Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 1
1Íi$>r0WJlf»W»ttS> Fimmtud. 7. júni 7962 Walter Ulbrícht í LiEYNISKÝRSliU sinni U1 Einars Olgeirssonar um þjóíS- félagsástandið í Austur-Þýzka landi, lýstu hinir sex ung- kommúnistar Walter Ulbriclit, foringja austur-þýzka Komm- únistaflokksins (SED) á þessa leið: „Einn maður er hér miklu valdamestur, fyrsti sekretar ZK, Walter Ulbricht. Það er álit okkar, að hann muni all- vel að sér í bókum marxisk- um, en hann sé lítill stjórn- vitringur og ekki hinn rétti maður í fremstu línu.. Til þess skortir hann kraft og persónu- leika. Hann er lika óvinsæll af alþýðu manna, enda þótt innan flokksins mæli fáar raddir gegn honum, enda þar ekki hægt um vik“. Nokkur hula hefur lengi verið yfir persónuleika og lífi Walter Ulbricht, en á und- anförnum árum hafa komið fram í dagsljósið upplýsingar um hann, sem svipta þessari hulu að nokkru í burt. ís- lenzka blaðalesendur mun sjálfsagt fýsa að kynnast nokkru nánar ferli og per- sónuleika þessa umdeilda manns, og i því skyni er eft- irfarandi grein rituð: Walter Ulbricht — maðurinn innan við múrvegginn Árið 228 fyrir Krists burð hóf Ch'in Shih Huang Ti ein- valdur í Kína að reisa múr til að halda hungruðu fólki úti frá ríki sínu. Árið 1961 eftir Krists burð hóf Walter Ulbricht einvaldur í Austur-Þýzkalandi að reisa múr til að halda hungruðu fólki inni í ríki sínu. Þetta eru einu múrarnir, sem hafa verið reistir til að girða af heilar þjóðir. Hvor múrinn um sig er tákn síns tíma, en múr Ul- brichts er líka tákn hans sjálfs. Sennilega hefur hann aldrei aðhafzt neitt, sem lýsir honum jafnvel. Sál hins rauða einvalda er einnig múruð inni. Á sama hátt og hann neitar þjóð sinni um samneyti við bræður sína er honum einnig meinað samneyti við meðbræður sína. Ulbricht fæddist i Leipzig, hinni fornu háborg þýzkrar menningar. Það var einnig eitt helzta vígi þýzkra sósíal- demókrata, og faðir Ulbrichts, skraddr.rinn Adolf Ulbricht, var í þeirra hópi. Börn hans þrjú voru alin upp til að feta í fótspor hans. En leiðir systkinanna skildu. Systir hans býr í smá- bæ einum í Vestur-Þýzka- landi, en bróðir hans í New York. Hvorugt þeirra hefur átt nokkurt samneyti við hann í þrjátíu ár. Hinar austur-þýzku ævisög ur Ulbrichts geta ekki um hina „vestrænu" ættingja hans, og fáir vita þar í landi um tilveru þeirra. Það eru að eins örfáir mánuðir síðan vestur-þýzku vikublaði tókst að hafa upp á dvalarstað bróð '■ ur hans, systur og einnar af J dætrum hans, sem á heima í |j Vestur-Þýzkalandi. Þegar Ul- J bricht rak alla menn, sem áttu IJ ættingja fyrir vestan járn- I................................ tjaldið, úr ábyrgðarstöðum í flokknum, samkvæmt skipun frá Moskvu, árið 1948, var hvergi minnzt á skyldmenni hans sjálfs. Falskar sögur um fortíð Hinar ótrúlegustu sögur um forstíð Ulbrichts ganga í Þýzkalandi, t. d. að fjölskylda hans hafi búið í vændis- kvennahverfi, að faðir hans hafi vei ið ofdrykkjumaður og hann hafi sjálfur um tíma rek ið vændi. Sögurnar um hat- aðasta mann Þýzkalands eru sprottnar af óvild og viðbjóði, sjálfur hefur hann óviljandi gefið þeim byr undir báða með því að falsa ævisögu sína. Víst er að Ulbrichtfjölskyld- an átti í raun og veru heima í hverfi, sem góðborgarar Leipzig fóru ekki inn í nema í leyni. Einnig er vitað, að þessi sonur byltingarsinnaðar- ar fjölskyldu hlaut fyrir þetta fyrirlitningu skólasystkina sinna. Auk þess var hann son- ur guðleysingja — og það var verst af öllu. Ofan á allt annað var dreng urinn einrænn og átti erfitt með að ná sambandi við aðra. Sá galli kvelur einvaldinn enn. Ulbricht fór snemma að taka þátt í stjórnmálastarf- semi fyrir hvatningarorð föð- ur síns. Síðar var hann settur í læri hjá húsgagnasmið og fór sem farandsveinn að námi loknu allt til Austurríkis, Sviss og Norður-Ítalíu. Hann var kallaður í herinn 1918, gerðist tvisvar liðhlaupi og var í bæði skiptin dæmdur til stuttrar fangelsisvistar. Ulbricht gekk í hinn ný- stofnaða þýzka kommúnista- flokk 1919, og 1923 var hann settur til starfa í flokksvél- inni í Berlín. Þá var hann kosina í miðstjórn flokksins, en