Morgunblaðið - 21.11.1956, Page 11

Morgunblaðið - 21.11.1956, Page 11
Miðvikudagur 21. nóv. 1956 MORGUNBLAÐ1Ð 11 Voðinn sfafar af elcf- inum szm undir býr Tvær heimsstyrjaSclir hóíust vegna þess að valdhafarnir mismátu aðstöðuna KafBar úr rællti Sfama HeaiedikfssoBiar um varitarmaBin ANDSTÆÐINGABLÖÐIN hafa lagt sig fram um að rangtúlka málflutning Bjarna Benediktssonar af hálfu Sjálfstæðismanna í umræðunum um varnarmál- in á Alþingi á dögunum. Þess vegna er hér birtur hluti áf einni ræðu Bjarna, þar sem varpað er skýru ljósi yfir ástandið í heimsmálum og þýðingu, þess fyrir íslendinga. Hv. Sameinað Alþingi hefur nú lokið meðferð á sjálfri efnistillög- unni um hver skuli vera tilgang- urinn með þeirri endurskoðun varnarsamningsins, sem nú er ákveðin. Það verður þó að segja eins og er, að því miður þá er hvorki þingheimur né þjóðin miklu nær eftir en áður, hvað fyrir hæstv. ríkisstj. og stuðn- ingsflokkum hennar hér á Alþingi vakir með þessari samþykkt og endurskoðun. Það er raunar kom- ið fram af hálfu hæstv. utanrrh., að eins og nú standa sakir, sé hann algerlega andvígur því, að varnarliðið hverfi brott frá fs- landi. Hann hefur hins vegar ekki fengizt til þess að gera Alþingi grein fyrir því, hvaða áhrif þessi skoðun hans eigi að hafa á samn- ingsgerðina og meðferð málsins. HERMANN TVÍBENTUR Hæstv. forsrh. hefur verið enn þá óákveðnari í svörum og vildi kenna mér um það, að honum hefði illa til tekizt í sinni ræðu- gerð áðan. Það var auðvitað ekki mín sök, að hann sagði þar hluti, sem hann vildi skýra á þann veg, að sér hefði mismælzt. Ég tel það mjög gott, að mínar aths. komu fram, því að hann átti þó þess kost að leiðrétta sig, og vissulega var hans seinni ræða skynsamlegri og hófsamari held- ur en sú fyrri, en hann má bara ekki reiðast mér fyrir það, að ég benti honum á þær rökvillur og vandræði, sem hann lenti í vegna þeirrar óljósu afstöðu, sem hann og ríkisstj. hans hafa til þessa máls. Það er hans sök, en ekki mín. En það er greinilegt, að þessum hæstv. ráðh. fer stund- um dálítið svipað eins og sumum gömlum einræðisherrum, að þeir létu drepa þá, sem fluttu þeim ill tíðindi. Eins er hann nú mjög reiður við blöð hér á landi fyrir það, að þau skuli segja frá heims- viðburðunum eins og þéir gerast, af því að þeir koma ríkisstj. hans illa. Á sama veg reiddist hann mér fyrir það að ég skyldi rekja í sundur hverju hann hélt fram í stað þess að hann hefði átt að þakka mér af bljúgum huga fyrir það, að ég gaf honum þó færi á því þegar í stað að leiðrétta sig og láta ekki mismælin standa deginum lengur. En þrátt fyrir þessa umvöndun hæstv. ráðh. þá erum við ekki miklu nær um það, hvað það er í raun og veru, sem fyrir honum vakir. Hann vill þó játa, að í bili sé yfirvofandi stríðshætta og hann hefur lesið það í New York Times, sem hann var að fá rétt um hádegisbilið og hefur þess vegna ekki melt til fulls, að aðal- stríðshættan væri fyrir botni Miðj arðarhaf sins. ANDINN FRÁ GENF ÚR SÖGUNNI Nú má það vel vera, að í bili sé mikil stríðshætta þaðan, en það sem máli skiptir í þessu, er ekki hvar mest er hættan á því, að logi upp úr í dag. Það sem alla þýðingu hefur í þessu og við verðum að átta okkur á til hlítar, er, að sannazt hefur, að allt heimsástandið er miklu ótrygg- ara heldur en menn höfðu áður gert sér grein fyrir, að allar þær vonir, sem menn höfðu bundið við andann frá Genf, eru úr sög- unni. Nú er sannað, að heil þjóð- lönd loga í óánægju og uppreisn. Rússar kenna Vesturveldunum um þessar uppreisnir, en ekki sínu eigin fordæmda stjórnskipu- lagi. Á meðan slíkt ástand er í stór- um hlutum heimsins, og það er í raun