Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. febr. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 11 Páfi kallar saman kirkjuþing til að sameina kristnar kirkjur SÍÐAN hinn nýi páfi, Jóhannes 23. tók við því embætti fyrir þremur mánuðum hefur hann tekið upp ýmsar nýjungar í Páfagarði. Þykir hinn nýi kirkjuhöfðingi frjálslyndur og ungur í anda, þótt hann hafi 78 ár að baki. Síðasti páfi, Píus 12. breytti siðum við páfastólinn mjög í nýtízku snið. Hann notaði sér tækni nútímans, fékk sér rit- vél og síma og jafnvel rafmagns- rakvél. Hann veitti hverjum sem hafa vildi áheyrn í Vatikaninu líkast því sem hann væri nútíma stjórnmálamaður, sem vill ávinna sér hylli alþýðunnar. Píus 12. hélt sér þó í öllu við- móti og tali fyrir ofan fólkið. Hann fann til mikilleiks síns, sem hins heilaga föður og hann var einráður við stjórn kirkjunnar. Píus 12. var höfðingi af ítölsk- um aðalsættum og birtist það í daglegum háttum hans, m.a. í því að hann taldi að embættis síns vegna gæti hann ekki komið alla leið niður til alþýðunnar. HINN nýi páfi virðist hinsvegar fús til að stíga það skref nið- ur á jafnsléttuna. Sjálfur er hann sonur fátæks bónda á Norður- Ítalíu. Sem Roncalli kardínáli í Feneyjum leit hann enn á sjálfan sig sem alþýðumann og margt bendir til þess að það sé óbreytt þrátt fyrir hina æðstu tign. Vakti það t.d. mikla athygli um jólin, þegar hann fór í heimsókn- ir til fangelsa Rómaborgar til þess að ræða við fangana um vandamál þeirra. Það hafði eng- inn páfi gert áður, að stíga jafn- vel niður til afbrotamannanna. Enn frekara vitni um alþýðleik Jóhannesar 23. ber það að skömmu fyrir jól leyfði hann trúðum að koma til páfagarðs og sýna ýmsar listir sínar. AÐ áliti kaþólsku kirkjunnar er páfinn hinn heilagi faðir, fulltrúi Guðsríkis á þessari jörð og með samþykkt kirkjuþings kaþólsku kirkjunnar árið 1870 var lýst yfir óskeikulleik páfans. Þessar kenningar um óskeikul- leik og alræði páfans eru í æ meira ósamræmi við lýðræðis- skoðanir þær, sem breiðast út um löndin. Ýmis ummæli og aðgerð- ir Jóhannesar páfa 23. benda hins vegar til þess, að honum sé fjarri skapi öll einræðisstjórn á málum kirkjunnar. Hann leitar miklu meira samráðs við starfsmenn kirkjunnar en Píus 12. gerði og stuðlar að kirkjufundum til á- kvörðunar ýmissa mála. Sérstaka athygli vakti það fyr- ir nokkru, þegar Jóhannes 23. boðaði til almenns kirkjuþings innan fárra ára, sem á að hafa það aðalhlutverk að reyna fyrir sér um sameiningu allra kristinna kirkna um heim allan. Yfirlýs- ingu þessa gaf páfinn við messu í San Paolo kapellunni í Róm og þykir sem brotið sé í blað í kirkju sögunni með henni. Hin kristna kirkja um heim allan er sundruð og skipt niður í fjölda sértrúardeilda. Oft er það aðeins lítilræði sem skilur á milli, em trúfræðingar hinna mismunandi deilda hafa einblínt á ágreininginn, svo að í stað sam- heldni um grundvallaratriði krist innar trúar hafa stöðugar vær- ingar og hatur verið milli kirkju- félaganna. A20. öldinni hafa öll kirkju- félögin átt við sameiginlegan andstæðing að glíma, trúleysi og efnishyggju ag hefur þetta hvatt þau til aukinnar samheldni. Mik- ilvægur árangur náðist eftir að síðustu heimsstyrjöld lauk, þeg- ar hið svonefnda alkirkjuráð var stofnað, og alkirkjuþing, sem það efndi til í Amsterdam fyrir nokkr um árum stuðlaði að því að kristn ir menn, hvaða kirkjufélagi, sem þeir tilheyra strikuðu yfir stóru