Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 21. nóv. 1956 */0*CT’NP' *PIÐ Aldarafmæli Jóns ó Samla Hranni HINN 17. september s. 1. voru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Guðmundssonar fyrrum bónda og formanns á Gamla-Hrauni á Eyr- arbakka, en hann lézt árið 1941, 85 ára að aldri. f tilefni af afmælinu héldu börn hans og skyldulið þeirra, alls um 60 manns, samsæti í Tjarnarkaífi með sameiginlegu borðhaldi og öðrum mannfagnaði. Daginn eftir var haldið til ættstöðvanna austan fjalls, fyrst til Stokkseyrar og hlýtt þar messu. Afhentu Gamla- Hraunssystkin við það tækifæri sóknarprestinum, séra Magnúsi Guðjónssyni, 2000 krónur til minn ingar um föður þeirra, og skyldi gjöf sú skiptast að jöfnu milli kirknanna á Stokkseyri og Eyrar- bakka, sem höfðu báðar verið sóknarkirkjur afmælisbarnsins. Skyldi fénu varið til þess að kaupa einhvern grip handa kirkj- unum eða fegra þær á annan hátt samkvæmt nánari ákvörðun sókn arnefndanna. 1 Frá Stokkseyri var síðan hald- ið að Gamla-Hrauni og stað- næmzt þar um hríð, en þaðan til Eyrarbakka, þar sem systkinin lögðu fagran blómsveig á leiði íoreldra sinna. Afmælinu sleit svo með sameiginlegri kaffidrykkju að Selfossi, og sátu hana um 50 manns. Jón á Gamla-Hrauni var kvænt ttr Ingibjörgu Jónsdóttur frá Mið- húsum i Sandvíkurhreppi, af ætt Reykjakotsmanna í ölfusi. Þau áttu 17 börn, og komust 16 þeirra upp, en 14 eru nú á lífi. Þau eru þessi: Vigdís, búsett í Selkirk í Manitoba, Guðmundur skipasmið ur og' fyrrum formaður á Háeyri í Vestmannaeyjum, Aðalbjörg, búsett á Stokkseyri, Gunnar Marel skipasmiður í Vestmanna- eyjum, Dagmar, búsett í Reykja- vík, Haraldur á Stokkseyri, dr. Guðni skólastjóri í Reykjavík, Sigurbjörg, búsett á Akureyri, Lúðvílc bakarameistari á Selfossi, Ágústa, búsett í Hafnarfirði, Guð- mundur skipstjóri á Akranesi, Páll símaverkstjóri, Jónína og Anna, öll búsett £ Reykjavik. Látn ir eru þrír af bræðrunum: Þórð- ur smiður og formaður á Bergi í Vestmannaeyjum, Magnús smiður á Bergi og Ágúst, sem dó á 10. ári. Jón ó Gamla-Hrauni og Ingi- björg, kona hans, eiga nú 190 af- komendur á lífi, en með þeim, sem dánir eru, eru þeir komnir á þriðja hundraðið. Þverskurður af TxnsRMOPANE rúðu notið The/unofuute EINANGRUNARGLER Upphitun íbúða kostar í dag svo mikla peninga, að enginn ætti að nota eii»- faldar rúður í glugga. Lausnin er að nota THERMOPANE tvöfalt einangp- unargler, þá sparið þér peninga daglega. ★ Kaupmenn sjá sér hag í að nota THERMOPANE í búðarrúður. — Hitunae- kostnaður sparast og salan eykst, því aldrei er móða eða frost á rúðunum. Allar upplýsingar hjá umboðsmönnum verksmiðjunnar. EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. A BI./.T AÐ AUGLfSA T 1 MORGVISBLAOim ♦ - HVÖT - HEIMDALLUR - ÖÐIIMN Spilakvöld Sjáljstæoisfélögin í Reykjavík í kvöld ki 8.30 Skemmtiatriði: 1. Félagsvist. — 2. Ávarp: ólafur Björnsson, alþm. — 3. Verðlauna- afhending. — 4. dregið í happdrætti. — 5. Kvikmyndasýning. — SKEMMTINEFNDIN

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 278. tölublað (21.11.1956)
https://timarit.is/issue/110184

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

278. tölublað (21.11.1956)

Aðgerðir: