Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBBR 1968 BOKMEITIR - LISTIR - TISTIR BOKMEiTIR - IISTIR -, EISTIR Ný fornritaútgáfa ÍSLENZKAR FORNSÖGUR I. Grímur M. Helgason og Vé- stein Ólason bjuggu til prent- unar. 431 bls. Skuggsjá — 1968. SKUGGSJÁ hefur hafið út- gáfu íslendingasagna — )rmeð nútímastafsetningu", eins og seg- ir framan á kápu. Ekki var seinna vaenna að gefa þær þann- ig út í heild, og verði framhald á þeasari útgáfu, seon maður hlýt ur að vona, avo vel sem hún fer af atað, getur hún imarkað tíma- mót í útgáfu íslenzkra fornrita. Nú er liðinn eitthvað um ald- arfj órðungur, síðan (Halldór Lax- ness gaf fyrst út fornrit með nú- tímastarfsetning, og varð af fjaðrafok mikið — að sumu leyti akiljanlegt — þar eð mörg « einföid sál trúði þá í sakleysi sínu, að samræmda stafsetningin svo kallaða væri tekin beint úr munni Grettis og Skarphéðins, og væri þeiim rómuðu görpum að sögurnar væru dagsannar og las þær með það sjónarmið fyrir augum (þannig ias fól'k að vísu allar bækur, einnig þýdda reyf- ara, fyrst eftir að þeir komu til sögunnar; lét sig trúa, að allt væri satt og rétt, sem á bækur var letrað). Svo komu fræði- menn og báru brigður á sann- fræði sagnanna og stríðnir rirtihöf unidar bættu gráu ofan á svart með því að segja, að þær væru einber skáldskspur. Þvarg og þref um slíka hluti va'kti síður en svo áhuga unga fólksins á þessum bókmenntum. Mér finnst þeir, Grímur og Vésteinn eins og tala fyrir munn sinnar kynslóð- ar, þar sem þeir segja í ágætum inngangi fyrir þessari útgáfu: „Deilan um það, hvort íslend- ingasögur séu sannar eða ekki, er ekki svo mikilvæg sem mörgum kann að virðast. Menn geta haft á því ólíkar skoðanir, hvort þeir atburðir hafi igerzt, sem fró er greinit í íslendingasögum, og vísurnar og lesa í þeirna stað út- leggingarnar, og er ekkert við því að segja. Skólanemendur og grúskarar finna svo sínar skýr- ingar aftast í bókinni. í>á tel ég, að skýringar á orð- um og orðasamböndum komi að beztum notum á þann veg, sem þær em prenitaðar í þessari bók: í stafrófsröð og í einu lagi á eft- ir öllum Sögunum. í því sambandi vil ég geta Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR SKREF TIL BAKA Jakobína Sigurðardóttir. SNARAN. 120 bls. Heimskringla. Rvík 1968. STÓRIÐJUVER er risið á ís- lenzkri grund, reist og sitarfrækt af erlendum auðhring, stjómað af útlendingum, en íslenzkir verkamenn mega sveitasit þar blóðinu við erfiðisivinnuna. Út- lendingamir, Ameríkumenn og Þj óðverj ar, em að ná hér und- intökunum. Ríkisstjómin lýtur þeim í reynd, „af því að ríkið getur ektoert án þeirra,“ alþýðu- samtökin sömuleiðis. Hinir er- lendu herrar stefna að kiúgun á verkalýðnum, t alaö er um að afnerna verkfallsréttinn, kaupið er lækkað, svo verkamennimir rétt draga fram lífið. Kommún- isitaiflokkurinn hefur verið bann- aður (hann leniti í snörunni). Og ekki bætir úr skák, að Hringur- inn hefur hrófað upp lélegum húsum yfir verkamenn og ofcr- ar á leigunni. Hinir útlendu yfir- menn eru mddalegir við sína ís- lenzku undirmenn. Að kvarta og bveina — það væri gagnslaust, úr því sem komið er, því enginn hef- ur lengur í fullu tré við útlend- ingana. Landslýðurinn venst á hyskni, þrælsótta og óheiðarleika. Það er svo sem sýnilegt, að runnið er upp skeið niðurlægingar, spilling ar og eymdar. Og landið, niáttúran — einnig hún forpestast af eitrun frá stór- iðjunni. Þau spjöll valda þó minni skaða en áður hefði orð- ið, því landbúnaðurinn hefur skipulega verið lagður niður, þar e@ ódýrara