Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 2
? MORGVXBL'AÐIÐ Miðvfkudagur 21. nóv. 1956 Vinsælasfa ,hljóðfæriðr um þessar mundir er plöluspilari Hljóðfæraliús Reykjavíkur á 40 ára starfsafmæli í dag í DAG eru liðin 40 ár frá því stofnuð var fyrsta sérverzlunin hér í Reykjavík, Hljóðfærahús Reykjavíkur, sem frú Anna Frið- riksson stofnaði og hefur síðan rekið með prýði af miklum kunn ugleik á sviði hljóðfæraverzlunar. Hér í bænum opnaði Hljóðfæra hús Reykjavíkur verzlun sína í Templarasundi 3, en nú um langt árabil hefur verzlunini verið í Bankastræti 7, þar sem hún er nú í stóru og góðu húsnæði og hefur frú Anna Friðriksson skipt henni niður í dei’dir, hljómplötu deild, hljóðfæradeild, undir falla og þar plötuspilarar, og nótna- deild, og um langt árabil hefur verið leðurvörudeild í Hljóðfæra húsinu. HELZA HLJÓÐFÆRAVERZL- UN í REYKJAVÍK I>að var ekki talið gróðavæn- legt að stofna til slíkrar sérverzl- unar hér í Reykjavík fyrir 40 árum, en Hljóðfærahúsið vann sér traust meðal viðskiptavina sinna, enda tók því brátt að vaxa fiiskur um hrygg og er nú helzta hljóðfæraverzlun Reykjavíkur. Hljóðfærahúsið, undir stjórn frú Önnu Friðriksson hefur látið til sín taka á sviði hljómlistar- kynningar fyrir almenning og á vegum frúarinnar komu hingað ýmsir listamenn til hljómleika- halds. Frá upphafi hefur Hljóðfæra- húsið haft umboð fyrir ýmis heimskuim hljómplötufyrirtæki, svo sem Decca, Deutsche Gramo phon o. fl. og um langt árabil hefir Hljóðfærahúsið haft hér umboð fyrir lingvafón-kennslu- plötur. EINSÖNGSLÖG VINSÆLUST í stuttu samtali við Mbl. í gær, sagði frú Anna Friðriksson, að þegar hún renndi huganum til þess dags, er hún opnaði Hljóð- færahúsið, þá hefði tíminn liðið svo fljótt, að það hefði eins getað verið fyrir einum áratug. Hún kvaðst alla tíð hafa lagt á það kapp, að hafa á boðstólum hið bezta á sviði klassískrar tónlist- ar. Henni virtist sem almenningi félli bezt einsöngslög, svo sem aríur úr óperum og þess háttar. Frú Anna sagði, að áhugi manna fyrirlingvafónkennsluplöt unum væri mikill. Það er einkum enska, franska og þýzka, sem menn leggja sig eftir, en einnig Austurlandamál og latína, að ó- gleymdum Norðurlandamálunum og meira að segja íslenzku. Vinsælasta „hljóðfærið“ nú á tímum, kvað frú Anna vera plötu spilara, en síðan koma gítarar og flautur. Af blásturshljóðfær- um, að blokkflautu slepptri, þá er nú mest selt af trompetum og básúnum. J ÓL APLÖTURN AR 1956 Hljóðfærahúsið hefir látið taka upp á hljómplötur, sem kunnugt er, ýmsa kunna íslenzka söngv- ara. Gat frú Anna þess, að sálma- lög þau, sem sr. Þorsteinn Björns son Fríkirkjuprestur söng inn á plötur með undirleik Sigurðar ís- ólfssonar, svo sem Ó, Jesú bróðir bezti, hefðu orðið mjög vinsælar á ísl. heimilium. Hefði sr. Þor- steinn nú sungið sálma og jóla- sálma inn á þrjá plötur til við- bótar, með undirleik Sigurðar og myndu það verða jólaplötur Hljóðfærahússins í ár. Þær eru væntanlegar fyrir jólin. Talið barst nú frá hljómplöt- unum að leðurvörudeildinni. •— Einnig þar mun frú Anna hafa orðið fyrst með leðurvöruverzl- un. Það