Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 21. nóv. 1956 MORGZJNBLAÐIÐ 3 X. Hverju hafa sfjórnarflokkarnir haldið tram um varnarmálin ? Samþykktir þesrra og yfiriýsingar fram að þessu NÚ ÞEGAR samningar standa ylir við Bandaríkjamenn um end- urskoðun varnarsáttmálans og þá sérstaklega veru varnar- liðsins hér á landi er rétt að rifja upp helztu yfirlýsingar og ■amþykktir, sem gerðar hafa verið um þetta mál af núverandi stjórnarflokkum á Alþingi og annars staðar. FLOKKSÞING FRAMSÓKNAR 13. MARZ S.L. „Með hliðsjón af breyttum viðhorfum, síðan varnarsamning- urinn frá 1951 var gerður, og með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á friðartímum, verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp með það fyrir augum, að íslendingar annist sjálfir gæzlu og viðhald varnarmann- virkja, — þó ekki hernaðarstörf — og að varnarliðið hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breytingu, verði málinu fylgt eftir með uppsögn samkvæmt 7. gr. samningsins". SAMÞYKKT NÚV. STJÓRNARFL. Á ALÞINGI 28. MARZ S.L. „Alþingi ályktar að lýsa yfir: Stefna íslands í utanríkismálum verði hér eftir sem hingað til ▼ið það miðuð að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir og íslandingar eigi samstöðu um öryggismál við nágrannaþjóðir sínar, m.a. með samstarfi í Atlantshafsbandalaginu. Með hliðsjón af breyttum viðhorfum síðan varnarsamningurinn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýs- inga um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á friðartímum, verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp, með það fyrir augum, að íslendingar annist sjálfir gæzlu og viðhald varnarmannvirkja — þó ekki hernaðarstörf — og að her- inn hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breytingu, verði málinu fylgt eftir með uppsögn samkv. 7. gr. samningsins". YFIRLÝSING GUÐM. í. GUÐMUNDSSONAR UTANRÍKIS- RÁÐIIERRA F.H. RÍKISSTJÓRNARINNAR 30. JÚLÍ S.L. Þessi yfirlýsing var gefin „1 tilefni af blaðaummælum undan- farna daga, innanlands og utan varðandi stefnu íslands í utan- ríkismálum", eins og segir í upphafi hennar. Aðalefni yfirlýsing- arinnar felst í þeim tveim tilvitnunum, sem fara hér á eftir: „Höfuðtilgangur þeirra endurskoðunar á að vera sá, að íslend- ingar taki í eigin hendur gæzlu og viðhald varnarstöðvanna, þannig að þær séu ætíð og án fyrirvara við því búnar að gegna hlutverki sínu, ef horfur í heiminum breytast til hins verra, en að herinn hverfi úr landi“. „Það er mat ríkisstjórnarinnar, að horfur í alþjóðamálum séu nú sízt ófriðvænlegri en þær voru er ísland gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu 1949 og með tilliti til þess og þeirra yfirlýsinga, er þá voru gefnar, álítur ríkisstjórnin að skipan varnarmálanna beri nú að breyta þannig, að herinn hverfi úr landi, fslendingar annist sjálfir viðhald og rekstur varnarstöðvanna og að þannig j tilefni til slíks, þá hefur hitt og verið stefna þeirra, að á íslandi væri varnarlið, þegar öryggi landsins krefst þess“. „Ágreiningurinn er ekki um það út af fyrir sig, að þannig skuli á málum haldið við endurskoðun varnarsamningsins, að nauðsyn- legar varnir séu tryggðar“. „Út af þeim efasemdum, sem bæði hv. þm. Reykvíkinga og hv. þm. Gullbr. hafa verið með um það, hvort að sú stefna, sem ég túlkaði hér áðan, væri raunverulega stefna ríkisstjórnarinnar eða ekki, þá vil ég taka það fram, að sjálfur hefi ég enga ástæðu til þess að efast um, að það sé stefnan og sjálfur ætla ég ekki að taka þátt í þv£ að halda á málunum á annan veg en þar er lýst yfir. Það er sú stefna, sem ég mun fylgja og fara eftir á meðan ég fjalla um þessi mál“. YFIRLÝSING HANNIBALS VALDIMARSSONAE FÉLAGS- MÁLARÁÐHERRA Á ALÞINGI 16. NÓV. S.L. „Alþýðubandalagið er sammála því, að framfylgt sé þings- ályktun Alþingis frá því 28. marz í vor og að haldið sé á þess um málum í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnarsáttmálans í þessu máli og í samræmi við