Morgunblaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur 15. mars 1945. Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. í>amkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórár: Jon Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Dómgreindin glötuð ÞEGAR Eysteinn Jónsson hafði — skömmu fyrir þingslit — flutt eina af sínum alþektu fjármálaræðum, sagði Pjetur Magnússon fjármálaráðherra eina setningu, sem kom öllum þingheimi til að brosa, en Eystein setti dreyr-rauðan. Fjármálaráðherrann sagði: Maður skyldi halda, að annar þingmaður Sunnmýlinga hefði á undaníörnum árum lifað eins og Robinson Kru- soe; hann hefði dvalið á eyðiey, langt frá umheiminum og vissi því ekkert hvað gerst hefði. Þetta svar fjármálaráðherrans átti einstaklega vel við. Eysteinn talaði eins og hann væri gerókunnugur öllu, sem gerst hefir á okkar landi. Fjármálaráðherrann fór síð- an að skýra þetta fyrir Eysteini. Rakti gang málanna lið fyrir lið. Við það var eins og Eysteinn rankaði við sjer. ★ En nú er engu líkara en Eysteinn sje kominn aftur út á eyðiey og farinn að lifa eins og Robinson Krusoe. Fjár- málagréinar hans í Tímanum benda óneitanlega til slíks ástands mannsins. í einni fjármálagreininni ber Eysteinn fjárveitinga- nefnd þingsins fyrir því, að útgjöld ríkisins hafi marg- faldast á stríðsárunum. Auðvitað þurfti enginn kunnug- ur stjórnmálamaður að láta segja sjer þetta. Hver maður með óbrenglaða greind veit þetta. Svo fer Eysteinn að hugleiða út frá þessum lærdómi, sem fjárveitinganefnd veitti honum. Þá veit hann bók- staflega ekkert. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að hinn mikli vöxtur á útgjöldum ríkisins hafi orðið í stjórnartíð Sjálfstæðismanna! Hið eina, sem þessi nýi Robinson Krusoe man, er, að til voru Sjálfstæðismenn, sem hann átti $tundum brösótt við. Best að klína ábyrgðinni af fjár- sukkinu á þá, hugsar Eysteinn. Og það gerir hann. ★ Ef til vill er einhver von til þess, að Evsteinn komi til meðvitundar aftur og öðlist þá rjettan skilning á mál- unum. Er þá rjett að minna hann á þetta: Öll árin, 1939, 1940, 1941 og fram á mitt ár 1942, sat for- maður Framsóknarflokksins í sæti forsætisráðherra og ber því, sem slíkur, höfuðábyrgð á öllu, sem gerðist í ráðuneyti hans. En þar við bætist, að frá því í desember 1942 og alt árið 194.3 og fjóra fimtu hluta ársins 1944 sat í sæti forsætisráðherra fyrverandi frambjóðandi Fram- sóknarflokksins, en sá, sem talið er, að mestu hafi ráðið í ráðuneyti hans, skipar sæti í miðstjórn Framsóknar. Ekkert af þessu þarf að skýra fyrir mönnum — nema ef vera skyldi hinum nýja Robinson Krusoe, þ. e. Ey- steini Jónssyni. Og ef allur sannleikur er sagður, dettur engum heilvita manni í hug, að Eysteinn viti ekki þetta. ★ En hvað sýna þá svona pólitísk skrif, sem Eysteinn er að bulla um í Tímanum? Þau sýna ekki aðeins mynd af gerspiltu pólitísku valdabrölti, heldur sýna þau einnig mynd af mönnum, sem eru beinlínis miður sín og hafa tapað allri dómgreind. Enda er það alkunnugt, að hvorugur þeirr-a, Hermann og Eysteinn, hafa á heilum sjer tekið frá því þeir lentu utan gátta við stjórnarmyndunina. En það er alveg sama hvað þessir menn segja, og hvernig þeir láta. Það sem þjóðin veit, er þetta: Mestan hluta s.l. sumars sátu þessir menn við samn- ingaborð með fulltrúum annara flokka og ljetust vilja vinna að þjóðareiningu. Þegar þar var komið, að þeir töldu sjer óhætt að draga sig út úr, án þess að eiga á hættu að öðrum tækist að stofna til samstarfs, gerðu þeir það umsvifalaust, eins og alkunnugt er. Fyrir þessum mönnum vakti, að halda öllu í eymd og vesöld, en stofna síðan til kosninga í vor undir blekk- inga-fána. Framsóknarflokksins. En þegar þetta herbragð þeirra brást og aðrir raenn. þáru gæfu til að lyfta Al- j þingi og þjóðipni. upp úr vanvirðunni; fyllast þeir öfund' og heift, er síðán stjómar öllum þéirra orðum og gerðum: Vd verji