Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 20
Yeðrið
T-stormur. Skúrir *c siSan
éljaveður. __
Yarnarmálin
Sjá grein á bls. 13.
278. tbl. Miðvikudagur 21. nóvember 1958
Gáfu ekki röksfuH nægilega
kaup á 108 ákavífisflöskum
Fjórir menn dæmdir í Hæstarétti
r’LEGA var í Hsestarétti kveðinn upp dómur yfir 'þrem mönn-
um, sem í undirrétti höfðu verið dæmdir í rúmlega 16000 kr.
sekt hver fyrir að hafa ekki getað veitt nægilega sterkar líkur
fyrir því að áfengi, sem þeir voru teknir með, hefði ekki verið
■etlað til sölu.
Þetta gerðist vorið 1955 á þeim
tíma sem verkfall stóð yfir og
voru vínbúðir ÁVR þá lokaðar.
107 FLÖSKUR
Vegalögreglan var þá á vegin-
um skammt fyrir sunnan Hafnar-
fjörð og stöðvaði þar bíl sem var
á leið til Reykjavíkur. Ekkert
vissi lögreglumaðurinn um það
er hann stöðvaði bílinn, hvort
í honum væri meira eða minna
xnagn af áfengi. En er hann leit
inn í bílinn, sá hann að þar stóð
kassi með áíengi L Innti hann
farþegana eftir þessu víni, sem
svöruðu því til, án ta|a, að miklu
meira áfengi væri í farangurs-
geymslunni! Þetta reyndist líka
vera svo og lögreglumaðurinn
fann í bílnum 9 kassa með alls
108 ákavítisflöskum.
Farþegarnir voru þeir Magnús
Guðmundur Sigurður Ólafsson,
Laugavegi 43, Hilmar Mýrkjart-
ansson, Eskihlíð 9 og Úlfar Guð-
jónsson, Hraunteigi 24. — Allt
eru þetta bílstjórar. Þeir sögð-
ust eiga þetta áfengi og ætla það
til eigin nota.
Hæstiréttur staðfesti dóm und-
undirréttar yfir mönnum þess-
um, en þeir voru hver um sig
dæmdir í 16050 kr. sekt til menn-
ingarsjóðs, vínið gert upptækt til
handa ríkissjóði og þeim gert að
greiða allan kostnað sakarinnar.
ÓLÍKLF.GT
Mjög verður að teljast ólíklegt
að ákærðu hafi ætlað að nota
áfengið sjálfir til eigin neyzlu
eða veitinga, enda hafa þeir eigi
nefnt nein sérstök tilvik, sem
gefið gætu tilefni til ákavítis-
kaupa þessara. Tveir mannanna
hafa að vísu rökstutt áfengis-
kaupin með því, að þeir væru
miklir drykkjumenn, en þær
staðhæfingar, þó sannar væru,
geta ekki veitt nægilega sterkar
líkur fyrir því, að áfengið hafi
ekki verið ætlað til sölu.
Hafa þeir því gerzt brotlegir
við 19. gr. 3. og 4. mgr. áfengis-
laganna nr. 58 frá 1954.
Áfengið höfðu mennimir feng-
ið sent í pósti til Keflavíkur og
notuðu þeir þar nöfn manna, sem
ekki áttu neinn hlut að máli, en
Magnús Guðmundur Sigurður
hafði um það forgöngu og pant-
aði hann áfengið sameiginlega
fyrir þá alla.
Tímaritið Stefnir
efnir til Ungverja-
landskvölds
á föstudaginn
TÍMARITTO „Stefnir" efnlr til
kynningar á ungverskum bók-
menntum og tórlist á föstu-
dagskvöldið í Sjálfstæðishús-
inu. Flutt verða verk eftir
ungversk tónskáld, m. a.
Franz Liszt og Beia Bartok,
ljóð og sögur eítir ungverska
höfunda og kaílar úr ritum
islenzkra höfunda um Ung-
verjaland. Þá verða og flutt
ungversk þjóðlög. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
Nánar verður skýrt frá
þessu Ungvei'jalandskvöldi
Stefnis hér í blaðinu á morg-
Alþýðusambandsþingið
hófst í gtsr
Kveðjur fluttar og kjörbréf rædd
¥ GÆR var 25. þing Alþýðusambands íslands sett í KR-húsinu við
Kaplaskjólsveg hér í bæ. Þingið sækir fjöldi fulltrúa frá sam-
bandsfélögunum víðsvegar um landið. Fyrsti fundurinn var settur
í gær kl. 5 e. h. og stýrði honum forseti ASÍ, Hannibal Yaldimars-
son. Skipaði hann ritara og lagði fram skýrslu forseta um störf mið-
stjórnar ASÍ árin 1954 —1956. Þá voru og lögð fram þingtíðindi
síðasta sambandsþings og skýrsla miðstjórnar.
KVEÐJUR FLUTTAR
Hannibal Valdemarsson bauð
fulltrúa alla velkomna til þings-
ins og minntist fáum orðum lát-
inna félaga úr alþýðustétt frá því
síðasta þing var haldið.
