Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. nóv. 1956
MORGUNBlÁÐIÐ
9
A VARP
Stúdenta-
félagsins
1906
'j£/LLUM œlli að vera það Ijósl, hoe mikils oerl það er hvcrri þjóð, að eiga scr fána, þeklan
og viðurkendan a/ öðrum þjóðum. Fáninn láknar sját/slwði þjóðarinnar og séreðli alt
það eem greinir hana frá öðrum þjóðum i sókn og vörn á vcgum mcnningarinnar. Hvcr þjóð
hefir silt markmið, sina sögu og sinar vonir. Alt það láknar /áninn. Pcss vegna getur cnginn
einn fáni verið viðunanlegt lákn Iveggja þjóða og hugsjóna þeirra. Eins og hver þjóð heilir
sinu nafni, eins á hún að ha/a sinn fána, þvi að fáninn er fangamark þjóóarinnar. Að silja eða.
sigla undir fána annarar þjóðar er að scgja rangt*tit nafns sins, cctlar og eðlis.
Vér tslendingar erum sérslök þjóð, eigum sérslaka sögu, markmið og vonir. Pess vegna
viljum vcr og hafa scrslakan fána. Vér vitjurn scckja hann að lögum og höfum /il þess sögtv
legan og eðlilegan rétl.
Af þessum ástœðum héfir Hið istemka slúdenlafélag leyft sér ad hcra fram lillögu um það,
hoernig fáni sá skuli vera, er vér fglkjum oss um og vitjum fá löghelgaðan. Mynd hans cr
prenhrð hér. Átmubreidd krossins cr */« aj brcidd fánans. Bláu rcitirnir ntvr slönginni eru rcllir
ferhyrningar, Og bláu reilirnir fjccr slönginni jafnbreiðir þcim, en Ivöjall lengri.
Vér leljum þjóð vorri vel sœmandi við /ána þennan. t honnm cru þjóðlilir vorir, sömn
Ulir og i hinu löghetgaöa merki íslands. Kmss viljum vér ha/a i jánanum scm jrœndþjóðir
vorar á Norðarlöndum, oy sýua þannig skgldleika vorn við þœr og hróðurþcl vorl lil þcirra.
Jfoerjntn manni og félagi á landi hcr er heimill að draga á slöng þann fána, er vill. Pess
Þegna ley/um vér oss oirðingarfylsl að skora á yður, að laka upp fána pann, cr hér cr sýndur,
■og draga hann á slöng við hátiðlcg l<ckifœ/-i og pcgar ásla-ða er lil að sýna' pannig pjóðcrnisill.
Vonnm vér að bráll komi cið þoi, að þessi fáni blakli á lwerri slöng um land all, sem
sýnilegt Jákn pess, að íslcndingar oiljuin vér allir vera,
ReýJcjavlk i nðvembermán. 1906.
Fyrir hönd Stáden lafélaysins
Benedikl SveinssmK \Bjarni Jónsson Guðm. Finnbogason.
frá VogL
Magnus Einarsson. Maltíuas Þórðarson.
Benedikt
Sveinsson
Bjarni Jóiasson
frá Vogi
Guðmundur
Finnbogason
Magnus
Einarsson
Matthías
Þórðarson
þyrpingu stórri og rétt framan
við Björn Jónsson ritstjóra, sem
stóð þar. Þetta kom mannfjöld-
anum, sem dreifður var um alla
vellina, alveg á óvart. Hrópað
var margfalt húrra fyrir hinum
nýja íslenzka fána. Þannig hélt
íslenzki fáninn innreið sína á
Þingvöll".
★ ★ ★
Nú hófst þjóðfundurinn, og
vitna ég enn í frásögn Ara Arn-
alds:
„Morguninn 29. júní 1907 risu
þjóðfundarmenn snemma úr
rekkju. Múg og margmenni dreif
að árla dags úr öllum áttum, ríð-
andi og gangandi. Veður var hið
fegursta, sólfar mikið, norSankul.
LÖgbergsgangan var hafin um
dagmálaskeið. Gengu stúdentar í
fararbroddi með fánann. Lúðra-
sveit lék göngulög. Gengið var
til Lögbergs hins forna (sunnan
vegarins niður úr Almannagjá),
og var þar íslenzki fáninn dreg-
inn að hún á flaggstöng mikilli.