orðin en gerðu sitt ítrasta til að sameinast í tilbeiðslunni um hinn eina Guð. f alkirkjuráðinu sameinuðust allar deildir kristinnar kirkju. Þar mætast þær allar jafnrétthá- ar og þó tengslin séu enn laus gera menn sér vonir um að með góðum v'ilja megi styrkja þau í framtíðinni. Aðeins eitt kirkjufélag skarst úr leik og taldi sig hafið upp yfir hinar kirkjudeildirnar, og það var hin rómversk-kaþólska kirkja. Hún neitaði algerlega að eiga nokkurn þátt í alkirkju- hreyfingunni, á þeim gamla grundvelli, að rómversk-kaþólska kirkjan ein hafi umboð frá Guði og allir þeir sem ekki tilheyri henni séu villutrúarmenn. Er óhætt að segja, að þessi úrelta miðaldakenning kaþólsku kirkj- unnar særði kristna menn um víða veröld. Síðan hafa aðeins liðið örfá ár og þörfin fyrir sameiningu kall- ar stöðugt að. Ákvörðun Jóhann- esar 23. um að kalla saman kirkju þing getur því þýtt gerbyltingu í kristindómnum. FYRSTI meiriháttar klofningur- inn í kristinni kirkju hófst árið 331 við það að Konstantin I Rómarkeisari flutti höfuðborg sína frá Rómaborg til Konstan- inópel. Biskupinn af Konstantín- ‘ópel lýsti því þá yfir, að hann væri æðri páfanum í Róm. Páf- inn í Róm hafnaði því. Um þetta var deilt í margar aldir og lyktaði því með því að árið 1054 bannfærði páfinn í Róm patríark- inn í Konstantínópel og patríark- inn í Konstantínópel bannfærði páfann í Róm. Nú tilheyra 130 milljónir manna grísk-kaþólsku kirkjunni en um 500 milljónir til- heyra rómversk-kaþólsku kirkj- unni. Annar stóri klofningurinn varð á 16. öld upp úr endurvakning- unni, þegar menn fóru með nýj- um hugsunarhætti að efast um það að páfinn hefði einkarétt og einokun á guðstrúnni. Á siðabót- artímunum mynduðust ótal mörg frjáls kirkjufélög en mesti and- stæðingur páfavaldsins varð Mar- teinn Lúther.* Nú tilheyra um 210 milljónir manna kirkjufélög- um mótmælendatrúarmanna. Þau eru flest byggð á miklu lýðræðis- legri og frjálslyndari grundvelli en kaþólska kirkjan. Og telja má, að þau geti sigrazt á ýms- um fordómum, sejm hindra sam- einingu. ENN sem fyrr verður mesti þröskuldurinn í vegi fyrir sameiningu stærilæti rómversk- kaþólsku kirkjunnar. önnur kirkjufélög um víða veröld hafa strax lýst áhuga sínum á hug- mynd Jóhannesar páfa 23., en af gamalli reynslu sýna forustu- menn þeirra nokkra efagirni um það, hvort kaþólsku kirkjunni takist að losna við fordómana. Þeir taka það sérstaklega fram, að engin sameining né samstarf sé hugsanlegt ef kaþólska kirkj- an ætlar sér meiri hlut en hin- um kirkjufélögunum. Ef nokkur árangur eigi að nást verði allar kirkjur heims að verða jafnrétt- háar. Sameining er útilokuð ef kaþólska kirkjan hugsar sér hana aðeins með þeim hætti, að nú megi villutrúarmennirnir koina aftur í faðm kaþólsku kirkjunn- ar, eins og glataðir synir. Og sameining er líka óhugsandi ef kaþólska kirkjan heldur fast við þá kenningu, að páfinn sé óskeik- ull. Jóhannes páfi 23. hefur boðað til kirkjuþings og verður það haldið árið 1961. Enn hefur hann ekki gert hreint fyrir sínum dyr- um um það með hvaða hugarfari kaþólska kirkjan vill sameiningu, en eina athyglisverða yfirlýsingu hefur hann þó gefið í þessu sam- bandi. Hann sagði fyrir nokkru ó fundi með prestum úr Róma- borg, að kaþólska kirkjan yrði að gera sér grein fyrir því, að hún ætti einnig nokkra sök á sundr- ungu kristindómsins. Þetta er talin alveg einstæð yfirlýsing í sögu kaþólsku kirkjunnar og hún gefur