Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 1
2B sifóinr og Lesbák B2. árgangur. 166. tbl. — Sunnudagur 25. júlí 1965 Frentsiniðja Morgunblaðsin*. Ráöa komúnistar úr- slitum í Grikklandi -talið, að Papandreou kunni að taka böndum soman við þá, gegn stjórn Novas Aþenu, 24. júlí — AP: — LÍTILL, en vel skipulagður ikommúnistaflokkur Grikk- lands kann að ráða úrslitum É baráttu Papandreou, fyrr- •verandi forsætisráðherra, til eð ná vöidum í landinu á nýj- an ieik. Flokkurinn, vinstri eining- erflokkurinn, hefur tekið mik inn þátt í baráttu Papan- dreou undanfarna daga, eða eiit frá því, að Konstantín, konungur, vék forsætisráð- berranum fyrrverandi, sem nú er 77 ára, frá völdum 15. júh'. Mikíð bar á þátttöku kommún istanna, er jarðarför vinstrisinn- eðs manns, sem beið bana í götu óeirðum fyrr í vikunni, fór fram. Vinstri einingarflokkurinn, sem er að vísu ekki opinber kommúnistaflokkur, hefur löng um verði talinn staðgengill kommúnista i landinu, en flokk- ur þeirra hefur verið bannaður. Þegar á árinu 1963 bauðst flokk urinn til að veita Papandreou og stjórn hans stuðning á þingi, er fjallað var um traustyfirlýs- ingu til handa stjórninni. Þá hafnaði Papandreou aðstoðinni. I alþingiskosningum, sem fram fóru síðar, hlaut flokkur Papan dreou 171 af 300 þingsætum, og gat flokkurinn þá staðið einn að meirihlutastjórn. Nú er einingarflokkurinn, flokkur Papandreou og Novas, forsætisráðherra, klofinn. Því er talið, að Papandreou kunni að snúa sér til vinstrimanna, sem ráða yfir 22 atkvæðum. Sjálfur hefur Papandreou lýst því yfir, að vinstrimenn muni greiða at- kvæði gegn nýju stjórninni 30. þ. m., er fram fer atkvæða- greiðsla um traust til handa hennL Papandreou spáir því, að nýja stjórnin muni ekki hljóta trausts yfirlýsingu þingsins, og því eigi hún að segja af sér nú þegar. Hinsvegar hefur hann ekkert vilj að um það segjá, hvort bein sam vinna hafi verið tekin upp við fulltrúa kommúnista. Myndin er frá réttarhöldunum yfir brezka kennaranum Gerald Brooke, sem var í fyrradag dæmdur í fimm ára fangelsi í Moskvu. Brooke játaði á sig njósnir og undirróðursstarfsemi í Sovétríkjunum. — AP. VINSTRIMENN VINNA STORSIGUR í JAPAN - flokkur forsætisráðherrans, Sato hefur tvívegis goldið nnikið afhroð á nokkrunn vikum Kornið var selt fyrir hergögn misnotkun á bandaréskri efnahagsaðstoð við Egyptaland rædd á þingi vestra Washington, 24. júlí — AP BANDARÍSKI öldungadeild- arþingmaðurinn John J. Will- iam, íulltrúi repúblikana í Delaware, hefur ásakað stjórn Egyptalands fyrir að hafa misnotað korngjöf Bandaríkj- anna til Egyptalands, að upp- hæð 24 milljónir dala (um 1000 millj. ísl. kr.). Segir William, að Egyptar bafi selt kornið fyrir vopn, sem síðan hafi verið notuð gegn Bandaríkjamönnum í Kongó. William kom fram með ásökun sína í ræðu, sem hann flutti í ©Idungadeildinni í gær. Bar hann iyrir sig upplýsingar frá banda- riskum stjórnarskrifstofum. Pasadéna, Kalifornia, 24. \ júlí — NTB. Ðandaríska geimferðastofn- tmin, NASA, tilkynnti í gær- ikvöld, að „Mariner 4“ myndi i dag, laugardag, senda síð- ustu myndina, sem tekin var að Mars, til jarðar. Er þann- ig náð árangri, sem stefnt var sð, en alls tók „Mariner 4“ 21 mynd. „Mariner 4“ mun nú endur eenda allar myndimar einu einni til, eí vera kynni, að eending einstakra mynda kynni að takast betur. Kornið, sem hér um ræðir, var sent til Egyptalands 1962. Hafði stjórn Egyrtalands þá leitað til Bandaríkjanna, og beðið um að- stoð, vegna yfirvofandi hungurs- neyðar í landinu. William segir óyggjandi sann- anir hafa fengizt fyrir því, að um helmingur kornsins hafi aldrei verið notaður í Egypta- landi, eins og til stóð, heldur