Menn settust niður allt um kring
eða lögðust í gras'ið og nutu ilms
gróandans.
Bjarni Jónsson frá Vogi, for-
maður Stúdentafélagsins, gekk á
Lögberg og hélt skörulega ræðu
og löghelgaði fáhann".
Undir lok ræðu sinnar sagði
Bjarni:
„Og er hér fáni sá, sem borinn
skal í broddi fylkingar vorrar.
Afhendi ég hann hér kjörnuu:
fulltrúum þjóðarinnar til sóknar
og varnar og helga hann hér að
Lögbergi, en það köllum vér að
löghelga“.
Lauk hann ræðu sinni með
stefjamáli. Þar í var þetta:
— nú er í landi
lif og andi ..
en í armi stál
og eldur í máli,
og þótt sókn gráni,
er hér sigurfáni“.
Um hádegisbil gekk mannf jöld-
inn í skrúðgöngu aftur til Lög-
bergs við lúðraþyt og undir blakt-
andi fánum. — Fremstir gengu
fánaberarnir og var Benedikt
Sveinsson í broddi fylkingar með
stærsta fánann“.
Hinir fánaberarnir voru
Hjörtur Líndal hreppstjóri á
Núpi í Miðfirði og Jón Samúels-
son bóndi að Hofsstöðum á Mýr-
um.
Ein fundarsamþykkt ÞJöðfund-
arins var þessi:
„Fundurinn telur sjálfsagt, að
ísland hafi sérstakan fána, og
feilst á tillögu Stúdentaíélagsins
um gcrð hans“.
★ ★ ★
Nokkru eftir Þjóðfundinn á
Þingvelli kom Friðrik konungur
áttundi í heimsókn til íslands
með fríðu föruneyti. í hinni
dönsku ferðasögu „Kongefærd-
en“, sem út kom skömmu seinna,
hlakkar höfundur yfir því, að
Dannebrog hafi sigrað í viður-
eigninni við bláhvíta fánann í
Reykjavík. Þegar „Sterling" kom
til Reykjavíkur hinn 29. júní,
hafi svo sem 10 bláhvítir fánar
*ézt innan um sæg af dönskum
fánum og fálkamerkjum, en þeg-
ar „La Cour“ lagðist fám klukku-
stundum síðar við akkeri, hafi
helmingur þeirra verið horfinn af
hólmi fyrir Dannebrog. Og dag-
inn sem konungur hélt innreið
sína hafi ekkert af „Demonstrat-
ionsflagene" verið eftir.
Ekki kann ég skil á sannind-
um sögu þessarar, en fregnir hefi
ég af því, sem gerðist á Þing-
völlum. Er fylgdarlið konungs
kom þangað austur, blakti mikill
íslenzkur fáni á gjárbarminum,
þar sem riðið er niður í Almanna-
gjá. Þjónustusamlegur andi hélt
að það væri kurteisi við konimg
að velta um stönginni og felldi
hann fánann í gjána.
Er á vellina kom, blöstu við
tjaldbúðirnar og blakti íslenzki
fáninn yfir tjöldum Ungmenna-
félaganna, Bessastaðamanna og
Landvarnarmanna ,en hið síðast-
talda var tjald þeirra Einars
Gunnarssonar og Benedikts
Sveinssonar, sem fyrr var getið.
Einn af forvígismönnum Ung-
mennafélaganna, Guðbrandur
Magnússon (nú um langt skeið
forstjóri vinsællar ríkisstofnun-
ar) hefir skýrt frá því, að „góðir
menn“ reyndu árangurslaust að
fá Ungmennafélögin til að draga
niður fánann. — Merkismaður
einn kom í tjald Landvarnar-
manna, og voru þar konur einar
til andsvara, Guðrún Pétursdóttir,
Maren systir hennar og Þorbjörg
Nikulásdóttir. Komumaður bað
Guðrúnu að draga niður fánann.
Hún kvað bónda sinn ráða þar
húsum. Hann væri fjarverandi og
væri það á ábyrgð komumanns,
ef hann snerti við fánanum.
