Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 4
46 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. des. 1958 ▼ W c*SFP«Bg ■ Laufasstaður i Eyjafirði hræður gegn flugvarginum, einn- ig var komið upp rellum, því æðarfuglinn virðist hafa gaman af hávaða. Til var meira að segja að menn höfðu vatnsknúnar harmonikur til þess að skemmta hinum hljómlistarunnandi fugli. Allt stuðlaði þetta að því að hæna fuglinn að og segja mér fróðir varpbændur að enginn vafi sé á því að fuglinn hafi gengist upp við mörgu af þessu. Allt þetta gerði það að verk- um að mikið fólkshald þurfti í Laufási og því varð bærinn að vera stór. Búhöldar fyrri tíma í Laufási nýttu fleira en búpening einan. Staðurinn átti lengi vel eina æðarvarpið, sem nokkuð kvað að í sýslunni. Mikil hlunn- indi voru að silungsveiðinni í höndum þeirra er kunnu að nýta. Ennfremur átti þessi jörð fleiri ítök eins og oft gerðist um ríkar kirkjujarðir. Það voru því mörg handtökin, sem vinna þurfti, enda ekki skortur á hjúum á þeim tímum og þá ekki hvað sízt á þeim stöðum þar sem vel var við þá gert eins og jafnan mun hafa verið í Laufási. Um miðja síðustu öld eru um 20 hjú í Laufási, búpeningseign -staðar- ins er þá um 300 fjár auk kúa og hesta eftir þörfum heimilis- ins. Æðarvarpið kemst þá upp í 2.500 hreiður og það voru ekki svo lítil hlunnindi, því eftir verð- lagsskrá Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu 1849 er pundið af hi-einsuðum æðardún metið til Predikunarstóllinn í Laufáskirkju. j síðan, eru nú næsta lítil í Lauf- ási. Auk þess sem Fnjóská eyddi og ekki var hirt um að endurbæta, tóku bændurnir í Nesi og Höfða að koma upp varpi hjá sér, sem 1 næsta lítið var fyrir og hændi það fuglinn úr Fnjóskárhólmum. Margt var gert til þess að hæna ; fuglinn að. Byrjað var á því að j friða landið fyrir ágangi búfjár og ásókn flugvargs. Þá voru byggð hreiður og í þau stráð gömlu dúnrusli, sem til féll við j dúnhreinsun. Byggðar voru tjarn ir í varpinu þar sem langt var J í vatn, til þess að fuglinn gæti baðað sig. Þá voru settar upp Mikið verk og illt var að hreinsa dúninn, en þá voru engar sjálf- virkar vélar til slíks. Margt var handarvikið á stórbýli A myndarbúi sem Laufási, var margt handarvikið að vinna. Auk vinnu við varp og dún þurfti að heyja handa búpeningi en slægjur voru þá ekki teknar á sléttum túnum. Að vorinu var mikið verk við aðgerð á húsum, ávinnslu sem framkvæmd var þannig að taðið var' malað í kvörn og því hreytt úr trogi, smalamennsku, rúning og lamb- fjárgæzlu. Að haustinu var svo Gamli bærinn í Laufási. Myndirnar tók Eðvarð Sigurgeirsson. sláturtíð með öllu umstanginu í kringum hana, frágangur heyja, göngur og réttir og margt og margt fleira. Að vetrinum var vinnan þreytt innan dyra nema gegningar. Enginn skyld} halda að forfeður okkar hafi legið á meltunni þann árstímann, í það minnsta ekki þar sem fyrirmynd arbúskapur var. Gamli Laufásbærinn myndi án efa geta sagt frá mörgum kvöld- vökunum, mætti hann mæla. Þar var setið við tóskap, rökun gæra, fléttun reipa og kaðla, dyttun að reiðskap og ótal önnur verk, því að í þann tíð var ekki aðeins „hollur heimafenginn baggi“, heldur var hlutina hvergi annars staðar að fá. A vökunni sat kvæðamaður eða sögumaður við lestur eða kveðskap eða gestir sögðu fréttir. Þannig voru gömlu íslenzku sveitabæirnir allt í senn, vinnu- staður fólksins, skóli