Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 6
48 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 24. des. 1958 Reistur minjasteinn Þykkvabæjarklausturs eftir dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð Inngangiir. HINN 2. nóvember 1958 var víg-ð- ur steindrangur sá, sem bændur í Álftaveri hafa beitt sér fyrir að reistur yrði til að minna á hið forna klaustur í Þykkvabæ. Á steininum stendur: Til minja um klauslrið í Þykkvabæ 1168—1550, og á minna áberandi stað: Steinninn var reistur 1958. Sökum iþess að ríkið lagði fram nokkurt fé til að koma upp minnismerki þessu, kom í minn hlut að hafa þar nokkra forsögn. Vildi ég gjarna geta verið viðstaddur þegar steinn inn yrði vígður og frestaði því nauðsynlegri ferð minni í Skafta- fellaþing, þangað til þessa fyrstu vetrardaga. Ekki brást heilagur Þorlákur sinum mönnum í Álftaveri. Vígsludagurinn rann upp með mikilli sólarbirtu og víðri sýn til fjalla. Ég fór snemma dags með samferðamanni mínum frá Vík í Mýrdal. Við gerðum iykkju á leiðina og komum við á Hjörleifs- höfða á Mýrdalssandi og gengum upp á höfðann og svipuðumst um á bæjarrústunum. Þarna var bú- ið til skamms tíma. Uppi á höfð- anum er fagurt bæði nær og fjær á björtum degi. Samt orkar sú tilhugsun meira á mann, hve fer- legt það í rauninni var að búa á stað eins og þessum, bærinn á þessu klettaskeri í kolsvörtu sand- hafi, bæjardyrnar á þverhníptri bjargbrúninni, og Katia eins og yfirvofandi atómsprengja, til í allt á hverri stundu. Það hefur þurft menn af sérstakri mótun til þess að þola langvistir á þessúm stað. Frá Hjörleifshöfða héldum við rakleiðis austur í Ver og komum að Þykkvabæjarklaustri upp úr hádegi, skömmu áður en tekið var til. Klausturkirkjan var þéttskip- uð. Fyrir aitari þjónuðu séra Jónas Gíslason í Vík og séra Val- geir Helgason í Ásum, en prófast- urinn séra Gísli Brynjólfsson prédikaði. Sjálfum veittist mér sú ánægja að fá að vera meðhjálp- ari, las bæn í kórdyrum, af- skrýddi prestana tvo og steig svo í stólinn í messulok. Fannst mér sem ég hefði aldr«i komizt nær því "að standa í sporum hinna mörgu prestvígðu manna, sem ég á til að telja, og mun ég sennilega aldrei komast til æðri metorða í kirkj- unni en þetta. Að messu lokinni vígði séra Valgeir minningarstein Þykkva- bæjarklausturs, en eftir það var haldið að Herjólfsstöðum og setzt að kaffi, og héldu þar ýmsir góðir héraðsmenn ræður í tilefni dags- ins. Brynjólfur Oddsson á Þykkva- j bæjarklaustri sýndi mér augljós merki þess, að kirkjugarðurinn mundi áður fyrr hafa verið til ( muna stærri til suðurs en nú. ’ Það er ekki um að villast, í mýr- inni sunnan við núverandi garð sjást tvö garðlög, sem bæði eru bersýnilega suðurhlið garðsins eins og hún hefur verið. Garður-1 inn hefur verið færður saman smátt og smátt, líklega vegna bleytu. Ekkert sést nú af rústum þeim, sem Árni Magnússon talar um, en það er skiljanlegt, þær eru sokknar í mýrina. Gömlu kirkju- garðsveggirnir, sem þó hafa ver- ið mjög háir, eru líka því nær sokknir. Eftir að hafa séð um- nerki þessi við kirkjuna styrktist ég í þeirri trú, að rétt sé sögn 4rna, að klaustrið væri sunnan j *ið kirkjuna og rústir þess væru { sýnilegar fram á 18. öld. Þarna munu þær vera, sokknar í mýrina. Við félagar fórum úr Veri um kvöldið austur á bóginn. Við ætl- uðum að vísitera gamla bænhús- ið á Núpsstað, grafa síðan upp fornmann í Hrífunesi, fundum að vísu engan mann, en í hans stað hest þann, sem bezt hefur verið til moldar búinn fornhesta, þeirra sem enn hafa verið úr jörðu grafnir hér á landi, og er af hon- um sérstök saga. