Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 166. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 25. júlí 1965
1
1
1
1
j!
!
;    ¦  -: ¦,:-v:;  ¦¦¦..¦¦:¦¦                          ¦¦    :  .                                                                                             ¦¦   ¦                                                               .    ¦  ¦  ¦                   .¦,;¦¦¦¦¦,¦¦¦¦.  ¦..,-¦,:¦-¦-:¦¦.-,,,¦                  ¦¦    .

!
!
;¦
!
Guðmundur  Daníelsson  skrifar  ferðabréf:
FRÁ KARMELFJALLI
TIL SÍONSBORGAR
ORÐIÐ Karmel, hvað þýðir
það? Það þýðir „víngarður
guðs". Fjallið var frá örófi
alda fullsprottinn aldingarður,
vaxinn af háu bergi inn í hlýj-
an himininn. I mínum huga
hefur Karmel alla tíð verið
einkafjall Elía. Þarna stóð
hann andspænis vantrúarlýðn-
um, kónginum, Baal og Jahve,
ofurmannlegur í ofstækis-
fullri trú sinni og heift. Þang-
að til eldingin klauf loftið og
kveikti í fórninni og grimmd-
in fékk útrás og fjöldamorðin
hófust. En hvað það hlýtur að
vera miklu auðveldara að fyll-
ast guðmóði og heilögu æði og
að gera kraftaverk á sliku
fjalli sem þessu og í öðru eins
loftslagi, heldur en til dæmis
uppi á Hellisheiði hjá skíða-
skálanum, þar sem alltaf er
kalsarigning og rok.
Við komum utan af hafinu 1
morgunsárinu, út úr nætur-
rökkrinu, þungum, jöfnum
skriði, austrið var eins og mál-
verk eftir Jóhann Briem: him-
inninn bráðinn kopar eða
dimmleitt glóð, og Karmelfjall
eins og fjólublár viðarköstur í
glóðinni niðri, engar hvassar
línur, allt dregið í boga og
flosnað á jöðrum.
Þegar nær dró, sáum við að
það var borg á fjallinu og um-
hverfis það, og að fjallið dó
út í odda til norðurs og að
þessi borg hringaði sig kring-
utn oddann, eins og gullinn
dreki, og vængir hans hafnir
upp og luktir um hlíðar fjalls-
ins alveg upp á topp, þar sem
gyllt börð og glóandi takkar
lýstu úr dökku flosinu, sem ég
vissi að voru akasíur og kýpr-
usviðir Karmelfjalls.
Nú vendir skip Grikkja fyr-
ir oddann og við auganu hlær.
í allra fyrstu geislum morgun-
sólar höfn Haifaborgar, þar
sem mætast á einum stað f jall,
dalur og haf.
Ég hef leitað í bókum að
merkingu þessa orðs og fundið
hana. Orðið Haifa kemur fyrst
fyrir i Talmútbókum Gyðinga
á þriðju öld okkar tímatals, á
valdatímum Rúmverja. Það er
sett saman úr hebresku orð-
unum Hof Yafe, sem þýðir
„yndisleg strönd". Á miðöld-
um afbökuðu kristnir píla-
grímar nafnið og rituðu það
Caifa eða Caifas og héldu að
Kaífas, æðsti prestur Gyðinga
á Krists dögum hefði grund-
vallað borgina og þess vegna
bæri hún hans nafn.
Við höfum nú Landið helga
undir fótum, ég er í fyrsta sinn
gestur þess, og mæti Daníel
Lerman á bryggjunni. Hver
ert þú? Og hann svarar: „Ég
er Daníel Lerman, leiðsögu-
maðurinn þinn um Landið
helga". Seinna skrifaði hann í
vasabókina mína heimilisfang
sitt: Eilat stræti 14, Haifa.
Pæddur og uppalinn í þessu
landi, kynjaður í föðurætt frá
gömlu Jerúsalem. Aldrei hef
ég fyrir hitt annan eins land-
kynni og hann. Saga ísraels-
þjóðarinnar frá öndverðu til
þessa dags lék honum á tungu,
landafræði og stjórnmál voru
honum opin bók, auk þess
reyndist hann söngvari mikill
og hljóðfærameistari, og lék á
hörpur síriar fyrir okkur, eins
og Davíð konungur fyrir Séí
Dægurlög og rökkursöngva og
ættjarðarljóð ísraelsþjóðar lét
hann sætlega kliða í eyrum
okkar, millum þess sem hann
þuldi okkur fræði sín forn og
ný. Símon hét félagi hans, sá
sem stýrði vagninum, full-
komnustu gerð langferðabif-
reiða, svo að langt bar af vögn
um Typaldos í Grikklandi,
hvað þá þeim sém við áttum
eftir að kynnast með Tyrkj-
um.