barnanna, skemmtistaður þess og hvílustað- ur. Því er hér í upphafi farið nokkrum orðum um líf og starf þess fólka, sem gömlu bæina okkar byggði, að með því vildi ég gæða nokkru lífi hin gömlu hús, sem nú er byrjað að reisa við í Laufási eftir margra ára niðurníðslu. Þetta verk verður þeim mun kærara komandi kyn- slóðum, sem þær gera sér ljósar að þessir moldarkofar geymdu líf þjóðarinnar og menningu í aldaraðir, þótt ekkert hróf eigum við óbrjálað eldra en fárra tuga ára gamalt. Umsögn dr. Þorkels Jóhannes- sonar Dr. Þorkell Jóhannesson hefir í ritverki sínu um Tryggva Gunn arsson gefið glögga lýsingu á Laufásbænum eins og hann var fyrir endurbyggingu þá er fram fór á honum um 1870 og er hún gerð eftir úttektarskrám staðar- ins frá 1768—1828. Að lokinni lýsingu einstakra bæjarhúsa seg- ir svo dr. Þorkell orðrétt: „Bærinn hefir verið geysistór með sex húsaburstum fram á hlað og margfaldri húsaröð á bak við. Mörg þessara húsa hafa verið harla reisuleg og til þeirra vand- að. Sum þeirra, sem einkum voru ætluð til íbúðar, þiljuð í hólf og gólf og að öðru með því sniði, er bar því vitni, að hér höfðu engir kotkarlar búið. Má um það nefna baðstofuhúsið, skálann og Stórustofu. Þess má geta að bæj- árþil öll voru máluð og vind- skeiðar skreyttar á sumum hús- unum. Nánari lýsing bæjarhús- anna sjálfra sýnir hins vegar að þau voru víða allmjög úr sér gengin, veggir snaraðir, viðir og þiljur tekin að gisna og fúna. Hér var því mikið verkefni fyrir höndum. Margt þurfti að lag- færa og bæta, en sumt varð ofan að taka og reisa að nýju. Eigi eru nú gögn fyrir hendi um það, hversu þeim Laufáshjónum (séra Gunnari Gunnarssyni og frú Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur) hafi unnizt húsabæturnar, en víst er að þeim umbótum tók bærinn á þeirra dögum að hann stóð með svipuðum ummerkjum fram til 1870, er hann var ofan tekinn og endurbyggður af síra Birni Hall- dórssyni. Stendur sá bær enn í Laufási og er nú talinn einn hinn veglegasti bær frá fyrri. tíð, sem til er hér á landi.“ Eins og af þessu má sjá er Lauásbærinn eins og hann kemur okkur fyrir sjónir í dag byggður kringum 1870 að mestu. Fram kemur í úttekt frá 1924 að sum húsanna eru byggð síðar og að minnsta kosti eitt er eldra. Við endurbygginguna hefir bærinn verið allmikið stækkaður og hon- um talsvert breytt, t. d. er bað- stofa stækkuð að mun. Úttekt Laufásstaðar frá 1924 er mjög ýtarleg og er ekki hægt að komast nær að lýsa ástandi bæjarins, eins og honum ber að líta út í dag, er lokið hefir verið við að lagfæra hann. Þess vegna mun ég aka það ráð að birta út- tektina eða þann hluta hennar sem lýsir bæjarhúsum. Einnig segir þar nokkuð frá kirkju, eign um hennar og ásigkomulagi. Hins vegar er sleppt álagi, innstæðú- fé, hjáleigum, bókum og fleiru er staðnum tilheyrði. Úttektin hljóðar að öðru leyti svo: Úttekt Laufás-staðar 3. júní 1924 „Árið 1924, 3. júní, var próf- astur _ í S.-Þing.