Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47 árgangur 233. tbl. — Miðvikudagur 12. október 1960 Prentsmiðia Mo.-gunblaðsins Fjárlagafrumvarp 1961 markar tímamót 1Ó nf 14 útgjaldaliðiim lækka Vilhjálmur Finsen í skrifstofu sinni. Verulegur sparnaður í ríkisrekstri en framlög til verklegra framkvæmda óbreytt FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1960 var lagt fram á Alþingi í gær. Markar þetta fjárlaga- frumvarp tímamót í ís- lenzkri fjármálasögu, því nú er í f yrsta skipti spyrnt fótum við þeim stöðugu hækkunum, sem einkennt hafa fjárlagafrumvörp undanfarinna ára og ára- tuga. Tíu af fjórtán út- gjaldaliðum fjárlaga lækka, sem nemur 22 milljónum króna sam- tals. Eru þær lækkanir VilhjáEmur Finsen látinn f FRÉTTASKEYTI, sem Morg- unblaðinu hefir borizt frá norsku fréttastofunni NTB, segir aS Vil- hjálmur Finsen hafi látizt í Osló í gær. Vilhjálmur var tæpra 77 ára að aldri, fæddur 7. nóv. 1883 í Reykjavík. Hann var stofnandi Morgunblaðsins ásamt Ólatfi Björnssyni og fyrsti ritstjóri þess. Vilhjálmiur varð stúdent 1902 og lagði stund á málanám við Kaupmannahafnarháskóla, en tók jafnframt að rita fréttapistla frá íslandi í dönsk blöð sama vetur og hann kom til Hafnar. Árið 1904 varð hann íslenzkur fréttaritari við Politiken. Um nokkurra ára skeið starfaði hann hjá Marconi-félaginu og ferðað- ist víða á vegum þess. Á þessum árum stundaði hann jafnframt blaðamennsku. Hinn 2. nóv. 1913 stofnaði hann Morgunblaðið á- samt Ólafi Björnssyni ritstjóra, eins og fyrr getur, en lét af rit- Verður saksóttur fyrir morð COLOMBO, Ceylon, 11. okt. Reut- er: — Maður sá, Stephen Bradley sem handtekinn var hér i gær, grunaður um morð 8 ára gamals ástralsks drengs, Grame Thorne, í júlí sl., var í dag úrskurðaður í viku gæzluvarðhald, að kröfu ástralskra yfirvalda. Ástralskir lögreglumenn munu nú halda til CÓlombo og flytja manninn til haka til Ástralíu, þar sem hann mun leiddur fyrir rétt, sakaður um morð. Með Bradley á skiplnu „Himal- aya-‘, þar sem hann var handtek- inn, voru kona hans og þrjú börn. Þau héldu áfram með skipinu áleiðis til Englands. (Sjá aðra frétt á bls. 12.) stjórn blaðsins í árslok 1921. Þá fluttist hann til Noregs og starf- aði m.a. við stórblaðið Tidens Tegn. Vilhjálmur varð sendiherra í Svíþjóð og síðar í Þýzkalandi, en síðustu árin helgaði hann sig einkum blaðamennskunni og safn aði greinum sínum í bók. Vilhjálmur Finsen var fjölhæf- ur og kunnur blaðamaður og í höndum hans varð blaðamennsk- an oft og tíðum að mikilli íþrótt. Hann var sívakandi í starfi og óþreytandi að kynna íslánd og íslenzk málefni í erlend blöð. Á vegi hans varð margt merkra manna, og segir hann frá kynn- uni sínurn við þá í ævisögu sinni „Alltaf á heimleið“. Blaðaviðtö’ átti hann m. a. við Edison, Amundsen og Caruso. Vilhjálmur Finsen var kvænt- ur norskri konu, Lauru Ucker- mann, sem nýlega er látin. Þau eignuðust tvö börn. 1 afmælisgrein, sem Valtýr Stefánsson, ritstjóri, skrifaði um Vilhjálm Finsen sextugan, komst hann m. a. svo að orði um starf þeirra Ólafs Björnssonar við Morgunblaðið: „Fyrstu árin áttu þeir við mikla erfiðleika að stríða. Þá var t. d. allt blaðið handsett, svo vinnan gekk mjög seint. Og erf- itt að ná mikilli útbreiðslu, bær- inn lítill, samanborið við það, sem nú er, en samgöngur svo lé- legar, að blöð komust ekki dag- Frh. á bls. 2. vegna sparnaðar í ríkis- rekstrinum, en framlög- um til verklegra fram- lcvæmda er haldið fylli- lega í horfinu. Skattar verða ekki auknir. Niðurstöðutölur Liðir, sem hækka Niðurstöðutölur á sjóðs- yfirliti fjárlagafrumvarpsins