þá málstúlkun sem þetta mál hefur fengið í blöðum og á mannfundum fyrir kosningar og eftir þær. Og að síðustu vil ég lýsa því yfir, að Alþýðubandalagið er sam- þykkt því að þessari þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins, sem brýtur í bága við yfirlýsinguna frá 1949 um að hér skuli ekki vera her á friðartímum . . . . sé vísað frá“. YFIRLÝSING IIERMANNS JÓNASSONAR FORSÆTIS- RÁÐHERRA Á ALÞINGI 16. NÓV. S.L. Skv. heimild „Tímans" frá 17. nóv. fórust forsætisráðherra m.a. orð á þessa leið: „Benti hann á þá höfuðstaðreynd, að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er fastmótuð. Byggist hún á kosningastefnuskrá umbóta- flokkanna, samkvæmt stefnuyfirlýsingu síðasta flokksþings Fram- sóknarmanna. Stefna þessi er síðan samhljóða áréttuð í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar“. „Vitanlega er stefna okkar nú í þessum málum eins og hún hefur verið og var mör-kuð 1949. Sjálfstæð þjóð, sem vill lifa sjálfstæðu lífi, hlýtur að keppa að því og nota hvert augnablik, sem gefst til þess að ná því marki að losna við að hafa her. Það verður að halda áfram að keppa að því marki og það verður áreiðanlega gert af þessari þjóð“. UMMÆLI „ÞJÓÐVILJANS“ í GÆR, 20. NÓV. „Ályktun Alþingis um hernámsmálin frá 28. marz s.l. stendur' enn óbreytt og óhögguð“. „En aðalatriðið er hitt að með núverandi ríkisstjórn hafa al- gerir andstæðingar hersetu tekið höndum saman við þá menn sem telja hersetu neyðarúrræði og að baki þeim stendur meiri- verði frá málum gengið,' að varnarstöðvarnar fullnægi tilgangi! hluti. Þjóðarmnar- Stjórnin hefur heitið því að losa þjóðina við Þetta er Janos Kadar, ungversU kvislingurinn, sem er í forsæti i Ieppstjórn þeirri, er Rauði her- inn setti á laggirnar í Ungverj»- landL Sslandskynning á Spáni HIÐ víðlesna blað, A. B. C. í Madrid, skýrir svo frá nýlega, að hr. Antonio Adserá Martorell hafi haldið fyrirlestur um ísland þar í borg. Blaðið getur þess, að fyrirlesarinn hafi við þetta tæki- færi skýrt frá dvöl sinni á íslandi, og máli sínu til skýringar hafi hann sýnt kvikmynd, er hann tók hér á landi. Mun nú áformað, að hr. Martorrell fltji nokkra fyrir- lestra um ísland viðs vegar á Spáni. Fyrirlesarinn er íslendingum að góðu kunnur frá því er hann stundaði íslenzkunám við Há- skóla íslands á síðastliðnu ári. Hlaut hann til náms þessa styrk frá íslenzkum stjórnarvöldum, en svo sem kunnugt er, veitir ís- lenzka ríkið árlega allmörgum erlendum menntamönnum stvrk til náms í íslenzkum fræðum hér við Háskólann. Er hér vissulega um merkilega starfsemi að ræða, og er vel, þeg- ar erlendir menntamenn, er styrktir hafa verið til náms við menntastofnanir hér á landi, miðla löndum sínum, er heirL kemur, af þekkingu sinni á is- lenzkum málefnum, er þeir hafa aflað sér meðan þeir dvöldu á íslandi. sínum gagnvart Atlantshafsbandalaginu á þeim grundvelli, er markaður var við inngöngu íslands í bandalagið“. Það má vekja athygli á að í yfirlýsingu þessari er sleppt orð- tinum: „þó ekki hernaðarstörf“, sem eru í yfirlýsingu Framsóknar- flokksins frá 12. marz og Alþingis frá 28. marz. AFSTAÐA ALÞÝÐUBANDALAGSINS TIL YFIRLÝSINGAR UTANRÍKISRÁÐHERRA. Þann 2. ágúst birti „Þjóðviljinn" forsíðugrein um „yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins og afstöðuna til Atlantshafsbandalagsins". Þar segir: „Nokkrar umræður hafa orðið um yfirlýsingu þá, sem utan- ríkisráðuneytið birti nýlega. Sú yfirlýsing utanríkisráðuneytisins var ekki borin undir róðherra Alþýðubandalagsins og var ekki birt i Þjóðviljanum". í framhaldi af þessu vísar blaðið til kosningastefnuskrár Al- þýðubandalagsins og segir: „Hins vegar er stefna Alþýðubandalagsins í þeim málum alveg ljós og ekki fárið í launkofa með hana. Hún var svo orðuð í kosningastefnuskrá þess: „Stefnt sé að þvi að gera ísland aftur hlutlaust land, án her- stöðva og utan hernaðarbandalaga, er ástundi vináttu við allar þjóðir nær og fjær og leggi fram sinn skerf til þess að