Leið okkar lá upp á hábrún-
ir Karmelfjalls, til þess að sjá
þaðan úr hárri hæð yfir borg-
ina. ítalir segja: „Sjá dýrð
Napolí og dey síðan!" ísraels-
menn segja aftur á móti: „Sjá
Haifa og lifðu!" Frjósamt slétt
lendið í austri, þar sem nú eru
risnar margar af verksmiðjum
þungaiðnaðarins í hinu unga
ríki, þar var forðum landnám
Sebúlonsættkvíslar. Lengra í
austri rísa hálsar og heiðar
Galíleu, en í norðri á strönd
hafsins glampar á húsaþök
borgarinnar Akko eða Aera,
enn lengra í burtw ber fjöll
Libanons við loft.
Þessu næst er ekið af fjalli
Elía ofan um lágar sveitir í
suðurátt. Búskaparhættirnir
leyna sér ekki: Milljón appel-
sínur glóa í laufinu, banana-
skógar þekja víða velli með-
fram veginum. Hér eru gömul
þorp byggð Aröbum, einkum
áður en sleppir undirhlíðum
Karmel, ný þorp á sléttunni
byggð ísraelsmönnum, fólk að
handan við fjöllin I austri
streymir áin Jórdán til Dauða
hafs. Hér á upptök við rætur
Hermonfjallsins snækrýnda,
norður í óvinveittum löndum
Araba, verður að miklu stöðu-
vatni ofarlega í dalnum: Gen-
esaret-vatni eða Kinneret.
Þarna eru dælurnar, sem soga
lífsvökvan og þrísta honum
um þyrstar æðar ísraels. Þeg-
ar dægurlagasöngvarinn gríp-
ur gítar sinn eða hörpu að
kvóldi eftir liðinn dag, þá
syngur hann ekki um viskí og
konjak, hvað lifandi ósköp og
skelfing sé gaman að vera híf-
aður, heldur um vatnið —
„hvernig við drögum það úr
dimmu skauti jarðarinnar,
breytum því i úðadögg, sem
vökvar aldinrein og sáinn ak-
urvöll". Öfundsjúkir, en held-
ur dáðlitlir nágrannar skaka
vopn sín í norðri, austri og
suðri og hóta að breyta far-
vegi Jórdánar áður en hún
fellur inn í ísrael, í því skyni
að gera Landið helga að eyði-
mörk á ný, eins og það hafði
öldum saman verið í höndum
fyrri eigenda. Allir vita að
slíkt athæfi mundi kosta blóð-
ugt stríð upp á líf og dauða.
Það hattar alls staðar /yrir
við landamærin, austan við
gaddavírinn vex tæpiega gras,
vestan við hann sprettur hvað
eina, sem nöfnum verður
nefnt. Þó mundi vatn reynast
nóg handa öllum, jafnt austán
vírsins sem vestan, ef atorku
mmmmmmmmm. > «s  ¦  <sm >mm'<:'- >>mmwmm >¦> m*-w  ¦>-¦>-¦¦¦«
Höfundurinn og kona hans á Síonfjalli í Jerúsalem,
og skrautrósir þessara miklu
grunda í fullum blóma, og
andrúmsloftið eins og sætur
drykkur af ilmi. Hér er ísraels
ríki ekki nema um 20 kílómetr
ar að breidd. Samaríufjöll-
in í austri eru í Jórdaníu. ísra
el á ekki nema láglendið eitt.
Gyðingar eiga ekki einu sinni
Ajalonsdalinn, nema mynni
hans. Hann skerst austur í
Samaríufjóllin og er að
nokkru „no mans land", en
sumpart í Jórdaníu. Þegar
Jósúa Núnson barðist hér til
landa, að leiðtoganum Móses
látnum, þá var honum svo
mjög í muna að Ijúka hlut-
verki sínu á því hinu sama
dægri, að hann talaði til
Drottins og mælti í áheyrn
fsrael: „Sól, statt þú kyrr á
Gíbeon, og þú, tungl, í Aja-
lon-dal!" Og sólin stóð kyrr
og tunglið staðnaði, unz lýð-
vinna, börn að leikjum. Ef þú
vilt vita hvar ættjarðarástar,
iðjusemi og ósérplægni sé að
leita í heiminum, þá er það
hér. í þessu landi eru fornar
dyggðir hafðar í heiðri ekki
siður en nýjar. Allt sem okk-
ur íslendinga skortir mest,
það einkennir fólkið hérna.
Hollt væri að gefa gaum að
því. Og satt að segja held ég
það eigi enn betur við um
ísraelsþjóðina en þá íslenzku,
þetta sem okkar Davíð segir
í ljóði: „Og hennar líf er eilíft
kraftaverk".
