Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 10
ír MORCUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 21. nóv. 1956 ntifrlðfrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. - Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 'eintakið. Að sjó ekki og keyra ekki KOMMUNISTAR hafa nú gripið til þess að fara í felur. „Við sjá- Hm ekki, við heyrum ekki“, segja þeir. Þegar utanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu í sumar um stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkis- og varnarmálum, um að hér ætti að halda uppi varnarstöðvum, sem væru „ætíð og án fyrirvara reiðu búnar til að gegna hlutverki «ínu“, þá sögðust kommúnistar ekkert um þetta vita. Og þegar löndunardeilan var leyst, þvert ofan í stórletraðar yfirlýsingar Þjóðviljahs og „stefnu“ þá léku kommúnistar þennan sama leik. Þeir þóttust ekkert vita. Og loks þegar utanríkisráðherrann gaf á Alþingi fyrir fáum dögum nýjar upplýsingar í sambandi við end- urskoðun varnarsamningsins, fór allt á sömu leið. „Þjóðviljinn telur sig ekki hafa aðstöðu til að skýra ummæli" utanríkisráðherr- ans segir þar orðrétt í gær. Þjóð- viljinn lætur við það sitja að lækka utanrikisráðherrann í tign. Hann heiti nú ekki framar utanríkisráðherra „ríkisstjórnar umbotaflokkanna", heldur utan- ríkisráðherra, Alþýðuflokksins! Þetta er e.t.v. það broslegasta af öllu. Og framhaldið? Hvernig verður það, spyrja menn. — Er mögulegt að kommúnistar ætli sér að hanga í ríkisstjórninni á þann hátt að látast ekki sjá eða heyra og blátt áfram kyngja í einum bita stærstu stóryrðunum, sem þeir hafa viðhaft undan- farna mánuði og jafnveí ár? Það bendir allt til, að þannig ætli þeir að fara að. Kommúnistar óttast ekkert meir en einangrun- ina, sem Framsóknarmenn og Al- þýðuflokkurinn frelsaði þá úr í sumar. Inn í það dauðraríki stjórnmálanna vilja þeir ekki aftur snúa. Þá var það óhætt Það er aðeins í eitt skipti, sem kommúnistar hafa haft kjark til að standa við gerðir og yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar, þegar nokkuð lá á. Það var þegar kaup- bindingunni var skellt á með bráðabirgðalögum í sumar. Nú skyldu menn einmitt halda að kommúnistum hefði verið við- kvæmast að samþykkja þessa ráð stöfun, sem þeir höfðu hamazt á móti í áratug eða meira í hvert skipti, sem slíkt eða eitthvað svipað var nefnt á nafn. Og þetta mál varðaði einmitt þá hópa, sem kommúnistar hafa einkum þótzt málsvarar fyrir. — Kaupbinding hefur hingað til heitið „þjófnaður" og „hnefa- högg í garð verkalýðsins", hve- nær, sem slíkt hefur komið til umræðu. En I þetta skipti grúfðu kommúnistar sig ekki niður. Nú bæði heyrðu þeir og sáu. Allt í einu varð kaupbinding og niðurgreiðslur eina hugsan- lega bjargráðið og launþegum eintóm blessun. En hvernig stóð á að kommún- istar kyngdu með slíkri gleði öll- um stóryrðum í þessu máli og játuðu að þeir ættu þarna hlut að á sama tíma og þeir þykj ast ekkert vita, þegar um er að ræða utanríkismál og landvarnir? Það stafar einfaldlega af því að þá varðar í rauninni ekkert um launþega og verkalýð og telja sig geta boðið því fólki hvað sem er. Ætia mætti að þeim gæti orðið það örðugt á Alþýðusambandsþinginu, sem nú er að hefjast en fyrir því er einnig séð með atferli Hermanns Jónassonar. Það var opin leið til að tryggja lýðræðisflokkunum meirihluta á þinginu en þá settu kommúnistar H. J. stól- inn fyrir dyrnar og kröfðust þess að hann kæmi í veg fyrir UTAN UR HEIMI átciliniótcLrnir uÉ óic^rci í JCeJ? ÍÁrÉur öitó útikú^ak á mj ? u, ndanfarna mánuði hafa verið ótvíræð merki þess, að valdabarátta er mikil innan Kremlmúranna. Þar eigast við hinir gömlu stalinistar undir for- ystu Molotovs, sem nýlega var látinn hverfa úr utanríkisráð- herras^ólnum, og þeir, sem hafa barizt fyrir afnámi stalinismans. Svo hefur virzt sem Krúsjeff væri þeirra forvígismaður, en menn eru ekki sammála um það, enda þótt Krúsjeff hafi oft komið fram á opinberum vettvangi í nafni þeirra. Bæði kommúnistaforingjarnir í Kreml og kommúnistar annárs