Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 16
16 MORCUHBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1956 BlLndrafélagib stuðlaraðbóklegri og verkLegri menntun blinds fóLks Heimsókn á vimiustofu félagsins að Grundarstíg 11 ÞEGAR við handleikum bursta og sóp, af hinum ýmsu tegundum, sem við á hverjum degi notum meira eða minna, gerum við e. t. v. ekki öll grein fyrir því, að þessir ómissandi hlutir, eru iðja blinds fólks. Það eru þessir hlutir sem hafa með því að skapast í höndum þess, glætt trú þess á lífið, létt þeim hinar myrku stundir og breytt tilveru þess eins og björt jólaljós breyta köldu og dimmu skammdegi vetrarins í skínandi hátíð. Já, við ættum sannariega að handleika þessa hluti af hrifningu og virðingu, því þeir eru vitni um hina dásamlegu lækningu og fróun, sem starfið skapar. ingunni er ekki alveg lokið enn- þá, en strax og hún er búin, verð- ur byrjuð. Við erum hálft í hvoru að vona að hún verði búin fyrir jólin. Það væri neldur ekki afleit jólagjöf. — Hvenær var Blindrafélagið stofnað? — Það var árið 1939. — Keyptuð þið þá strax þetta hús að Grundarstíg 11? Kósa Guðmundsdóttir vinnur við burstagerðarvéiina. vinnufærir, geti fengið atvinnu við sitt hæfi. Félagið leitast við að stuðla að því, að koma blind- ura mönnum að þeim störfum, er þeir kynnu að vera færir um að leysa af hendi, hjá hvers kon- ar atvinnufyrirtækjum svo og að því að blindir geti rekið sjálfir atvinnu sér til lífsframfæris. HÚSNÆÐIÐ ORHIÐ OF LÍTIÐ Fyrir skemmstu hélt fréttamað ur Morgunblaðsins upp að Grund arstíg 11 í heimsókn. Húsið sem er allmvndarleg bygging og félagið keypti um áramótin 1943—1944, er nú orðið of lítið fyrir starfsemina. Þar eru nú starfandi 9 manns, karlar og kon- ur. Nokkrir hinna blindu eru bú- settir í húsinu. Vinnustofurnar eru niðri, en skifstofa og íbúðar- herbergi uppi. Formaður félagsins, Benedikt Benónýsson, 72ja ára gamall, er búinn að vera blindur í hartnær 50 ár. Hann var að skjótast á milli vinnustofanna þegar frétta- manninn bar að garði. — Jæja, Benedikt, er mikið að gera? — Nú svona svipað og vana- lega, náttúrlega ekki minna svona rétt fyrir jólin. En komdu inn, þá geturðu séð sjálf hvernig þetta gengur tiL Það er gott næði núna að spjalla við fólkið, því kaffi- timinn er að byrja. leyfið eru þegar fengin. Húsið á að rísa á mótum Hamrahlíðar og Stakkahlíðar. — Þá hljótið þið að koma af stað meiri framleiðslu? — Já, það er enginn vafi á því, það verða fleiri vinnustofur og vonandi að við getum fengið þann vélakost sem við þurfum. Annars verður burstagerðin senni lega mest stunduð. — Hvenær verður hafizt handa um bygginguna? — Það er nú þannig, að teikn- „ÉG MAN EKKI EFTIR MÉR SJÁANDI" Rósa Guðmundsdóttir -og Elisa Kristjánsdóttir, báðar stórglæsi- legar stúlkur, sýndu mér blindra letursbækurnar og blindraspilin. Rósa las blindraletrið af þvílikri leikni, að furðu sættL Bókin var prentuð á dönsku. „Okkur langar mikið til að fá þessar bækur prent aðar á íslenzku", sagði hún. „Ann ars er ég orðin svo vön því á dönsku að ég finn ekkert fyrir því. Svo kvað eiga að fara að prenta slikar bækur hér innan skamms." „Ég man ekkert eftir mér sjá- andi. 