Morgunblaðið - 11.10.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
ÍSLENSKU knattspyrnu
Suð-austan gola eða kaldi,
Síkýjað.
mennirnir komnir. — Grein;
um þá á bls. 2.
Akureyri ætlar að Ijúka
virkjun Laxár fyrir 11,6,
miljón krónur
Akureyri í gær. Frá frjettaritara vorum.
BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR hefir samþykt tillögu raf-
veitunéfndar Akureyrar um fullnaðarvirkjun Laxárfossa, en
samkvæmt nýlega gerðri áætlun mun viðbótarvirkjunin kosta
11,6 miljónir króna og viðbótin áætluð 9,500 hestöfl.
Oteljandi vígahnettir sjást á
Morður- og Austurlandi
VÖKUMENN á Kópaskeri sáu mikla vígahnetti fara þar yfir
í fyrrinótt og stóð þessi mikilfenglega loftsýn yfir í tvær
klukkust.undir. Ennfremur sáust vígahnettirnir frá Norðfirði.
Vígahnettirnir fóru eins og loftrákir pm himinhvolfið og sum-
ir sprungu með ailavega lit. Stjörnufræðingar segja, að ekki
sje ólíklegt að lofthnettir þessir standi að einhverju leyti í sam-
bandi við halastjörnur; sem um þessar mundir fara allnærri
Rafmagnsnefnd Akureyrar
barst nýlega erindi frá Raf-
magnseftirliti ríkisins með
kostnaðaráætlun um fullnaðar-
virkjun hinna efri Laxár fossa.
Hafa þeir verkfræðingarnir
Eiríkur Briem og Sigurður
Thoroddsen gert áætlun þessa.
Rafmagnsnefndin lagði til
við bæjarstjórn Akureyrar, að
hún samþykti þessa tillögu að
bæjarstjóra sje falið að leita
samþykkis viðkomandi ráð-
hería fyrir virkjun, sem bygð
sje á áætlun þessari. Bæjar-
stjórn Akureyrar samþykti til-
lögu nefndarinnar á fundi sín-
um 8. þ. m.
Þing farmanna o§
fiskimaima seff
TÍUNDA þing Farmanna-
og fiskimannasambands ís-
lands var sett í Tjarnarkaffi í
gær. Ásgeir Sigurðsson, sitip-
stjóri, forseti samb'andsins,
setti það með ræðu. Mintist
hann sjómanna er látist höfðu
á árinu. Heiðruðu fundar-
menn minningu þeirra með
því að rísa úr sætum.
Mörg og merk mál liggja
fyrir þinginu.
Fulltrúar frá 14 fjelögum
sitja þingið.
Fundarstjóri þingsins var
kosinn Þorsteinn Árnason,
vjelstjóri, en til vara Ólafur
Þórðarson, skipstjóri; Henry
Hálfdánarson og Jón Axel
Pjetursson. Ritarar voru kosn
ir' Guðmundur Jensson, loft-
skeytamaður og Lúther Gríms
son, mótorvjelstjóri.
Helgi Eiríkison Golf-
meisfari ffvíkur
FYRIR nokkru síðan fór
fram keppni í meistaraflokki
karla í Golfklúbb íslands. í
undirbúningskeppni voru 22
þátttakendur. Átta efstu
menn í þessari keppni kepptu
í meistaraflokki. Helgi Eiríks
son sigraði og hlaut titilinn:
Golfmeistari Reykjavíkur.
I fyrsta flokki kepptu
næstu átta menn. I þeim
flokki bar sgiur úr býtum
Frímann Ólafsson.
Þá fór um líkt leyti fram
nýliðakeppni. Keppt var um
Nýliðabikarinn. Að þessu
sinni sigraði Ólafur Hall-
grímsson.
í sumar fór fram keppni í
meistaraflokki kvenna. Frú.
Anna Kristjánsdóttir sigraði.
Varðarfjeiagið
fekur upp nýbreyfni
í skemfanalífinu
LANDSMÁLAFJELAGIÐ
Vörður ætlar að reyna ný-
breytni í skemtanalífi bæjar-
ins á laugardagskvöldið. —
Gengst fjelagið fyrir dansleik
í Sjálfstæðishúsinu, sem ekki
verður með næturklúbbafyr-
irkomulagi því, sem tíðkast
hefur hjer í bænum, þegar
dansleikir eru haldnir.
Þeir, sem vilja byrja kvöld
ið með því að fá sjer góða
máltíð geta borðað í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 7—ú, en þá
hefst dansleikurinn. Húsinu
verður lokað klukkan 10 og
dansleiknum verður lokið kl.
