Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 170. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Norðurlandaráð
sjá bls 11.
$r0íitillálíi&
Ibtóftasíðan
er á bls. 18.
170. tbl. — Föstudagur 29. júlí 1960
Sólfaxi meb tisk til Hollands:
ntaði tonn a
»
SÓLFAXI flaug í gærkveldi
í annað sinn með fiskfarm til
Hollands. Að þessu sinni var
helmingur farmsins hrað-
írystar rækjur, hitt var lax
og sólkoli, en enginn humar
eins og síðast. Flugvélin var
ekki fullhlaðin 6g vantaði
um eitt tonn upp á þar eð
ekki tókst að fá nægilegt
magn af sólkola með skömm-
um fyrirvara.
40—50  kaupendur.
Það er Loftur Jónsson, sem
stóð fyrir þessari ferð, sem hinni
fyrri — og var flogið til Amster.
dam eins og áður. Loftur er þar
ytra við annan mann og mun
hann sjá um dreifingu farmsins,
sem seldur er til einstakra veit-
inga- og gistihúsa, en nokkuð
magn af fyrsta farminum fór
líka til fisksala.
Hefur Loftur fengið inni í
frystigeymslu skammt frá flug-
vellinum i Amsterdam og þar
geymir han rækjuna. Þangar er
allur farmurinn fluttur úr flug-
vélinni, ferslii fiskurinn ettur
í smáfiskkassa og síðan ekið til
kaupendanna, sem eru 40—50 tals
ins. Þar á meðal eru st»rstu hó-
telii í Amsterdam.
Trúðu varla.
Mjög vel líkaði kaupendunum
við gæði fisksins, sem fluttur var
í fyrstu ferðinnii Og þeir trúðu
vart, að fiskurinn hefði komið
flugleiðis frá íslandi, fannst það
fjarstæðukennt, fyrr en fiskurinn
var fluttur til þeirra — og þeir
sáu hann með eigm augum. Luku
allir upp einum munni um það„
að hér væri um fyrsta flokks vöru
að ræða, sagði Kjartan Blöndal,
einn af samverkamónnum Lofts,
er Mbl. átti tai við hann í gær.
Reynslan af fyrstu ferðinni var
sú, að megináherzluna bæri að
leggja á laxflutninga. Þess vegna
var allt annað látið mæta af-
gangi og nú voru með Sólfaxa 2,3
tonn af laxi. Af því var 1,7 tonn
frystur lax, sem að vísu er ekki
í jafnháu verði. En hann var all-
ur mjög stór, yfirleitt þetta 4—
10 kg. og bætir það mikið úr
skák, því stór lax er í mjög háu
verði hvarvetna á meginlandinu.
Af hraðfrystu rækjunni voru 3
tonn frá Guðmundi & Jóhanni á
ísafirði. Jóhann var á flugvellin-
um, þegar Sólfaxi fór í gær, og
sagði, að nú væru þeir Guðmund-
ur búnir með alla rækjuna frá
síðustu vertíð. Salan í Hollandi
hefði gengið mjög vel og þarna
virtist um góðan markað að ræða.
Aðeins sólkoli
Enginn humar var fluttur með
þessari ferð. Það mun ekki hafa
borgað sig siðast vegna þess hve
humarinn er dýr hér. En eitt
tonn af sólkola fór með Sólfaxa
og áttu þau í rauninni að vera
tvö. En fyrirvarinn var mjög
stuttur. Það var í fyrradag, að
skeyti barst frá Amsterdam um,
að flugvélin mætti koma sl. nótt.
Bátur var þá í skyndi sendur til
veiða frá Eyjum. Lagði hann upp
í Þorlákshöfn síðdegis í gær, en
aflinn reyndist minni en vænzt
hafði verið. Ekki vannst tími til
að skrapa saman það sem á vant-
Framhald á bls. 19.
Á  þingi  Norðurlandaráðsins.  —  Ólafur  Thors,  forsætisráð-
lierra íslands, ræðir við Arne Skaug, verzlunarmálaráðherra
Noregs. Skaug er gagnmenntaður maður og hefur ætíð verið
Islendingum haukur í horni.