og veru í stærri hlutum heimsins en við höfðum gert okk- ur grein fyrir og sennilega í miklu ríkara mæli innan Rúss- lands sjálfs, heldur en umheim- urinn hefur áttað sig á, á meðan slíkt ástand er, þá er allt heims- ástandið í fullkominni óvissu. Á meðan þannig logar undir og slík- ur ógnareldur er kyntur eins og við sáum fyrst blossa upp úr í Austur-Berlín 1953, í Póllandi í sumar, í Póllandi aftur í haust, síðustu dagana í Ungverjalandi, og fregnir eru af um, að einnig séu í Rúmeníu, á meðan slíkt ástand varir í þessum löndum og á meðan einræðisherrar hafa völd í jafnstórum hluta heims- ins eins og Rússlandi og raun- veruleg stefnubreyting á sér þar ekki stað, þá er það ekki vogandi fyrir neina þjóð, allra sízt smá- þjóð eins og íslendinga, að vera einir á vegi staddir. Á meðan þessu fer fram verðum við að leggja okkar af mörkum til þess að tryggja heimsfriðinn, því að okkar litla framlag kann að hafa meiri þýðingu í hinum stóra heimi heldur en við í fljótu brag'ði áttum okkur á. LÁTUM EKKI GRÍMUNA VILLA OKKUR Það má vel vera, að blöð í Bandaríkjunum segi, að hættan sé mest þessa dagana fyrir botni Miðjarðarhafs og að hættan þar sé meiri heldur en við höfum átt- að okkur á, eins og hæstv. forsrh. var að gera hér grein fyrir og ég þakka honum þær upplýsing- ar og hef enga löngun til þess að troða við hann neinar illsakir þótt hann verði að una því eins og aðr ir, að honum sé svarað og um- mæli hans gagnrýnd. Og við heyrðum það líka í hádegisút- varpinu, að Nehru, sem hefur ver ið bjartsýnismaður, hafði svip- aða skoðun um það, að augna- blikshættan væri mest fyrir botni Miðjarðarhafs um leið og hann gleymdi ekki eins og sumir að fordæma árásina á Ungverja í þeirri sömu ræðu. En það eru ekki þessi einstöku merki um óróann, sem við meg- um teija að hættan stafi frá. Þetta eru aðeins merki, þetta er tákn um eldinn, sem undir býr, og meðan eldurinn sjálfur er ekki slökktur, meðan raunverulegt friðarástand kemst ekki á milli heimsþjóðanna, þá hélzt voðinn. Við megum ekki gleyma sjálfum voðanum við það, þó að hann liggi niðri nokkra stund, þó að ógnaröflin taki um hríð á sig friðsama grímu. Eftir að hafa misst andlitið, ef svo má segja, nokkra hríð, reyna þau vafalaust á næstu mánuðum, ef ekki árum, að friða heiminn og friðsama menn með því að hefja ennþá harðari friðarsókn heldur en nokkru sinni áður. NEYÐARÓPIÐ Eins og „Tíminn" sagði eftir árásina á Ungverjaland, þriðju- daginn næstan á eftir, og áður heldur en Pramsóknarmenn fóru að athuga, hvaða afstöðu þeir yrðu að taka til þess að friða Alþýðubandalagsmennina innan ríkisstj., þá hefur ásýnd heimsins í raun og veru breytzt við þessa atburði þarna austur frá og at- burðirnir kalla á endurmat allra þjóða á alþjóðasamskiptum. Þessi orð „Tímans“ voru í raun og veru neyðaróp kúgaðrar sálar manns, sem hefur verið neyddur til þess að skrifa allt annað í blaðið marga mánuði, en gat svo loksins ekki setið á sér eftir þessa ógn- aratburði. En svo kemur maður- inn með lyklavöldin og hefur lokað sálina inni aftur, og „Tím- inn“ er farinn að skrifa á sinn gamla máta, til þess að halda kommúnistunum í stjórn. Á þess- ari stuttu stundu kom hins vegar í ljós, hvað margir framsóknar- menn í raun og veru álíta um atburðina, alveg eins og slíkt hið sama kom í ljós sama dag hjá Alþýðublaðinu, þegar þar segir í einum ritstjórnardálkinum, að nú sé skrímslið afhjúpað og eng- um geti lengur dulizt, hvað fyr- ir því vaki. Af hálfu Alþfl. hefur því komið fram hið sama, eins og brauzt út hjá Tímanum um stund, og er einnig ítrekað þar af einum ung- um framsóknarmanni í morgun. EKKI EINANGRAÐIR ATBURÐIR