2 eftir miðnæti.
Þess má vænta, að þessari
ágætu nýbreyttni verði vel
tekið.
Fallhlrfarfionnefli!
naðaoir
London í gærkvöldi.
HERMÁLARÁÐHERRA
Breta hefur tilkynt, að þeir
243 fallhlífahermenn, sem
dæmdir voru til fangelsisvist-
ar í Malaya fyrir uppreisnar-
tilraun, verði látnir lausir. —
Segir ráðherrann, að þetta sje
gert á lagalegum grundvelli,
en enginn vafi sje þó á því, að
hermennirnir hafi brotið af
sjer, er þeir komu af stað upp
þot-um og neituðu að gegna
skipunum yfirmanna sinna.
Forustumenn fallhlífaher-
mannanna báru það fyrir
rjetti, að aðbúnaður þeirra
hafi verið svo slæmur, að eng
in tök hafi verið að una leng-
ur við það. — Reuter.
Saufján rúmensklr
qulsllngar dæmdir
Búkarest í gærkvöldi.
SAUTJÁN fyrrverandi ráð
herrar og aðstoðarráðherrar
úr stjórn þeirri, sem fór með
völd í Rúmeníu á styrjaldar-
árunum, voru í Búkarest í dag
dæmðir til fangelsisvistar frá
8 til 20 ár. Eignir ákærðu voru
gerðar upptækar.
Tilkynningu þessari fylgir,
að þetta sjeu þeir síðustu af
áhrifamiklum áhangendum
Antonescus, sem dæmdir
verði.
13,500 flugvjelar
fóru um Kefiavík
Styrjaldarárin fóru alls
13,500 flugvjelar um Kefla-
víkurflugvöllinn, bæði á aust
ur og vesturleið. Frá þessu
er skýrt í hinu opinbera tíma
riti ameríska flughersins,
„Air Force“. Alls flugu með
flugvjelunum 174,000 far-
þegar og þaraf voru 20,050
særðir hermenn, sem fluttir
voru heim frá vígvölTunum
í Evrópu.
„Oteljandi tonn af margs-
konar pósti og nauðsvnjum
voru flutt þessa leið“, segir
tímaritið.
Bandaríkjamenn nefna
Keflavíkurflugvöllinn , norð
uráfangann milli heimsálfa“
og „þjóðbraut flugleiðanna
um Norður-Atlantshaf“.
London í gærkveldi.
AÐALSKRIFSTOFA UNRRA
hefir nú tilkynt, að ekki verði
tekið á móti meiri gjöfum frá
einstaklingum. Hinsvegar geta
ríkisstjórnir og opinberar stofn
anir enn afhent vörur og pen-
inga til dreifingar.
Tilkynning þessi mun standa
í sambandi við það, að undir-
búningur er nú þafinn að leggja
hjálparstofnunina niður,. en
jafnframt þessu tilkynti breska
útvarpið í kvöld, að einstakl-
ingar í Englandi og bresku sam
veldislöndunum hefðu gefið vör
ur og peninga til UNRRA, sem
samtals næmi að verðmæti um
340,000 sterlingspundum.
Eins og mönnum er kunnugt,
ferðaðist La Guardia, aðalfram
kvæmdastjóri UNRRA í sumar
um Evrópu, til að kynna sjer
ástandið þar. Hefir nú skrif-
stofa hans í Bandaríkjunum til
kynt, að nefnd verði send til
Júgóslavíu, til að kynna sjer,
hvort nokkur fótur sje fyrir
því, að vistir og ýmislegt ann-
að, sem hjálparstofnunin hefir
sent þangað, sje notað í þarfir
júgóslavneska hersins.
—Reuter.
718 sfríðsglæpa-
menn dæmdir fil
dauSa
London í gærkveldi.
SAMKVÆMT upplýsingum,
sem ein af stofnunum samein-
uðu þjóðanna hefir gefið, hafa
Frakkar, Bretar og Bandaríkja
menn nú dæmt í málum 1018
stríðsglæpamanna í Evrópu. Af
hinum sakfelldu voru 392
dæmdir til lífláts, en 438 til
fangelsisvistar.
í Austur-Asíu hafa 326
manns verið dæmdir til lífláts
fyrir ýmiskonar stríðsglæpi,
554 hafa verið dæmdir í fang-
elsi, en 240 sýknaðir. — Reuter.
jörðu.
