Morgunblaðið - 31.12.1935, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.1935, Blaðsíða 1
Hryllf legur stórbruni í Keflavik. m. Fjögra barna og tveggja aldraðra kvenna saknað. 20 börn og fullorðnir særast hættulega. 180 börn og 20 fullorðnir æða að læstum úlgöngndyrum. Samkomuhús U. M. F. Keflavlkur brann tll kaldra kola. 'C'AMKOMUHOS U. M. F. Keflavíkur brann ^ til kaldra kola í gærkvöldi 180 börn á aldrinum 6—14 ára og 20 full- orðnir voru á jólatrjesskemtun í samkomuhús- inu þegar eldurinn kviknaði. Sex menn eru taldir hafa brunnið inni og 20 eru hættulega særðir. Þegar þessi hryllilegu tíðindi bárust til Reykjavíkur sendi Morgunblaðið frjettaritara til Keflavíkur. Völdust til ferðarinnar þeir Árni Óla- og ívar Guðmundsson. Skýrsla þeirra, símuð blaðinu frá Keflavík kl. 3 í nótt, birtist hjer á eftir: j Út af leiksviðinu voru út- ! göngudyr. Einnig var hægt að i komast af leiksviðinu niður í 'kjallara, undir húsinu og voru !þar aðrar útgöngudyr. U. M. F. Keflavíkur helt tvær jólatrjesskemtanir í samkomu- húsi kauptúnsins í gær. Fyrri skemtunin hófst kl. 3 síðdegis og voru þá börn á aldrinum 2—5 ára; einnig nokkur gamalmenni. Síðari skemtunin hófst kl. 7 og komu þá börn á aldrinum 6—14 ára. Gamalmenni voru einnig á þessari skemtun. Samkomuhúsið. Samkomuhús U. M. F. Kefla- víkur var gamalt timburhús og herbergjaskipun þannig, að í austurenda var sýningar- eða leiksviðspallur, salur stór í miðju húsinu, á honum 4 glugg ar á hvorri hlið. í hinum end- anum voru tvö fataherbergi, sitt til hvorrar handar við for- stofu inn úr miðjum gafli. Inn úr fataherbergjunum voru 2 dyr, inn í salinn. Um 200 manns í salnum. Þegar eldsins varð vart var um 200 manns í salnum, þar af 180 börn á aldrinum frá 6—14 ára, hitt gamalt fólk, aðallega konur og svo 4 fullorðnir karl- ! menn. j Jólatrjeð stóð lítið eitt fyr- ir innan miðjan salinn. Þar sem jólatrjeð þótti ekki nógu hátt, var kassi settur undir það. Var silkipappír breiddur yfir kass- ann, undir trjeð. Kviknar í jólatrjenu. Bergsteinn Sigurðsson var umsjónarmaður með jólatrjenu. Kl. rúmlega 9 '/2 var hann staddur uppi á leiksviðinu og voru þar einnig 37 böm að gæða sjer á ýmsu góðgæti. ( Heyrði þá Bergsteinn að kall- að var framan úr salnum, að eldneisti eða kerti hefði fallið af trjenu og kveikt í silkipapp- írnum undir jólatrjenu. Hann j leit fram í salinn og sjer þá ■ eldblossann. j Hann þrífur tjald á leik- sviðinu og ætlar. að reyna að slá yfir jólatrjeð. i En það skifti engum togum, vegna þess hve trjeð var orðið þurt, eldurinn flaug um allar greinar þess í einu vetfangi og upp í loftið og þaðan út í vegg- ina. Loft og veggir voru striga- lagðir og olíubornir; flaug því eldurinn um loft og veggi á svipstundu, svo að fólk var alt innibyrgt milli eldblossanna. Til dyranna í dauðans ofboði. Ruddist fólkið nú í dauðans ofboði til dyranna. En þá kom í ljós, að aðrar útgöngudyrnar, í fataherberg- ið, voru læstar, það voru aðal- útgöngudymar, og hurðin fell inn í salinn. Klemdist fólkið þar saman í horninu og þessvegna var ekki hægt að opna hurðina, en tókst að lokum að brjóta hana utan frá. Um hinar dyraar, sem opn- ar voru, komust margir út . Út um glugga. Þegar Bergsteinn umsjónar- maður sá hvernig komið var í salnum, rak hann börnin út af leiksviðinu, ýmist út um dyrn- ar þar eða kjallaradyrnar. Komust þau öll, 37 talsins, ó- meidd út. Síðan rauk hann til og braut glugga og þar bjargaðist margt út með aðstoð hans. Stóð hann inni þar til yfir lauk og hjálp- aði til við björgunina og brend- ist furðu lítið. En margir, sem komu að, hlutu meiri eða minni bruna- sár eða skárust á glerjum í gluggum, sem þeir bi'utu. Slökkviliðið á vettvang. Slökkvilið kauptúnsins kom á vettvang, strax eftir að elds- ins varð vart. Leiðslu varð að setja niður í sjó — um 350 metra langan veg — með tveggja þumlunya slöngu. En þá var eldurinn orðinn svo magnáður, að ekkert viðlit var að bjai'ga húsinu. En það tókst að bjai'ga næstu húsum; voru aðallega tvö íbúðarhús í hættu. Samkomuhúsið var gjöreyði- Iagt eftir hálfa klukkustund. Sex manns — f jögurra barna og tveggja aldr- aðra kvenna — saknað. Talið að hafi brunnið inni. Það tók að sjálfsögðu all- langan tíma að athuga, hvað fram var komið af fólki út úr brunanum. Eftir að nákvæm lei.t hafði farið fram um alt kauptúnið, kom í ljós, að saknað var 6 manns — f jögurra barna á aldrinum 7—14 ára og tveggja aldraðra kvenna. Talið er líklegt, að þetta fólk hafi brunnið inni. Tuttugu manns særðist mjog mikio. Vitað er um 20 manns, sem hlaut alvarleg brunasár eða skarst á glerbrotum. Þar af voru 17 börn á aldrinum 6— 14 ára og þrjár eldri konur. Talið er að 10 af þessu fólki hafi særst mjög hættulega. Auk þess særðist margt meira' og minna. Meðal þeirra, sem særðust alvarlega voru: Þóra Eyjólfs- dóttii', kona um sjötugt, Anna Þórarinsdóttir, unglingsstúlka, systurdóttir konu Sverris Júlí- ussonar stöðvárstjóra, tveir drengir og var annar Ingvar Guðjónsson, en nafn hins veit ■blaðið ekki. Hinir særðu fluttir til Reykjavíkur og Hafnar- j fjarðar. í Tveir læknar, þeir Ólafur Helgason og Þórður Þórðarson fóru hjeðan til Keflavíkur strax og frjettist um brunann, til þess að hjálpa hjeraðslæknin- um, Helga Guðmundssyni til að binda um sár hinna sæi'ðu. Einnig kom Sigvaldi læknir Kaldalóns sunnan úr Grindavík. Voru bílar strax sendir til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar með þá sem mest voru særðir. Fyrst fór bíll með 3 börn, þ. á m.. Ingvar Guðjónsson og voru þau flutt á Landakotsspítala. Sjúkrabíll fór þvínæst með aldraða konu og tvo drengi, sem voru hættulega særð. Alls voru flutt 12 manns á sjúkra- hús í nótt. Síra Eiríkur á Útskálum mikið særður. Síra Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum fekk mörg og mikil i brunasár og skarst auk þess í læri. I Hann hafði kastað sjer út um glugga, er hann var að bjarga gamalii konu út úr brunnum. Presturinn liggur hjá hjer- Framh. á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.