var á kreppuárunum, sagði frú Anna, ég varð til þess neydd, að fara inn á þessa braut. í leðuriðjunni, sem Atli, sonur frú Önnu veitir forstöðu, eru að- allega framleidd dömuveski úr leðri og plasti. Að lokum sagði frú Anna Frið- riksson, að það gleddi sig, hve hljómlistarlíf fslendinga stendur nú með miklum blóma. Nýlega átti að fara að grafa fyrir félagsheimili að Hrafna- gili í Eyjafirði. Var fyrst haf- izt handa um að kanna jarð- veginn þar sem hið nýja fé- lagsheimili átti að standa. — Komu menn þá brátt ofan á uppsprettulind með heitu vatni. Án þess að nokkuð hafi verið borað rennur stöðugt úr lindinni 50 stiga heitt vatn. Er talið að þetta vatn muni nægja í hitaveitu að minnsta kosti fyrir félagsheimilið og jafnvel meira. Myndin sýnir lindina, sem er skammt bak við gamla samkomuhúsið á Hrafnagiii, nokkuð sunnan sundlaugar- innar á staðnum. Flugvél sem ætluð er til nota við landbúnaðinn. Flytur korn, svin, kýr og vistir eftir þörfum. Flugmál er vandaB og fróðlegt tímarit Flytur m. a. ýtarlega trásögn at nýjusfu flugvélum Rússa 1’ SLENDINGAR eru miklir áhugamenn um flug og hér er gefið út prýðilegt tímarit um þá göfugu íþrótt og góðu atvinnugrein, og nefnist það Flugmál. Er nýtt hefti þess fyrir skömmu komið í bókaverzlanir og birtir fróðlegar greinar um nýjungar í flugvéla- gerð, Famborough-sýninguna, viðtöl við íslenzka flugmenn erlendis auk margs fleira. Brezkir togaramenn engu nær eftir langar erjur Samkomulagið rætt í Bretlandi. EKKI ERU ALLIR togaramenn í Bretlandi hrifnir af samkomu- lagi því sem nú hefur orðið milli Breta og íslendinga um afnám löndunarbannsins. Skýrir enslsa blaðið Daily Telegraph frá því, að fregnirnar af því hafi komið brezkum togarasjómönn- um mjög á óvart. Áhafnir á 200 togurum frá Hull og Grimsby, sem voru að veiðum á norðurslóðum, allt að 2000 mílur frá heima- höfn heyrðu fréttirnir fyrst í útvarpi og mun samkomulagið verða mjög mikið rætt meðal áhafnanna á þessum fjarlægu skipum. GÓÐAR MYNDIR Það er hlutafélagið Hilmir hf., sem tímaritið gefur út en einn helzti forgöngumaður þess er Hilmar A. Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri ritsins. Ritstjóri er Ólafur Egilsson. Timarit þetta vekur sérstaka athygli fyrir prýði legan frágang og er mjög mynd- skreytt að hætti erlendra flug- tímarita. Af efni þess má nefna viðtal við Ásgeir Pétursson, flug- mann, sem nýkominn er frá störf- um erlendis. Grein um Sikorsky, föður þyrilvængjunnar; Rúss- neskar, nýjar flugvélar, sem ó- þekktar eru að mestu á Vestur- löndum, nýjar uppfinningar, sem afstýra árekstrum í lofti, auk margra frásagna af djarflegum og hættulegum flugferðum. Þeir gerast nú æ fleiri, sem áhuga hafa á flugi, enda verður það snarari þáttur í þjóðarbúskap okkar íslendinga eftir því sem órin líða. Öllum þeim mönnum og reynd- ar mörgum fleirum er timaritið Flugmál uppspretta fróðleiks og skemmtunar um þau efni. EINHLIÐA UNDANHALD Blaðið segir meira að segja, að stýrimenn og skipstjórar á tog- urunum ræði um hvort þeir eigi að fallast á þetta. Þeir telji að samkomulagið feli í sér algert