varðveita frið og boða sættir, hvar sem fulltrúar þess koma fram á alþjóða vettvangi“. YFIRLÝSING. MIÐSTJÓRNAR OG ÞINGFLOKKS ALÞÝÐUBANDALAGSINS FRÁ 5. NÓV. S.L. í yfirlýsingu þessari er vitnað til stefnuyfirlýsingar Alþýðu- bandalagsins, sem tilfærð er hér næst að ofan en síðan segir: „Atlantshafssamningurinn er því í raun réttri úr gildi fallinn. — Alþýðubandalagið álítur ennfremur, að þessir atburðir sýni ljóslega hvílík nauðsyn það er, vegna heimsfriðarins, að hernaðar- bandalög stórveldanna, Atlantshafsbandalagið og Varsjárbanda- lagið verði formlega leyst upp og allt herlið stórveldanna, sem nú dvelur í herstöðvum utan heimalanda þeirra, víki þaðan og hverfi heim“. YFIRLÝSINGAR UTANRÍKISRÁÐIIERRA Á ALÞINGI 16. NÓV. S.L. „Jafnákveðnir og þessir tveir flokkar (Alþfl. og Framsókn) hafa verið í því, að hér væri ekki herlið á tímum, sem ekki gefa i hernámið, og þeir atburðir sem síðan hafa gerzt geta ekki raskað þeim ásetningi heldur styrkt hann“. Sama dag vitnar Þjóðviljinn til þess að Mbl. hafi birt tvær tilvitnanir úr ræðum Áka Jakobssonar og utanríkisráðherrans. Í10' Ummæli Áka voru svohljóðandi: jþ ö „í væntanlegum samningum við Bandaríkin tel ég óhjákvæmi- legt að af íslands hálfu sé höfð í huga sú stórfelda hætta sem sjálfstæðum smáríkjum stafar af Sovétríkjunum“. Ummæli utanríkisráðherrans voru á þessa leið: „Ég segi það sem mína skoðun, að ef við stæðum fyrir þeirri spurningu í dag, hvort við vildum láta herinn víkja úr landi á morgun eða næstu daga, þá mundi ég ekki vilja láta hann gera það. Svo alvarlegum augum lít ég á ástandið eins og það er nú. Ég álít að nú sé slíkt hættuástand að varnarlið sé íslandi nauðsyn". Síðan segir „Þjóðviljinn" orðrétt: „Þjóðviljinn telur sig ekki hafa aðstöðu til að skýra ummæli Úranus koma af Grænlandsmiðum í GÆR komu hingað til Reykja- víkur togararnir Úranus og Neptúnus, en þeir höfðu báðir ver ið einir ísl. skipa á veiðum á Grænlandsmiðum. Komu þeir með góðan afla, Úranus með þessara tveggja þingmanna, sem Morgunblaðið birtir með slíkri funfermi og Neptúnus með því velþóknun, eða ræða hvernig þau komi saman og lieim við skýlausa sem næst fullar fisklestar. Á sömu miðum og togararnir voru, voru þrír þýzkir togarar. og óbreytta stefnu Alþingis og ríkisstjórnar". ... q-O-o—- _ _ Almenningur getur svo dregið ályktanir sínar af þessum yfir- f upphafi veiðiferðarinnar urðu lýsingum. Spurningin er hvort verður ofan á, sjónarmið utanrík- togararnir fyrir töfum af völdum isráðherrans að hér þurfi að vera „nauðsynlegar varnir“ og fárviðris, en einn daginn var af- „varnarlið, þegar öryggi landsins krefst þess“ eða stefna Alþýðu- ta a Ve Ur' .RatS'la e^®.a, f bandalagsins, að Atlantshafsbandalagið verði talið ur g.ldi fall.ð ari annars skipsins fauk Bæði og hervarnir stórvelda, utan heimalanda, hverfi alls staðar úr sög- unni og þá einnig hér á landi. Og hver er afstaða Framsóknar- manna? Vilja þeir nú falla frá samþykkt flokksþings síns í vor og samþykkt Alþingis frá 28. marz um brottför varnarliðsins? skipin vörðust mjög vel í veðri þessu. Er hægt var að hefja veið- ar gekk vel og heimferðin einnig, enda gott veður alla leiðina. Or&sending frá Slysavarnafélaginu STJÓRN Slysavarnafél. íslands ákallar. alla þjóðina, hvern ein- asta einstakling, að taka nú hönd- um saman til varnar hinum hræði legu umferðarslysum og öðrum hættum. Eftir þá válegu atburði, er gerzt hafa nýlega í umferðarmál- um þjóðarinnar, þegar menn tapa lífi og limum í umferðarslysum, þá skulu landsmenn enn minntir á það, að slíkir atburðir þurfa ekki að ske ef allir eru vel á verði. Burt með óaðgætni og kæruleysi vegfarenda og áfengisneyzluna, burt með frekjuna og tillitsleysið í umferðinni. Vér skorum því enn einu sinni á alla góða íslendinga að halda áfram baráttunni með oss fyrir bættum slysavörnum. Viðhafið sjálf fyllsta öryggi og þolið ekki öryggisleysi af öðrum. Slysa''arnaféiag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.