Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. ágúst 1945,
Knud Zimsen íyrv. borgarstjóri sjötugur
j heimsókn.
ÞAÐ ER BÆÐI fróðlegt og
skemtilegt að sitja hjá Knud
Zimsen fyrverandi borgarstjóra
í hinni vistlegu og björtu skrif-
r.tofu hans á heimili hans við
Bjarkargötu 6 og ræða við hann
um sögu Reykjavíkur síðustu
hálfa öld. Á þessu tímabili hef-
ir Reykjavík orðið það, sem
hún er. Því allir vita hvernig"
hjer var umhorfs þegar 20. öld-
in gekk i garð. En Knud Zim-
sen hefir ekki verið áhorfandi
þeirra verklegu framfara sem
hjer hafa gerst. Hann hefir ver-
ið meðal fremstu og mikilvirk-
ustu forgöngumönnum í fram-
förum Reykjavíkur.
Sem nýútskrifaður verkfræð
ingur um aldamót byrjaði hann
að vinna fyrir bæinn að því, að
gera uppdrátt að bænum, eins
og hann var þá. Síðan varð
hann byggingafulltrúi, bæjar-
verkfræðingur, í bygginga-
nefnd, heilbrigðisfulltrúi, bæj-
arfulltrúi og síðan borgarstjóri
í Reykjavík frá 1914—1932.
Kirkjubækur segja afmælís-
dag hans vera þ. 18. ágúst, þó
hann sje fæddur daginn áður,
eða þann 17. ág. En það er eins
og presturinn í Garðasókn hafi
fundið það á sjer, í ágúst 1875,
að æfistarf þessa upprennandi
þjóðfjelagsborgara ætti sjer-
staklega að vera tengt við
Reykjavík og þess vegna hafi
prestur sett fæðingardag hans
í kirkjubókina á afmælisdag
Reykjavíkur, en þá, 18. ágúst
1875, voru liðin 88 ár síðan
Reykjavík fjekk kaupstaðar-
rjettindi.
Þegar jeg í fyrradag sat um
stund hjá Knud Zimsen og við
ræddum um verklegar fram-
kvæmdir í Reykjavík, bar ým-
islegt á góma um vatnsveit-
una, rafveituna og gasveituna,
um hafnargerðina, um Talsíma
fjelag Reykjavíkur. Af nógu er
að taka.
Vinsælasta umbót
i vatnslausum bæ.
-— Jeg held, segir Zimsen, að
engri umbót hafi verið fagnað
eins innilega eins og þegar
vatnsveitan komst á. Það var
eðlilegt. Ástandið var orðið ó-
þolandi, og langt fram yfir það.
Guðmundur Björnson land-
læknir var öflugasti forgöngu-
maður þessa máls. Eins og eðli-
legt var. Bæjarbúar voru í sí-
feldri hættu. Hjer kom upp
taugaveiki á hverju ári. Bakt-
erían fór í brunpana. Svo var
verið að loka þessum brunn-
holum, ýmist til bráðabirgða
eða fyrir fult og alt.
— Og þegar farið var að bora
fanst gull í staðinn fyrir vatn.
—  Ónei. Við fundum vatn.
En það var bara of volgt. Það
var hjerna í Vatnsmýrinni. —
Mig minnir að vatnið þar í jörð-
inni hafi reynst 18 gráðu heitt.
Bærinn hafði fengið lánaðan
bor hjá firma í Odense, til að
bora eftir vatni. Þetta var fall-
bor. Var honum lyft og hann
látinn detta niður í holuna. Jeg
hafði umsjón með þessu. Þeg-
ar holan var orðin nqkkuð
djúp, þá var sett púðursprengja
í zinkhylki í holuna til þess
að sprengja frá bornum, svo
betur ynnist. Var kveikt í
áprengiefninu með rafmagns-
þræði er niður var komið.
Þegar Reykjavík breyttist
úr þorpi í borg
Knud Zimsen, fyrverandi borgarstjóri, átti sjötugsafmæli
í gær. Fjölda margir vinir hans og samstarfsmenn heim-
sóttu hann í tílefni afmælisins. Fyrir hédegi kom þangað
m. a. bæjarráð Reykjavíkur <jg borgarstjóri, og skýrði hon-
um írá því, að bæjarráð hafi samþykt á fundi sínum daginn
áður, að láta mála mynd af honum, og yrði hún varðveitt
í salarkynnum hins fyrirhugaða ráðhúss.