Þá voru fluttar kveðjur erlend-
is frá og einnig frá ýmsum heild-
arsamtökum innanlands. Fyrir
hönd Alþýðusambandanna á Norð
urlöndum er kominn hingað til
’ands Kai Nissen frá Alþýðusam-
bandi Danmerkur. Færði hann
íslenzku samtökunum beztu árn-
aðaróskir og að gjöf styttu eina.
FRÁ FÆREYJUM
Þá talaði fulltrúi færeysku
verkalýðssamtakanna, Erlendur
Patursson, og færði lágmynd að
gjöf. Innlendar kveðjur flutti
fyrstur Ottó N. Þorlákssor. fyrsti
forseti A.S.Í., Ólafur Björnsson
form. Bandalags starfsmanna rík
is og bæja flutti kveðjur frá
þeim heildarsamtökum, Guð-
mundur Jensson frá Farmanna-
og fiskimannasambandinu, Sæ-
mundur Friðriksson írá Stéttar-
sambandi bænda. Gunnar Gutt-
ormsson frá Iðnnemasambandinu
og Magnús Ástmarsson frá Hinu
íslenzka prentarafélagi. Bárust
A. S. í. gjafir frá heildarsamtök-
um þessum.
KJÖRBRÉF RÆDD
Þá var skipuð dagskrárnefnd
sem þrír menn eiga sæti í og
neíndanefnd skípuð fimm mönn-
um.
Þessi fyrsti fundur var skamm-
ur, en í gærkvöldi kl. 9 hófst fund
ur á nýjan leik. Þá skyldi kjör-
bréfanefnd skila áliti sínu.
Sigur&ar Stefánsson, form.
Jötuns í Vestm.eyjum var sjálf-
kjörinn forseti þingsins í gær-
kvöldi.
í dag halda þingfundir áfram.
7 ísl. met sett i gærkvöldi
ÞAÐ RIGNDI mikið í gærkvöldi og þess vegna komu færri
áhorfendur í Sudhöllina en ella. En þeir sem þangað komu
fengu einnig þar inni „regn“ — metaregn. Alls voru á mótinu sett
7 met — og það er met út af fyrir sig. í kvöld lýkur þessu skemmti-
lega móti. Keppa þá íslendingar og Austur-Þjóðverjar í mörg-
um greinum en í gærkvöldi unnu íslendingar 3 greinar og A-
Þjóðverjar 3.
■ic Pétur Kristjánsson setti glæsi1
legt met í 100 m skriðs. synti á
58,9 sek (59,4) Þjóðverjinn Wolf
náði 1:00,9. |
if Ágústa Þorsteinsdóttir Á |
bætti sitt met í 200 m skriðsundi
um 14,9 sek. Synti hún á 2:33,0
Kiinast (A.-Þýzkal.) náði 2:43,3.
ÍC Pétur setti enn glæsilegt met
í 50 m flugsundi á 30,9 sek. Gamla
metið átti Ari Guðm. 32,0 og þann
tíma fékk hann einnig nú.
if Ágústa setti annað glæsilegt
met í 50 m skriðsundi á 31,3. Það |
er ísi. met — og telpumet því
Ágústa er 14. ára.
Sveit Ármanns setti ísl. met
í 4x50 m fjórsundi. Synti á 2:10,4
(2:10,5).
il Sjöunda metið setti Guðmund
ur Gíslason. Var það drengjamet
í 50 m flugsundi, 34,3.
i( Bringusund karla vann
Fricke A.-Þýzkal. örugglega á
2:41,0. Sigurður Sigurðsson ÍA,
hlaut Kristjánsbikarinn, 2:51,0.
★ Baksund karla 100 m vann
Schneider glæsilega. Synti hann
á bezta tíma sem hér á landi
hefur náðst 1:08,2.
50 m baksund kvenna vann
Helga Haraldsdóttir KR á 38,9
Kiinast synti á 39,1 og Ágústa
Þorsteinsdóttir á 39,3. Þar var
barizt.
—o —
í kvöld verður ekki siður
skemmtilegt sund, 400 m skrið-
sund, 100 m skriðsund kvenna,
100 m bringusund karla, 100 m
flugsund karla, 100 m bringusund
kvenna, 4x50 m baksund karla að
ógleymdum sundknattleik milli
Suður- og Norðurbæjar. íslend
ingar og A.-Þjóðverjar eigast við
í 5 greinum.
Menntamálaráðuneytið hefur keypt af Sigurjóni Ólafssyni, mynd-
höggvara, höggmynd hans „Víkingurinn", sem nú er varðveitt í
Danmörku. — Mynd þessa gerði Sigurjón Ólafsson árið 1953. Hún
er höggvin í grástein. — Myndinni mun síðar verða valinn staður.
Jeppi á Sauðárkróki ekar upp á
gangstétt og slasar tengdafeðga
Bílsfjórínn var ölvaður
Sauðárkróki, 20. nóv.