hafi það verið selt. Ekki sagðist öld- ungadeildarþingmaðurinn geta staðhæft, að eins hefði verið far- ið með hinn helminginn, en sagði þó allt til þess benda. Hins vegar hefði fé því, sem Egyptalandsstjórn hefði aflað með sölunni, verið varið til vopna kaupa, sem síðan hafi verið beitt gegn Bandaríkjamönnum þeim, sem þá tóku þátt í bardögum í Kongó. William sagði enn fremur, að komast hefði mátt hjá misnotk- un þessari á efnahagsaðstoðinni, ef bandarísk yfirvöld hefðu grip- ið í taumana í tæka tíð. Frétzt hefði um kornsölur Egypta, áður en meirihluti kornsins var kom- inn til Egyptalands, og hefði þá átt að grípa í taumana, og stöðva kornsendingarnar. Það hefði hins vegar ekki verið gert. — Ekki mun öldungadeildarþingmaður- inn hafa nafngreint opinbera, bandaríska starfsmenn i þessu sambandi, eða ákveðnar stoínan- ir. — Tokyo, 24. júlí — AP ÍHALDSFLOKKURINN jap- anski, ílokkur forsætisráð- herrans, Eisaku Sato, hefur goldið mikið afhroð í borgar- stjórnarkosningum í Tokyo. Er þetta annar stórósigur flokksins á tæpum mánuði. Er nú borgarstjórnarmeiri- hluti í Tokyo, stærstu höfuð- borg heims, í höndum sósíal- ista, kommúnista og fulltrú- um nýr flokks, Komeito (hreinsunarf lokksins). Komeito hefur oddaaðstöðu EBE: Bíður DeGauIle í 6 mánuði ? París, 24. júlí AP UPPI er nú í Paris sterkur orðrómur um, að unnið sé að undirbúningi nýrrar málamiðl unartillögu í framkvæmda- aefnd Efnahagsbandalags Evrópu, sem miði- að því að leysa deilu þá, sem nú stend- ur innan bandalagsins. Talsmaður frönsku stjórn- arinnar hefur hins vegar ekk- ert viljað segja um málið. Parísarblaðið „Paris-Presse“ málgagn íhaldsmanna, segir í morgun, að vist megi telja, að De Gaulle, Frakklandsfor- seti, hafi ekki hyggju að gera oeitt til að bæta samkomulag- ið innan EBE á næstu 6 mán- uðum, eða fyrr en að loknum forsetakosningum í Frakk- landi siðar á árinu. og óttastxnú margir, að þing- menn þessa nýja flokks taki höndum saman við vinstri- menn, gegn vestrænum áhrif- um í málum höfuðborgarinn- ar. — Stjórn Eisaku Sato er mjög hlynnt vestrænni samvinnu, og eru úrslit þessara kosn- inga talin mjög mikið áfall fyrir hana. Kosningabaráttan snerist að mestu um spillingu að þessu sinni. Þetta er í fyrsta skifti frá stríðslokum, að íhaldsmenn 1 Tokyo hafa farið halloka í borg arstjórnarkosningum, og fengu þeir nú aðeins kjörna 38 mann, af 120. Við síðustu kosningar náðu 66 frambjóðenda flokksins kjöri. Úrslitin nú eru annar stórósig Framh. á bls. 27 Sukarno boöar smíöi kjarnorkuvopna — -„beitt gegn þeim, sem blanda sér í málefni okkar eða ráðast á okkur", segir forsetinn Djakarta, 24. júlf— AP: SUKARNO, Indónesíuforseti, skýrði frá því í dag, laugar- dag, að Indónesar myndu inn- an skamms hefja smíði kjarn- orkuvopna, landi sínu til varn ar. — Sukarno tók fram, að hér væri aðeins um varnarráð- stafanir að ræða, og sagði: „Við munum ekki nota kjarn- orkusprengjur til árása á aðr- ar þjóðir, við munum aðeins beita þeim gegri þeim þjóð- um, sem bianda sér í málefni okkar, eða ráðast á okkur“. í nóvember sl. skýrði yfirmað ur hergagnastöðvar indónesiska hersins, Hartono, hershöfðingi frá því, að Indónesar mynlu sprengja kjarnorkusprengju í til raunaskyni einhvern tíma á ár- inu 1965. ^ Talsmenn bandaríska utanrik isráðuneytisins segja, að frétt þessi komi á óvart, og fram til þessa hafi ekkert verið vitað, að smíði kjarnorkuvopna stæði fyrir dyrum í Indónesíu. Bandarikjamenn gáfu Indónes um kjarnakljúf 1960, en sérfræð- ingar vestra segja, að hann sé ekki á neinn hátt hægt að hag- nýta til smiði kjarnorkuvopna, aðeinis til friðsamlegra þaría.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.