Meðal afmælisgestanna var stjórn K. F. U. M. hjer í bæ,
en Knud Zimsen er heiðursfjelagi í þeim fjelagsskap, stjórn
Verkfræðingafjelagsins og Iðnaðarmannafjelagsins. í öllum
þessum fjelögum hefir Knud Zimsen starfað mikið og vel.
Þökkuðu stjórnir fjelaganna gott samstarf og ötula forgöngu
margra nytsamra málefna. Stjórn kirkjugarðsins kom þar
einnig til að þakka honum vel unnin verk, en eitt af áhuga-
málum hans nú, er að koma upp kapellu í kirkjugarðinum
og fá breyting á útfararsiðum hjer í bænum. Fjöldi gjafa,
míkíl blóm og sægur skeyta bárust honum á afmælisdaginn.
Gullið í mýrinni.
Einn góðan veðurdag, þeg-
ar borinn er tekinn upp, er
hann logagyltur neðst. — Jeg
hafði umsjón með verkinu fyr-
ir hönd bæjarstjórnar. Hinn
danski verkstjóri, sem var með
borinn, sagði mjer ekkert frá
þessari ,,forgyllingu". En hann
sneri sjer til járnsmiðsins, sem
skerpti borinn, og þeir komu
sjer saman um að þetta myndi
vera gull. Fóru þeir síðan með
þetta til manns, er hafði feng-
ist við efnagreiningar. Hann
var ekki frá því, að þarna væri
vöttur af gulli, en greinlega
fann hann þar kopar og zink.
Maðurinn vissi ekki hvaða að-
ferð var notuð við borunina
og gat því ekki áttað sig á því,
að það sem hann fann var úr
hylkinu sem sprengiefnið var
látið í. Svo segir sagan, að ein-
hver kunni að hafa smeygt gull
mylsnu í holuna. Og síðan ver-
ið rannsakað. Og þá var gullið
orðið mikið. Þá gaus upp gull-
æðið með fregnmiðum á göt-
unum um gullfundinn mikla.
Allir vildu eiga ítök í Vatns-
mýri og Norðurmýri og marg-
ir vildu græða, en hver bora
hjá sjer. Þessi gull-„feber"
gerði vart við sig víðar. M. a. í
Vestmannaeyj um.
Nokkrum árum síðar var
stofnað hlutafjelagið Málmur,
til þess að rannsaka hvað fæl-
ist í Vatnsmýrinni. Fjelagið
keypti bor og ljet bora og fann
ekkert sem kvað að. '
En jarðborinn, sem þetta fje-
lag átti, keypti bærinn síðar
og með honum var borað eftir
heitu vatni við Þvottalaugarnar
áður en tilraunaveitan var gerð
fyrir     Austurbæjarskólann,
Landsspítalann og Sundhöll-
ina. Upp úr því kom Hita-
veitan.
Arnar og Gvendarbrunnar.
— En hvert varð framhaldið
í Vatnsveitumálinu?
— Þá var farið að hugsa um
að taka neysluvatn úr Elliða-
ánum. Þá voru árnar keyptar
af Englendingnum Payne. En
Mr. Payne hafði keypt þær af
Thomsen og Artún með. Síðar
keypti sá breski Árbæ, Breið-
holt og Bústaðí. Það átti að sía
árvatnið í vatnsveitu þessa.
Svo kom Jón Þoi-láksson til
só'gunnar,  og  hann  benti  á
Knud Zimsen.
Gvendarbrunna. Þeir höfðu þá
gleymst um skeið, eftir að nýi
vegurinn var lagður hjá Geit-
hálsi. En áður lá vegurinn aust
an yfir Hellisheiði, fram með
hraunbrúninni fram hjá Gvend
ar brunnum um Elliðavatn. —
Einnmitt vegna þess að Gvend-
arbrunnar voru rjett við al-
faraveg, vígði Guðmundur góði
þessar uppsprettulindir, eins og
ýmsar aðrar meðfram alfara-
leiðum.
