Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBL4Ð1Ð Fimmtudagur 7. júlí 1960 Skozkir togarar teknir við Færeyjar Þórshöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti frá fréttaritara Morgunblaðsins. Sá atburður gerðist við Fær- eyjar á þriðjudagskvöld, að þrír brezkir togarar voru staðnir að landhelgisbrotum, og tókst að sigla tveimur þeirra til hafnar. Nánari tildrög eru s em hér jreinir: Á þriðjudag kom dar.ska kor- vettan „Bellona" til Færeyja eftir að hafa verið að æfingum úti á rúmsjó með öðrum her- skipum frá Atlantshafsbandalag- inu. Var hún þá beðin að skyggn ast eftir togaranum Summerlee frá Leith, sem hafði eyðilagt lín- urnar fyrír færeyskum fiskibáti. Um kvöldið kom „Bellona“ að Summerlee, þar sem hann var að veiðum ásamt tveimur öðrum tog urum innan sex mílna fiskveiði- lögsögu Færeyja. Dönum heppn- aðist að koma sjóliðum um borð í tvo þeirra, og var þeim síðan siglt til Þórshafnar, en hinum þriðja tókst að sleppa burtu, þótt skotið hefði verið að honum að- vörunarskoti. Það gerist sárasjaldan, að strandvarnarskipin taki togara, sem verið hafa að .ólöglegum veið um. Einum var náð á árinu 1959, en hann slapp með áminninguna eina saman. Nú er minnsta sekt við landhelgisbroti 10.000 krónur færeyskar (= danskar að gengi), og jafnframt er afli og veiðar- færi gert upptækt. Mál skozku skipstjóranna tveggja var tekið fyrir í Dóm- húsinu í Þórshöfn klukkan átta i kvöld (þ. e. miðvikudagskvöld). Þeir neita báðir að vera sekir og segjast hafa verið fjórðung úr sjómílu fyrir utan mörkin, þegar töku þeirra bar að höndum. Bíll veltur í Hvolfirði ' f GÆR valt vörubíll af- Volvo-gerð út af veginum skammt fyrir austan Þyril í Hvalfirði. Engin slys urðu á mönnum en bifreiðin mun hafa skemmzt gífurlega, t.d. fóru framhjólin og hásing- in af. Blaðinu var ekki kunnugt um nánari tildrög slyssins, Eins og kunnugt er afhenti dr. Robert A. MacKay hinn 4. júlí sl. forseta islands trúnaðarbréf sitt sem ambassador Kanada á slandi. Sú athöfn fór samkvæmt venju fram á Bessastöðum i viðstöddum utanríkisráðherra. Var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Krókur á bragði hjá móti Castro HAVANA, Kúbu 6. júlí. — Stjórn Castros gaf í dag út lög, sem heimila löghald allra eigna Banda ríkjamanna á Kúbu, „þegar þjóð arþörf krefur“. Hér er um að ræða mótleik gegn heimild þeirri, sem Bandaríkja- forseti hefur fengið, til að draga úr eða stöðva sykurkaupin frá Kúbu. Þá var í dag tilkynnt, að nokkr ir sendiherrar Kúbu erlendis Nýtt skip bœtist í Akureyrarflotann SL. þriðjudag kom til Akureyrar nýtt stálskip, Ólafur Magnússon ÉA 250. Það er 180 smálestir og byggt í Brattvág í Noregi. Skipið Ritgerðasafn Þórbergs og ,.íslenzk mannanöfn" MÁL og menning hefur gefið út tvær nýjar bækur, Ritgerðir eft- ir Þórberg Þórðarson í tveimur bindum og íslenzk mannanöfn eftir Hermann Pálsson. Von er á fleiri bókum frá útgáfufyrirtæk- inu á næstunni. Ritgerðir Þórbergs fjalla um kirkju og trúmál, tungur, bók- menntir, stjornmál og ýmislegt fleira. — Mest allt efni ritgerð- anna hefur birzt áður í blöðum og tímaritum en auk þess er með flest það, sem var prentað í Pistilinn skrifaði .... og ein rit- gerðanna í Refskák auðvaldsins. — Sverrir Kristjánsson skrifar inngang að ritgerðum Þórbergs, en Sigfús Daðason sá um útgáf- una. Hvort bindið um sig er yfir 300 blaðsíður. Eins og af nafninu má sjá, fjallar bók Hermanns Pálssonar um íslenzk mannanöfn og skýr- ingu á þeim. Sagði höfundurinn, að sér teldist svo til, að í bókinni væru á þriðja þúsund nöfn. — Ég hygg að þetta