Kafbáturinn
bandarískur
Stundar  hafrannsoknir
EINS og Morgunblaðið skýrði frá 19. júlí sl., sáu íslenzkir sjó-
menn kafbát á siglingu á Húnaflóa föstudaginn 15. júlí, en dag-
inn eftir, laugardaginn 16. júlí, hafði varðskipið Ægir séð kafbát
á siglingu djúpt austur af Grímsey. Sá kafbátur var bandarískur
og hafði þjóðfána sinn við hún. Nú er komið á daginn að hér er
uin sama kafbát að ræða og er hann óvopnaður og hefur í sumar
stundað hafrannnsóknir í Norður-Atlantshafi. Um ferðir kafbáts-
ins á Húnaflóa segir Þjóðviljinn m. a. í gær; að hann „hafði uppi
bandarískan fána".
Þegar Morgunblaðið skýrði frá
ferðum kafbátsins í síðustu viku,
son
dr. Finnur Guðmunds-
Mbl. í gær. Þær koma
hingað í stórum hópum á vor-
in. Á árunum milli 1920—'30,
er hér voru hlýindi mikil,
verptu þær oft. í aðeins einu
tilfelli er vitað um það með
fullri vissu, að svöluungar
hafi komið úr hreiðrum þeirra
Var það á árunum '20—
aér.
Svöluhreiður
með oírjoum
eggjum
¦-^•«—-¦^•¦^•¦^•¦^'¦-^¦¦^•¦^•¦^•¦¦^ 30, austur á Ef ri Steinsmýri i
Heðallandi.
Hálfdán Björnsson á Kvi-
skerjum hefur skoðað eggin
í hreiðrinu á Svínafelli í Ör-
aefum. Er það efst í votheys-
turni, erfitt að komast að því
að sögn, en Hálfdán á Kví-
skerjum hefur skoðað eggin
og telur hann fullvist að þau
séu ófrjó.
Geta  má  þess,  sagði  dr.
Finnur  að  hér  í  Reykjavíki
fannst einu sinni svöluhreiður 7
í gömlu Gasstöðinni, snemma l
FREGNIR hafa borizt um að
tandsvala hafi gert sér hreiður
að Svínafelli í öræfum hjá
Þorsteini Jóhannssyni bónda.
Það er ekki einsdæmi að
landsvala verpi hér á landi,
i þessari öld.
niinntist Þjóðviljinn ekki á hann
og hefur ekki gert fyrr en í gær,
þ. e. a. s. ekki fyrr en blaðið hef
ur fengið fulla vitneskju um, að
hér hafi verið á ferð bandarískur,
en ekki rússneskur kafbátur.
í meira en viku hefur Þjóðvilj-
inn því ekki þorað að minnast á
þessa frétt af ótta við þann mögu
leika að kafbáturinn hafi verið
rússneskt njósnaskip. í gær fjall-
ar Þjóðviljinn svo um málið með
brigzlyrðum.
Samkvæmt lögum eru rann-
sóknarskip undanþegin því að til
kynna um siglingu sína, og er
það skýringin á því, hvers vegna
ekki var tilkynnt fyrirfram um
ferðir þessa óvopnaða hafrann-
sóknarskips. Um mál betta er
nánar fjallað í tilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu, sem Morg-
unblaðinu barst í gær og er svo-
bljóðandi:
1) Hinn 14. apríl þ. á. var í Was-
hington birt opinber frétta-
tilkynning á þessa leið:
„í næsta mánuði hefst haf-
rannsóknarferð     kabátsins
„Archerfish um Atlantshaf og
Kyrrahaf og tekur um tvö ár.
I maíbyrjun fer kafbáturinn
til New London til eftirlits og
þjálfunar áhafnar, og síðar í
sama mánuði hefst rannsókn-
arferðin, en í henni taka marg
ir vísindamenn þátt á vegum
hafrannsóknastofu flotans í
Washington . . . Kafbáturinn
„Aroherfish" fór hafrann-
sóknaferð árið 1958, og líkist
hún að nokkru leyti þessar'i
ferð en var miklu styttri. í
þeirri ferð kom kafbáturinn
við í ýmsum höfnum Suður-
Ameríku".
2)  Umræddur kafbátur, sem er
óvopnaður, hefur nú í sumar,
verið að rannsóknum í Norð-
ur-Atlantshafi.
3)  Skv. alþjóðareglum, hefur
ríkisstjórn íslands enga
ástæðu til athugasemda út af
ferðum fyrrnefnds kafbáts,
sem sést hefur við strendur
landsins nokkrum sinnum nú
að undanförnu.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 28. júlí 1960".
