Morgunblaðið - 21.03.1917, Page 1

Morgunblaðið - 21.03.1917, Page 1
BSO R«ykja?íiun' |SIO Riograph-Theater |__f„ Talsimi 475 Stelsjúka konan Sjónleikur i 3 þáttutn, útbúinn bjá Pathé Fréres í Paris. Afbragðsvel leikinn. Börn íá ekki aðgang. Skt/r fæst á Gretlisgötu 19 A. Munið eftir að í Veiðarfæraverzl. Liverpool fáið þið alt sem þið þurfið til skipa ykkar, s^to sem: stálvíra, allar stærðir, > Manilla, FlsltllínUP, mjög mikið úrval, Ön{fla 2 stærðir, Lóðaæbelgi 3 stærðir, Segldúk: (amerískan). Lantepnup, mikið úrval, Fapfa, allskonar, á tré og járn. T gESip w iBl M m Gistihus hl solu. Af sérstökum ástæðum hefir eigandi gistihússins í Borgarnesi áformað að selja eignina nú þegar eða í vor, og hefir falið mér að semja um söluna fyrir sína hönd. Eignin er í góðu standi og verður starfrækt þar til eigandaskifti verða. Vegna sívaxandi umfetðar er gistihúshald í Borgarnesi mjög arð- vænleg atvinna fyrir praktiskan og áhugasaman mann. Væntanlegir kaupendur geta fengið frekari upplýsiiigar hjá mér. Reykjavík, 15. marz 1917. Lárus Fjeldsted. Tlýi dansskófitm dCfihg í Rvoíé fil. 9 i dZaruBué. U.-D. Fundur í kvöld kl. 8*/* Allir piltar, utan félags sem inn- an, eru velkomnir. Er(. §ímfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 20. marz. Bretar og Frakkar hafa tekið Baupaume, Peronne, Noyon og Roy. Briand-ráðuneytið í Frakk- landi hefir sagt af sér. Rússakeisari hefir afsalað sér réttindum til keisaratignar, fyrir sig og son sinn. Michael stórfursti vill ekki taka við ríkisstjórninni fram- vegis, nema samþykt sé með almennri atkvæðagreiðslu þjóð- arinnar. Skipum, sem báru samtals 761.000 smálestir, hata þýzk- ir kafbátar sökt i febrúarmán- vði. Zeppelinsloftfar hefir verið skotið niður i París. —11 ' uSi C Bllarnir I Reykjavik. Hér í bænum mnnu nú vera orðn- ir til um 30 bílar. Flestir þeirra munu ætlaðir til útlána hverjum sem hafa vill, en örfáir einstakra manna bílar, sem ekki eru til afnota öðrum en eigendum. Bílstjóraskóli mun vera einhver að nafninu tii, hér í bænum, en kröfur þær sem gerðar eru til kuun- áttu bíístjóranna eru ekki miklar í samanburði við það sem tlðkast er- lendis í keyrslufimi og vélþekkingu. Margar hinar bagalegu tafrr, sem oft verða á ferðalögum bíla, koma af því að bílstjórarnir keyra ógætilega á misjöfnum vegi og kunna ekki að gera við smávægilegar bilanir. Enda hefir það sýnt sig að ekki er veg- unum einvörðungu um að kenna þar sem sumum bilstjórum hlekkist aldrei á, en aðrir eru sífelt að verða fyrir óhöppum. — Óskiljanlegt er það, hve kærulausir sumir eru með að ofhlaða bilana, því dæmi eru til þess, að 6—7 menn hafa verið sett- ir i bíl sem ætlaður er 4 mönnum. Betra ráð til að skemma bilana, en ofhleðslu, er ekki til. Til eru lög um bifreiðar í land- inu, en mikið mun bresta á að hlýtt sé. Því miður hefir það átt sér stað, að druknir menn hafa sézt aka bil- um hér á götum bæjarins, en slíkt er svo fráleitt að ekki má líðast, og upplagðasta ráð til að láta slys hljót- ast af. Hljóðbendingar, þegar fyrir horn er farið, virðast vera mjög á ringulreið og hámarkshraðatakmörk- unum geta lögregluþjónar ekki litið eftir að hlýtt sé, því þeir hafa enga hraðamæla. Þá er það einkennilegt, að bilum, sem leyft er að halda uppi akstri fyrir borgun hér í bænum, skuli ekki gert að skyldu að hafa lengdar- mælir (taksameter) til að sýna þá 77//7T7 BÍÓ Skrifarinn Sjónleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkin leika Olaf Fönss og Elsa Frölich af svo mikilli snild, að unun er á að horfa. Önnur hiutverk leika: Philip Bech Aage Hertel Anton de Verdier. og síðast en ekki sízt Inqa. litla, sem enginn mun geta gleymt, er þessa mynd sér. Tölusett sæti. 1 eða 2 herbergi óskar einhleypur maður frá 14. maí. Tilboð merkt »G. S.« sendist af- greiSslu MorgunblaSsins. Bezt að anglýsa í Morgnnbl, vegalengd sem farin er. Eins og nú standa sakir, taka bílstjórarnir borg- un af handahófi fyrir ferðir innan- bæjar og skakkar þar oft miklu. T. d. höfum vér það eftir skilríkum manni, að hann hafi borgað 3 kr- 50 aura fyrir að aka nákvæmlega sömu leið sem hann áður hafði borgað 1 kr. fyrir. Sjá allir hver sanngirni er í slíku fyrirkomulagi. Þá eru bílarnir á tætingi hér og hvar um bæinn og sumir þeirra hafa naumast ákveðnar stöðvar. Állir þeir sem lifa á bifreiðaakstri hér í bænum, ættu að mynda félag, koma á ákveðnum biðarstöðum, fá sérstak- an síma o. s. frv. Núverandi fyrir- komulag er ófullnægjandi og kot- ungslegt. Stjórnin hefir skyldu til að skerpa fyrirmælin um bifreiðaakstur og lög- reglan að sjá um að þeim sé hlýtt. Hver bíll, sem stendur mönDum til boða á leigu á að hafa mælir, sem sýnir farna vegalengd og borgunar- takstinn á að ákveðast eftir því. Nú- verandi fyrirkomulag á þessu er siðuðu fólki til hneisu. Og bílstjórarnir þurfa að fá betri undirbúning og strangari aga. Ann- ars eigum við sífelt hætturnar yfir höfði, og slysin hljóta að koma fyr eða síðar. Væri ekki reynandi að kippa þessu í lag, áður en slysin verða til að að~ vara?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.