Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 12
V MORCVyBLAÐlÐ Miðvíkudagur 21. nóv. 1956 —Ræða Bjarna Benediktssonar Minning: Sigurbjörg &$$&&&& v' Bogadóffir arlífi höfu'ðstaðarins. En eigi varð annað séð en hin unga prest- kona að HjaJtastað yndi vel hlut- skipti sínu. Náði hún fljótt þeim tökum á verkefnum sínum er með þurfti, og þar með vinsæld- um og virðing fóJ ksins í sókninni. Ættbornir mannkostir og höfð- ingsbragur ásamt góðri menntun, gerðu hermi þetta léttara. Örð- ugleikar og ýmis efnahagsieg áföll, svo sem bæjarbruni með miklu fjárhagstjóni snemma á búskaparárum þeirra á Hjalta- stað beygðu hana ekki. Hún var ávailt hin tiginmannlega og göfuga husmóðir á prestsetrinu, sem allir litu upp til og virtu. Mér er í barnsminni er ég sá hana í fyrsta skipti fyrir meir en fimmtán árum, unga, fagra og glsesilega. Eg feiminn, hik- andi, leiddur í fínni stofu en ég var vanur. En frú Sigurbjörgu var ekkert auðveldara og eðli- legra en þurrka burtu alla minni máttarfeimni með þægilegu hressandi viðmóti. Enda minnist eg þess að fljótlega var ég kom- inn í jafnvægi og leið þannig að mér fannst ég kominn í um- hverfi er var nær því er ég þráði — í snertingu við líf er Jiafði meira að bjóða en ég hafði áður þekkt. Eftir 18 ára prestskap að Hjaltastað gerðist séra Vigfús prestur að Eydölum. Fluttu þau hjón að Eydölum vorið 1919. Höfðu þau átt við vaxandi vin- sældir og virðing að búa í sókn- um þeim, er að Hjaltastað liggja. Voru þau kvödd með hlýleik og þakklæti í mjög fjölmennu og myndarlegu samsæti. Að Eydölum sátu þau hjón við farsælan hag og almennar vin- sældir þar til séra Vigfús lét af prestskap 1943. Á þeim árum hlóðust nokkur opinber störf á séra Vigfús var hann t. d. odd- viti Breiðdæla um skeið. Átti þetta að sjálfsögðu nokkurn þátt í að gera heimilið sem jafnan var mannmargt, umsvifameira. En sem fyrr fórust frú Sigurbjörgu húsmóðurstörfin prýðilega úr hendi, með rausn og skörungs- skap, þótt ævi hennar væri tekið að halla á síðari árum þeirra í Eydölum og langt og mikið dags- verk að baki. Naut hún á þess- um árum ágætrar aðstoðar Ás- laugar tengdadóttur sinnar við alla heimilisstjóm. Árið 1946 fluttu þau hjón til Reykjavikur ásamt Einari syni sínum. Keyptu þeir feðgar hús- ið Efstasund 35 og þar átti frú Sigurbjörg heima til æviloka. Séra Vigfús andaðist 17. júní 1949. Börn séra Vigfúsar og frú Sig- urbjargar er til aldurs komust og enn eru á lífi, eru: Einar, starfsmaður hjá Viðgerðarstofu útvarpsins, búsettur Efstasimdi 35, Elín, húsfreyja í Snæhvammi í Breiðdal, Ásgeir bifvélavirki í Reykjavík. Þrír synir þeirra létust á unga aldri: Bogi dó ungabarn, Guð- laugur og Þórður, báðir efnis- menn, féllu frá á unga aldri. Fósturbörn er þau ólu upp að mestu eða öllu leyti eru: Bogi Sigurðsson framkv.stjóri Sumar- gjafar, Ágúst Filippusson, Odd- ný Pétursdóttir hjúkrunarkona, systurdóttir frú Sigurbjargar, Guðnin Ásgeirsdóttir, sonardótt- ir hennar. Öll eru þessi fóstur- systkini gift og búsett í Reykja- vík og nágrenni. Þótt frú Sigurbjörg væri á margan hátt gæfumanneskja er leiddi birtu og yl til sinna sam- ferðamanna, þá var síður en svo, að æviskeið hennar væri ávallt rósum stráð. En hún bar allt mót- læti og andstreymi með hugar- styrk og hetjulund. Gleymdi aldrei skyldum sínum við lífið. Hún var kærleiksrík mann- kostakona, sem ávallt verður minnisstæð þeim er hana þekktu. Blessuð sé minning hennar. J. S. Kvikmy ndir : Madame Dubarry IDAG er jaiðsungin frá dóm- kirkjunni frú Sigurbjörg Bogadóttir, ekkja séra Vigfúsar Þórðarsonar er prestur var að Hjaltastað og Eydölum á fyrri helmingi þessarar aldar eða frá 1901—1943. Frú Sigurbjörg fæddist 24. apr. 1875. Foreldrar hennar voru Bogi