Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 16
1« MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. nóv. 1956 LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS Framhaldssagan 81 væri að tala um, ef hún hefði sent svar. Og auk þess, hefði ég nú týnt miðanum á leiðinni, þá hefði ég ekki vitað um hvað ég átti að spyrja hana“. „Jæja þá, haltu áfram". Lije starði þunbrýndur fram fyrir sig, er þeir nálguðust forugan akveg- inn til Delta City. „Hvað gerði hún þá?“ „Ekkert. Gamli apinn tók við miðanum og þegar hann kom ekki aftur, bankaði ég aftur á dyrnar og þá kom hann enn fram og gaut augunum til mín, eins og hann væri hræddur um að ég myndi bita sig og ég spurði: — Afhentirðu ungfrúnni miðann? og hann svaraði: — Já, Og þá segi ég: — Og hvert er svo svar hennar? Og hann segir: — Það er ekkert svar. Og þá varð ég alveg ofsareiður, vegna þess að ég hélt að hann væri að leika eitthvað á mig, og ég sagði: — Gamla fíflið þitt, hverju svaraði hún? Og hann sagði: — Það er ekkert svar. Og þá segi ég: — Áttu við það að hún hafi sagt, að það væri ekkert svar? Og hann sagði: — Já, herra minn. Hún sagði, að það væri ekkert svar“. „Og'þú, hvað gerðhr þú þá?“ „Gamli, svarti þrjóturinn skellti hurðinni í iás rétt fyrir framan nefið á mér og ég gat ekkert gert. Ég lagði bara af stað aftur hingað og hérna er ég nú kominn aftur við svo búið. En eitt vildi ég gjarnan fá að vita. Hann þagnaði og greip þéttfast í handlegginn á Lije: „Hvað átti hún við með þessu? Eða heldurðu kannske að gamli *sninn hafiverið að ljúga að mér? Hún var skildug að svctra, er það ekki? Svara einhverju? Og hvað meinti hún þá með því að segja: — Það er ekkert svar?“ UTVARPIÐ Miðvikudagor 21. nóvember. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. — 18,30 Bridge- þáttur (Eirikur Baldvinsson). — 18,45 Fiskimál: Pétur Sigurðsson forstjóri landhelgisgæzlunnar tal ar um notkun flugvéla við lánd- helgisgæzlu. — 19,00 Óperulög. — 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,30 Daglegt mál (Grímur Helga son kand mag.). — 20,35 Lestur fornrita: Grettis saga; II. (Einar Ól. Sveinsson prófessor. — 21,00 „Brúðkaupsferðin". — Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur sér um þáttinn. — 22,00 Fréttir og veð- urfregnir. — Kvæði kvöldsins. — 22.10 Upplestur: „Brúðkaupslag- ið“, smásaga eftir Selmu Lager- löf (Haraldur Björnsson leikari). — 22,30 Létt lög (plötur). — 23.10 Dagskrárlok. Eimmtuclagur 22. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperantó. — 19,00 Harmonikulög. 19,10 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20,30 Frá- sögn Gamla Testamentisins; fjórði hluti (Þórir Þórðarson dósent). 20,55 Úr óperum: Italskir lista- menn flytja (plötur). 21,30 Ut- varpssagan: „Gerpla“ eftir Hall- dór Kiljan Laxness; IV. (Höfund ur les). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Erindi: Frá Egyptalandi (Ragn- heiður Hafstein). 22,45 Sinfónísk- ir tónleikar (plötur). — 23,15 Dagskrárlok. . t:' Lije sneri andlitinu undan og var þakklátur myrkrinu, sem huldi svip þess. Hann hló — hlátri sem hljómaði ónotalega í dauðakyrrð síðkvöldsins. „Hvernig ætti ég að vita það?“ spurði hann önuglega. „Hvernig getur nokkur skilið kvenfólkið? Ekkert svar. Fjandinn sjálfur. Hún gaf það svar, sem ég var hræddur um að hún myndi gefa. Þess vegna sendi ég þig. Ég hélt að þú hefðir e. t. v. betra lag á henni en ég sjálfur". „Ég hef auðvitað gott lag á blessuðu kvenfólkinu“, viður- kenndi Spike mjög hæversklega, „en ég fékk ekkert tækifæri til þess að tala við hana. Það voru nú öll vandræðin. Mér datt helzt í hug að leita uppi Martin gamla sjálfan, en svo hélt ég að það myndi ekki þýða neitt heldur. Þess vegna kom ég aftur beint hingað“. „Já, það var alveg rétt hjá þér“. Lije gekk yfir á hina brún vegarins. „Og ég ætla líka hvor- ugt þeirra að ónáða hér eftir. -— Maður hefur hvort sem er ekk- ert nema áhyggjur og erfiðleika af afskiptum sínum af kvenfólki. En ég var bara dálítið ruddaleg- ur í tali við hana og þess vegna datt mér í hug. ... “ „Það sem þú ættir að gera“, greip Spike fram í fyrir honum, mjög alvarlegur í bragði, „er að láta svona reigingslegar hofróður algerlega afskiptalausar. Þær eru til einskis nýtar og geta ekkert gert nema