eru 1.552.868.00. Tekjur eru áætlaðar 51 millj. kr. hærri en í gildandi fjárlögum, en gjöld 50,8 millj. kr. hærri. Fjónir útgjaldaliðir hækka, en það eru þessir. Hækk- un til félagsmála, sem nemur 55,6 millj. króna, og stafar af því, að hinar auknu f jölskyldubætur gilda nú allt árið. Gjöld til sjúkrahúsa hækka, sem stafar af auknum sjúkra- húskosti. Gjöld til kennslumála hækka vegna aukins nemenda- fjölda í skólum og að lokum hækka greiðslur til eftirlauna. Verulegair lækkanir Eins og áður segir hefur með þessu frumvarpi í fyrsta skipti tekizt að lækka flesta útgjalda- liði fjárlaga allverulega. Af þeim liðum, sem lækka, má nefna: 1) Annað sendiráðið i París er lagt niður og nemur sparnað- ur vegna þeirrar ráðstöfunar á aðra milljón króna. 2) Gagnger breyting er fyrirhug uð á framkvæmd skattamála, sem sparar ríkinu rúmar tvær milljónir. 3) Breytt fyrirkomuiag á skyldu sparnaði sparar á aðra millj. 4) Rekstrarfyrirkomulagi Skipa- útgerðar ríkisins ' verður breytt, án þess að dregið verði úr þjónustu og þannig sparaðar fimm milljónir. Er Frarah. á bls. 8 Sjö lokuðust inni THURNSCOE, Englandi, 11. okt (Reuter): — Cnemma í dag varð mikið grjóthrun í kolanámu hér — og lokuðust sjö námumenn inni í göngum milli 600 og 700 m und- ir yfirborðinu. Björgunarsveitir náðu fljótt sambandi við hi*ia innilokuðu menn, sem gátu gcfið til kynna, að þeir væru heilir á húfi, hefðu Iokazt inni I litlum „helli“, sem myndazt hafði, er göngin hrundu saman. Björgunarmenn keppast nú við að grafa sér göng til mannanna — og sagði opinber starfsmaður hér í dag, að það væri aðeins tímaspursmál, hvenær námamenn irnir næðust út. Afram utan 12 mílna ; Akvörðun brezkra togaraeigenda tveggja ★ London, 11. okt. Einkaskeyti til Mbl. BREZKIR togaraeigendur samþykktu í dag að fram- lengja enn „vopnahléð“ í fiskveiðideilunni við ís- land, á meðan beðið er frekari viðræðna ríkis- stjórna hinna landa um málið. „Vopnahléð“ átti að renna út á morgun (þ. 12.), en samkvæmt því skulu brezk fiskiskip halda sig utan 12 mílna fiskveiði- markanna. VEITUM STJÓRNINNI STUÐNING Laurie Oliver, formaður yf- irmanna á togurum í Hulþ sagði í dag, að hann mundi á fundi n.k. fimmtudag biðja fé- lagsme" ð veita ríkisstjórn inni siuu g, þar til séð væri Framh.'á bls. 2. SÞ hindra handtöku Lumumba Leopoldville, 11. okt. (Reuter) HERMENN SÞ í Leopold- ville komu í dag í veg fyrir framkvæmd þeirra fyrirætl- ana Mobutus ofursta að taka Patrice Lumumba höndum. — Justin Bomboko, forseti stjórnarnefndar þeirrar, sem Mobutu skipaði til þess að stjórna Kongó, setti í gær þá úrslitakosti fyrir hönd Mo- butu, að beitt myndi valdi til þess að handtaka Lumumba, ef herstjórn SÞ hefði ekki framselt hann fyrir vissan tíma í dag (kl. 2 eftir ísl. tíma). — Dayal, fulltrúi Hammarskjölds í Kongó, lýsti því yfir rétt áður en fresturinn rann út, að Lum- umha ætti kröfu til verndar, þar sem hann nyti enn frið- helgi sem þingmaður og ráð- herra. — Frestur Mobutus rann út — en hermenn hans gerðu enga tilraun til að ráð- ast inn í ráðherrabústaðinn, sem lið SÞ gætir. Fjöldi fréttamanna og annarra óbreyttra borgara var nærstadd- ur þegar að þessari „úrslita- stundu" diró — og virtist loft lævi blandið: Um þúsund her- menn Mobutus höfðu slegið hring um forsætisráðherrabústaðinn og lið SÞ, sem var þarna fjölmennt fyrir. Eins og fyrr segir, kom ekki til átaka, — Hins vegar handtóku hermenn Mobutus einn af stuðningsmönnum Lumumba íyrir utan ráðherrábústaðinn — og skipti lið SÞ sér ekki af því. Frarnh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.