Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 8
8
MORCílJSP r * f f>
Sunnudygur 23. des. 1956
X *
I
I
|-
5
|
f
í
1
f
|
únuelninqa <i
\ * 1
íCP^Q^CP^^Cr^C^CT^Q^Ö^^b^ö
LANDSFRÆGT er orðið,
að úr Húnavatnssýslu komu
þrír framherjar íslenzkrar lækn-
isfræði, og hétu allir Guðmundar.
í fótspor þeirra tókst ungur hún-
vetnskur læknir, Sigurður Sig-
urðsson frá Húnsstöðum á nend-
ur forystu um útrýmingu berkla-
veikinnar á íslanai með þeim ár-
angri að árleg dánartala af völd-
um hennar er nú lægri hér en í
nokkru öðru landi.
Á Blöndubökkum er rhm eín full-
komnasta heilbrigðisstofnun landsins
A GAMLA LÆKNISTUNINU
Það er dimmt haustkvöld,
stormur af hafi og úrhellisrign-
ing. Aðalfundur Stéttasambands
bænda stendur yfir á Blönduósi.
Þar eru staddir fulltrúar bænda
í öllum sýslum landsins og nokkr-
ir gestir þeirra. Nokkrum okkar
hefur verið boðið að heimsækja
hið nýja sjúkrahús Húnvetninga
og yfirlækni þess, Pál V. G.
Kolka. Við höldum frá hinum
myndarlega Kvennaskóla, sem
stendur á eystri bakka Blöndu
yfir brúna upp á svokallað
Læknistún. Þar stendur þessi
nýja og glæsilega heilbrigðis-
stofnun.
Störfljótið veltur fram þung-
búið og ógnandi. Stormurinn
lemur straumiðuna og hausthim-
ininn grætur köldum tárum yfir
Norðurland.
Þarna, á gamla Læknistúninu
stendur ný og reisuleg bygging.
Hún er öll uppljómuð. Yfirbragð
hennar er létt og ljóst. Hún sting
ur þægilega í stúf við umhverfið,
óhugnanleik myrkursins, storms-
ins, haustsins og jökulvatnsins
í þúsund ár hefur íslenzkt
sveitafólk barizt við óblíða nátt-
úru lands síns, stórfljót, áhlaup,
Skurðstoían
Þegar við þetta bætist, að í
Húnavatnssýslu hefur nú um
langt skeið starfað einn þrótt-
mesti og fjölgáfaðasti héraðslækn
ir landsins verður það varla tal-
ið til tilviljana, að á bökkum
Blöndu er nú risin ein fullkomn-
asta og merkilegasta heilbrigðis-
stofnun á íslandi. Ræðir hér um
Héraðshæli Austur-Húnvetninga
á Blönduósi.
fi-ost og fannkyngi. I dag ligg-
ur brú yfir fljótið og á bakka
þess stendur upplýst höll handa
sjúkum og ellimóðum. Þetta er í
litlu þorpi í miðju viðlendu og
fögru sveitahéraði.
BYGGT Á 32 MÁNUÐUM
Hin bjarta höll opnast. Yfir-
læknirinn, Páll V. G. Kolka, hér-
aðslæknir, sem einnig er Hún-
vetningur að ætt, tekur á móti
Iléraðshæli Austur-Húnvetninga.
okkur. Við göngum inn í hlýtt og ’
fagurt anddyri og læknirinn hef-
ur þegar ferðalag með okkur um
bygginguna. Hann segir okkur
allt um hana, frá undirbúningi
að henni, teikningum, innrétt-
ingu og kaupum á tækjum til
lækninga og heímilishalds.
Þetta stóra hús hefur aðeins
verið í byggingu í 32 mánnði. Það
kostar um 6 milljónir króna. Við
það bætast allir innanstokks-
munir og lækningaáhöld, sem
áætlað er að kosti allt að einni
milljón króna. Gjafir frá ein-
staklingum og félögum nema um
660 þús. kr. Hafa Húnvetningar
sjólfir sýnt hið mesta örlæti gagn
vart þessari heilbrigðisstofnun.
Ríkissjóður mun greiða % hluta
byggingakostnaðarins. Kemur þá
í hlut Austur-Húnavatnssýslu að
standa undir tveimur milljónum
króna af honum.
FJÓRAR HÆÐIR — NÍU ÞÚS-
UND RÚMMETRAR
Héraðshælið er 9 þús. rúm-
metrar að stærð. Það er fjórar
hæðir og kjallari. Stórar svalir
eru á öllum hæðum og sjúkra-
lyfta gengur frá kjallara til þak-
hæðar. Ennfremur er í húsinu
matarlyfta frá eldhúsi til fjórðu
hæðar. Geislahitun er í bygging-
unni og hreinlætistæki öll hin
fullkomnustu. í henni eru sjö
baðherbergi og níu snyrtiklefar
með salernum. ,
I kjallara ei’u kynditæki, fryst-
ir, rafstöð, geymslur, smíðahús
þvottahús og fleiri nauðsynlegar
vistarverur. Er öllu mjög hag-
anlega fyrir komið. Er hægt að
aka sjúklingum beint inn a4ð
sjúkralyftu.