Segir Guðrún nú, nær hálfri öld
síðar, að viðureigninni hafi lykt-
að með því, að komumaður fór
sneyptur burtu. „Nú, þér eruð
ekki huglausar", varð öðrum
mektarmanni, er stadaur var í
tjaldinu að orði, en húsfreyja
kyaðst ekki halda að mikið hug-
rekki þyrfti til þessa.
Frá þessu atviki er sagt til
þess að sýna, hve deigir ýmsir
mætir menn voru enn til fylgis
við góðan málstað.
Engar sögur fara af því, að
konungur hneykslaðist á því að
sjá íslenzka fánann.
★ ★ ★
Um hina næstu þætti í sögu
fánamálsins hefur Guðmundur
Hagalín rithöf undur alveg nýlega !
skrifað í Andvara. Hygg ég mig
ekki geta hætt þá frásögn, og
fer hún því hér á eftir:
„Fánamálinu hafði verið haldið
vakandi, og hafði sitthvað gerzt
á þeim vettvangi. Á Alþingi 1911
var Benedikt Sveinsson meðal
flutningsmanna frumvarps um
sérfána fyrir ísland. Skyldi sá
fáni vera fullkominn siglinga- og
þjóðfáni. Þótt vitað væri, að kon-
ungur mundi alls ekki staðfesta
lög um slíkan fána, náði frum-
varpið samþykki neðri deildar
Alþingis, en í efri deild dagaði
það uppi. Málið lá svo um skeið
í þagnargildi á Alþingi, en hinir
gömlu Landvarnarmenn héldu
áfram að vinna að fylgi þess með
þjóðinni.
Hinn 12. júní 1913 gerðist ó-
væntur og mikilvægur atburður.
Foringi danska varðskipsins, sem
lá á Reykjavíkurhöfn, lét taka
íslenzkan fána af ungum manni
Einari Péturssyni, síðar stórkaup
manni. Hann var á skemmtisigl-
ingu og hafði dregið bláhvíta
fánann að hún.
Nú var þó íslendingum einu
sinni nóg boðið. Danskir fánar
blöktu á allmörgum húsum í
Reykjavík þennan dag í virðiiig-
arskyni við varðskipið danska.
En þegar fréttin barst af tiltæki
hins danska sjóliðsforingja, hurfu
dönsku fánarnir af skyndingu —
allir sem einn, og um kvöldið
skar skólapiltur niður íánann á
sjálfu Stjórnarráðshúsinu. Blá-
hvíti fáninn blakti nú á hverri
stöng, og börn veifuðu honum
framan í hina dönsku sjóliða á
götum bæjarins. Þegar sjóliðs-
foringinn gekk á land, stilltu
menn svo til, að hann varð að
lúta til þess að ganga gegnum
„fánahlið", sem myndað hafði
verið á Steinbryggjunni. Fjöl-
mennur mótmælafundur var hald
inn um kvöldið. Til hans höfðu
boðað þingmenn bæjarins, og
lýstu þeir tilefni hans þannig:
„Dönsku hervaldi var í morgun
beitt í islenzkri höfn“.
Þessi atburður varð til þess,
að fánamálið var á nýjan leik
flutt á Alþingi. Hin þjóðfræga
þrenning Benedikt Sveinsson,
Bjarni frá Vogi og Skúli Thor-
oddsen vildi láta skora á stjórn-
ina að leggja fyrir Alþingi frum-
varp til laga um íslenzkan sigl-
ingafána, en aðrir smátækari
ætluðu að láta sér nægja staðar-
fána. Slíkan fána kallaði Bjarni
frá Vogi „skattlandssvuntu".
Fylgismenn staðarfánans fengu
samþykkta breytingartillögu, sem
þremenningarnir töldu lemstrun
á aðaltillögunni, og var hin
breytta aðaltillaga síðan felld,
meðal annars með atkvæðum
flutningsmanna. Hins vegar sam-
þykkti síðan Alþingi tillögur í
málinu, þar sem að nokkru var
farið bil beggja.
Á ríkisráðsfundi í nóvember
um haustið fékk Jíannes Hafstein
vilyrði konungs fyrir íslenzkum
staðarfána, og lét konungur í ljós,
að hann vænti tillagna frá ráð-
herra um lögun og lit fánans.