og einhliða undanhald Breta. ERUM ENGU NÆR Mr. Jack Enevoldsen formaður Skipstjórafélags Hull-borgar, sagði um samkomulagið: — Eftir 4% árs erjur erum við engu nær en í byrjuninni. Hin svokallaða eftirgjöf íslendinga er ekkert nema blekking. — Svo virðist sem við séum til- neyddir að fallast á þetta sam- komulag, hélt Enevoldsen áfram. — En við getum ekki vitað um álit meirihluta félagsmanna fyrr en þeim hefur gefizt tækifæri til að íhuga málið. ÞAKKIR RÁÐHERRA Nokkrar umræður urðu í brezka þinginu um málið. Hófust þær með þvi að Dodds Parker aðstoðarutanríkisráðherra greindi frá samkomulaginu. Hann vott- aði Efnahagssamvinnustofnun- inni, OEEC, þakklæti fyrir að- gerðir hennar og hinnar sérstöku nefndar til lausnar þessu deilu- mí li, og einnig þakkaði hann f ull- trúum brezks sjávarútvegs fyrir þann þegnskap og samstarf sem þeir hefðu sýnt til að leysa deil- una. Younger, verkamannaflokks- þingmaður fyrir Grimsby, tók til máls og kvað hann stjórnarand- stöðuna styðja ráðherrann í mál- inu. Hann fagnaði sáttum í þess- ari löngu deilu, sem stundum hefði veriö hin harðskeyttasta. ÍSLENDINGAR SLAKA HVERGIÁ íhaldsbingmaðurinn Wall, kom með fyrirspurn um hvort brezka stjórnin héldi fast við kröfu sína um þriggja mílna landhelgi. Dodds Parker aðstoðarx'áðherra svaraði því til að í samkomulag- inu, sem gert hefði verið fælist ekki breyting á viðhorfum brezku stjórnarinnar til landhelg- ismála Islands. Að lokum tók til máls í þinginu, Evens verka- mannaflokksþingm. frá Lowes- toft. Hann kvaðst nýlega hafa verið í heimsókn á íslandi og hon um væri það ljóst að íslendingar myndu hvergi slaka á landhelgis- kröfum sínum. KvÖldfagnaður íslenzk- ameríska félagsins Utanríkisráðfierra fflytnr ávarp ANNAÐ KVÖLD efnir fslenzk-ameríska félagið til kvöldfagnaðar í Sjálfstæðishúsinu fyrir félagsmenn og velunnara félagsins. — Verður þar ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks. Kvöldfagnaður þessi er haldinn í tilefni af þakkargjörðaidegi Bandaríkjanna. Sýning Gerðar Helgadóttur og franska listmálarans er opin dag- lega í bogasal Þjóðminjasafnsins. Myndin sýnir Gerði við eitt listaverka sinna. Guðmundur f. Guðmundsson ut- anríkisráðherra mun flytja ávairp. Þá skemmta tveir Banda- ríkjamenn með söng og píanó- leik og Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur einsöng. Að lokum verður stxginn dans. Skemmtifundir félagsins hafa jafnan verið mjög vel sóttir. — Þess vegna er fólki ráðlagt að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, en þeir verða seldir í Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar. Lýsl effir S.L. LAUGARDAG var lítilli skellinöðru stolið fyrir utan hús- ið númer 17 við Langholtsveg. Er hún blá að lit, af gerðinni Amopet — og númer hennar er R-593. Farartækið átti ungur pilt- ur og er honum sár missir þess. Hann snéri sér óðar til rannsóknarlögreglunnar og bað hún blaðið að koma því á fram- færi við þá, er kynnu að hafa orðið varir við stuldinn eða séð hjólið síðar, að gera rannsóknar- lögreglunni þegar aðvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.