reynist að flytja búvörur inn frá útlöndum. Al'It gamalt og gott er horfið, fornar dygðir eru ekfci lengur í heiðri haldnar. Þeir fáu íslend- ingar, sem enn sýna snefil af manndómi og hætta á að standa uppi í hárinu á útlendingunum, eiga hefnd yfir höfði sér, at- vinnumissi t.d. Og þá er ekfci í önnur hús að venda, því aðrar atvinnugreinar em fyrir bí, skilst manni. Þannig blasa málin við augum í stórum dráttum í skáld- sögunni SnöruinnL Texti sögunnar er lagður í munn verkamanni hjá iðjuver- inu, og er látið sem hann tali við annan aðila (samviztou sína?), er lítur 'tortryggnari aug- um á hlutina. Sögumaður rekur endurminningar sínar jafnhliða því sem hann lýsir skoðunum sínum á ástandinu. Hvers konar mann þessi sögUþulur hefur upphaflega að geyma, það er rra'Jiiiald á bls. 15 ekki meiri avívirðing ger en neyða þá til að lina tungutak sitt til samræmis við blauðan nútíma. Er vitanlega óþarft að rekja þær deilur, sem stafseting forn- ritanna olli þá. Þær skipta okkur ekki svo miklu máli nú. En á þeim tíma, sem liðinn er, síðan fyrstu fornritin voru gefin út með nútímastafsetning, hefur sú skoðun jafnt og þétt unnið sér fylgi, að þannig skuli fornritin gefin út handa aknenningi og * engan veginn öðru vísi. Þessi út- gáfa Skuggsjár kann að binda endahnúitinn á þá þróun, og mun samræmda stafsetningin þá brátt teljast til fortíðarinnar. Sá tími er löngu liðinn, að fs- lendingaisögur væru almennt lesnar til skemmtunar og af- þreyingar. Einungis elzta núlif- andi kynslóð íslendinga má hafa notið sagnanna þannig, tæpast þeir, sem yngri eru en fimmtug- ir, og alls ekfci þeir, sem enn eru undir fertugu. Álhugaleysi okkar á fornritun- um undanfarna áratugi hefur átt sínar eðlilegu orsakir — fleiri orsakir en hina alræmdu sam- ræmdiu staísetning. Vitanlega var stafsetningin ein orsökin. En - fleira má telja, t.d. margis kon- ar rótgróið og staðnað viðhorf, sem reynt hefur verið að inn- ræta ungu fólki varðandi þessar bókmenntir fram undir þennan dag. Gamla fólfcið (sem nú er) átti í uppvexrti sínum hægt með að setja sér fyrir sjónir vett- vang þessara bókmennta, þar eð svo marigt var óbreytt frá þeim tíma, sem þær gerðust og voru í lertur færðar. Sögumar segja frá fólki í dreifbýli og skírskota til staðhátta, sem auðvelt var að átta sig á, meðan þjóðin átti öll heima í sveitum. Sögurnar héldu afþreyingargildi sínu, meðan hvorki útvarp né bvikmyndir né ofgnótt reyfara og annarra ' skemmtibókmennta gl'öptu fyrir. En eftir að það var allt komið til sögunnar, tjóaði ekki lengur að ráðleggja t.d. áhugalitlum unglingum að lesa íslendinga- sögurnar sér til skemmtunar einnar saman. Þeir fundu ekki í þeim þá skemmtun, sem eldri fcynslóðin lofaði svo mjög, Hall- gerður mátti þoka fyrir Grétu Garbo, og Grettir hitti loks fyr- ir ofjarla sína, þar sem voru Clark Gaible og aðrir hans líkar. Alþýða manna trúði lengi vel, hvort þeir hafi gerzt nákvæm- lega eins og sögurnar segja. IÞað skiptir liitlu máli fyrir okkur, sem lesum þær okkur til ániægju. iHitt skiptir mi'klu rneira miáli, að þær eru „sannar“ í æðri merk- ingu. Slú veröld, sem þar er brugðið upp fyrir okkur, er í samræmi við einhvern dýpri sannleik í lífinu, í samræmi við innsta eðli mannsins". Þetta segja þeir, Grímur og Vésteinn ,og fleira viturlegt. En við vorum að tala um álhiugaleysi á sögunum. Mig lang- ar að minna á eitrt enn í því sam- 'bandi ,semsé, hve hæpna með- ferð þær fengu löngum í skólum landsinis, þar sem þær voru einkum, ef ekki einvörðungu sums staðar, notaðar