Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 21. nóv. 1956
*/0*CT’NP' *PIÐ
Aldarafmæli
Jóns
ó Samla Hranni
HINN 17. september s. 1. voru
liðin 100 ár frá fæðingu Jóns
Guðmundssonar fyrrum bónda og
formanns á Gamla-Hrauni á Eyr-
arbakka, en hann lézt árið 1941,
85 ára að aldri.
f tilefni af afmælinu héldu börn
hans og skyldulið þeirra, alls um
60 manns, samsæti í Tjarnarkaífi
með sameiginlegu borðhaldi og
öðrum mannfagnaði. Daginn eftir
var haldið til ættstöðvanna austan
fjalls, fyrst til Stokkseyrar og
hlýtt þar messu. Afhentu Gamla-
Hraunssystkin við það tækifæri
sóknarprestinum, séra Magnúsi
Guðjónssyni, 2000 krónur til minn
ingar um föður þeirra, og skyldi
gjöf sú skiptast að jöfnu milli
kirknanna á Stokkseyri og Eyrar-
bakka, sem höfðu báðar verið
sóknarkirkjur afmælisbarnsins.
Skyldi fénu varið til þess að
kaupa einhvern grip handa kirkj-
unum eða fegra þær á annan hátt
samkvæmt nánari ákvörðun sókn
arnefndanna. 1
Frá Stokkseyri var síðan hald-
ið að Gamla-Hrauni og stað-
næmzt þar um hríð, en þaðan
til Eyrarbakka, þar sem systkinin
lögðu fagran blómsveig á leiði
íoreldra sinna. Afmælinu sleit svo
með sameiginlegri kaffidrykkju
að Selfossi, og sátu hana um 50
manns.
Jón á Gamla-Hrauni var kvænt
ttr Ingibjörgu Jónsdóttur frá Mið-
húsum i Sandvíkurhreppi, af ætt
Reykjakotsmanna í ölfusi. Þau
áttu 17 börn, og komust 16 þeirra
upp, en 14 eru nú á lífi. Þau eru
þessi: Vigdís, búsett í Selkirk í
Manitoba, Guðmundur skipasmið
ur og' fyrrum formaður á Háeyri
í Vestmannaeyjum, Aðalbjörg,
búsett á Stokkseyri, Gunnar
Marel skipasmiður í Vestmanna-
eyjum, Dagmar, búsett í Reykja-
vík, Haraldur á Stokkseyri, dr.
Guðni skólastjóri í Reykjavík,
Sigurbjörg, búsett á Akureyri,
Lúðvílc bakarameistari á Selfossi,
Ágústa, búsett í Hafnarfirði, Guð-
mundur skipstjóri á Akranesi,
Páll símaverkstjóri, Jónína og
Anna, öll búsett £ Reykjavik. Látn
ir eru þrír af bræðrunum: Þórð-
ur smiður og formaður á Bergi
í Vestmannaeyjum, Magnús
smiður á Bergi og Ágúst, sem dó
á 10. ári.
Jón ó Gamla-Hrauni og Ingi-
björg, kona hans, eiga nú 190 af-
komendur á lífi, en með þeim,
sem dánir eru, eru þeir komnir á
þriðja hundraðið.
Þverskurður af TxnsRMOPANE rúðu
notið
The/unofuute
EINANGRUNARGLER
Upphitun íbúða kostar í dag svo mikla peninga, að enginn ætti að nota eii»-
faldar rúður í glugga. Lausnin er að nota THERMOPANE tvöfalt einangp-
unargler, þá sparið þér peninga daglega.
★
Kaupmenn sjá sér hag í að nota THERMOPANE í búðarrúður. — Hitunae-
kostnaður sparast og salan eykst, því aldrei er móða eða frost á rúðunum.
Allar upplýsingar hjá umboðsmönnum verksmiðjunnar.
EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F.
A BI./.T AÐ AUGLfSA
T 1 MORGVISBLAOim
♦
- HVÖT - HEIMDALLUR - ÖÐIIMN
Spilakvöld
Sjáljstæoisfélögin í Reykjavík
í kvöld ki 8.30
Skemmtiatriði: 1. Félagsvist. — 2. Ávarp: ólafur Björnsson, alþm. — 3. Verðlauna-
afhending. — 4. dregið í happdrætti. — 5. Kvikmyndasýning. —
SKEMMTINEFNDIN