staðar í heimi hafa neitað því þá samvinnu, sem raunveru-1 harðlega að nokkur valdaoarátta lega var komin á milli verka- æUi sér stað í Moskvu. Otvíræð manna í Alþýðuflokknum og! sönnun hefur hins vegar fengizt Sjálfstæðisflokknum um kosn á Því — °S heimildarmaðurinn ingar til þingsins. Þetta gerði er enginn annar en Tito Hermann og tryggði komm- únistum þar með meirihluta í Alþýðusambandinu næsta _ kjörtímabil. Treyst á minnisleysið Nú er það auðvitað svo, að kommúnistar þurfa jafnt sam- þykki og heimild frá Moskvu til að þegja eins og þeir þurfa leyfi þaðan til að segja eitthvað eða gera eitthvað. Kommúnistar hér hafa alveg vafalaust fengið' þá línu að austan — svipað og aðrir kommúnistar um víða veröld — að nú skuli þeir smeygja sér inn í valdaaðstöðu, þar sem það er hægt og rjúfa þá einangrun, sem þeir búa nú við alls staðar á Vest urlöndum. En það er vitaskuld alveg útilokað að þeir megi opin- berlega gangast undir að fylgja varnarstefnu vestrænu þjóðsnna. Þess vegna ítrekar Þjóðviljinn enn í gær, að stjórnin hafi „heitið því að losa þjóðina við hernámið, og þeir atburðir, sem síðan hafa gerzt geta ekki raskað þeim ásetningi, heldur styrkt hann“. Hvort meira verður svo metið að lokum hjá kommúnistum að lafa í stjórn eða láta hana „springa" á varnarmálunum er alls ekki komið undir ákvörðun þeirra sjálfra heldur er slíkt ákveðið í höfuðstöðvum kommúnista í Moskvu. Alls staðar, nema á fslandi, eru kommúnistar í algerri einangrun. —- Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar vill að eins verði farið að hér. Það mundi einnig verða svo ef valdastreita fárra manna kæmi ekki í veg fyr- ir slíkt með þeim afleiðingum sem sjást í Alþýðusambandinu, þar sem klofningur lýðræðisafl- anna verður til að tryggja komm- únistum völdin. ræðu, er Tito hélt á kommúnistaþingi í Júgóslavíu fyrir nokkrum dögum, réðist hann harðlega á forystuna í Kreml fyrir framkomu Rússa í Ungverjalandi. Kveður hann stalinistana enn vera að verki — og sjá megi, að áhrif þeirra séu langt frá því að vera úr sög- unni. Það hafi verið þeirra verk að rússneski herinn var látinn skerast í leikinn í Ungverjalandi, það hefði verið glæpur, því að sérhver þjóð ætti að njóta það mikils sjálfsákvörðunarréttar, að hún gæti valið sína eigin leið til sósíalismans. Tito gekk jafnvel svo langt að hann lét í ljós þá skoðun sína, að blóðfórnir ung- versku þjóðarinnar ættu eftir að bera sinn ávöxt, ávöxt, sem mundi koma- ráðamönnum í Krem í koll. E: nda þótt Tito hafi lýst fyrirlitningu á framferði rúss- neska hersins í Ungverjalandi sagðist hann vera þeirrar skoð- unar, að önnur atlaga rússneska hersins hefði verið réttlætanleg. Kvað hann uppreisn ungversku þjóðarinnar fyrst hafa verið gerða gegn Rússum og rússneskum áhrifum. Síðan, er rússneska hernum var sigað á þjóðina, hafi barátta hennar beinzt jafnt gegn hinu sósíaliska skipulagi og Rússum. Þá hefði það verið rétt- lætanlegt að brjóta alla andstöðu á bak aftur — skilyrðislaust. Ung- verjar máttu losa sig við Rússa, en þjóðskipulaginu varð að halda, enda þótt það kostaði Ungverja allt blóð þeirra. ÍJ agði Tito ríka áherzlu á það, að ófarirnar mætti skrifa á reikning stalinistanna í Kreml, sem gerðu nú ítrekaðar tilraun- ir til þess að brjótast til valda á ný. Kvatti hann kommúnista- ríkin og kommúnistaflokka á Vesturlöndum til þess að útrýma stalinistunum. Kommúnistaríkin yrðu hvert fyrir sig að finna hina réttu leið til sósíalismans — þá leið, sem hverju um sig hentaði bezt. F, rá því að ræða þessi var haldin liðu fjórir dagar þar til hún var birt opinberlega — og í Rússlandi var aðeins birtur lauslegur útdráttur úr henni. í leppríkjunum var hún víða birt í heild —og m. a. flutti Búda- pest-útvarpið hana alla. f fyrra- dag réðist aðalmálgagn ráðstjórn- arinnar, „Pravda", heiftarlega á Allt bendir nú til þess, að stalin- istarnir — með Molotov í broddi fylkingar — séu að ná yfirhönd- inni í Kreml — Tito fyrir ummæli hans — og kvað hann vera að reyna enn einu sinni að koma á glundroða