SÍÐAS’TLIÐIÐ laugardagskvöld vildi það slys til hér í kaup-
staðnum, að jeppabifreið ók á tvo menn, uppi á gangstétt
fyrir framan gamla Mjólkursamlagshúsið, með þeim afleiðingum,
að annar þeirra meiddist allmikið á mjöðm, er hann klemmdist
milli bifreiðarinnar og hússins, en hinn meiddist á fæti, er hann
kastaðist langan veg frá bifreiðinni. Voru þetta tengdafeðgarnir
Hörður Pálsson og Sigurður Magnússon frá Hellissandi, en þetta
sama kvöld var Hörður að halda upp á brúðkaup sitt. Höfðu
þeir tengdafeðgamir gengið út á gangstéttina til að fá sér ferskt
loft, er slysið vildi til.
Bifreið sú, er slysinu olli, var
jeppabifreið K-311, en henni ók
utanbæjarmaður. Var hann að
koma frá Akureyri og var drukk
inn. Hafði fólk á Sauðárkróki
tekið eftir því, að hann ók ógæti-
lega gegnum kaupstaðinn, og
hafði jafnvel verið reynt að
stöðva hann. Ekki tókst það þó
fyrr, en hann hafði ekið á menn-
ina tvo, sem fyrr greinir.
ÆTLUDU AÐ FÁ SÉR
FERSKT LOFT
í það mund, er brúðkaupsgest-
irnir voru að kveðja hjá Herði
Pálssyni og konu hans, en það
var skömmu eftir miðnætti,
gengu þeir Hörður, bniðguminn,
og tengdafaðir hans, Sigurður
Magnússon, sem er meira en mið-
aldra, út, til þess að fá sér ferskt
Alger þogn um viðræðurnar
VIÐRÆÐURNAR um endurskoð-
un hervarnarsamningsins hófust
í ráðherrabústaðnum í Tjarnar-
götu kl. 2 síðdegis í gær, og mun
fundur hafa staðið fram á kvöld.
Það vektar furðu, að rikis-
stjórnin gefur ekki neina tilkynn
ingu út um þessar viðræður.Fyrir
nokkrum dögum tilkynnti Banda
ríkjastjórn hverjir ættu sæti í
samninganefnd af hennar
hálfu. En íslenzka ríkisstjórnin
tilkynnir ekkert, hvorki hvenær
eða hvar viðræðufundir fara
fram, birtir ekkert orð um hverj-
ir sitji i samninganefnd af
íslands hálfu. Og að lok-
um neitar utanríkisráðuneytið
blaðaljósmyndurum að taka
myndir af nefndiunum við samn-
ingaborðið, þótt slíkar mynda-
tökur tíðkist að sjálfsögðu í öll-
um menningarlöndum, þar sem
þýðingarmiklir milliríkjafundir
eru haldnir.
Þá má geta þess að utanríkis-
ráðuneytið hefir sérstakan blaða-
fulltrúa sem á margra ára starfs-
ferli hefir unnið starf sitt með
sæmd. En þegar hann er nú
spurður um viðræðufundinn svar
ar hann að opinberlega viti hann
ekki hvort yfirleitt nokkur við-
ræðufundur sé hafinn!!
loft fyrir svefninni. Ekki höfðu
þeir farið langt — voru stadd-
ir fyrir framan gamla mjólkur-
samlagshúsið, uppi á gangstétt-
inni, er hinn ölvaða bílstjóra
bar þar að. Skipti það engum
togum, að bifreiðin rann beint
upp á ganstéttina þar sem menn-
irnir stóðu og ræddust við. —
Klemmdist Sigurður upp við hús
vegginn og hlaut við það mikil
meiðsli á mjöðm, en Hörður kast
aðist af bifreiðinni eftir götunni.
Hann hlaut meiðsli á fæti.
FLUTTIR I SJÚKRAHÚS
Menn komu þegar í stað til
hjálpar og voru mennirnir báðir
fluttir í sjúkrahúsið, þar sem gert
var að meiðslum þeirra. Hefur
Sigurður verið rúmfastur síðan,
enda meiðsli hans alvarlegri, þótt
ekki sé um beinbrot að ræða, en
Hörður einnig hafzt við heima. —-
Bílstjórann sakaði ekkert, og
ekki skemmdist bíllinn. Málið er
í rannsókn. — Frétaritari.
Slys við útskipun
á Akureyri
AKUREYRI, 20. nóv. — Það slys
vildi til hér í gær, er verið var
að skipa fiskpökkum um borð i
Arnarfell, að „stroffa" bilaði og
féllu fiskpakkar á einn verka-
mannanna, Gunnar Einarsson,
! Brekkugötu 30. Meiddist hann í
baki og var fluttur í sjúkrahús.
Var líðan hans hálfslæm í nótt. —
Voru heiðsli hans ekki könnuð til
hlítar, er síðast fréttist.