Smith og Oddný Þorsteins- dóttir. Bogi var sonur Martin Smith kaupmanns í Reykjavík, er var enskur að ætt, en rak um langt skeið verzlun í Reykjavík og var þar brezkur konsúll. Var hann giftur Ragnheiði, einni af hinum nafnkunnu Staðarfells- systrum, höfðingskonum, dætr- um Boga Benediktssonar að Stað- arfelli á Fellsströnd. Voru þær Staðarfellssystur atgerviskonur miklar og voru gefnar ágætum mönnum; Sigríður Pétri biskup, Jóiianna, Jóni háyfirdómara bróð ur hans, Hildur Bjarna amt- manni og þjóðskáldi Thoraren- sen. Eru þessar ættir alkunnar. Oddný, móðir frú Sigurbjarg- ar var dóttir Þorsteins bónda á Grund í Svínadal í Húnaþingi, ágæts manns. Voru systkini Odd- nýjar meðal annars sr. Jóhann í Stafholti og Guðumndur faðir Magnúsar ráðherra. Bogi Smith og Oddný bjuggu i Amarbæli á Fellsströnd, þar til Bogi féll frá 4. maí 1886, er hann fórst í sjóslysi ásamt tveimur sonum þeirra. Eftir það brá Oddný búi og flutti til Reykja- vikur. Varð heimili hennar þar brátt annálað fyrir menningar- brag og höfðingsskap. Fyrir 1890 dvaldi frú Sigurbjörg um árabil í Stafholti hjá móðurbróður sín- um, séra Jóhanni Þorsteinssyni og fyrri konu hans, Elínu Þor- leifsdóttur frá Háeyri, en eftir fráfall Elínar 1890 fór hún til móður sinnar í Reykjavík og var með henni þar til hún gift- ist séra Vigfúsi, þá nýútskrifuð- tun prestskandidat, 30. sept. 1893. Árið 1894 hófu þau hjón bú- •kap að Eyjólfsstöðum á Völlum á Fljótsdalshéraði, en þaðan var séra Vigfús ættaður. Bjuggu þau að Eyjólfsstöðum til vors 1901, er séra Vigfús vígðist prestur að Hjaltastað. Gegndi hann þar prestsskap til 1919 er hann gerð- ist prestur að Eydölum. Um síðustu aldamót var hlut- verk prestsetranna merkilegur og traustur þáttur í menningar- lífi þjóðarinnar. Má með góð- um sanni segja, að þaðan hafi komið ein meginuppsprettá þeirrar andlegu menningar er þá var að vakna með þjóðinni. Prestum og presískonum voru háleitar skyldur á herðar lagð- mr. Til prestsetranna var horft eftir fyrirmyndum fullkomnara ■ttenningarhfs. Þangað var leitað róða og aðstoðar við hverjum vanda. Frú Sigurbjörg og séra Vigfús voru mjög ákjósaniega samhent •5 gegna því hlutverki er þeim var á hendur falið. Sambúð þeirra var hin bezta. Þau voru bæði gædd næmum smekk og góðri þekkingu á sönglist og •káldskap. Söngsins og ljóðsins list var leidd í önduggi á heimili þeirra, borin uppi af frjálslyndi og víðsýni menning- »r og mannúðar. Uék frú Sigur- björg á gítar af mikilii smekk- vísi. Hafði hún á allan veg hlotið hið bezta uppeldi á heimili móð- Hr sinnar í stórum systrahóp. Dætur Oddnýjar Smith er til aldurs komust munu hafa verið fimm, aliar atgervis- og fríðJeiks- konur. Hlutu þær þá menntun er beztur var kostur á, í þá daga. Mikil voru viðbrigðin fyrir hina ungu Reykjavíkurheima- sætu að flytja á sveitaheimili og taka þar við búsforráðum. Hí- býlakostur lakari og allt um- hverfi gerbreytt frá því er hún dvaldist með móður sinni og átti kost á að taka þátt í menning- AUSTURBÆ J ARBÍÓ sýnir nú franska „stórmynd“, er fjallar um Madame Dubarry, hina fögru og gáfuðu frillu Lúðvíks fimm- tánda Frakkakonungs. — Þessi glæsilega kona var úr alþýðu- stétt, en fegurð hennar og léttúð, ruddu henni braut til þess frama, er mestur var talin ungra kvenna á þeim tímum, að gerast fylgi- kona hins volduga einræðisherra og konungs. Madame Dubarry notaði sér hylli konungs út í æs- ar, sér og skjólstæðingum sínum til framdráttar, eins og gert höfðu fyrirrennarar hennar í „embættinu“ og hirðgæðingar og hefðarkonur í sölum Versala- hallar, hötuðu hana og lítiisvirtu þegar því varð við komið, og neyttu allra bragða til þess að eyðileggja sambúð hennar og konungsins. Þetta tókst þó ekki. Hinn