Á fyrstu hæð et m.a. ibúð að-
stoðarlæknis, eldhús, búr, borð-
stofa starfsíólks, ráðskonuher-
bergi og líkhús. Á annari hæð er
aðal anddyri hússins. Liggja upp
að því breiðar tröppur. Yfir
vængjahurðum anddyranna er á-
formað að setja skjaldarmerki
Austur-Húnavatnssýslu, . birnu
með tvo húna. Á þessari hæð er
biðstofa fyrir sjúklinga, skrif-
stofa, rannsóknai’stofa, skiptistofa
og slysastofa ásamt viðtalsstofu
læknis. Þá er þar iesstofa yfir-
læknis og íbúð hans, ljóslækn-
ingastofa, röntgenstofa, klefi fyr-
ir nudd og rafmagnsmeðferð,
dagstofa fyrir sjúklinga, sem
hafa fótavist og íbúðir hjúkrun-
arkvenna.
hagræða, hvernig sem bezt hent-
ar við skurðaðgerðir. Kvað Kolka
læknir lampa þennan vera hið
mesta þing og af nýjustu gerð.
Var vissulega ánægjulegt að fylgi
ast með lýsingum hins ágæta og
reynda skurðlæknis á tækjum og
Páll Kolka yfirlækr-5
fyrirkomulagi skurðstofunnar,
sem leikmenn hljóta að telja hið
„allra helgasta“ á sjúkrahúsi
ELLIHEIMILIÐ Á EFSTU HÆÐ
Á fjórðu og efstu hæð héraðs-
hælisins er svo hjúkrunardeild
íyrir rólfæra sjúklinga og gamal-
menni. Eru þar 5 herbei’gi fyrir
vistmenn, flest tveggja manna
herbergi. Þar er því rúm fyrir
(Ljósm. Björn Bergmann).
30—40 manns. Samtals tekur þvf
héraðshælið 60—70 sjúklinga og
gamalmenni.
Hafa Austur-Húnvetningar
sameinað hér á myndai’legan og
merkilegan hátt rekstur fullkom-
ins sjúkrahúss og notalegs elli-
heimilis.
Á efstu hæðinni er einnig „bað
stofa“, sem er setustofa hjúkrun-
ar- og eliiheimilisdeildarinnar.
Er hún stór og rúmgóð með glugg
um móti austri, suðri og yestri.
Stórt yfirbyggt sólskýlj er fram
af henni. Hefur gamla fólkið og
sjúklingar deildarinnar þarna
hina ákjósanlegustu aðstöðu til
þess að láta fara vel um sig.
HLÝR HEIMILISBRAGUR
Þetta fallega og fullkomna
sjúkrahús og elliheimili Austur-
Húnvetninga er um ýmsa hluti
séi’stætt. Það hefur í raun og veru
fremur á sér svip heimilis fólks-
ins, sem dvelur þar en opinberrar
stofnunar og sjúkrahúss. Okkur
finnst athyglisvert að tjöldin fyr
ir gluggum íbúðarherbergjanna
eru rósótt og veggir og loft eru
máluð ýmsum litum, mjúkum og
mildum. Þetta gefur húsakynnun-
um persónulegri og hlýlegri blæ
en tíðkast á sjúkrastofum.
Við heilsum upp á nokkra sjúkl
inga sem þarna liggja. Þeir taka
brosandi á móti yfirlækni sín-
um og okkur, sem erum í fylgd
með honum.
Fólkinu hérna j Húnavatns-
sýslu þykir þegar vænt um Hér-
ðshælið segir Kolka læknir. Þa8
hefur unnið að stofnun þess af
miklum áhuga og fórnfýsi. Þessi
heilindismiðstöð og rekstur henn-
ar verður merkur þáttur í lífi
héraðb'
ÆVINTYRID, SEM VARB
AÐ VERULEIKA
Þessai’i kvöldheimsókn í yngsta
og að mörgu leyti glæsilegasta
sjúkrahús landsins er að ljúka.
Við sitjum hjá yfirlækninum og
Framhald neðst á næstu síðu.
-^xsalijum
RÚM FYRIR 31 SJÚKLING
Á þriðju hæð er aðalsjúkra-
deild hælisins. Eru þar fjórar
fjórbýlisstofur, tvær þríbýlis-
Stofur og fjórar tvíbýlisstofur.
Ennfremur er þar sérstök fæðing-
arstofa.
í þessum herbergjum er rúm
fyrir 31 sjúkling.
Á þessari hæð er einnig rúm-
góð skurðstofa búin hinum full-
komnustu tækjum, þar á meðal
ikurðstofulampa með níu kvika-
..ilfursljósum. sem auðvelt er ac
Dagstofa á sjúkradeil