sé þriðj- ungur ísl. nafna, sagði hann enn- fremur í samtali við fréttam. í gær, ef talin eru með nöfn eins og Almannagjá, Kósí, Leidí og Sigríður Panamaskurða, en mér er sagt að hjón, sem eignuðust dóttur á leið um Panamaskurð hafi skýrt hana þessu nafni. — íslenzk mannanöfn er 229 bls. að stærð. Loks má geta annarra þeirra bóka, sem Mál og menning gefur út á næstunni, þær eru: þriðja bindi af Vestlendingum eftir Lúðvík Kristjánsson, ljóðabók eftir Jakobínu Sigurðardóttur, skáldsaga eftir Halldór ^tefáns- son, sem heitir Sagan af mann- inum, sem steig ofan á höndina á sér, ný Ijóðabók eftir Guð- mund Böðvarsson, ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdánarson, og íoks verða tvær fyrri Ijóðabækur Snorra Hjartarsonar gefnar út í nýjum útgáfum. er búið 600 hestafla Wichman að- alvél. Auk þess eru í skipinu 2 Lister hjálparvélar. ’ Híbýli eru mjög rúmgóð ,og smékkleg, Ög siglingatæki af fullkomnustú gerð. Til nýjunga má íélja, áð skipið er búið tveimur afkasta- miklum frystivélum, og er hægt að halda allt að 20 gráða frosti í lestinni. Auk þess er hægt að frysta allt að 50 tunnum af t. d. beitusíld á sólarhring. Eigandi skipsins er Valtýr Þorsteinsson, og er þetta fimmta skipið ,sem hann bætir í Akur- eyrarflotann. Skipstjóri er Hörð- ur Björnsson frá Dalvík. NA 15 hnútar / SV 50 hnútar Snjókoma » OSi - \7 Skúrir K Þrumur Wts Kutíash/ ^ Hitaski! H Hm» L* LaaS c -7 incni/1 f-> /°zo. -CS’ 7 ‘ í GÆR virtist ekkert lát á hæðinni yfir Grænlandi, svo að í dag má búast við að hún veiti hægri norðanátt suður yfir landið með bjartviðri á Suðurlandi. Lægðin yfir Labrador hreyf ist hægt á eftir. Ekki er ósenni Veðurspáin klukkan 10 í gærkvöldi: SV-land til Breiðafjarðar og SV-mið til Breiðafjarðarmiða: Norðan gola eða kaldi, létt- skýjað. Vestfirðir og Vestfjarðamið: legt, að hún fari það langt fyr- NA-gola, léttskýjað sunnan til. ir sunnan ísland á leið sinni Norðurland og norðurmið: yfir Atlantshafið, að hún valdi NA gola, léttskýjað í innsveit- hér lítilli eða engri úrkomu. um síðdegis^ annars skýjað. Norðan lands hefur kólnað í veðri, einkum til hafsins, og ekki verið nema sjö stiga hiti þar á annesjum um hádegið í gær. Þar á móti kom, að sól- skm og þurrkur var á öllu Suður- og Vesturlandi. Norð-Austurland, Austfirð- ir, NA-mið og Austfj.mið: Norðan og NA-kaldi, víða dá- lítil rigning. SA-land og SA-mið: NA- kaldi, léttskýjað. yrðu kallaðir heim og væri það liður í endurskiplagningu utan- ríkismálanna. Cardona, fyrrum forsætisráðherra, er einnig kom- inn í óánð og er hann sagður hafa leitað hælis í sendiráði Argen tínnu. Áður hefur Kúbustjórn lagt hald á ýmsar eignir bandarískra fyrirtækja á eyjunni, svo serr olíustöðvar, hótel og ýmis fram leiðslutæki. Sendiherrarnir, sem kvaddir verða heim, eru í Bandaríkjun- um, ’Sviss, ítalíu og E1 Salva- dor. — Landhelgin Framh af bls 1 hefur oft komið við sögu síð- an landhelgisdeilan hófst og margsinnis verið skrifaður upp hjá landhelgisgæzlunni. Tilkynningin I fyrrnefndri tilkynningu land- helgisgæzlunnar segir svo: „Síðari hluta dags í gær kom varðskipið Þór að brezka togar- anum Lifeguard, þar sem hann var að veiðum 8,6 sjómílur inn- an fiskviðitakmarkanna við Ingólfshöfða. Tók togarinn þeg- ar á rás út og nam ekki staðar þrátt fyrir stöðvunarmerki og að- vörunarskot varðskipsins fyrr en hann var kominn langt út fyrir takmörkin. Nokkru síðar kom brezka herskipið Palliser á vett- vang og hófust þegar viðræður milli þess og varðskipsins um mál ið. Stóðu þær langt fram á nótt og hófust aftur í morgun. Kvaðst