Síld
í  gærkvöldi
FRÉTTARITARAK  Mbl.  á
Seyðisfirði og í Neskaupstað
símuðu í gærkvöldi, að þang-
að hafi komið skip með síld
til bræðslu. Á báðum stöðum
voru  þrær  síldarverksmiðj-
anna fullar orðnar. A Seyðis-
firði hefir verið saltað í um
300  tunnur  og  er  hin  eina
söltunarstöð þar, Ströndin, þá
búin að salta í um 1500 tunn-
ur. — í gær bárust um 5500
mál til Seyðisfjarðar, en um
4000 mál  til  Neskaupstaðar
frá 11 skipum.
Fréttaritararnir sögðu þau tíð-
indi af miðunum, að í gærkvöldi
hefðu skip kastað út af Norðfjarð
arhorni og eins í Reyðarfjarðar-
dýpi. Var um klukkan 9 kunnugt
um fjögur skip sem tilkynnt
höfðu komu sína til Norðfjarðar
með síld til söltunar. Á þessu
svæði hafði allur þorri flotans
verið, að sögn fréttaritaranna.
76 skip með eínka-
leyíi á nafni
í SÍÐASTA Lögbirtingi er tilk.
frá skipaskoðunarstjóra um það
að nú séu 76 skip sem hafi einka-
rétt á nöfnum sínum.
Þetta þýðir ekki það, að önnur
skip, sem nú heita sömu nöfnum
og þau sem um ræðir í tilk. skipa-
skoðunarstjóra, verði að breyta
um nafn. En verði á þeim eig-
endaskipti, þá: verða nýir eigend
ur að skipta um nafn. Ný skip má
ekki skíra einkaleyfisnöfnum.
Ungur maóur sak-
aður um kynvillu
ÁKÆRUR út af kynvillu eru
til allrar hamingju fátíðar
hér á landi. Nú hefur þó slíkt
mál komið til kasta rannsókn-
arlögreglunnar hér í Reykja-
vík. Átti þetta sér stað hér
í bænum fyrir skemmstu.
Það var fyrir nokkrum
kvöldum laust ef tir miðnætti,
að ungur maður gaf sig á tal
við 15—16 ára pilt. Kvaðst
maðurinn vera ókunnugur i
höfuðborginni og hað hann
piltinn vísa sér leið á gisti-
hús. Varð pilturinn við þess-
ari ósk mannsins.
* Lokaði að sér
Þeir höfðu skammt farið, í
bjartri sumarnóttinni, er þeir
komu að húsi einu sem maðurinn
allt í einu sagðist kannast við.
— Jú hér býr kynningi minn. Bað
hann piltinn að fylgja sér inn.
Bauð hann síðan piltinum inn
í herbergi þar í íbúð einni. Þar
tók maðurinn upp úr vasa sínum
lykil og lokaði forstofuhurðinni.
Xomst pilturinn fljótt að því að
hér var ekki um að ræða neinn
utanbæjarmann, heldur sjálfan
húsráðandann í þessari íbúð.
A  Bauð áfengi og peninga
Maðurinn fór nú að gefa sig
að piltinum unga bauð honum
hressingu og smá færði stg
uppá skaftið við hann, um
hann bauð honum sælgæti,
áfengi og peninga ef hann
vildi þýðast sig.
Pilturinn brást illa við og
krafðist útgöngu án tafa. Vildi
maðurinn enn reyna að blíðka
hann með gjöfum og vinahót-
um. En allt kom fyrir ekki,
enda mun piltinum hafa verið
ljós tilgangurinn. Ekki kom þó
til neinna átaka milli ham
og mannsins er hann fór út úr
herberginu.
Sem fyrr greinir hefur rann-
sóknarlögreglan þetta mál til at-
hugunar. Maðurinn hefur ekki
neitað framburði pilsins um sam
skipti þeirra þessa nótt, en hann
kvaðst hafa verið mjög ölvaður
og lítt muna.
Maður þessi sem er nær þrí-
t.ujju er heimilisfaðir.
RaJarstöðvum
lokað
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta
að nota ratsjártæki stöðvanna að
Látrum og Höfn í Hornafirði,
Munu stöðvarnar í Sandgerði og
á Langanesi annast alla ratsjár-
gæzlu. 'Engin ákvörðun hefur
verið gerð um framtíð stöðvanna
að Látrum og Höfn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20