'Ég var ekki nema uin fjög- urra ára þegar ég hætti að sjá. Ég gat leikið mér með öðrum börnum þegar ég var lítil. Það er langt síðan ég fór að finna hluti í námúnda við mig, t. d. veit ég alltaf þegar ég geng fram hjá staur eða einhverju slíku. Ég veit alveg upp á hár, hvað þú situr langt _frá mér, þótt ég sjái þig ekki. Ég bý inn í Vogum, og fer á hverjum degi fram og til baka í strætisvagni." ,,VH) ÆTLUM AÐ HALDA BALL BRÁÐUM“ Elísa sagðist hafa mikið yndi af að spila, en einnig hún les blindraskriftina. „Við ætlum að halda ball hérna bráðum. Við ger um það oft. Það þykir okkur einna bezta skemmtunin. Oft för- um við líka á hljómleika og í leikhús. Farið þið ekki í ferðalög líka? — Jú, við fórum í sumar upp í Einar Guðgeirsson fer með allar vélar eins og sjáandi maður. BLINDRAFÉLAGID Að Grundarstíg tl í Reykjavík, starfar félagsskapur þlindra, er nefnist Blindrafélagið. Félagið starfar í sínum, eigin húsakynn- um, í eigin vinnustofum. Tilgang- ur þess er sá að vinna að hvers konar menningar- og hagsmuna- málum blindra manna, svo sem, að þeir geti aflað þeirrar mennt- unar, bæði bóklegrar og verk- legrar, er þeir hafa löngun til og hæfileika. Einnig að því, að blind ir menn, sem að öðru leyti eru Benedikt opnaði inn í bursta- gerðarstofuna, þar sem fólkið var að fá sér kappísopánn. Þar ríkti glaumur og gleðí. Konurnar höfðu hnappað sig í einu horniny, og skröfuðu saman, en karlmennirnir gengu um gólf með kaffibollana í höndunum og skutu inn orði og orði, I léttu gamní — og svo var hlegið. — Já, satt er það, þetta er orðið allt of lítið húsnæði? — En nú ætlum við að fara að byggja. Lóðin og fjárfestingar- — Nei, ónei. Við vorum fyrst í leiguhúsnæði á Laugavegi 97. Það var kjallari, sem var bæði þröng- ur og kaldur. Það var ekki fyrr en um áramótin 1943—1944 að við keyptum þetta hús. Og við flutt- um ekki í það fyrr en um vorið. YNGSTUR í STARFINU Yngstur í starfinu á bursta- gerðarstofunni er Jón Guðmunds son. Hann er 58 ára gamall og hefur ekki starfað þarna nema í fimm ár. En hann er búinn að ná miklum hraða og leikni við að þræða burstana. Jón sagði: — Ég byrjaði á því að hnýta á öngla, fyrst eftir að ég hætti að sjá, það var 1948. Ég hélt þá að ég ætlaði að missa allan kjark, en síðan ég kom hing að, hefur allt orðið á annan veg. Hér er gott að vera. Formaður félagsins Benedikt Benónýsson þræðir í bnrsta. Bcrgarfjörð og til Þingvalla og héldum böll á báðum stöðunum. Svo fór ég í sumarfrí til Patreks- fjarðar. „ÞETTA ER SVO MIKIÐ INDÆLISFÓLK'* „Það er fjölda margt, sem við getum gert okkur til skemmt- unar. En mest þykir okkur lík- lega gaman að dansa. Þú ættir að — Er það satt Einar, að þú get- ir farið með allar vélar? — Uss, þetta _eru miklar ýkjur í krökkunum. Ég get náttúrlega unnið með vélunum hérna, en það er ekki þar með sagt, að mér fipist aldrei. En ekki svo að ég slasi mig eða því um líkt. Þetta kemst upp í vana, bara að íara nógu gætilega fyrst, þá æfist það hægt og hægt. Kaffihlé í Blindrastofunni. Þar ríkir glaðværð. sjá og heyra hvernig það gengur til. Venjulega höfum við böllin hérna uppi á skriístofunni og fá- um þá annaðhvort harmoniku- leikara eða dönsum eftir grammó fónmúsik. Það er mikill félags- skapur hérna, enda er þetta allt svo mikið indælisfólk“, FER MEÐ ALLAR VÉLAR Einn starfsmannanna á bursta- gerðarstofunni heitir Einar Guð- geirsson. Hann hefur starfað þar frá stofnun félagsins, en er búinn að vera blindur í 20 ár. Fleiri voru ekk! á vlnnustof- unni þennan dag, en aðrir sem þar starfa daglega eru Elísabet Þórðardóttir, Margrét Andrés- dóttir, Guðmundur Jóhannesson og Ásgrímur Jósefsson. Öllu þessu fólki er starfsgleð- in sameiginleg og það reynir á allan hátt að létta byrðar hvera annars. Hjá því ríkir sátt og sam, eining. Guð gefi því öllu Gleðileg jóL — M.Th. Tilkynning frá Hitaveitu Reykjavikur Ef alvarlegar bilanir koma fyrir um hátiðarnar, verður kvörtunum veitt viðtaka í síma 5359, fyrsta og annan jóla- dag, og nýársdag kl. 10—14. HITAVEITA REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.