Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 8
8 MoncrNfíiAfíip rfiir» • ** 1 ■n/^Tr 10CÍÍ? „RÍS ÞU UNGA ISLANUS Á FUNDI Stúdentafélags Reykja ríkur hinn 7. þ.m. minntist frá- farandi formaður félagsins, Barði I'riðriksson lögfræðingur þess, að 1 þessum mánuði væri 50 ár lið- in, síðan nefnd kjörin af félaginu — sem þá kallaðist Hið íslenzka •túdentafélag, — sendi öllum al- menningi áskorun um að gera bláhvíta fánann að þjóðfána ís- lendinga. Þessarri áskorun var þann veg tekið, að það getur ekki leikið á tveim tungum, að nú í nóvember er hálfrar aldar af- mæli islenzka fánans. Það sýnist því vel til fallið að minnast hans nú að nokkru. í frásögn þessarri er víða stuðzt við rit dr. Björns Þórðarsonar um Alþingi og frelsisbaráttuna. Hef- ir hinn mikli fróðleikur, sem þar er saman kominn, sparað mjög leit í öðrum heimildum. ★ ★ ★ Á Þingvallafundi 1885, þeim hinum sama, þar sem fyrst var sungið hið þróttmikla kvæði „Öxar við ána“, var samþykkt tillaga þess efnis að ísland ætti rétt til þess að hafa sérstakan verzlunarfána. Stjórnarskrár- nefnd neðri deildar bar fram á Alþingi hið sama ár frumvarp til laga um þjóðfána fyrir ísland. Þar var sagt, að ísland skyldi Á hálfrar aldar afmæli íslenzka fánans EFTIR PÉTUR BENEDIKTSSON um sá hann fjölmargt fyrr og ljósara en aðrir íslendingar. í grein, sem birtist í blaði hans „Dagskrá“ hinn 13. marz 1897, bendir hann mönnum á það, að engin siðuð þjóð hafi dýrsmynd í verzlunarfána sínum. Fáninn eigi að bera þjóðliti fslands og vera hvítur kross í bláum feldi. Hinsvegar studdi hann tillöguna um að taka fálkann upp sem skjaldarmerki íslands í stað flatta þorsksins, sem Danakon- ungum hafði um langan aldur þótt hæfa að nota sem þjóðar- merki íslendinga. Hið sama sumar lét föðursyst- ir Einars, kvenskörungurinn Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, Kvenfélag Reykjavíkur draga blá-hvíta fánann við hún á Þjóð- minningarhátíðinni hinn 2. ágúst Mun það vera í fyrsta sinn, sem þar skólastjóranum fálkamerki, sem þeir hugsuðu sér að ætti að blakta við hlið annarra Norð- urlanda-fána er tilefni gæfist til. Einhverjum dönskum blöðum þótti þetta lýsa skorti á tilhlýði- legri undirgefni og töldu það vera tilraun íslendinga til að reka „Dannebrog" af hólmi. Ungur stúdent, sem síðan hef- ir komið mjög við sögu, Gísli Sveinsson, sendi blaði Land- varnarmanna „Ingólfi", frásögn af þessu, og „Ingólfur" var ekki seinn á sér að taka upp hanzk- ann. Hinn 24. apríl 1905 birtist þar grein undir fyrirsögninni: „Merki íslands", og var þar tek- íð af skarið: „Oss vantar fána í staðinn fyrir Dann‘ebrog“. Mælti blaðið eindregið með tillögu Ein- ars Benediktssoriar um gei'ð fán- ans. Þetta varð til þess, að næsta hafa sérstakan fána. Tillaga frumvarpsins um gerð fánans var á þessa leið: Verzlunarfána íslands skal skipt í 4 ferhymda reiti, er séu greindir með rauðum krossi hvít- fjöðruðum. Skulu þrír reitirnir vera bláir og á hvern þeirra markaður hvítur fálki. Fjðrði reiturinn skal vera rauður með hvítum krossi eftir sömu hlut- föllum sem í meginfánanum, og skal það vera sá reitur, sem næst ixr er stönginni að ofan, begar fáninn er hafinn. — Síðan er hlut föllum reitanna lýst nána*a og einnig stjórnvaldafánanum, sem átti að vera klofinn. Flestum íslendingum mun í dag þykja þessi tillaga um gerð fánans næsta einkennileg, enda kom það fram í umræðum, að forvígismönnunum var ærið ó- ljós munur fána og skjaldar- merkis. Málið sofnaði í nefnd á þing- inu 1885, og fara nú ekki sögur af fánamálinu næsta áratug. ★ ★ ★ Einar Benediktsson skáld mun frægur af kvæðum sínum meðan íslenzk tunga er töluð, en hróður hans af þeim má ekki varpa ■kugga á það, að í stjórnmálum og margháttuðum framfaramál- hann blakti á mannamótum, en hitt má sanna, að meira en hálft þriðja ár var þá liðið, síðan Ein- ar lét fyrst sauma bláhvíta fán- ann. