Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 1
20 síður
Púðurtunnan — Súez-skurðurinn
Ras
*'e/Ech-V%
fort'
FtTineh
TiNFhf
Faramafi
j KAFIE *
JfftUSALZll
LE CAP
íœhtKra
TanisSan
Ballah-S-
Sa/ihiefi
EiFerdane
^F/G/sr
ISMAtUASá
Tifnsah-S-
Tassun
Serapeum
Bitíer-S.
Geneffeh
Arsinoe
\/*(Ruin)
KALOW
FfAýeruf
!A£>AM
Íbrahim
HÉR birtist skýr uppdráttur af hinu mikla þrætuepli, Súez-
skurðinum, sem samtímis er líflína Breta og bluti af Egypta-
landi. Skurðurinn er um 160 km langur, grafinn á seinnihluta
19. aldar gegnum Sinai-eyðimörkina. Síðan hefur nokkur byggð
risið umhverfis skurðinn, einkum þó hafnarborgirnar Port Said
við norðurenda hans og Súez við suðurendann.
I ágústmánuði s.l. tók Nasser einræðisherra Egyptalands skyndi-
lega þá ákvörðun að þjóðnýta Súez-skurðinn. Líkaði vestræn-
um þjóðuin þær aðgerðir mjög miður og þar kom að lokum eftir
mikið þref á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að tsraelsmenn hófu
sókn yfir Sinai-eyðimörkina, Bretar notuðu þá tækifærið og
skipuðu liði á land við Port Said. Ekki náðu þeir þó öllum skurð-
inum á sitt vald, heldur aðeins á svæðinu frá Port Said og suður
fyrir Kantara.
Nú hefur vopnahlé verið samið og löggæzluliði á vegum Sam-
einuðu þjóðanna er fiogið til fiugvallarins við Ismailia við miðj-
an skurðinn. Eitt stærsta verkefnið, sem liggur fyrir er að hreinsa
úr skurðinum um 30 skip, sem Egyptar hafa sökkt í honum á víð
og dreif.
S. Þ. ræSa naiiSmigarflutninga Rássa
frá Ungverjalandi
NEW YORK, 20. nóv.: — f dag
hófust umræöur á Allsherjar-
þinginu um tvær ályktunartii-
lögur sem fyrir þinginu liggia,
Er önnur á þá leið að Rússar
hætti nauðungarflutningum
frá Ungverjalandi, en í hinni
er þess kraflzt að rannsóknar-
nefnd frá SÞ. fái að fara til
Ungverjalands í því skyni að
athuga ástandið í landinu og
fylgjast með því, hvort Rússar
balda áfram að flytja fólk
nauðugt á brott úr landinu.
Ungverskir verkamenn
eru enn í verkfalli
Gerhardscn
svartsýnn
ÓSLÓ, 20. nóv. —Gerhard-
sen, forsætisráðherra Norð-
manna, skýrði frá því í dag
að Norðmenn hefðu gert
ráðstafanir til þess að flytja
ríkisstjórn Norðmanna og
herstjórn frá Ósló, ef til
heimstyrjaldar dragi og ráð-
izt yrði inn í Noreg.
Ráðherrann skýrði einnig
frá því að norska stjórnin hafi
hætt við að skera niður fjár-
framlög til hervarna. Sagði
hann að ekki kæmi til mála
að veikja varnir Noregs á
meðan slík hætta væri á
styrjöld sem nú er.
Táto segir
Staiinist-
anna ráða
LONDON, 16. nóv. — Búdapest-
útvarpið birti í dag ræðu, sem
Tito mun hafa flutt fyrir nokkr-
um dögum. Kveður Tito vald-
hafana í Kreml vera seka um
harmleikinn í Ungverjalandi. Þar
hafi Stalinistar ver'ið að verki,
menn, sem ætluðu að þröngva
stjórnarstefnu sinni upp á aðrar
þjóðir. Ungverska þjóðin hafi
risið sem einn gegn rússneska
hernum og rússneskum yfirráð-
um. Þar hafi ekki verið um að
ræða neina gagnbyltingarsinna.
Það hafi verið réttlætanleg
uppreisn. Tito kvað það axar-
skapt að blanda rússneska hern-
um inn í Ungverjalandsmálin,
því að árangurinn hefði orðið —■
ekki einungis uppreisn gegn
Rússum — lieldur og gegn sósíal-
ismanum.
Ný stjórn BSRB
í GÆRKVÖLDI fór fram stjóm-
arkjör á þingi BSRB. Ólafur
Bjömsson, sem verið hefir for-
maður bandalagsins um langt
skeið, baðst eindregið undan
endurkosningu. Ólafi voru sér-
staklega þökkuð störf hans í
þágu samtakanna, bæði af sam-
starfsmönnum hans í stjórn og
þingfulltrúunum. Arngrímur
Kristjánsson varaformaður baðst
einnig undan endurkosningu.