þó með fæstum atkvæðum þeirra, er kosningu hlutu. Hann fór til Moskvu á veg- um -Piatnitsky 1924 og kom aftur 1928. Þá var hann gerð- ur að þingmanni, og ári síðar tók hann við flokksskrifstof- unni í Berlín. Brautin rudd Enginn af þeim byltingar- sinnuðu menntamönnum úr hópi þýzkra kommúnista frá þessum árum sem enn eru á lífi veit neitt um þetta lítils- verða hjól úr flokksvélinni. Hann framkvæmdi skipanir Stalíns, tókst að laumast tii metorða í flokknum, án þess að nokkur tæki að ráði eftir honum. Hann kom sellukerf- inu á í þýzka kommúnista- flokknum og fékk af því við- urnefn'ið „Félagi sella“. Ulbricht var ekki vinsæll. Menn mátu vinnusemi hans, en vantreystu honum persónu lega. Hann átti sjálfur sök á þessu. Jafnvel við menn, sem deildu skrifstofu með honum árum suman, sagði hann aldrei neitt persónulegt orð. Eðlilegt, mannlegt samneyti við aðra menn hafði hann ekki. En hvernig varð þessi mað- ur, „Félogi sella“, voldugasti maður milli Saxelfur og Oder? Hitler og Salín ruddu braut hans. Þýzkir kommúnistar urðu að flýja undan ógnarstjórn Hitlers, eða verða hnepptir í fangelsi. Stalín sá um að koma sínum þægustu þjónum undan — þar á meðal Ul- bricht. En tveim mánuðum eftir að Hitler tók völdin var Ernst Thalmann, foringi þýzkra kommúnista, sendur í fangelsi. Þar var hann svo myrtur árið 1944. Ulbricht hafði ráðið því, að hann var ekki frelsaður. Flokkurinn þarfnaðist píslarvotta og Ul- bricht þarfnaðist ekki keppi- nauta. Aðra foringja sendi hann oft í hendur Gestapó (að sögn gamalla þýzkra kommúnista). Hann dvaldi í Moskvu, ásamt Pieck, þegar hreinsanirnar miklu fóru fram. Huhdruð þýzkra kommúnista létu þá lífið, en Ulbricht reis til meiri valda. Hann hafði þá náið samband við Stalín, og gamlir samherjar hans segja, að hann hafi ekki þurft annað en að hvísla að honum nöfnum þeirra inanna, sem honum kom vel að losna við. Víst er, að þegar margir þeirra þýzku kommúnista, sem Stalín lét drepa, fengu uppreisn æru að Stalín látn- um, gætti Ulbricht þess vand- lega að ekkert fréttist um þetta til Austur-Þýzkalands. Upphefð sína á hann því að þakka, að Hitler og Stalín létu slátra blóma þýzka Kommún- istaflokksins, mönnum, sem höfðu sínar ákveðnu skoðanir. Ulbricht hefur aftur á móti ætíð verið tryggur fylgismað- ur þeirra, sem ofan á hafa orðið hverju sinni. Hann lofsöng bandalag Hitl- ers og Stalíns í blaði Komin- tern, Die Welt, í byrjun stríðsins. „ . . . Sérhver, sem reynir að spilla vináttu Sovét þjóðanna og þýzku þjóðarinn- ar mun verða stimplaður þý hinnar brezku heimsvalda- stefnu . . .“ Ári síðar réðst Hitler á Rúss land og Ulbricht snerist um akkeri sitt. Nú hóf hann sam- vinnu við þýzka þjóðernis- sinna og sór við nöfn gömlu „hernaðarsinnanna", sem allt af höfðu þótt höfuðóvinir verkalýðsins: Moltkes, Hind- enburgs Ludendorffs og Bis marks. Þegar Hitler framdi sjálfs- morð var stund Ulbrichts komin. Hann kom í flugvél - maöión með nánustu samstarfsmönn- um sínum daginn eftir — að undirlagi Stalíns. Ulbricht hefur völdin Vorið 1945 var hinn aldur- hnigni Wilhelm Pieck, einn af stofnendum þýzka Kommún- istaflokksins, valinn formaður hins nýja Kommúnistaflokks. Margir gamlir kommúnistar voru vonsviknir yfir stefnu- skránni: „Við álítum, að rangt væri að þvinga Þjóðverja til að taka upp sovétkerfið . . . Við álítum, að eins og nú er ástatt krefjist hagsmunir þýzku þjóðarinnar annars, stofnunar þingræðislýðveldis og frjáls- lyndrar stjórnar til að kveða niður fasismann". Ulbricht var búinn að skýra fyrir flokksmönnum sínum, að nauðsynlegt væri að setja þessa grímu upp. Rússar höfðu reiknað með, að með þessu yrði auðveldara að hafa áhrif á þýzku þjóðina í heild. í byrjun voru jafnvel andkommúnistar settir í met- orðastöður, en kommúnistarn- ir höfðu öll völdin í hendi sér. Þegar kom fram á 1948 var þó ljóst, að Þýzkaland yrði ekki sameinað, og frá því ári var Austur-Þýzkaland gert að algjöru leppríki Rússa. Ulbricht fór sér hægt í byrj- un. Fyrst var hann aðeins settur forsætisráðherra á so- Framth. á bls. 5. bak við múrvegginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.