Sumarið 1909 var vatnsleiðsl
an komin inn að Elliðaám og
vatnið tekið úr árnum, meðan
leiðslan var lögð í „brunnana".
Var það mikil bót frá því, sem
áður var. En erfitt reyndist að
verja innrásina fyrir slíi. Átti
maður að hreinsa ristarnar, sem
voru fyrir pípuopinu einu sinni
á klukkustund. Hann varð að
vera þar allan daginn.
Hugmyndin um Miðbæjar-
bryggju.
— Hvernig var upphaf hafn-
armálsins?
— Það kann jeg ekki utan
að, segir Zimsen. Ráðagerðir í
því máli voru byrjaðar fyrir
aldamót. Því vitanlega höfðu
menn lengi sjeð, að við svo búið
mætti ekki standa til lengdar.
Það var t. d. alveg fráleitt að
hafa hjer enga bryggju, allan
tímann, sem skipaútgerðin var
hjer.
—  Merkilegt að útgerðin
skyldi haldast hjer, að menn
leituðu ekki í aðra staði?
— Það var vegna þess, hve
auðvelt var að fá fólk hjer til
að verka fiskinn, og hve mik-
ið var hjer af stakkstæðum og
tiltölulega. ódýrt að gera hjer
stakkstæði. Hjer var mikið af
grjótholtum. Um aldamót datt
engum í hug að gera stakk-
stæði t. d. í Hafnarfjarðar-
hrauni.
Lengi framan af var aðallega
talað um bryggjugerð. Tryggvi
Gunnarsson vildi t. d. láta gera
mikla bryggju út frá Miðbæn-
um. Og láta þar við sitja. —
Þetta hefði altaf verið ófull-
nægjandi, meðan bryggja sú
var óvarin.
Jeg hafði fýrst bein afskifti
af hafnarmálinu árið 1906. Þá
var fenginn hingað norskur
hafnarstjóri, Gabriel Smith til
að segja álit sitt um hafnar-
gerð hjer. Hann lagði til að
gerðir yrðu hjer garðar með
svipuðum hætti og síðar var
gert. En þessi mikla Miðbæj-
arbryggja var í huga hans og
hjelst í áætlunum'hafnarstjórna
alt fram til þess að gerður var
samningur við Monberg um
framkvæmd verksins. Þá átti
líka að vera bryggja við aust-
urgarðinn. En ekkert samband
á milli hennar og Miðbæjar-
bryggju. Þá var jeg í hafnar-
nefnd. Þar átti Sveinn Björns-
son sæti. Við fengum þessu
breytt. Að Monberg gerði breiða
uppfyllingu í stað bryggju og
Tryggvagata yrði gerð sem sam
bands gata til eystra hafnar-
bakkans.
Til þess að breytingin frá
fyrirhugaðri bryggju í hafnar-
uppfyllingu yrði ekki altof dýr,
þurftum við að hafa svo veik
járn í bólvirkinu, að það átti
ekki að endast nema í 15 ár.
En við reiknuðum það út, að
endurnýjun eftir það árabil
kostaði minna en vextir af því
fje, sem styrkara bólvirki kost-
aði. Það fór allt eins og ráð
var fyrir gert.
Rafmagn og gas.
— Hvernig stóð á því, að raf-
virkjun var ekki látin sitja fyr-
ir gasstöð?
— Það er saga út af fyrir sig.
Um rafveitu hafði hjer verið
talað lengi og ýmsar tillögur
komið fram. M a. frá Frímanni
B. Arngrímssyni, er hann kom
hingað heim frá Ameríku fyr-
ir rúmlega 50 árum.
Það mun hafa verið árið 1906
að Eggert Claessen gekkst fyrir
samtökum manna hjer í bæ,
með það fyrir augum, að þeir
kæmu hjer upp rafstöð. Þá
vorú nokkrir menn komnir
hjer með rafmagnsmótora til
heimabrúks. Nauðsynlegt var
að koma hjer upp heildarkerfi.
Fjelagi Eggerts Claessen
reyndist örðugt að fá fje til
fyrirtækisins. Hann komst í
samband við þýska firmað C.
Franke, og kom sonur eigand-
ans hingað til að athuga allar
kringumstæður.