annálaði saurlifnaðarsegg- ur og kvennabósi, Lúðvík 15., gerðist nú gamall og var því far- inn að hafa hægar um sig í kvennamálunum og hann hélt tryggð við sína töfrandi Dubarry tildauðadags. — En þegar hann var allur varð madame auðvitað að víkja frá Versölum. Settist hún að í einni höll sinni fjarri dýrð hirðar og konungdóms og hvarf þar í skugga einveru og gleymsku. En þó ekki meiri gleymsku en það, að hún lét líf sitt undir fallöxinni í stjórnar- byltingunni miklu Madame Dubarry hefur hlotið misjafna dóma sögunnar, en öll- um ber þó saman um að henni hafi, þrátt fyrir allt, verið margt vel gefið og að hún hafi í hinni stuttu valdatíð sinni verið örlátur vinur og stuðningsmaður skáida og listamanna. Það hefði mátt ætla, að frönsk kvikmynd um ævi þessarar víð- frægu konu, risi gitthvað upp fyrir venjulegar miðlimgsmynd- ir, sem heimsmarkaðurinn er fullur af, en því er ekki að heilsa um þessa mynd. Hún er kölluð „stórmynd", en við hana er ekk- ert stórt nema stór íburður og að sjálfsögðu stór og mikill kostn- aður við gerð myndarinnar. Að vísu er reynt að gera gys að hirð- lífinu og liinum takmarkalausa undirlægjuhætti við konunginn, en það er fjarri því að nægja til þess að bjarga myndinni við. — Efni myndarinnar er ósköp rýrt, fyndnin missir oftast marks, en allt kafnar í skrauti og íburð. Einstaka „týpa“ er skemmtileg og vel gerð, svo sem Richelieu marskálkur og Martine Carol, sem leikur Madame Dubarry, er glæsileg, og leikur Daniel Ivernel í hlutverki Jean Dubarry er ágætur. Og þetta að lokum til höfundar efnisskrárinnar: Maria Antoin- ette var ekki dóttir Lúðvíks 15. heldur tengdadóttir hems. Ego. Framh. af bJs. 11. ENGINN ÖRUGGUR Á meðan þetta vald er eitt sterkasta valdið í heiminum, jafn vel þó að það leggist niður aftui' um hríð og taki á sig friðsemd- argrímuna, er enginn öruggur. Það er þetta vaid, sem ógnar heiminum og gerir það að verk- um, að smáþjóð, eins og íslend- ingar, sem eins og aðrar friðsam- ar smáþjóðir kjósa fyrst og fremst svo sem forsrh. sagði, að fá að vera einar í sínu landi, verður að taka alla sína afstöðu upp til endurskoðunar og meta meðferð sinna mála með þá endur skoðun í huga. Og við megum ekki láta dægrabrigði um það, hvort friðsamlegar horfi á einum stað eða ekki rugla okkur i þessu heildarmati á aðstöðunni. Ég vona það vissulega, að sá tími komi, og sá timi komi fyrr en síðar, að hin illu öfl hnígi að velli og séu úr sögunni, en við verðum að gera okjtur það ljóst, að því fer fjarri ennþá, að bráðar horfur séu á því. EYMD HANNIBALS ískyggilegt er, að með þessa vitneskju skuli hæstv. ríkisstj. ekki fást til þess að svara því skýrt og skorinort, hver afstaða hennar eigi að verða í þeim samn- ingum, sem nú eru fyrirhugaðir, og svo loðnir sem bæði hæstv. utanrrh., Guðm. í. Guðmundsson var að nokkru, og sérstaklega hæstv. forsrh, Hermann Jónass., þá var þó loðnan fulikomnuð, það var eins og það gægðist upp rófa af ljótu dýri, þegar hæstv. féltnrh. fór hér að tala, svo loð- in var hans framkoma og ill- slriljanlegt, hvað fyrir honum vakti annað heldur en það, að hann vildi þó dilla rófunni fram- an í valdhafana og segja: Góðu, rekið okkur ekki í burtu. Lofið okkur að vera áfram í stjórn- inni. Við skulum vera góðu börn- in. Við skulum gleyma öllu, sem við höfum sagt; bara ef þið rek- ið okkur nú ekki út í horn og einangrið okkur eins og við eig- um skilið. Þetta var það, sem hæstv. féimrh. sagði að efni til. Ég segi, verði kommúnistunum að góðu að ætla að sitja í stjórn- inni eftir þær yfirlýsingar, sem hér hafa verið gefnar og verði þeim að góðu, sem hafa geð í sér til þess að vinna með þeim eins og þeir koma fram í dag og hafa komið fram að undanförnu. FÉLAGAR HANNIBALS