nokkra von um samkomu- lag. Jóhannes 23. hefur tekið upp nýja siði í Páfagarði. Hér sést hann heimsækja afbrotamenn í fangelsi í Rómaborg. Gerpir kominn heim úr harð- Engíu nefnd KAUPMANNAHÖFN, 14. febrú- ar. — Kvöldberlingur segir, að vonlaust sé, að ástæður Hedtoft- slyssins verði nokkurn tíma upp- lýstar. Engin rannsóknarnefnd verður sett á fót og engin „hvít bók“ verður gefin út um slysið. Nefnd sú, sem skipuð var vegna slyssins, mun einungis fjalla um framtíðarsamgöngur við Græn- land — Páll. sóttri veiðiför Ofsarok með 10—12 gráða frosti og byl og sjávarhiti VA gráðu undir frosfmarki NESKAUPSTAÐ, 16. febr. — Síðastliðinn föstudag, um kl. 18, kom togarinn Gerpir heim til Neskaupstaðar úr veiðiför á Ný- fundnalandsmið. — Skipið fór frá Reykjavík þann 28. janúar, eftir vélaraðgerð, og var því alls 17 daga í veiðiförinni. — Frétta- ritari Mbl. átti tal við Birgi Sig- urðsson í Neskaupsstað, sem var skipstjóri á Gerpi að þessu sinni, en er annars 1. stýrimaður á skip inu, og spurði hann frétta af ferðinni, sem var allviðburðarík. Brotsjór undan Hvarfi Laugardaginn 31. janúar, kl. tæplega 6 um morguninn, hafði skipið siglt um 540 sjómílur frá Reykjavík og var statt 280 sjó- mílur frá Hvarfi á Grænlandi. Myrkur var á og stormur 9—10 vindstig á móti, og var aðeins sigld hálf ferð. — Kom þá brot- sjór á skipið stjórnborðsmegin og braut 5 glugga í stýrishúsinu, en brúna hálffyllti af sjó. Skipstjórinn var að koma út úr íbúð sinni, þegar sjórinn foss- aði inn í brúna, og stóð hann í sjó upp í háls fyrr en varði. — Skipstjórinn óð gegnum sjóinn að vélsímanum og setti á „stanz“ — síðan á fulla ferð áfram og sneri jafnframt undan veðrinu. Sjórinn braut ýmislegt í brúnni, m. a. hurð í dyrum á ganginum aftur í skipið. Ratsjáin lyftist af sæti sínu og slitn- aði úr tengingum, gíróáttavitinn skemmdist, og einnig bilaði dýptarmælirinn. — Áður en birti og hægt var að rannsaka tjónið til fulls, taldi skipstjórinn sennilegast, að Gerpir yrði að snúa við heimleiðis. — Skemmd- irnar reyndust hins vegar ekki eins miklar og búast mátti við. Yfirbygging sjálf var óbrotin, seguláttavitar heilir, og loft- skeytamaðurinn taldi sig mundu geta komið dýptarmælinum í gangfært lag. — Ákvað skipstjór- inn þá, í samráði við áhöfnina alla, að halda áfram á miðin. — Vann nú skipshöfnin að því að þétta brúargluggana, og síðan var haldið áfram. Loftskeytamaðurinn, Björn Ól- afsson, reyndist vanda sínum vaxinn og kom öllum tækjum skipsins í lag, þannig að þau dugðu svo til alla leiðina heim. — Telur skipstjórinn það mjög vel að verið af loftskeytamann- inum við þau skilyrði, sem eru um borð. VeSrið skall á — eins og hendi væri veifað Aðfaranótt miðvikudagsins 4. þ. m. kom Gerpir á hin svo- nefndu „syðstu karfamið", á 50,27 brgr. Hafði hann fengið 7— 10 vindstiga veður á móti alla leið. — Á meðan verið var að veiðum á miðunum var veður mjög sæmilegt og gott nema fyrsta daginn. Afli var mikill af góðum karfa, og þurfti yfirleitt ekki að toga nema fáeinar mín- útur. Sprengdu þeir oft netið, ef togað var örlítið of lengi. — Tvisvar kom það fyrir, að allur belgurinn rifnaði frá, en skipinu var lagt að honum í bæði skiptin. Fengust 5 pokar í annað skiptið, en 3 í hitt. Um kl. 18 á laugardaginn 7. febrúar var síðasta trollið tekið inn. Var þó í ráði að taka eitt tog enn, því að lestarnar voru ekki alveg fullar. En þá skall skyndilega á þá óveðrið — eins og