í kommúnistaríkjunum með því að skipta kommúnistum í tvo hópa — stalinista og andstæðinga þeirra. Ráðstjórnin og önnur kommúnistaríki mundu standa þétt saman „um hagsmuni verka- lýðsins“ eftir sem áður. Sá vegur til sósíalismans, sem Tito hefði farið, væri alls ekki til fyrir- myndar og Tito skyldi ekki voga sér að þröngva stefnu sinni upp á aðrar þjóðir. B endir þetta til þess, að Molotov og stalinistar hans hafi styrkt aðstöðu sína í Kreml eftir atburðina í Ungverjalandi. Valda Leo Kondukforov — Rússi í húð og húr ★ ★ ★ ÞAÐ hefir vakið mikla athygli að Rokossovskí marskálkur, fyrrverandi yfirmaður pólska hersins og landvarnaráðherra Pólverja, hefir verið skipaður aðstoðarlandvarnaráðh. Rúss- lands. Hefir fátt sýnt betur al- gjöra yfirdrottnun Rússa í leppríkjunum. Þeir hafa gert allt sem í þeirra valdi hefir staðið til þess að eyðileggja ¥ ¥ ¥ sjálfstæði hinna kúguðu Aust- ur-Evrópuþjóða og nú síðast drekkt stríðandi frelsissveit- um Ungverjalands í blóði. Ferill Rokossovskís minnir okkur á fyrrverandi sendi- herra Ungverja í Washington. Maður þessi sem var einnig aðalfulltrúi Ungverja hjá Sam einuðu þjóðunum, hefir í Washington gengið undir ung- ★ ★ ★ verska nafninu Pete Koos. Hann er þó rússneskur ríkis- borgari eins og flestir for- sprakkar kommúnista í lepp- ríkjunum — og ekki nóg með það: hann talar ekki einu sinni ungversku, hvað þá meira. — Hann er Rússi í húð og hár — og hið rétta nafn hans er I.eo Konduktorov. — og Tito verði þá varpað fyrir borð öðru sinni. mennirnir í Kreml séu nú komr.ir á þá skoðun, að ekki þýði að gefa leppríkjunum lausan tauminn, því að þá fapi á sömu leið og horfði í Ungverjalandi — og hefði farið, ef Rússar hefðu ekki gripið inn í rás viðburðanna. i að var einmitt Molo- tov, sem gekk fram af hvað mestri hörku gagnvart Tito á árunum — og útskúfaði honum úr Komin- form. Hin harða árás á Tito nú — bendir því ótvírætt til þess, að vegur Moloíovs og styrkur stalin- istanna fari vaxandi, því að Krúsjeff hefur verið fullkunnugt um stefnu Titos eftir viðræðurn- ar á Krím á dögunum. Einnig getur verið, að það hafi orðið að samkomulagi með Tito og Krúsjeff, að Tito léti ekki uppi skoðanir sínar gagnvart nýlendu- pólitík Rússa til þess að forða al- gerum glundroða í lepprikjunum — og Krúsjeff hafi lofað honum að slakað yrði á böndunum við þau. Hin hatramma árás Tito gæti þá bent til þess, að hann hafi hugboð um það, að Krúsjeff ráði ekki lengur — Molotov „hinn forni fjandi“ hafi aftur náð undirtökunum — og nú væri ekki eftir neinu að bíða. Hvort þessir atburðir boða vináttuslit á ný milli Titos og Kreml er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins, en þó er óneitanlega margt, sem bendir í þá átt. Tveimur Færeying- um boiin ókeypis skólavisl HANDÍÐA- og myndlistaskólinn hefur ákveðið að bjóða einum Færeyingi ókeypis skólavist í myndlista- eða listiðnaðardeild- um skólans í allt að tvo vetur. Ennfremur býður skólinn ein- um færeyskum barnakennara ó- keypis námsvist í teiknikennara- deildinni um jafnlangan tíma. Auk þessa veitir skólinn úr nemendasjóði námsmönnum þess um styrk að upphæð kr. 2360,00 hvort árið. Væntanlegum umsækjendum er í sjálfsvald sett, hvort þeir hefja námið hér nú á þessum vetri eða síðar. Tilboð þetta afhenti skólinn stjórn Færeyingafélagsins í Reykjavík. Formaður félagsins, frú Signhild Konráðsson, Vífils- stöðum og Peter Wigelund, skipa smiður, sem um langt árabil hef- ur verið einn helzti forystumað- ur Færeyinga hér á landi, hafa tjáð skólanum þakkir félagsins fyrir boð þetta „er sé framrétt hönd íslendinga, er mætti verða til eflingar samstarfi með ís- lendingum og Færeyingum á fleiri sviðum“. Stjórn Færeyingafélagsins hef- ur sent þetta tilboð Handíða- og myndlistaskólans til Richard Long landstyresmand, Thors- havn, til frekari fyrirgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 278. tölublað (21.11.1956)
https://timarit.is/issue/110184

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

278. tölublað (21.11.1956)

Aðgerðir: