Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 19&8 19 Ekki er sama, hvernig farið er með kartöflurnar — en allt of margir virðast halda það GRÆNMETISVERZLUN Landbúnaðarins er einn þeirra aðilja ,er sýnir á Land búnaðarsýningunni. Sýnir hún kartöflur og meðferð þeirra. Eðvald B. Malmquist yfirmats maður gaf okkur nokkrar upplýsingar um starfsemi Grænmetisverzlunarinnar. Han-n sagði, að það hafi sýnt sig að frá aldamótum til árs- ins 1965, hafði þjóðin ræktað um 74 hundraði þeirrar fram- leiðslu kartafla, sem hún neyt ir: „Síðari ár hefur kartöflu- ræktun aukizt svo til í sam- ræmi við neyzlu. Mörgum finnst það að vísu óeðlilegt að ekki skuli vera ræktað nóg til innanlandsneyzlu, en mér þykir eðlilegra að flytja inn nýjar kartöflur í júni og júlí, svo að þá séu nýjar kart- öflur á markaðinum. Geymslu þol á íslenzkum kartöflum er talsvert m. a. vegna þess að um fullþroskaða uppskeru er yfirleitt ekki að ræða. Kart- öfluneyzlan heíur farið vax- andi og er nú 80 til 90 kg. á mann og er þá útsæði reiknað með. Þessi neysla er svipuð og hjá Svíum. Sýnir þetta að mataræði hefur batnað sl. ára tugi.“ í básnum er m. a. línurit um skiptingu kartöfluræktun- arsvæða á landinu. Þykkva- bær framleiðir met eða 30% og Rangárvallasýsla öll með 42% og þá kemur Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýslu með 20%. Er það mest fram- leiðsla einstaklinga í Reykja- vík. Eðvald sagði okkur, að nokkur breyting hefði orðið á svæðunum sl. áratug, t d. hefði kartöflurækt dregizt nokkuð saman á Norðurlandi vegna kulda og næturfrosta og er aðeins 10% ræktað nú í Eyjafirði. Eins er með Hornafjörð, sem fyrir- tuttugu árum var eitt af stærstu kart- öflutæktarsvæðunum, hann framleiðir nú aðeins 3% af heildarframleiðslunni. Þá eru sýnd kartöflusýnis- horn ýmissa tegunda, bæði bragðgóðar og bragðvondar. „Eftir þvi sem kartöflugarð arnir enu stærri hjá framléið- endunum er meiri vandi að fá góðar kartöflur". sagði Eð- vald. „Einnig er méiri vandi að fá gott geymsluþol, það sem hefur áhrif þar á er m.a. að lífrænn áburður er notað- ur minna en áður. Eins er, að bragðgóðar og bragðvondar. fleiri ára ræktun á sama nytjagróðri getur leitt til jarðvegsþreytu, þ. e. til skorts á snefilefnum“. Þá er til sölu á básnum bæklingur um kartöflur og nýtingu þeirra eftir Vigdísi Jónsdóttur, skólastjóra Hús- mæðraskólans. Einnig er til Úr sýningarbás Gnenmetisverzlunarinnar. Þar má m. a. sjá pott til að gufulsjóða kartöflur í, auk ýmissa upplýsinga um kartöflur, meðferð þeirrta og ræktun. Þeasar kartöflur voru teknar upp 7. ágúst og eru þær auðvit- að misjafnar að stænð, bæði eftir tegund og eins ræktuuar- stað. M. a. eru þarna Renttje- kartöflur frá Einansstöðum við Akureyri og eru þær 35 til 45 kir. kantaflan eða mjög vel söluihæfar eftir aðeins 70 daga sprettu. sölu bók í lausblaðaformi um kartöflur, ræktun og nýtingu þeirra, eftir átta rithöfunda, sem allir eru kunnir af land- búnaðarfræðslu. Eðvald B, Malmquist bjó til prentunar. Eðvald sagði okkur að mjög væri ábótavant um meðferð á kartöflum og matreiðslu, því að ekki væri sama, hvern ig hver tegund væri-matreidd. Sem dæmi tók bann Bentje- , tegundina, en hana þarf að gufusjóða til þess að fá góð- an keim. Þá skipti líka miklu máli að geyma ekki kartöfl- urnar of lengi í misjöfnum geymslum. Sagði hann okkur frá einni geymsluaðferð. Kart öflurnar eru þvegnar vel og settar í plastpoka og hann síð- an í frysti. Geymast kartöfl- urnar mjög vel á þennan hátt. Hins vegar verður að setja þær beint í sjóðandi vatn úr frystinum. Þá verða þær mjölvaðar og iíkar þvi sem væru þær nýuppteknar. „Hvenær koma kartöflurn- ar á markaðinn?" „Þrátt fyrir kuldana í vor og vætutíð, hefur sprettan í ágúst verið með ágætum. Má búast við að kartöflur á al- mennan markað verði komn- ar upp úr 20. ágúst, eða lítið seinna en venjulega“. Land- búnaðar- sýningin Velkomin í sýningardeildir vorar no, 3 og no. 121 á Landbúnaðarsýningunni SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gróður er gulli betrí Allt til garðyrkju Crœnmeti er góðmeti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.