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur óskað þess að fá að birta ræðustúf þann sem ég flutti í kirkjunni að Þykkvabæ við vígslumessuna. Mér fannst óþarfa meinbægni að neita ritstjóranum um þetta, þó að lest- ur þessi sé eins og hver önnur tækifærisræða, hvorki fugl né fisk ur, og ekki ætluð til birtirgar. Og látum þá kylfu ráða kasti. Erindi i klausturkirkjunni Það er einkennileg tilhugsun fyrir þann, sem hingað kemur í þessa afskekktu sveit, og í þessa litlu kiikju, sem stendur hér ein og allfjarri öðrum húsum, næst- um því eins og Strandarkirkja, að hér skuli eitt sinn hafa verið einn ríkastur staður á Islandi og ein helzta menningarmiðstöð og menntasetur landsins. Mikil ald-a- hvörf hafa gengið yfir þennan stað eins og marga aðra, hann hefur í rás tímans misst þá þjóð- félagslegu þýðingu sem hann eitt sinn hafði, og þá er ekki að sök- um að spyrja, ekkert minnir ? forna frægð, staðurinn er næst- um því eins auður og snauður að jiinjum og þar hefði aldrei neitt gerzt, að minnsta kosti aldrei neitt, sem ekki hafði álíka gerzt á hverjum öðrum stað á landinu. Þetta er mjög einkennandi fyrir ísland og hefur orðið mörgum mönnum umhugsunarefni, fátækt þessa lands að merkilegum minj- um um byggð fyrri tíma, jafnvel þar sem þéttbýlast er og ríkastir staðir hafa verið. Mannanna verk geta yfirleitt sýnzt smá í stór- skornu umhverfi þessa hrikalega og strjálbyggða lands, og dæm- in sýna að þau hafa ekki fram að þessu reynzt til mikillur fram- búðar gerð. Merkilegar byggingar eru hverfandi lítið atriði í ís- lenzkri menningararfleifð, og þetta stingur mjög í stúf við það sem er með flestum öðrum þjóð- um, sem yfirleitt eiga fjölda fornra merkilegra bygginga, kirkj ur, hallir og ýmsar byggingar aðrar, sem annað hvort eru ágæt- ar og taldar þjóðargersemar sjálfra sín vegna eða þeirra at- burða, sem þeim eru tengdir. Fátækt okkar að þessu ieyti á í senn rót sína að rekja til náttúru- fars þessa lands, sem lítið hefur á boðstólum af endingargóðu efni, og til hins íslenzka þjóðfélags, sem frá upphafi og löngum síðan var samfélag ítrjálla bænda- byggða, þar sem hvorki voru kon- ungar, aðall, bæir né borgarastétt. Ég nefni þessa fátækt sem at- hyglisverða staðreynd, en ekki til sakast um hana, fyrri kynslóðir hafa eftirlátið okkur merkilegan arf fyrir því, þótt þær reistu ekki hús sem til frambúðar væru. En í húsum bjuggu þó Islendingar eins og aðrir menn, og hér eins og annars staðar var húsakostur- inn afar veigamikill þáttur I menningu fólksins, umgerðin ut- an um hversdagslegt líf þjóðar- innar og alla hætti hennar, og á sinn hátt var sérkennileg húsa- gerðalist fólgin í sumum þeim húsum, sem bezt voru gerð hér á landi fyrr á tíð, svo sem íslenzku baðstofunni og íslenzku torfkirkj- unni. Þótt hér séu ekki fornar hallir eða dómkirkjur, höfum við nú á elleftu stundu hafizt handa um að reyna að verja frá glötun, nokkra góða og gilda fulltrúa fyr- ir forna íslenzka húsagerð, ekki af því að hún sé svo stórkostleg, heldur af því að hún er snar þátt- ur af gamalli íslenzkri menningu og eitt hið skýrasta og áhrifarík- asta tákn um líf þjóðarinnar í landinu. Þjóðminjasafn Islands hefur fengið í sína vörzlu nokkra torfbæi, sem ætlunin er að láta standa til komandi tíma. Að skoða slíkan bæ er á við hina lærdóms- ríkustu lexíu í íslandssögu, og þessir bæir munu þykja æ því merkilegri og meiri eign sem lengra líður og þeim fækkar sem sjálfir ólust upp við torfhúsaöld og líta á allt sem henni heyrir sem sjálfsagðan hlut. Einnig höf- um við tekið til varðveizlu nokkr- ar torfkirkjur, sem raunar munu vera með smæstu og látlausustu guðshúsum í gervallri kristninni, en eru eins fyrir því ómetanleg mynd úr íslenzku lífi fyrri alda. 1 þessu héraði, þar sem við erum nú stödd, er ein slík bygging varð veitt, bænhúsið á Núpsstað, sem notað var sem guðshús fram und- ir síðustu aldamót og alltaf síðan hefur staðið og notið umhyggju bóndans á Núpsstað, Hannesar Jónssonar. Nú hefur Þjóðminja- safnið tekið að sér umsjá þessa húss og var gert við það allt að veggjum, grind og þaki, á síðast- liðnu vori, og er ætlunin að koma því einnig í gott lag innan húss á næstunni. Séra Valgeir Helgason vígir minningarstein Kirkjubæjarklausturs. minningarmark Þykkvabæjar- klausturs, hafa ekki viljað láta þessa fornu menningarstofnun hér aðsins liggja með öllu óbætta hjá garði, og ekki viljað una því að ekkert sýnilegt tákn um að