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikkona sagði frá því í blaðavið- tali á 50 ára leikafmæli sínu, er hún kom fyrst á svið í Fjalakett- inum á Þrettándanum 1895. Þá voru leikin tvö leikrit; hét annað þeirra „Við höfnina“ og var eftir Einar Benediktsson. I því leikriti segir hún, að bláhvíti fáninn hafi verið borinn inn á sviðið. Við þá frásögn má bæta, að þar var Fjall konan, ímynd íslands, sem hélt á fánanum, sem var fagur silki- fáni. — Stúlka sú, sem fór með hlutverk Fjallkonunnar, var ung blómarós, sem bótti fríðust af öllum sínum jafnöldrum, Guð- ríður Guðmundsdóttir frá Lamb- húsum á Akranesi. Lifir hún enn og er kona manns, sem og kem- ur mjög við sögu fánamálsins, Matthíasar Þórðarsonar forn- menjavarðar. ',Y ★ ★ Litlar sögur fara af blá-hvíta fánanum næstu árin. Þó blakti hann á Þingvöllum, er gistihúsið „Valhöll“ var vígt í ágúst 1898. Á skólahátíð í Askov í janúar 1905 gáfu íslenzkir nemendur Lögbergsgangan á Þjóðfundinum 1907. Fremstir ganga fánabcrarnir Benedikt Sveinsson ritstjóri Ingólfs, Hjörtur Líndal hreppstjóri á Núpi í Miðfirði og Jón Samúelsson bóndi á Hofsstöðum á Mýrum, talið frá hægri til vinstri. sumar fór fáninn að sjást blakta við hún hér og þar um landið við hátiðleg tækifæri. Jónas Guðlaugsson skáld hóf komungur útgáfu blaðsins „Vals“ sumarið 1906. Tók hann mjög undir með „Ingólfi“ og fagnar því, að nú taki að roða fyrir þeim tímum, er krafizt verði, „að fáni vor megi blakta á öllum íslenzkum kaupförum og líða frjáls um höf“. Önnur blöð tóku og að vakna. „Lögrétta", helzta málgagn Heimastjórnarmanna, vill og taka upp þjóðfána, til notkunar innanlands og með ströndum fram, en minnir menn á, að danski fáninn sé ríkisfáni. Hann eigi því heimtingu á að blakta á opinberum byggingum og við sigluhún á skipum, er fari héðan til annarra landa. ★ ★ ★ Svona var málum komið, er Stúdentafélagið tók málið upp haustið 1906 og valdi 5 manna nefnd til framkvæmda, þá Bene- dikt Sveinsson, ritstjóra Ingólfs Bjarna Jónsson frá Vogi, Guð- mund Finnbogason, Magnús Ein- arsson dýralækni og Matthías Þórðarson. Komu tillögur þeirra fyrir félagsfund hinn 22. október, og höfðu allir orðið á eitt sáttir um að mæla með tillögu Einars Benediktssonar um gerð fánans, nema Matthías Þórðarson gerði það ágreiningsatriði í nefndar- álitinu, að hann kysi heldur að fáninn væri blár með rauðum krossi, en hvítum röndum utan um rauða krossinn. — Þarna kom fyrst fram tillagan um þann fána, er áratug síðar sigraði í viður- eigninni. En að sinni var það bláhvíti fáninn, sem bar sigur af hólmi í Stúdentafélaginu. Gerði fundurinn „ályktun um fánann“, og í nóvembermánuði sendi fánanefndin óskipt áskor- un þá til þjóðarinnar, sem fyrr getur. Birtist hún í heild á þess- axri opnu blaðsins. í sambandi við ályktun Stúd- entafélagsins hinn 22. október boðaði nefndin til almenns fund- ar í Reykjavík hinn 29. nóvem- ber, þar sem þeir Bjarni Jóns- son frá Vogi og Guðmundur Finn bogason töluðu af mikilli mælsku. Var ræða Bjarna herhvöt í sjálf- stæðismálinu, en