íbrifíar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fyrirspurnir um rjóma EFTIRFARANDI brjef hefi jeg fengið frá húsmóður hjer í bænum, þar sem hún gerir nokkr ar fyrirspurnir um rjóma þann, sem seldur er hjer í bænum. í>ví miður geta svör ekki fylgt með. Það hefir gengið stirt að fá sams konar fyrirspurnum svarað, þó oft hafi verið spurt á undanförn- um árum. Brjefið er á þessa leið: „Kæri Vikverji. Þökk fyrir þín ar góðu og þörfu greinar, sem oftast eru mjög sanngjarnar. Af því að pistlar þínir eru málgagn okkar, sem í kyrþey vinnum í þjóðfjelaginu, vil jeg biðja þig að bera fram eftirfarandi til rjettra hlutaðeigenda: 1) Þarf ekki að vera ákveðið fitumágn í rjóma þeim, sem seldur er í búðum mjólkur- samsölunnar? 2) Hversvegna er rjómi, sem er á markaði hjer í Reykjavík, miklum mun þynnri en rjómi, sem keyptur er í mjólkurbúinu á Selfossi? 3) Rjómi, sem seldur er hjer í mjólkurbúðum, er misjafn- lega þykkur frá degi til dags, en er auðvitað seldur á sama verði altaf. En hefir hann jafn mikið verðmæti og gildi fyrir neytendur, hvort sem hann er þykkur eða þunnur?“ • Brjef frá Lofti. ÞAÐ VAR athyglisverð frjetta grein, sem birtist hjer í blaðinu i gærmorgun um Loft Guðmunds son og virisældir, sem þjóðhá- tíðarkvikmynd hans hefir átt að fagna meðal Vestur-íslendinga. Það vill svo vel til, að jeg get bætt þarna dálitlu við, því jeg fjekk nýlega brjef frá Lofti, þar sem hann ræðir einmitt þessi mál. Loftur segir m. a. í brjefi sínu: „Nú sem stendur er verið að sýna kvikmyndina, sem jeg tók á þjóðhátíðinni, á þingi Þjóðrækn isfjelagsins í Winnipeg. Næst verður hún sýnd í Minneapolis. Jeg ljet setja í hana enskan texta, til þess, að þeir útlending- ar, sem venjulega eru boðnir á samkomur íslendinga, geti skil- ið, hvað fram fer“. • Ætti að senda þjóðhá- tíðarkvikmynd vestur. LOFTIJR heidur áfram í brjefi sínu og kemur með uppástungu, sem sjálfsagt er að gaumur verði gefinn. En hanrv segir: „Þú gætir gert Vestur-íslend- ingum ótrúlega mikinn greiða, ef þú bentir stjórnarvöldunum is- lensku á að senda eitt eintak af öllu því, sem markverðast hefir verið tekið á kvikmynd í sam- bandi við þjóðhátíðina. Þar á meðal kvikmyndina, sem þeir tóku af hátíðahöldunum Vigfús Sigurgeirsson og Kjartan Ó. Bjarnason. Sú kvikmynd hlýtur að hafa ýmislegt meira að geyma en er i minni kvikmynd, sem að- eins er um 1200 fet. Slíka mynd ætti vitanlega að senda til Thor Thors sendiherra í Washington, en hann myndi síðan lána hana til ýmsra fje- laga við hátíðleg tækifæri. Jeg er viss um, að þetta yrði ekki aðeins vel þegið hjer vestra, held ur og myndi það bókstaflega hafa mikla þýðingu fyrir okkur Islendinga". • Þörf tillaga. ÞETTA ER vissulega þörf til- laga hjá Lofti Guðmundssyni. Það hefir dregist furðu lengi, að hátíðakvikmyndin, sem tekin var á vegum hins opinbera, komi fyrir almenningssjónir, bæði hjer heima og erlendis. Það þyrfti að hafa nokkur eintök fyrirliggj- andi af kvikmyndinni, þegar ó- friðnum lýkur, því ábyggilegt er, að mikil eftirspurn verður eftir slíkri kvikmynd á Norðurlönd- um og sennilega víðar í Evrópu, þegar eðlilegar samgöngur kom- ast á aftur. • Bíómiðar á 20 „kall“. BÍÓGESTUR skrifar: „Undan- farið hefir lögreglan hjer í bæ að sögn haldið uppi einskonar allsherjar herferð gegn bíómiða- okrurunum svonefndu. Voru menn farnir að vona, að draugar þessir væru kveðnir niður með öllu. En í gærkvöldi varð jeg þess áskynja, að þeir ganga hjer enn ljósum logum og selja nú miða á 20 „kall“, því að hættan er víst eitthvað meiri en verið hefir. Manntegund þessi ætlar víst að verða óþarflega lífseig, svo hvimleið sem hún er“. Já, það lifir lengst, sem lýð- um er leiðast, segir gamalt mál- tæki. • Gamall Víkverji um götunöfn. GAMALL VÍKVERJI, sem stundum hefir látið til sín heyra hjer i dálkunum, skrifar mjer um götunöfnin nýju í Kapla- skjóli. Hann er ekki ánægður með nöfnin á götunum. Hann segir: „Ekki