókunnug í sveit-
inni og gæti því ekki borió nm,
hvernig jólin væru haldin þar nd
orðið. En þá slær hann mig af
laginu með því að segja, að það séu
einmitt sveitajól, eins og þau hafi
verið haldin fyrir 30—40 árum, sem
eg eigi að skrifa um.
Nú er því sizt að leyna, að aldur
hefi eg til þess að mega vel muna
svo langt aftur í tímann, og sé sér-
staklega átt við jólin, þá voru þau
ár frá ári að heita mátti í sömu
skorðunum, svo vorkunarlaust væri
mér að gefa skýrslu um þau, ef tími
væri fyrir hendi.
Til þess því að sýna lit á að leysa
vandræði ritstjórans, skal eg í fám
orðum segja frá jólunum, eins og
eg man þau frá uppvaxtarárum
mínum.
Stórhátíðarnar eru taldar vera
þrjár, en það mun þó engum vafa
bundið, að jólin er hátíðin, sem er
mestur gaumur gefinn og haft mest
við.
í sveitinni minni náðu jólin alla
leið frá aðfangadegi og fram  yfir
nýjár,  enduðu  oft  með  brennu  á
þrettándanum.
Á Þorláksmessu voru allir rokkar
og önnur þau áhöld, sem við tóskap
voru notuð, borin fram í dyraloft,
svo sllkt dót væri ekki til þrengsla
og óþrifa um hátíðarnar. Á milli
jóla og nýárs áttu vinnukonur sjálf-
ar þann tima, sem afgangs var bú-
verkum og bæjarþrifum, og unnu
það sem þeim líkaði. Var svo tek-
ið til óspiltra málanna, að búast sem
bezt við jólunum. Baðstofan var
ræstuð, hyllur, rúmstokkar, borð og
bekkir var þvegið, og það sem af
málmi var gert, íágað. í búri og
eldhúsi voru og margar hendur á
lofti, því margt kallaði að, sáldra
mél í lummur, baka brauð og kökur,-
sjóða hangiket og bræða tólg í kerti.
Móðir min steypti æfinlega kertin,
og einhver uppáhaldsvinnukonan
með henni, og það man eg, að mér
fannst talsvert til um sjálfa mig,
þegar eg í fyrsta sinn þótti þeim
starfa vaxin, að steypa með mömmu.
Kertin skiftu hundruðum, og auk
þess voru alla jafnan steypt tvö
kongakerti, með fimm ljósum, sem
höfð voru á altarinu á jóladaginn.
Aðfangadagsmorgun var byrjað
að baka lummurnar. Það var dreg-
ið til lengstra laga, svo þær væru
sem nýjastar, helst heitar. Þótti
það ilt verk að baka lummur, því
heldur vildi þeim súrna í augum,.
sem að því störfuðu; þær voru
venjulega bakaðar í stærðar potti,
og var augnþraut versta að grúfa
þar yfir.
Undir rökkur var borðaður mið-
degisverður; var hann ekkert við-
hafnarmikill á mínu heimili, oftast
kalt ket og baunir. Að þvi loknu
fóru þeir, sem ekki sintu eldhús-
verkum eða gegningum, að þvo sér
og greiða, og fara í betri spjarirnar,
Allir fengu svarta skó með hvítum
eltiskinnsbryddingum, og húsmæð-
ur létu sér ant um að stuðla að
því, að börnin að minsta kosti fengju
nýja flík til að fara i á jólunum,
svo ekki færu þau í jólaköttinn.
Þegar rökkvaði, var kveikt ljós, að
heita mátti i hverju skoti. Á jólum
og nýári átti hvergi að bera á skugga.
Þegar vinnumennirnir voru komn-
ir heim frá fjárverkum og fjárgeimslu
og kvenfólkið hafði lokið búrverk-
um, var lesinn huslesturinn. Að'
því loknu var drukkið kaffi. Var
hverjum fært í sæti sitt kaffibolli og
hrokafullar undirskálar af lummum,
vöflum og öðru góðgæti.
Ekki mátti á minu heimili snerta
á spilum á aðfangadagskvöld, og svo
var víðar, og sögur heyrði eg í
æsku um það, að þar sem slikt hefði
verið haft um hönd, hefði það borið
við, ið tígulkongarnir hefðu alt í
einu orðið fjórir í spilunum, átti'
það að stafa af nærveru illra anda,
sem hændust að, þar sem svo óguð-
legt athæfi væri haft í frammi, og
fleiri hindurvitni heyrði eg þessu
viðvíkjandi.
Öll handavinna var stranglega
bönnuð, og engum leiðst að lesa í»
öðrum' bókum,  >en  þeim  einum.
h
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 251
Blašsķša 251
Blašsķša 252
Blašsķša 252
Blašsķša 253
Blašsķša 253
Blašsķša 254
Blašsķša 254
Blašsķša 255
Blašsķša 255
Blašsķša 256
Blašsķša 256
Blašsķša 257
Blašsķša 257
Blašsķša 258
Blašsķša 258
Blašsķša 259
Blašsķša 259
Blašsķša 260
Blašsķša 260
Blašsķša 261
Blašsķša 261
Blašsķša 262
Blašsķša 262