Firma þetta bygði bæði raf-
stöðvar og gasstöðvar. Þá var
íarið að tala um að byggja
bæði rafstöð og gasstöð. En það
varð úr, að Franke taldi að skil
yrði væru hjer ekki fyrir raf-
stöð, því hún yrði of dýr fyrir
bæinn, eins fámennur og hann
var þá. Bæjarstjórn tók síðan,
upp samninga við Franke um
bygging gasstöðvar.  Að hann
bygði gasstöð fyírir reikning
bæjarins, og var tekið veðdeild-
arlán til þess að koma stöðinní
upp. Firmað bæri reksturshall-
ann fyrstu árin, en skilaði bæn-
um hagnaðinum, er hann yfir-
stigi halla fyrstu áranna. Bær-
inn gat tekið stöðina, er honum
sýndist. Það varð 1916. Þá neit-
uðu Englendingar okkur um kol
til stöðvarinnar vegna þess, að
Þjóðverjar rækju hana. Þá var
Franke úr sögunni. En stöðin
hefir orðið bænum drjúg tekju
lind og bæjarbúum til hag-
ræðis.
Þegar Elliðaárstöðin kom tU
sögunnar 1918, var hætt að
hugsa um að auka gasið. En
rafmagnið frá Elliðaánum gat
aldrei nægt bæjarbúum til
suðu. Hvað þá meira. Þó var
æði erfitt að fá það fje, sem
þurfti til hennar. Á 3. miljón
króna. Það var mikið fje árið
1918.
Að nota heita vatnið.
— Hvenær var farið að ráð-
gera hitaveitu hjer?
— Það er langt síðan mönn-
um var það Tjóst, að jarðhitinn
hjer yrði notaður. Menn gerðu.
sjer ekki grein fyrir hver hátt-
ur yrði hafður á notkun hans.
Þegar Páll Einarsson var hjer
borgarstjóri voru t. d. erfða-
festulönd meðfram Laugalækn-
um afhent með því skilyrði, að
bærinn gæti tekið endurgjalds
laust ræmu meðfram læknura
undir gróðurhús.
Tilraunaveitan úr Þvotta-
laugunum var komin á 1930. —
Árið 1932 gerði jeg samning
við eigendur Reykja í Mosfells-
sveit um kaup á hitavatni þar.
En þau skilyrði voru í samn-
ingnum, að ákveðið vatnsmagn
reyndist vera í uppsprettunurn
þar. Þegar vatnsmagnið var
mælt, kom í ljós að það var,
minna en ráð var fyrir gert. Svo
samniugur þessi fjell niður. Jón
Þorláksson tók málið svo up$
að nýju við eigendur Reykja.
Ekki var auðhlaupið að því
að fá leiðbeiningar frá útlönd-
um notkun jarðhitans. Bæjar-
stjórn fjekk t. d. Þorkel Þor-
kelsson til þess að fara til ítal-
íu og fá vitneskju um það þar
hvernig jarðgufa er notuð sem
orkulind. Hann fekk ýmsar upp
lýsingar. En hann fjekk aldrei
að koma á svæðið þar sem jarð
gufan er virkjuð.           i,
Hitaveitan verður bænurrt
vonandi drjúg tekjulind þegar
fram líða stundir, með öllum
þægindunum sem hún veitir
bæjarbúum.
Tvær byggingasamþyktir.
Nú vjekum við talinu að
fyrstu árum Kn. Zimsen hjer
í bæ. Hann tók sæti í bygginga,
nefnd árið 1903, og samdi að
mestu leyti frumvarpið að
þeirri byggingasamþykt, sem
gekk í gildi 1. jan. 1904. En
sú samþykt gildir enn. Liggur
nú fyrir að samþykkja nýja, er
Knud Zimsen vann lengi að
með Sigurði Pjeturssyni og Ein-
ari Erlendssyni.             \
Mjer þótti gaman að því, seg-
ir hann, að fá tækifæri til þesS
að vinna að nýrri byggingasam-
þykt eftir öll þessi ár. Gamla
bygingasamþyktin var sniðin
við þá tíma. Þó hefði jeg viljað
Framhald á bls. 10,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12