Forseti slaðfesfir lög
Á RÍKISRÁÐSFUNDI 9.
október 1946 gaf forseti ís-
lands út:
Forsetabrjef um þinglausnir.
Forsetabrjef um að reglq,-
legt Alþingi 1946 skuli koma
saman til fundar fimtudaginn
10. október 1946.
Þá staðfesti forseti á sama
ríkisráðsfundi eftirgreind
lög:
Lög um lántökuheimild
fyrir ríkisstjórnina til að
reisa lýsishersluverksmiðju.
Lög um hemild ffyrir rík-
isstjórnina til að ábyrgjast
rekstrarlán ffyrir Landsmiðj
una.
Lög um breyting á lögum
nr. 81, 23. júní 1936 um sveit-
-arstjórnarkosningar.
Lög um ráðstafanir í sam-
bandi við skilnað íslands og
Danmerkur.
Lög um rannsóknarstofnun
háskólans í búfjármeina-
fræði.
Lög um breyting og við-
auka við lög nr. 65, 11. júní
1938 um skatt og útsvars-
greiðlsu útlendinga o. fl.
„Drottningin"
kom í gær
M.S. Dronning Alexandrine
kom hingað í gærdag. MikilL
fjöldi farþegar var með skip-
inu og munu þeir hafa verið
nærri 200. Meðal þeirra voru
frú Ingibjörg Þorláksson,
Gústaf A. Jónasson, skrifstofu
sijóri ©g sr. Jakob Jónsson.
Drottningin kom með mikið
af sementi, nokkuð af hús-
gögnum og öðrum varning.
Nýr bókafiokkur
frá Helgafeili
NÚTÍMASÖGUR nefnist
nýr bókaflokkur, sem Helga-
fell hefur hafið útgáfu á. — í
flokknum verða 10 bindi. Eru
þetta alt úrvals nútímaskáld-
verk og verður frágangur bók
anna mjög vandaður. Þessi út
gáfa verður aðeins fyrir
áskrifendur, eins og Lista-
mannaþingið.
Meðal höfunda má nefna
eftirtalda: Sherwood Ander-
son, Remarque, Malroux,
Aksel Sandemose og Harry
Martinsson. Lögð hefur verið
áhersla á að þýðingarnar sjeu
vel af hendi leystar.
LYSING
SJÓNARVOTTA
Annar vökumaðurinn, sem
sá þessa mikilfenglegu sín á
Kópaskeri, segir frá henni á
þessa leið:
Við vöktum yfir vjelum að
faranótt þess 10. þ. m. Af til-
viljun gekk annar okkar út og
sá þá undarjega leiftur á suð
urloftinu. Skömmu síðar sá-
ust ósköpin öll af vígahnött-
um að svífa um loftið. Var
ekki tölu á þá komið. Stefna
þeirra var til suð-austurs.
Þeir virtust svífa lárjett, en
ekki lóðrjett, eirfs og venja
mun vera. Sumir leiftruðu að
eins í suðrinu. En hinir, sem
komu nður á austur- og vest
urloftinu drógu á eftir sjer
langan logandi hala og)
sprungu með öllum regnbog-
ans litumi
Þetta stóð yfir í tæpar tvær
klukkustundir.
Málverkasýning
opnuð á morgun í
Lisfamannaskála
Á laugardaginn kemur verð
ur önnur málverkasýning
haustsins opnuð í Listamanna
skálanum, Það er Kristinn
Pjetursson, listmál^ri, Hvera-
gerði, sem efnir til sýningar
þessarar. >
Um 100 myndir verða á
sýningunni, olíumyndir, vatna
hta myndir og teikningar. —<
Flest verkanna eru landslags-
myndir, aðallega frá Vest-
fjörðum. Þá verða nokkrar
andlitsmyndir og óhlutkend-
armyndir.
Þetta er fyrsta sýning Krist
ins hjer í Reykjavík, síðaii
fyrir sfríð. Hann gerir ráð
íyrir að hún verði opin í 13
daga. En kl. 11 árdegis á laugj
ardag verður sýningin opnuð.:
10 þúsund Pélverjar
fara heim
Hamborg í gærkveldi.
10,000 Pólverjar á hernáms-
svæði Bandaríkjamanna í Þýska
landi hafa nú horfið heim, eft-
ir að hafa þegið boð UNRRA uig
60 daga matarskamt eftir að
til Póllands er komið.
Á breska hernámshlutanum,
hefir Pólverjum yerið boðið
upp á sömu hlunnindi, og
vænta menn þess. að margir.
þeirra muni notfæra sjer þetta,
og fara heim. — Reuter.