-prófastsdæmi, séra Ásmundur Gíslason á Hálsi, staddur í Laufási til að stýra út- tekt Laufás-prestakalls og af- henda stað og kirkju Hermanni presti Hjartarsyni, sem veitingu hefir fengið fyrir prestakallinu frá 1. þ. m. Prestakallið afhendir frú Ingibjörg Magnúsdóttir, ekkja séra Björn Björnssonar, sem andaðist 31. okt. f. á., og mætir fyrir hennar hönd við af- hendinguna Sveinn Þórðarson óðalsbóndi í Nesi. Viðtakandi prestur var og sjálfur mættur. Úttektarmenn voru tilkvaddir af prófasti og mætir, Þórður hrepp- stjóri Gunnarsson í Höfða og Jón óðalsbóndi Sveinsson á Hóli. Kom þá til úttektar: A. Kirkjan Kirkjan er svipuð og lýst er í prófastsvísitasíu 9. okt. 1873 (sjá vísitasíu biskups 18. júlí 1892). Orna- et insrtumenta kirkjunnar eru þessi: Altaristafla (sonur ekkjunnar í Nain), númertafla og ljósahjálmur, harmóníum, tveir höklar, tvö rikkilín, eitt rautt altarisklæði og hvítur alt- arisdúkur, einn silfurkaleikur og patína, tveir patínudúkar, oblátu dós úr tré, bláleit messuvíns- flaska (brotin), skírnarfat úr látúni, ein tinkanna, 4 ljósastjak- ar (einn bilaður) og ein eld- spýtnadós, tvær klukkur í turni. f FÁTÆKT fornra minja' okkar íslendinga hvarflar hugurinn oft til hinna óbrotnu gömlu húsa- tófta, sem enn eru til með þjóð- inni. Sem betur fer hefir nokkuð verið gert til þess að varðveita frá eyðileggingu gamla muni og byggingar. Ekki getum við þó sagt að við eigum af að státa gömlum byggingum á mæli- kvarða erlendra fornminja. Okk- ar elztu byggingar, sem enn eru undir þaki, munu ekki nema sem svarar rúmlega aldar gamlar í þeirri mynd er þær nú blasa við augum. Byggingarefni okkar var svo lélegt að varanleik að veður og tímans tönn voru fljót að granda því. En þetta eru einu fornminjarnar sem við eigum og því að vonum að mörgum sé kært að þeim sé við haldið. Gamalt höfðingjasetur Ein þessara bygginga er gamli þærinn í Laufási í Grýtubakka- hreppi við Eyjafjörð. Hér er ekki einasta um að ræða gamlan bæ, stóran og reisulegan eftir því sem þá gerðist, heldur er hér fornt setur höfðingja og merkra klerka og kennimanna. Frá Laufási eru komnir stórmerkir menn, sem nú lifandi kynslóð eru enn í fersku minni. Vil ég þar nefna þá Þór- hall biskup Bjarnarson og Tryggva Gunnarsson banka- stjóra. Af klerkum þeim er sátu í Laufási frá upphafi 19. aldar og til þessa dags vil ég nefna þá séra Gunnar Hallgrímsson, séra Gunnar Gunnarsson, séra Björn Halldórsson, séra Magnús Jóns- son og séra Björn Björnsson. Af síðari tíma prestum hafa setið þar séra Hermann Hjartarson í eitt ár, séra Sveinbjörn Högna- son í eitt ár og séra Þorvarður Þormar frá 1928 og til þessa dags. | Gamli bærinn | i geymir minjar j i um forna frægð j jafns við loðna og lembda á í far- dögum. Æðarvarpið Æðarvarpið í Laufási er allt í Fnjóskárhólmunum. Það mun hafa gengið á ýmsu með gæði þess og stærð og fór það fyrst og fremst eftir því hve vel var um það hirt. Það er ótrúleg natni sem við það þarf. Fnjóská flæddi yfir meira og minna af hólmunum á hverju vori og eyði- lagði þá af varpinu, sem, ef vel átti að vera, þurfti að endur- byggja. Margt hefir komið til að þessi dýrmætu hlunnindi, sem svo voru talin fyrir einni öld Klerkar 19. aldarinnar voru margir hverjir miklir búhöldar og héraðshöfðingjar og svo var um þá guðsmennina í Laufási. Staðurinn er fagur yfir að líta, fjallsraninn upp frá bænum, er myndar mynni Fnjósksdals að vestan, er allbrattur en niður- undan bænum mikið og víðlent undirlendi með fagurlega skreytt um hólmum Fnjóskár umflotnum lygnum straum hins blátæra berg vatns. Hólmarnir voru áður fyrr fullir af æðarfugli og áin kvik af silungi. Engin voru grösug og heyfengur því góður en beitiland allgott inn í mynni Fnjóskadals þar sem áður voru beitarhús staðarklerka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.