hún hafi nokkurn tima hér verið, sé sjáanlegt á staðnum. Og Þykkvabær í Álftaveri er sannarlega einn af meiri háttar sögustöðum landsins. Ekki af því að hér hafi búið svo voldugir höfðingjar eða hér hafi gerzt hin- ir stærstu stjórnmálalegir við- burðir, heldur áf því að hér stóð munkaklaustrið, kanókasetrið, ágætt menntasetur og ríkt höfuð- ból. Hér verður engin tilraun Þykkvabæjarklausturskirkja. Þessar gömlu byggingar sem ég hef hér lauslega minnzt á, eru alls ekki sérstaklega bundnar við sögustaði landsins, enda standa þessi hús yfirleitt ekki í sam- bundi við neina forna frægð. Sögustaðirnir eru eins minjalaus- ir og allir aðrir staðir, og þessu kunna margir illa, vilja láta merk an sögustað bera það með sér, að hann sé sá sem hann er, eða þar sé að minnsta kosti eitthvað sem minni á forna frægð. Ég geri ráð fyrir, að minnismerki það, sem nú hefur verið reist hér.í Þykkva- bæ, eigi þessari tilfinningu til- veru sína að þakka. Þeir menn í þessu héraði, sem beitt hafa sér fyrir því, að reist hefur verið gerð til þess að rekja sögu klaust- ursins í Þykkvabæ, en drepa má á nokkur sundurlaus atriði, sem varpa skýru Ijósi yfir það hvílík- ur þessi staður var á sínum vel- maktardögum. Til er máldagi klaustursins frá 1340, þegar það hafði staðið tæpar tvær aldir. — Klaustrið átti þá fjölda jarða hér og í nærliggjandi sveitum og námu afgjöldin af þeim öllum stórfé í alls konar afurðum, auk þess sem það átti hin margvísleg- ustu ítök á fjölda staða, meðal annars skóga, reka- og hvalfjörur og beit. Það átti 95 kúgildi á leig- um og 43 kýr heima, 19 uxa eldri en tvævetra, 15 tvævetra og 25 vetur-gömul naut og 25 kálfa, 215 ær, 240 veturgamlar kindur, 75 sauðir og hrútar, 43 hross vetur- gömul og eldri, fjórar gyltur með grísum og fjórar gæsir. Þetta var kvikfjáreignin og má segja, að eign klaustursins í matvælum og alls konar innanstokksmunum og tjöldum sé mjög í stíl við þetta, enda má nærri geta að hér hefur verið mannmargt. Og þar sem þetta var þó, þrátt fyrir allt þetta, fyrst og fremst kirkjulegur stað- ur, en ekki veraldlegur, liggur það í hlutarins eðli, að ekki muni kirkjan hafa verið að sínu leyti ver búin en bæjar- eða klaustur- húsin, enda var hún ótrúlega rík að hinum dýrustu gersemum. Hún átti t. d. 30 hökla og 31 kórkápu og öll önnur messuklæði eftir þessu, sjö silfurkaleika, sex dýr- indis krossa, helgidómaskrín, textabækur, þrjá bagla, 10 klukk- ur og bjöllur og fimm útskornar dýrlingamyndir. Ekkert er sag't um það í máldaganum, hvernig kirkjan var eða hvernig hér var húsum háttað, en auðlegð staðar- ins er svo geysileg og í svo miklu stærri sniðum en við erum vanir að hugsa okkur einn stað nú á síð- ari öldum, að óhugsandi verður að telja, að hér hafi ekki verið hin veglegustu húsakynni. Það liggur svo að segja í hlutarins eðli. Þessi merkilegi máldagi bregð- ur upp fyrir okkur mjög skil- merkilegri mynd af þvi, hvernig hér var umhorfs og hvað hér var umleikis á blómatíma klausturs- ins. En margir voru staðirnir stórir og auðugir á þessum tíma, og skammt mundi Þykkvabæjar- klaustri endast það til sögulegr- ar f rægðar, þótt því tækist að skattgilda bændur og raka sam- an auði. Þetta er að visu stór- brotin mynd úr miðaldalífi, en myndi þó hafa sínar skuggahliðar, ef allt væri gerskoðað. Meira er um hitt vert, að hér var andlegt höfuðból. Á miðöldum • voru kiaustrin helztu menntastofnanirn ar við hliðina á biskupsstólum og skólum þeirra. Margir munkar voru brautryðjendur á sviði lista og bókmennta, og í klaustrunum þróuðust alls konar fræði, fyrst og fremst guðfræði eða heilög fræði, en einnig sagnfræði, jafnvel nátt- úrufræði. Hér á landi var þetta svo, engu siður en í hinum stærri löndum, þar sem munklífi voru voldugri og áhrifameiri en hér. En meðal íslenzkra klaustra skipaði Þykkvabæjarklaustur mjög virðu- legan sess, og hefur }:að eflaust að töluverðu leyti stafað af því, hvernig til þess var að upphafi stofnað. Þorlákur Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.