setið eins og einhverj- ir gagnslausir skrautgripir. Ég vil stúlku, sem getur elskað mig og jafnframt tekið í lurginn á mér. — Og hún verður líka að kunna að vinna. Nú, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hér alls staðar nóg af stúlkum, sem myndu vilja.... “ „Jæja, hérna skilja víst leiðir okkar“, sagði Lije stuttur í spuna. sagði mömmu að ég myndi koma heim í kvöldmatinn. Hún sagðist ætla að hafa kanínu- kjöt á borðum og þetta er stytzta leiðin heim“. Svo leit hann til lofts um leið og regnið tók allt í einu að steyp- ast í stríðum straumum til jarð- ar. „Auk þess er byrjað að rigna, svo að við gerum bezt í því að flýta okkur heím. Sjáumst aftur á morgun“. Án þess að bíða eftir svari sneri hann sér frá samferða- manninum og lagði af stað hröð- um skrefum þvert yfir engið, en eftir stóð hinn málugi Spike og horfði á eftir honum með sam- bland af undrun og glettni í svipnum. „Konur eru undarlegar og sér- vitrar“, tautaði hann möglandi við sjálfan sig. „En ef hún heldur að ég muni fara að ganga á eftir sér, þá verður hún algerlega fyrir vonbrigðum". Næsta morgun, hálfri klukku- stund eftir sólarupprás, var Lije aftur kominn til vinnu sinnar, ákveðinn á svip og með einbeitt- an ásetning í augum. Hann hafði gert allt til þess að jafna deilu- málin við Elizabeth Fortenberry, en hann ætlaði sér aldrei að láta neinn kvenmann hafa sig að leik- soppi. Kannske einhvern tíma, þegar þau hittust tvö ein.... En hann neitaði algerlega að hugsa um það, hvað kynna að gerast við þann hugsanlega viðburð og hamaðist við að mála, eins og hann væri að berjast á móti óvel- komnum hugsunum og jafnvel tímanum sjálfum. Stúlka, sem kyssti hann eina mínútuna og barðist við hann aðra mínútuna, myndi ekki verða sú eiginkona, sem hann kærði sig um — hún yrði aldrei ástrík eiginkona, undirgefin manni sín- um, auðmjúk og eftirlát. En ef hún eignaðist mann, sem myndi stjórna henni með harðri hendi, og elska hana og veita henni lík- amlega hirtingu, þegar hún þarfn aðist þess. ... Hann rétti úr sér og laut svo aftur niður yfir litla, ómálaða blettinn af gólfinu, sem eftir var, rétt innan við dyrnar. Nú var því sem nær allt gólfið málað, þakið með hreinni, brúnni málningu, sem myndi verða nudduð af og skafin á fáum mánuðum af sí- felldu trampi og traðki fóta — hvítra fóta, brúnna fóta, svartra fóta — dragandi, drattandi, hrað- stígra fóta. Hann glotti kulda- lega og þurrlega, þegar hann hugsaði um alla þá fætur, sem myndu spilla og eyða nýju, brúnu málningunni hans, en óðara var hann aftur farinn að hugsa um annað og hann reyndi að brynja sig gegn allri viðkvæmni og ó- kaTlmannlegri tilfinningasemi.. Það skipti hann ekki neinu máli, sagði hann við sjálfan sig, hvort hann sá Elizabeth Fortenberry aftur eða ekki. Hann gat vel lifað án hennar. Hann hafði lifað án hennar í tuttugu ár.... En ef þau hittust einhvern tíma tvö ein.... Hann var svo niðursokkinn í þessar hugsanir sínar, að hann heyrði ekki til Martins Forten- berrys, þegar hann kom og stað- næmdist fyrir framan hann með viðurkenningu í svipnum. „Halló, Lije“, kallaði hann loks og þegar Lije leit undrandi upp frá verki sínu, veifaði hann til hans hendinni í vingjarnlegu kveðjuskyni. „Þú virðist vera mjög áhugasamur með að Ijúka þessu sem allra fyrst“, sagði hann því næst. „Ég ætlaðist ekki til Þýzkir gólflampar og vegglampar Mjög smekklegir og sérlega ódýrir Jfekla. Austnrstræti 14 — sími 1687 Vetrarkápur Fallegt úrval — Hagkvæmt verð MARKAÐURINN Laugavegi 100 NýkomiB Rúmfeppi og baðherbergissetf GARDÍNUBÚÐIN Laugaveg 18 MARKÚS Eftir Ed Dodd One afternoon, after A TOUSH DAV ON THE PORTAGES, IT FALLS FONVILLg'S TURN TO DO THE COOKING FOR THE GANS AS THE DAYS PASS, PONVILLE WORKS HARD TO LEARN MORE AÐOUT THE OUT- pOORS, FOR HIS GREATEST AMBlTlON IS TO BE ASKED ID JOIN THÉ 'BACICPATEDV 1) Dagamir líða og Finnur lærir með hverjum þeirra meira um lífið í skóginum. Stærstu á- hugamál hans er að að verða gildur meðlimur I félagi barkar- ætanna. 2) Kvöld eitt eftir erfiðan dag fellur það í hlut Finns að mat- reiða fýrir hópian. 3) — Heyrðu Finnur, hvað ætlarðu að vera lengi að þessu. — Eg er að deyja úr hungri. — Farðu að koma með matinn, Finnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.