herskipið myndi tilkynna stjórn sinni atburðinn og beið varðskip- ið átekta. Á meðan sigldu skip- in öll þrjú austur með landi. Um hádegi í dag bað Þór brezka herskipið um endanlegt svar við þeirri kröfu sinni, að herskipið hætti að hindra eðli- leg skyldustörf varðskipsins. Kvaðst þá brezka herskipið háfa skýr fyrirmæli þess efnis að það viðurkenndi ekki rétt til hand- töku togarans, þar sem allur at- burðurinn hefði farið fram á opnu úthafi að þeirra dómi. Mót- mælti skipherra Þórs þessú þeg- ar í stað en án árangurs. Ætlaði togarinn >á að hefja veiðar á ný, en hætti brátt við þuð, setti stefnuna til hafs og tilkynnti her- skipinu að hann ætlaði til Bret- lands. Héldu Þór og Palliser í humátt á eftir honum þar til hann var kominn um 100 sjómílur frá landi. Hætti Þór þá eftirförinni eftir ennþá einu sinni að hafa endurtekið mótmæli sín yfir af- skiptum brezka herskipsins. Veður var frekar slæmt, sér- staklega síðdegis í gær, en þá voru allt að 8 vindstig á austan við Ingólfshöfða". ^ Heyskapartíð = á Suðurlandi ; , )| NÚ hefur heldur glaðnað yfir ‘ Sunnlendingum, því að blessaður ; þurrkurinn er kominn, eftir að þeir hafa tæplega sólina séð síð- ; an um miðjan júní. í gær hömuð- ust allir, sem vettlingi gátu vald- f ið, við heyskapinn, en lítið hef- ur verið slegið enn vegna tíðar- ‘ farsins. Vonir standa til að þurrk urinn haldizt. V r Alyktuii flu gmauna FUNDUR F. 1. A„ félags ísL, atvinnuflugmanna haldinn 6. júlí, 1960, leyfir sér að mótmæla sétn- ingu bráðabirgðalaga frá 5. júil 1960 um bann við verkfalli at- vinnuflugmanna. Sérstaklega lítur fundurinn alvarlegum augum á ef nefnd bráðabirgðalög verða m. a. tií þess að hindra samninga um vakt; tíma við flug, en flugmenn leggja, ríka áherzlu á, að fá hann stytt- an af öryggisástæðum, og laga-' ákvæði þar að lútandi ekki til f íslenzkum lögum eða reglugerð- um frá því opinbera. Fundurinn skorar á hæstvirta ríkisstjórn að nema bráðabirgða- lög þessi þegar úr gildi. Sam- hljómur í BLÖÐUM stjómarandstöð- iinnar, Tímanum og Þjóðvilj- inum í gær, kveður við ná- kvæmlega sama tón í garð andhelgisgæzlunnar. Bæði ilöðin gera tilraun til að ífrægja landhelgisgæzluna, sem alþjóð er þó kunnugt að tiefur unnið frábær störf allt frá því að Bretar hófu vald- beitingu í íslenzkri fiskveiði- lögsögu hinn 1. sept. 1958. Þessa óhróðrar hefur gætt í Þjóðviljanum um nokkurt >keið að undanförnu, en nú virðist Tíminn ætla að taka forystuna af bandamanni sín- um. Og þegar hann upphefur raust sína, má ekki minna vera en draga fram stærsta letur blaðsins og setja það þvert yfir forsíðuna. Þjóðvilj- inn lætur sér hinsvegar að þessu sinni nægja að birta e;nn leiðara með þessum rógi. Boðskapur þessara blaða er sá, eftir því sem helzt verður skitið, að landhelgisgæzlan sé að hilma yfir landhelgisbrot Breta og sinni mjög slælega skyldustörfum sínum. Orð stjórnarandstæðinga falla auðvitað dauð og ómerk, enda eru þeir nú öðru sinni svo seinheppnir að ráðast á landhelgisgæzluna einmitt um leið og hún er að kljást við brezka landhelgisbrjóta. Hins vegar er mönnum hollt að hugleiða, hvaða tilgangi það á að þjóna að leitast við aS æsa til sem mestra árekstra. Auðvitað blandast engum hug ur um tilgang Þjóðviljans en hingað til hafa menn haldið að nokkuð ábyrgari afstöðu mætti vænta af hálfu Fram- sóknarmanna. Sú hefur þó ekki orðið raunin, því að skrif þessara tveggja blaða eru nú orðin svo keimlik, að hausa- víxl mætti hafa á þeim, án þess að lesendur blaðanna yrðu þess varir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.