hendi væri veifað. Var það ofsarok af norðnorðvestri með 10—12 gráða frosti og byl — og sjávarhitinn fór IV2 gráðu undir frostmark. — Rokið stóð beint af Nýfundnalandi, og fréttu skip- verjar af margvíslegu tjóni þar í landi af völdum þess. Haldið heim — og stefnt til Skotlands Jafnskjótt og veðrið skall á, var farið að „gera sjóklárt", og kl. 23:15 var lagt af stað heim- leiðis. Var fyrst siglt beint undan veðrinu, sem nú hafði snúizt til norðvesturs, en það svarar til, að tekin hafi verið stefna frá mið- unum á Pentlandsfjörð, sundið milli Skotlands og Orkneyja. — Var siglt í þessa stefnu á hægri ferð — stundum með stöðvaða vél — um 130 sjómílna leið, en þá var tekin stefna á Vestmanna- eyjar. Gerpir var þá fyrir löngu kominn í hlýjan sjó og frostlaust veður, en hins vegar hélzt veður- ofsinn 10—15 vindstig í tvo sól- arhringa. Þá fór veðrið einn sól- arhring niður í 7 vindstig, en fór svo vernsandi á nýjan leik, er nálgaðist ísland. Þrátt fyrir veðrið og hina löngu leið, sem Gerpir fór, var skipið aðeins 5 sólarhringa og 19 klst. frá miðunum til Neskaup- staðar, en það er ekki miklu meira en meðalsiglingatími þessa leið. Með allra verstu veðrum Herbert Benjamínsson báts- maður var viðstaddur, er frétta* ritarinn talaði við skipstjórann. Rómuðu þeir báðir afburðasjó- hæfni Gerpis í þessu stórviðri, ekki sízt á undanhaldi. — Þeir töldu, að straumband frá Hvarfi hafi valdið því, að skipið fékk á sig hnútinn á vesturleið. Elzti skipverjinn á Gerpi er Sigurður Jónsson, en hann er á 75. aldursári og hefur stundað sjó yfir hálfa öld, lengst af verið skipstjóri, og oft fengið hörð veður. Telur Sigurður þetta með allra verstu veðrum, sem hann hefur lent í á sinni sjómannstíð. — Ekkert taldi hann sig samt hafa á móti því að fara aftur á sömu slóðir, ef skipið héldi þang- að nú. Það verður þó ekki að þessu sinni, því að Gerpir mun fara á veiðar á heimamiðum, þegar löndun og viðgerð er lokið. Stúlkan var hvergi smeyk Annar matsveinn á Gerpi er tvítug stúlka, Jóhanna Jóhanns- dóttir. Ekki kvaðst hún hafa ver- ið vitund hrædd í þessari volk- sömu sjóferð, en hún hefur áður verið um tíma á skipinu og eina vertíð kokkur á síldarbát. — „En strákarnir sögðu bara, að ég væri svo vitlaus, að ég vissi ekki, hvað um væri að vera“, segir Jóhanna. — Henni líkar starfið vel — og skipverjum við frammi stöðu hennar. Mun hún verða áfram á skipinu — „og nú verð ég að fara að hugsa um kostinn í næsta túr“, segir hún og kveður fréttaritarann. ★ Norðfirðingar fagna skipi og skipverjum, heimkomnum úr erfiðri för, og þykir skipstjóri og áhöfn hafa unnið afrek, sem krefst mikils þreks, og skipið reynzt vel við slæm skilyrði. — AxeL Veiðarfæratjón STYKKISHÓLMI, 14. febr. Hér er vonzkuveður í dag, hvasst og gengur á með snörpum hríðar- éljum. Enginn bátur. hefur því farið á sjó. — í gær fóru hins vegar allmargir bátar út til þess að vitja um lóðir, sem þeir höfðu orðið að skilja eftir í óveðrinu á fimmtudaginn. Nokkrir þeirra náðu einhverju af lóðum sínum, en aðrir sama og engu. Hafa því margir bátanna beðið tilfinnan- legt veiðarfæratjón. Eins og fyrr segir ,er veður hér slæmt, og má búast við, að vegir hér í kring teppist mjög fljótlega, ef veðrið batnar ekki. Grundar- fjarðarleið mun þegar vera orðin þungfær. Er pósturinn þaðan enn ókominn hingað (um kl. 4), en hann er vanur að köma um há- degi. —Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.