er jeg málfræðingur, eða neitt þessháttar, en jeg þyk- ist hafa smekk fyrir því, sem fagurt er, ekki síður en hver annar. Ljót þykja mjer nöfnin, sem valin hafa verið á nýju göt- urnar í Kaplaskjóli og í því sam- bandi datt mjer í hug, að betur hefði mátt gera. Fyrir einum sextiu árum man jeg eftir, að þarna suður frá brutu margir merkir Reykvík- ingar land. Ræktuðu þar garð- ávexti. Þar var t. d. Valgarð Breiðfjörð, sem reisti stórhýsi hjer í bænum. Hannes póstur og Einar Zoega, landsfrægur mað- ‘ur. Magnús Blöndal trúi jeg hafi verið einn þeirra, er þarna áttu land. Það hefir verið tekinn upp sá siður hjer í bæ fyrir mörgum ár- um að nefna götur eftir merk- um . Reykvíkingum, sem uppi hafa verið. Tryggvagata heitir eftir Tryggva Gunnarssyni og Skúlagata er til; ennfremur. Geirsgata, í höfuðið á Geir Zoega. Mjer hefði fundist vel til fallið, að göturnar þarna vesturfrá hefðu verið nefndar eftir merk- um mönnum, sem koma við sögu bæjarins. En þetta þykir nú kannske bara nöldur gamals karls?“ Á INNLENDUM VETTVANGI Skllnaðarveisla fyrir 100 áruin í VOR ERU liðin 100 ár, síð- an þeir skildu í Höfn Jón Sig- urðsson og Jónas Hallgrímsson, og Jón fór heim til að sitja hið endurreista Alþing í Reykjavík, en Jónas varð eftir í Höfn, „óburgeislegri en hann átti skil- ið að vera“, eins og hann komst að orði i síðasta sendibrjefinu, sem til er frá hans hendi. Það var skrifað mánuði áður en hann fótbrotnaði. Einkennilegt að hugsa til þess- ara jafnaldra vorið 1845. Annar á grafarbakkanum. Hinn að hefja foringjastarf sitt að heita má, þó atkvæðamikill væri hann orðinn og forystumaður Hafnar- fslendinga. Hann átti eftir ald- arþriðjungs leiðtogastarf. Þó þeir væru samherjar um framfaramál íslands, skáldið og stjórnmálamaðurinn, þá voru þieir á öndverðum meið, sem kunnugt er, í því, hvar hinu end- urreista ráðgefandi Alþingi ýrði valinn staður. Allir íslendingar þekkja meira og minna þá deilu, kvæði Jónasar, baráttu Fjölnís og gagntök Jóns Sigurðssonar, serii siéraði í því máli, er hann heimtaði þingið til Reykjavíkur. Óánægður hefir Jónas farið í gröf sína útaf þeim úrslitum. Þegar Hafnar-íslendingar hjeldu sigurvegaranum í því máli kveðjusamsæti áður en hann steig á skipsfjöl snemma í maí, flutti Jónas honum „Leiðarljóð" sitt, þar sem hann bregður upp töfrandi myndum af fegurð lands ins. Þær munu vera hinar síð- ustu, er hann gerði í ódauðleg- um kvæðum sínum. Hann fylgir hinum unga alþingismanni í kvæðinu, vestur á land, en þang- að var ferðinni heitið, til þess að hitta prestshjónin á Rafnseyri og ísfirska kjósendur. Skáldið neitaði sjer ekki um að hugsa sjer hinn tilvonandi þingskörung leggja lykkju á leið sína og koma við á Þingvöllum í leiðinni að vestan til Reykja- víkur, bregða upp fyrir honum dýrð staðarins og benda honum á hinar mannlausU möðrugrónu búðir, þar sem „hunangsfluga hólu hyggiri marga byggir". Þar var ekki hætt við neirium trúfl- unum. Því, segir skáldið, „autt ér enn að mörinura Alþingi ■—T talslyngra, hölda, • (hvað mun valda?), hafa reiðir tafist. — Nei, ef satt skal segja, sunnanfjalls þeir spjalla; þingið fluttu þang- að, þeir á kalda eyri“. Síðan kemur hinn frægi loka- þáttur kvæðisins, er skáldið hef- ir látið þingskörunginn „þiggja værðir værar, á grund kærri“, )>á segir hann: Elt svo hina! haltu hugprúður til búða Víkur- við þig leiki völin á mölinni. Hvatskeytleg kveðja í veislu- kvæði. Þetta hafa þeir jafnað sín á- milli, því hjer áttu tvö mikil- menni í hlut. En einkennilegt er að hugsa til þeirra í veislunni, er var skilnaðarstund þeirra, þegar menn hafa viðskifti þeirra í þingstaðarmálinu og kvæðið í huga. Jónas annaðist undirbúning undir baenarskrár til Alþirigis, eftir að Jón var farinn heim. Var það hans síðasta verk þ. 20. máí að semja bænarskrá um verslunarfrelsi, og fá undirskriít- ir undir hana. Framh. ó bls. 8.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.