Eitt hið dýrmætasta í þessu
landi þurrviðris og sólarhita
er vatnið. Hér skrælnar allur
gróður nema hann sé vökvað-
ur áveituvátni. í djúpum dali
Nýja Jerúsalem.
og hugviti væri beitt f stað
reiðilegra orða og vopnaglam-
urs. Mest af frjómögnuðu
vatni Jórdánar rennur ónotað
í Dauða hafið og gufar þar
upp í glóðheitt loftið engum
til gagns.
Leiðin frá Haifa til Jerú-
salem er 161 kílómetri. Við og
við blossar athyglin upp við
að heyra nefndan á nafn og
sjá með eigin augum einhvern
stað frægan af frásögnum
Biblíunnar: Hér er nú Saron-
sléttan, sem hið ódauðlega
skáld Ljóðaljóðanna minnist
á svo felldum orðum: „Ég er
narissa á Saron-völlum, lilja í
dölunum." Eigi fannst mér
þetta með ólíkindum mælt,
því  að allir stóðu  gagnviðir
urinn hafði hefnt sín á óvin-
um sínum. Svo er skrifað í
bók hinna réttlátu. Þá stanz-
aði sólin á miðjum himni og
hraðaði sér eigi að ganga und
ir nær því heilan dag. Og eng
inn dagur hefur þessum degi
líkur verið, hvorki fyrr né
siðar, að Drottinn skyldi láta
að orðum manns, því að Drott
in barðist fyrir ísrael."
I vissum skilningi hefur
þetta kraftaverk nú verið end
urtekið, svo mikið hefur ísra-
elsmönnum á skömmum tíma
áunnizt í hinu nýja landnámi,
að því líkast er, að sól og
máni hafj dokað við á ferð
sini um himininn, að vinnu-
dagur guðs útvöldu þjóðar
yrði svo langur, að hann ent-
ist henni til meira þrekvirkis
en nokkrum öðrum.
Ekið er um borgina Ramla,
þar sem krossferðarriddarinn,
Ríkharður ljónshjarta kon-
ungur á Englandi, hafði her-
búðir sínar í stríðinu um
Landið helga, söguhetja Walt-
ers gamla Scotts í Ivari Hlú-
járn. Við komum einnig til
Lod, bæjar sem kenndur er
við bróðurson Abrahams í
Mamreslundi, einnig nefndur
Lidda. Þetta er flugumferðar-
irn'ðistöð landsins, auk þess
járnbrautarmiðstöð. Flestir
íbúarnir eru nýlega fluttir til
landsins, irá öllum hornum
heims, Gyðingar. Benjamíns-
ættkvislin átti hér óðan sitt,
samkvæmt Gamla testament-
inu, en í Nýja testamenntinu
er þess getið, að Pétur post-
uli hafi heimsótt trúað fólk
í þesari borg.
Á eii/um stað á þessum slóð
um er okkur bent á fangelsið
þar sem Gyðingaböðullinn
Adolf Eichman var geymdur í
haldi og hengdur að loknum
réttarhöldum og dauðadómi.
Við fáum öll gæsarhúð og
steinþegjum. Þá er farið fram
hjá þorpinu Emmaus, þar sem
Kristur birtist tveim lærisvein
um eftir upprisuna. „Ver hjá
oss, Drottinn degi hallar", svo
daprir báðu vinir tveir," seg-
ir í islenzka sálminum um
þetta efni.
Þesu næst leiða þeir Símon
bílstjóri og Daníel Lerman
okkur inn á „veg hreystinnar"
en svo er hann oft nefndur
síðan í frelsisstríði ísraels-
manna við Araba á árunum
1947-1948. Þetta er alllangur
spotti af einum aðalþjóðveg-
inum til Jerúsalem. Han ligg-
ur þarna um bugðóttan dal-
skorning eða gil í fjalllendi
Júdeu. Svo var ástatt um
tíma meðan frelsisstríðið geis
aði, að ísraelsmenn, sem vörð
ust óvinum sínum í Jerúsal-
em, innikróuðust gersamlega.
Matur og drykkjarvatn þeirra
var á þrotum. Þá brutuzt her-
sveitir úr vestri austur í gegn
um þetta gil ,við mikið mann-
fall, og leystu aðþrengda verj
endur hinnar helgu borgar úr
herkvínni.
Við „veg hreystinnar"
liggja enn í dag ryðgaðir og
brotnir hervagnar og hanga
á sumum þeirra blómakrans-
ar, flestir skrælnaðir og dökk-
ir af aldri, lagðir hér ein-
hverntíma af ástvinum til
minningar um hina föllnu
landvarnarmenn, hverra blóð
er löngu orðið að ryði. En á
Framhald á bls. 18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28