Varð þetta til þess, að skipuð
var nefnd, sem gera skyldi til-
lögur til Alþingis um gerð hins
íslenzka féma. Fram að þessu
höfðu 'allir verið sammála um
bláhvíta fánann, en nú var því
haldið fram, að hann væri of
líkur siglingafána Grikkja. Utan-
Víkisráðherra Grikkja lýsti því
yfir í bréfi til fánanefndarinnar,
að gríska stjórnin hefði ekkert
við það að athuga, þá að fslend-
ingar löggiltu bláhvíta fánann, en
Danakonungur reyndist grískari
en Grikkir. Honum fannst sér.
bera skylda til að vernda fána
frænda síns, Grikkjakonungs, en
sá fáni var nokkru líkari blá-
hvíta fánanum en siglingafáni
Grikkja, sem raunar var honum
mjög ólíkur. Þá var það næst á
dagskrá, að bláhvíti fáninn væri
of líkur þjóðfána Svía, en fylgis-
menn hins íslenzka fána, sem þeg-
ar hafði öðlazt hylli alls almenn-
ings í landinu, töldu sannað, að
engin hætta væri á, að þeim yrði
ruglað saman, þótt séð væri úr
fjarlægð á höfum úti. Á þingi
varð það ofan á, eftir allmikið
þjark, að lagt væri á vald kon-
ungs, hvort hann staðfesti blá-
hvíta fánann eða aðra gerð, þar
sem rauður kross var settur inn-
an 1 hinn hvíta. Konungur kaus
síðari gerðina, svo sem menn
höfðu raunar búizt við. Ekki tók
Benedikt Sveinsson mikinn þátt
í umræðum um fánamálið á
þingi, en hann beitti sér þeim
mun meira utan þingfunda. Var
honum ærið óljúf afgreiðsla máls-
ins, þar sem nægja skyldi staðar-
fáni í stað siglingafána og það
lagt á vald konungi að breyta
gerð hans frá þeim hreina og hug-
ljúfa fána, sem helgaður hafði
verið á Lögbergi þjóðfundarmorg
uninn 1907 og Einar Benedikts-
son hafði hyllt með fánásöngn-
um Rís þú, unga íslanðs merki.
Þeir Benedikt og félagar hans
kölluðu rauða krossinn í fánan-
um glundroöann."
★ ★ ★
Mér er júní-dagurinn 1913, er
Danir rændu fána Einars Péturs-
sonar, í barnsminni. Ég var þá 6
ára að aldri. Ég minnist þess, er
móðir mín sat við saumavélina
og saumaði hvern fánann af öðr-
um, litla bláhvíta fána. En við
bræður og félagar okkar fórum
ofan í Völund og keyptum eins
mörg kústsköft og við gátum bor-
ið; mig minnir að þau kostuðu
11 aura hvert, sem þá var all-
mikið fé fyrir snáða á okkar
aldri. Við hinir minnstu urðum að
láta okkur nægja hálft kústskaft
hver.
Voru nú fánarnir negldir á
„stengurnar" í tugatali og her-
sveit hinna ungu manna gekk I
kröfugöngu að höfninni og út 1
Örfirisey, því að þar þóttumst
við komast næst óvinunum. Þó
sló herjunum ekki saman fyrr en
á heimleiðinni úr eynni, er við
mættum dönskum dátum og lét-
um all ófriðlega að þeim.
Þeir voru persónulega sýknlr
saka, en það var jafnrétt fyrir
því, er ungir sem gamlir samein-
uðust til þess að sýna andstyggð
sína á kúguninni.
★ ★ ★
Sögu bláhvíta fánans lauk með
konungsúrskurði.
-----Annar fáni er þjóðfáni
íslands í dag, fáni, sem allir ís-
lendingar unna. En þeir, sem eiga
margar sínar fyrstu minningar
bundnar við bláhvíta fánann, eru
aldir upp með honum, geta ekki
gleymt því, að hann var herfáni
sjálfstæðisbaráttunnar, og að það
er hann, og hann einn, sem þessi
orð eiga við:
Skín þú, fáni, eynni yfir
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar sem landinn liíir
litir þínir alla tíð.