Það er þessi breyting á heild- arsjónarmiðinu, sem úrslitaþýð- ingu hefur. Ekki tjáir að skoða aðeins atburðina eánn og einn og halda að þeir séu algerlega ein- angraðir og hafi engin áhrif á hvað næst gerist, í stað þess að taka þá sem tákn um þann eld, sem logar undir niðri og sem ógnar heimsbyggðinni, þangað til búið er að slökkva hann. Það eru þessi sannindi, sern atburðirn- ir núna verða að færa íslenzku þjóðinni heim, og ég veit, að miklu meiri hluti þm. 1 raun og veru skilur heldur en vilja láta það uppi í bili, af því að það hentar ekki vegna hinnar pólitísku afstöðu á íslandi, að allir segi eins og þeim í raun og veru býr í brjósti varðandi þetta mál. VANDAMÁLIN ÓLEYST Við skulum ekki gleyma því, að 1914, nokkrum vikum áður en heimsstríðið brauzt út, þá sögðu æfðir stjórnmálamenn og utanríkismálasérfræðingar, að aldrei hefði verið eins friðvæn- legt í heiminum og þá. Engu að síður brauzt ófriðurinn út, og eftir á koma sagnfræðingarnir og segja, að ófriðurinn hafi verið óhjákvæmilegur, vegna þess að deilurnar voru óleysanlegar og hlutu að brjótast út í ófriði. Við skulum heldur ekki gleyma því, að frá því Chamberlain kom frá Múnchen og veifaði samningnum við Hitler og sagði, að nú væri friður tryggður um okkar aldur, þá var ekki ár liðið, þangað til ófriðurinn hafði blossað upp. Það var vegna þess að í Múnchen höfðu engin vandamál verið leyst, að það ástand var í raun og veru fyrir hendi, sem menn nú eftir á segja, að hlotið hafi að leiða til ófriðar. Við skulum vona, að núverandi heimsástand leiði ekki til ófrið- ar. Persónulega verð ég að segja, að _ ég er ekki sammála þeim mönnum, sem segja, að ófriður hafi verið óhjákvæmilegur 1914 og 1939. Ég er því sammála, að með nægum vörnum af hálfu lýðræðisþjóðanna, með nægu þolgæði, með nægri samstöðu, þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa ófriði og halda áfram friðsamlegri þróun í heiminum, svipað eins og hafði verið um aldar skeið til 1914, en síðan hef- ur verið ærið róstusamt í heims- byggðinni. STALIN ÁVÖXTUR SKIPULAGSINS Það, sem skeði bæði 1914 og 1939, var að vissir einstakl- ingar, sem höfðu í hendi sér úr- slitaráð yfir stórum heimsveldum, mismátu aðstöðuna. Þeir héldu, að þeir gætu gengið lengra, ekki í beinni ögrun við önnur stór- veldi,'heldur í kúgun á smáveld- um heldur en önnur stórveldi vildu sætta sig við. Þeir héldu, að þeir gætu farið sinni ráns- hendi lengra heldur en þolað var, og þess vegna var á hana hoggið og síðan hófust þessar tvær heimsstyrjaldir. Svo mjög sem við verðum að fordæma þá stjórn arhætti, sem voru í Þýzkalandi á dögum nazista, þá verðum við þó að segja, að stjórnarhættirnir í Þýzkalandi á dögum keisara- dæmisins voru siðað þjóðfélag og langt komið á leið miðað við það, sem við höfum nú sannfærzt um af lýsingum kommúnista sjálfra, að sé í Rússlandi. — Lýsingarnar á hegðun og ógnarveldi Stalins, sanna, að honum er ekki líkjandi við neinn einvalda á seinni tímum nema ef vera skyldi Hitler, og skal ég þó ekki segja, hvor fremra komst í mannvonzkunni. En hvaða tryggingu höfum við fyrir því, að það þjóðskipulag, sem hefur fætt af sér einn Stalin, fæði hann ekki af sér aftur? Alveg eins og hv. þm. Siglf. Áki Jakobsson segir, ósköpin eru í raun og veru ekki Stalin persónu- lega að kenna, heldur eru það kenningar og þjóðskipulag Len- ins, sem ber sökina á ofbeldinu, og það er þetta, sem hinn vest- ræni heimur er nú að gera sér ljóst, að ástandið í þessum lönd- um austur frá er ennþá hættu- meira fyrir friðsamar þjóðir held ur en menn höfðu nokkurn tíma, jafnvel þeir svartsýnu, eins og ég, gert ráð fyrir. Ég játa það, að mér