HNEKKJA ÓSANNINDUM HANS Hæstv. félmrh. sagði að öðru leyti, að við færum fram á meira hemám, meiri hersetu, meira herlið. Þetta var allt annað heldur en það, sem bæði hæstv. utanrh. og hæstv. forsrh. höfðu sagt. Hæstv. forsrh. sagði berum Á vegum slysavarnafélagsins Unnar á Patreksfirði er nú verið að æfa hinn árlega leilc. Að þessu sinni varð ameríslri gamanleik- urinn „Góðir eiginmenn sofa heima“, eftir Walter Ellis, fyrir valinu og þykir það vel ráðið. Leikrit þetta fékk á sínum tíma góða dóma í meðferð Leikfélags Reykjavikur. orðum, að till. fæli þó ekki í sér meira heldur væri látið sitja við það, sem nú væri. Þetta voru hans óbreytt orð að þvi, er mér heyrðist. Hann getur leiðrétt það, ef hann vill. (Gripið fram í). Já, við erum sammála um það. Nú, alveg það sama og ennþá skýrar kom það fram í sjálfum rökstuðningnum hjá hæstv. utanrh. fyrir því að vísa till. til ríkisstj. Hann var sá, að í till. væri ekkert nýtt, þannig, að hún væri nánast efnislaus, og þar af leiðandi ætti að vísa henni til ríkisstj. Þetta var sá rökstuðn- ingur, sem hæstv. utanrh. ílutti, en það skaut mjög skökku við það, sem hæstv. félmrh. vildi halda fram. STJÓRNIN ÓSAMMÁLA Það, sem hæstv. félmrh. og flokksbræður hans komast eklri hjá því að gera grein fyrir, er þetta: Eru þeir ennþá sammála yfirlýsingunni, sem þeir gáfu 5. nóvember um það, að atburðirn- ir hefðu leitt til þess, að Atlants- hafsbandalagið væri úr gildi fall- ið og tafarlaust yrði að láta allt varnarlið hverfa burtu frá ís- landi? Það er alveg ljóst af því, sem minnsta kosti hæstv. utanrh. hef- ur sagt, að um þetta er hann gjörsamlega á gagnstæðri skoðun, og jafnvel hæstv. forsrh. virðist alls ekki taka undir það, að Atlantshafsbandalagið sé úr gildi fallið. En hv. Alþýðubandalags- menn geta auðvitað leikið það dálítinn tíma að birta fagrar yfir- lýsingar fyrir þjóðinni um það hverju þeir ætla að koma áleiðis, hvílík gjörbreyting eigi að verða á öllum málum, eftir að þeir eru komnir í ríkisstj., en kyngja síð- an öllu, sem þeir hafa áður haldið fram. Við höfum áður rætt um kaupbindinguna. Þessa dagana er í blöðunum rætt um lausn lönd- unarbannsins í Englandi, þar sem Þjóðviljinn í morgun er verulega farinn að kyngja þvi, sem hann sagði í gær um utanrrh. Aiþýðu- flokksins, Guðmund í. Guðmunds son, eins og blaðið kallaði hann þá. Nú, á morgun verða þeir senni lega farnir að tala um frægan sigur, sem unnizt hafi í löndun- arbannsdeilunni undir forystu Lúðvíks Jósepssonar. Eftir sama áframhaldi, þá verður þetta senni lega áður en árið er liðið orðin aðalstefnuskrá Alþýðubandalags- ins: Við heimtum varnir á ís- landi og helvítis íhaldið er sá eini sem er þar á móti. Svona er nú frammistaðan. Þeir vilja mikið vinna til þess að vera við völdin. Það er alveg ljóst. En þeir skulu bara bíða til næstu kosninga. Við skulum allir bíða, þangað til þjóðin fær að kveða upp sinn dóm, og þá skulum við sjá, hver dómur verður kveðinn upp yfir frammistöðu hvers og eins. BYRJAÐ AÐ SÝNA f DESEMBER Leikstjóri verður Ásmundur B. Olsen, kaupmaður. Fer hann jafnframt með eitt aðalhlutverk- ið. Er gert ráð fyrir að sýningar hefjist þann 1. desember n.k. — KarL Góðir munir á bazar slysavarna- deildarinnar llnnar á Patreksfirði Leikrit í æfingu á vegum deiidarinnar PATREKSFIRÐI, 15. nóvember: SUNNUDAGINN, 4. þessa mánaðar, hélt slysavarnadeildin Unnur á Patreksfirði sinn árlega bazar, í samkomuhúsinu Skjald- borg. Daginn áður var eins og venja er, sýning á munum bazars- ins. Var margt eigulegra muna á boðstólum. Allt seldist á svip- stundu og þóttust margir hafa dottið í lukkupottinn. Aðsókn var mjög góð. Að lokum fór fram happdrætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.