Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. nóv. 1956 MORCVNBLAÐ1Ð 15 á dýralæknisstarfinu og byrj - aði hann þegar á námsárum sín- um að skrifa góða grein í blöð um ormaveiki í sauðfé. í Dýralæknaháskólanum í Hannover lagði hann sérstaklega stund á sýklafræði hjá próf. Miessner, frægum manni. Asgeir var mjög handgenginn manni þessum og hjá honum lærði hann margt og vegna kunnáttu sinnar í sýklafræði fann hann fyrstur manna garnaveikissýkilinn í sauðfé hér á landi. Það var Ásgeir Einarsson sem útvegaði til landsins varnarlyf gegn skæðri svínaveiki, sem barst hingað í íslenzka svína- stofninn með matarleifum frá setuliðinu á stríðsárunum. Liklega mun Ásgeir Einarsson vera einn af færustu skurðlækn- um í dýralæknastétt hér á landi, enda var sérstaklega margt hægt að læra í þeirri grein við skól- ann í Hannover. Síðan Ásgeir út- skrifaðist úr Dýralæknaháskólan- un hefur hann hvað eftir annað íundið hvöt hjá sér til að heim- sækja skóla sinn aftur og að sjá ®g læra meira. Ásgeir hefur með fræðslu og lyfjasendingum hjálpað mörgum bændum í afskekktum og dýra- læknislausum sveitum þessa lands. Hann hefur opnað augu fjölda bænda fyrir því að án nýj- ustu dýralyfja geta þeir ekki rek- ið góðan búskap og að helzt þyrftu þeir að fá dýralækna í sem flestar sýslur landsins. Ásgeir Einarsson er góður heim •ð sækja. Hann er kvæntur þjóð- kunnri myndarkonu, Láru Sig- urbjörnsdóttur í Ási og eiga þau 5 sérstaklega mannvænleg börn. Ásgeir Einarsson hefur alltaf verið mikill áhugamaður um íþróttir og í gamla daga mátti oft finna hann á íþróttavellinum. Hann var mikill spjótkastari, var í róðrarfélagi í Hannover, þótti góður skíðamaður þau 5 ár sem hann var dýralæknir á Fljóts- dalshéraði, og líka iðkar hann enn sund af kappi. Af þessu leið- ir það að Ásgeir hefur alltaf verið sérstakur reglumaður og notar hann hvorki vín né tóbak. Ég hef heyrt því viðbrugðið hve fljótur Ásgeir væri að bregða við á bíl sínum þegar kýr veikj- ast, en þá er það þýðingarmikið atriði að læknishjálpin komi sem allra fyrst, hvort sem það er á nóttu eða degi. Annars er einn höfuðkostur Ás- geks hve léttlyndur hann er að eðlisfari, þess vegna hefur hann !íka eignazt marga góða vini bæði hér á landi og erlendis. Með létt- lyndi sínu hefur hann og sigrazt á mörgum erfiðleikum sem óhjá- kvæmilega mæta öllum þeim sem stunda dýralæknisstörf við ís- lenzkar aðstæður. Lifðu heill enn um ókomin ár og megi starf þitt reynast giftu- drjúgt því ég þekki áhuga þinn á því að bæta heilsufar bú- penings. Bragi Steingrímsson, dýralæknir. Gengur á síldar- tunnustaflana RAUFARHÖFN, 17. nóv. — Hér í góða veðrinu í dag, 16 stiga hita, er verið að lesta Tungufoss, sem hér tekur 3000—4000 tunnur síld- ar til Svíþjóðar. — Er nú tekið að ganga verulega á tunnustafl- ana hér, en auk þess sem Svíar fá héðan síld, hafa nokkur þús- und tunnur farið til Finnlands og hér er enn einn skipsfarmur þangað sem bíður afskipunar, sömuleiðis nokkur þúsund tunn- ur af síld til Rússlands. Hæð og rishæð alls 6 herb. íbúð m.m. í nýlegu steinhúsi til sölu. Rúm- góður bílskúr fylgir. Ræktuð og girt lóð. Útb. helzt kr. 250 þús. kr. Nýja fasteignasalan, Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546. AIR-WICK - MR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefnL Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími 81370 '51' mnyin er vanur að fara með nákvæm tæki Hann kann að meta nákvæmni og ein- faldleik Parker ”51“ penna, hina silki- mjúku skriftæ.-rni raffægða oddsins og hið óviðjafnanlega Aero metric blekkerfi sem tryggir stöóuga langa og ’afna blek- gjöf. Til þess að ná beztum árangri hjá þessum og öðrum pennum þá notið Parker Quink, eina blekið, sem inniheldur solv-x. cffirsóttasti penni heims Verð: Parker „51“ með gullhettu kr. 560.00. Parker „51“ með lustraloy hettu kr. 480.00. Parker Vacumatic kr. 228.00 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykiavík Viðgerðir annast: Cileraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustig 5, Rvík 2503-E Heimilistæki — gerðir 1956 KÆLISKÁPAR IJPPÞVOTTAVÉLAR ELDAVÉLAR ELDHtJSVIFTUR SORPEYÐIIVGART ÆKl ELDhlJSVASKAR CROSLEY heimilistækin eru til sýnis og sölu í raftækjadeild vorri Hafnarstræti 1. Jafn- framt má panta þau hjá eftirtöldum umboðs- mönnum vorum: Akranes: Haraldur Böðvarsson & Co. Blönduós: Verzlunin Valur. Sauðárkrókur: Verzlunin Vökull Akureyri: Verzlunin Vísir Siglufjörftur: Tómas Hallgrímsson. Vestmannaeyjar: Raftækjaverzl. Haraldar Eiríkssonar hf. Selfoss: S. Ó. Ólafsson & Co. „Segið CROSLEY um leift og þér segift kæliskápur** 0. JOHNSOIV & KAABER HF. ' M/ðorn/V fást í Land- slmahúsinu i Reykjavik og Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.