Guðmundur sagði m.a., að fáninn væri „fanga mark þjóðarinnarrt, og fyrir þá sök vildum vér hafa sérstakan fána. Suma kynni að furða á því, að Einar Benediktsson kom ekki sjálfur við sögu á fundum Stúd- entafélagsins. En Einar var þá um sinn sýslumaður Rangæinga og sat að Stóra-Hofi á Rangár- völlum með mikilli rausn. Hann lét og ei sitt eftir liggja, þvx að hann hafði nú ort hið undur- fagra kvæði sitt til fánans, sem sungið var fyrsta sinni á borg- arafundinum í Reykjavík, með lagi eftir Sigfús Einarsson: Rís þú, unga Islands merki, upp með þúsund radda brag. ★ ★ ★ Málinu var nú fylgt óspart eft- ir með blaðaskrifum, ’bréfum, póstkortum með mynd fánans og bæklingum, er sent var um land allt. Ungmennafélögin gengu nú í lið með Stúdentafélaginu, og leiddi þetta allt til þess, að á fjölmörgum þingmálafundum, sem haldnir voru vorið 1907, voru gerðar samþykktir um fána- málið. Snemma sumars skoraði fána- nefndin á landsmenn að draga fánann á stöng á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Hinn 17. júní 1907 töldu menn 65 bláhvíta fána, er blöktu við hún í Reykjavík. Var nú hafinn undirbúningur undir Þingvallafund síðar í mán- uðinum. Margs ber að gæta, og eitt var það, að á þessum tíma var ekki auðvelt að fá bláan og hvítan fánadúk í Reykjavík. Því var sú ein grein í ályktun Stúdenta- félagsins um fánann, að „félagið fær kaupmann til að láta gera fána og hafa þá til sölu“. Framkvæmdin ó þessum lið ályktunarinnar lenti í höndum Einars kaupmanns Gunnarsson- ar, bróður Jóhannesar Hóla- biskups, og þeirra hjóna Guðrún- ar Pétursdóttur og Benedikts Sveinssonar. Einar sá um pöntun á fánadúknum, en Guðrún saum- aði fánana í tugatali, og voru þeir sendir um allt land. ★ ★ ★ Nú var efnt til Þjóðfundar að Þingvelli hinn 29. júní 1907, til þess að hvetja ráðherra og þing- menn til einarðlegrar framgöngu í sjálfstæðismálinu, og höfðu rit- stjórar ýmissa blaða forgöngu um það. Var þarna saman komið mannval mikið. Einar Gunnarsson og Benedikt Sveinsson höfðu haft þann við- búnað, að þeir höfðu pantað frá Einar Benediklsson útlöndum tjald svo stórt, að 60— 70 manns gátu sofið þar andfætis, og kom það í góðar þarfir, bæði sem gististaður og samkomu- og veitingasalur. Þarna blakti blá- hvíti fáninn, og eins yfir tveim tjöldum öðrum, tjaldi Ungmenna- félaganna og tjaldi Bessastaða- manna, Skúla Thoroddsens rit- stjóra og sona hans. En ýmsir fleiri höfðu með sér fána. Ari Arnalds sýslumaður segir bráðskemmtilega frá reið sinni á Þingvöll með Indriða Indriðasyni miðli. Indriði reið forláta gæðingi sem öndungur hét: „Indriði hafði stöng mikla með- ferðis. Þegar hann kom á Al- mannagjárbarminn, vafði hann utan af stönginni meir en tveggja metra löngu flaggi, íslenzka fán- anum. Setti stangarendann niður í skó sinn, innanvert á hægra fæti, hélt stönginni fast að hnakknum með hnénu og um flaggstöngina með hægri hendi. Með vinstri hendi hafði hann taumhald á hestinum, sem var mjög erfitt vegna þess að hest- urinn varð ólmur, því norðangola sveiflaði fánanum eigi lítið. Ég hélt, að allt myndi fara til fjand- ans, þegar hann þeyttist niður í Almannagjána. Nei, ekki alveg. öndungur tók brokk-sprett eftir Almannagjá og eftir skeiðinu, sem þá lá frá Öxarárbrúnni og heim að Valhöll hinni gömlu, og linnti ekki sprettinum, fyrr ea hann nam staðar í miðri mann- Einar Pétursson á fleytunni, sem „Islands Falk“ *ók herfangi i Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.