hafði ekki dottið í hug, að jafnljótir atburðir hefðu gerzt eins og víst er, að Stalin hefur valdið. Og ég játa einnig, að þó að ég hafi allan tímann, sem atburðirnir voru að gerast í Ungverjalandi, verið mjög efins í því, að bjartsýni væri réttmæt um það, að Rússar mundu draga sig þaðan til baka og undraðist sannast sagt fyrirsagnir sumra blaða, bæði íslenzkra og er- lendra, sem sögðu, að Ungverjar hefðu unnið fullan sigur og taldi, að því miður væri sigri fagnað of snemma, þá hlýtur mér og öllum öðrum mönnum, sem reyna að vera heiðarlegir og hugsa rétt, að ógna þau tíðindi, sem í Ung- verjalandi gerðust, þau svik og sá níðingsskapur, sem þar var framinn. Framh, á bls. 12 STAKSTEINAR Verður ekki misskikið AÐALLEIÐARI Tímans í gær heitir „fþróttir og stjórnmái“. Þar segir: „Þegar er sýnt, að Melbourne- leikarnir ná ekki tilgangi sínum. Kynni svo að fara, að bið yrði á því að aftur yrði efnt til leika, ef ekki verður miklu friðsamlegra í milli þjóðanna á næstu árum en hefur verið nú um sinn. Að vísu má segja, að íþróttir og stjórnmál sé tvennt ólíkt, og árekstrar á stjórnmálasviði þurfi ekki að fyrirbyggja að menn komi til alþjóðlegrar íþrótta- keppni. En þegar dýpra er skyggnzt verða málin ekki að- skilin svo glögglega. Það sem hefur gerzt í Ungverjalandi að undanförnu snertir alla íþrótta- menn ekki síður en aðra. íþróttir og keppni á olympíuleikvangi verður ekki aðskilið frá því, sem er að gerast í veröldinni. Bjarmi brennandi húsa í Búdapest nær inn á leikvanginn í Melbourne, lýsir upp þá staðreynd, að hin fagra hugsjón, sem leikarnir eiga að hvíla á er hornreka víða um lönd.“ Mjög kveður nú við annan tón en í fyrri viku, þegar Tíminn sagði: „Það þjónar áreiðanlega ekki innlendum málsstað né heiðar- legu viðhorfi út á við að tengja ógnaröldina í Ungverjalandi og varnarmálin hér á landi.“ Engum blandast hugur um, að varnir íslands eru ekki síður en alþjóðleg íþróttakeppni tengd hinum ógnþrungnu atburðum í Ungverjalandi. Skrif Tímans i gær verða því ekki skilin á ann- an veg en þann að þar sé óbeint verið að svara hinum fyrri fávís- legu kenningum blaðsins sjálfs, þó að kjarkurinn endist ekki til að afneita þeim beint. Urnmæli Baldvins Enn þá augljósari afneitun á hinum vikugömlu skoðunum Tím ans kemur þó fram í grein eftir Baldvin Þ. Kristjánsson, sem birt ist þar í gær undir heitinu: „Framferði Rússa er öllu ill« verra.“ Þar sýnir Baldvin glögglega fram á, hversu fráleitt er að leggja að jöfnu atburðina í Ung- verjalandi og Egyptalandi. Vík- ur hann sérstaklega að þátttöku „vinar síns“ Hannibals Valdi- marssonar „í félagi, flokki og ríkisstjórn í því að „fordæma aS jöfnu“, þessi tvö árásarfyrir- tæki.“ Baldvin segir hér „á ferS hina lúalegustu blekking og föls- un.“ Er Hannibal velkominn? Hannibal getur hins vegar huggað sig við, að hann fær i gær heimboð frá Alþýðublaðinu. Blaðinu finnst ljótt, að ekki skuli nóg hafa verið spurt um „skoíjamr Hannibals á atburðum þeim, sem hafa verið og eru aS gerast úti í heimi og valda fylgis- hruni kommúnista hvarvetna á Vesturlöndum.“ Skoðanir Hannibals á þessura atburðum komu full-ljóst fram I yfirlýsingu Alþýðubandalagsins, í synjun hans að beita sér fyrir 5 mínútna vinnustöðvun til sam- úðar við hörmungar Ungverja off margvíslegri þjónkun við komm- únista síðustu vikurnar. Hitt kann að vera, að „fylgis- hrun kommúnista“ geri Hannibal nú nokkuð kvíðafullan um afdrif sín og þcss vegna þyki honitm vænlegt að leita nýs hælis. En talar Alþýðublaðið fyrir munn flokks síns, ef það er í alvörn ætlan þess að bjóða hann vel- kominn á ný?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.