Formaður var kjörinn
Sigurður Ingimundarson kenn-
ari, varaformaður Baldur Möll-
er lögfr. Aðrir í stjóm voru
kjörnir: Júlíus Bjömsson um-
sjónarmaður, Andrés Þormar að-
algjaldkeri, Magnús Eggertsson
varðstjóri, Kristján Gunnarsson
yfirkeimari, Eyjólfur Jónsson
lögfr., Guðjón Gunnarsson bæj-
argjaldkeri og Aðalsteinn. Hall-
dórsson tollvörður.
Yfir 50 þíiSc Ungverjar hafa flúið land
VÍNARBORG, 20. nóv.
í LITIÐ er að um 50 þúsund ílóttamenn hafi nú flúið frá
Ungverjalandi, flestir til Austurríkis. Þá berast fregnir
frá Ungverjalandi um að allur iðnaður landsins að heitið
geti sé enn lamaður vegna v^rkfalla. Hafa verkamenn ekki
enn viljað snúa til vinnu sinnar — og þeir sem komið hafa
á vinnustað hafa vart unnið handtak þrátt fyrir það að
rússneskir hermenn standa yfir þeim með alvæpni.
Eden
rúmfastur
LUNDÚNUM, 20. nóv.: — Butler
var í forsæti á ráðuneytisfundi
brezku stjórnarinnar í dag. Ástæð
an er sú að Eden er lagstur í
rúmið vegna ofþreytu. Réðu
læknar forsætisráðherrans hon-
um að taka sér hvíld frá störfum
vegna þess að hann mun hafa of-
reynt sig með mikilli viimu og sí-
felldum vökum á meðan stóð á
hernaðaraðgerðum Breta gegn
Egyptum — Óvíst er ennþá, hve
lengi Eden verður frá vinnu, en
næstu daga mun hann ekki ann-
ast aðrar embættisgerðir en þær
að skrifa undir mikilvæg skjöl.
KOMST HANN UNDAN?
Frétzt hefir að Lazsle Toth
fyrrum yfirmaður ungverska
hersins og landvarnaráðherra
i síðustu stjórn Nagy hafi sézt
meðal flóttamanna sem leitaS
hafa hæiis í Austurríki.
Sagt er að Vetur konungur sé að
ganga í garð í Ungverjalandi, og
geta menn ímyndað sér, hve illa
fólk þar austur frá er undir hann
búið.
U TÍL VINNU í BÚDAPEST
Kommúnistablaðið í
Búdapest, Sabad Nép, seg-
ir í dag að ungverska rík-
ið verði gjaldþrota, ef
verkföllum vea-ði ekki hætt
nú þegar. í fréttum frá
Vínarborg í kvöld segir að
aðeins % hluti verka-
manna í Búdapest hafi
haldið til vinnu sinnar í
morgun.
Nasser vill hvorki herlið frá
Kanada né Nýja Sjálandi
För norska berliðsins inn í Porl Saíd frestað
NEW YORK, 20. nóv.:
DANDARÍSKA stórblaðið New York Times segist hafa
" það eftir Hammarskjöld aðalritara Samcinuðu þjóð-
anna, að Nasser neiti herliði frá Nýja Sjálandi og Kanada
um dvalarleyfi í Egyptalandi.
Eins og kunnugt er, buðust stjómir þessara tveggja landa til að
senda gæzlulið á vegum S.Þ. til Egyptalands. Gert er ráð fyrir að
þangað verði sendir 6000 hermenn og er nú samkvæmt upplýs-
ingum bandaríska blaðsins verið að athuga möguleika á að fá
herlið sem hlaupið geti í skarðið fyrir Kanadamennina og Ný-
Sjálendingana.
Þá segir New York Times enn-
fremur að gert sé ráð fyrir því
LUNDÚNUM, 20. nóv.: — Ut-
anríkisráðherra Bretlands,
Seiwyn Lloyd, hefir tilkynnt,
að brezkar og franskar her-
sveitir verði kallaðar heim frá
Egyptalandi um leið og gæzlu
lið Sameinuðu þjóðanna er
reiðubúið að taka að sér gæzlu
störf við Súezskurðinn og á
landamærum ísraels og
Egyptalands.
að Egyptar sjái um að hreinsa
Súezskurð að % hlutum, en Bret-
ar að % hluta. Verður starf þetta
unnið í samráði við gæzlulið S.Þ.
FÖR FRESTAÐ
Á morgun átti norska her-
liðið sem komið er til Egypta-
lands, að fara inn í Port Said,
en för þess er frestað. — Lið
þetta, sem m. a. er vopnað
handvélbyssum, á að leysa úr
öllum deilumálum milli Breta
og Egypta í borginnL
Engin olía um
Sýrland nema...
LUNDÚNUM,* 20. nóv. —
Sýrlenzka stjórnin lýsti því
yfir í dag að hún mundi ekki
Ieyfa að olíu yrði dælt um
leiðslurnar til Líbanonstrand-
ar fyrr en Bretar og Frakkar
hafa farið með her sinn á
brott úr Egyptalandi.