sem mál- söguleg sýnidhorn og málfræði- leg og setnimgafræðiileg æfinga- verkefni. Að vísu skaðar þær ekkert að vera notaðar sem slík- ar, þegar þörf krefur. En séu margra haifa íslendinigaisögur ávallt átt sinn trygga lesenda- hóp og eiga enm. En þrátt fyrir ábugaleysi fyrstu kynnin af þeim í engu öðru fólgin, freiata þau ekki til ýtarlegri viðkynningar. Þá eru aðrir, sem stilla þeim upp sem stofudjásni. Mörg sýnd- armennskan er hégómlegri. Meira að segja er vafasamt, bversu tekiat hefði að boma þeim á prent í nýjum útgáfum síðustu áratugina, ef svo mörg- um hefði ekki þótt svo nauðsiyn- legt að láta þær „prýða heimil- ið“. Sfcuggsjá hefur auðisjáanlega hliðsjón af þessu viðhorfi og gerir þessa útgáfu svo úr garði, að hún sómi sér í hillum. En ég held — það er að vísu ekki nema van og trú — að þessi útgáfa eigi lika eftir að hreyfaet, vera lésin, enda er hún öðrurn útgáf- um betur til þess fallin. Inngang- ur Gríms og Vésteine er hæfi- lega stuttur, en höfðar einmitt prýðilega til ungs fólks, sem hef- ur ef til vill af lítinn áhuga á þessum fornu fræðum, en er alla vega fordómalaus gagnvart þeim; þeir segja allt, sem segja þarf. Skýringum er ekki bíað úit um hverja síðu jheldiur eru þær prentaðar aftan við textana. Und antekningar eru þó sturttar út- leggingar á vísunum, prenrtaðar hver með sinni vísu, og er þar skynaamtega að ráði farið, því margir, sem lesa sögumar sér til afþreyingar, munu hlaupa yíir þess, þar eð fslendingasögur eru nú nokkuð lesnar í skólurn lands ins — á öllum stigum — að ég þekki ekki aðra útgáfu, sem bet- ur mundi henta til skólanáms. Fjórar sögur og einn þáttur er prentaður í þessu fyrsta bindi: Egils saga, Hænsna-Þóris saga, Gunnlaugs saga ormstungu, Bjarnar saga Hítdælakappa og Gisls þáttur Ulugasonar. Þetta eru sem isagt Borgfirðingasögur. „Flokkun íslendingasagna eftir héruðum á sér gamla hefð“, segj a umsjónarmenn útgáfunn- ar, „og hún er ekki verri en hver önnur flokkun, má m.a. finna henni það til ágætis, að þá flokkast saman sögur, þar sem sagt er frá frændum og jafn- vel að nokkru leyti sama fólki“. Erlendur Jónsson. Sigurður Haukur Guðjónsson skriíar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Dularfulli njósnarinn. Höfundur: Ólöf Jónsdóttir. Prentun: Prentverk Akra- ness hf. Ægisútgáfan. ÞETTA er saga um vini tvo, Pál og Gunnar, er lenda í hinum furðulegustu ævintýrum. Höf- undi tekst ágætlega að magna söguna þeirri dul, að unglingar miunu hafa gaman af. Það Verð- ur jafnvel trúlegt, að gamalt hof finnist í Heiðmörk og hvergi fann ég þráðinn slítna, þó sögu- sviðið færðist til ókunnrar eyjar suður í höfum. En hvar sem þeir ferðast, vinimir, hvort sem er í lofti á láði eða legi, þá eiga þeir í höggi við leyndardóms- fullan mann, njósnara, halda þeir. Höfundur segir vel frá og kann þá list að segja aðeins það sem segja þarf. Þó vil ég benda honum á, að betur má hann aga frásögnina á stundum. Dalnr sem er í hrauni hlýtur að vera girtur hrauni, og því óþarfi að taka slikt fram í einni og sömu setn- ingu. Ef eftirvænting er dular- full, þá getur hún ekki verið eins konar dularfull. Tveir menn mynda ekfci kór nema fleiri komi til. Að glápa úr sér augun mun merkja að stara. Það hefði hæft betur að velja innihaldi maga, svo prúðra drengja, annað orð en gert er á síðu 67. Þetta er allt lágvaxinn arfi innan um kjarnagróður. Höfundurinn gnæf ir svo langt yfir meðalmennsk- una, að bann má ekki láta slíkar snurður hlaupa á þráð sinn. Ég vona, að höfundur haldi áfram að gleðja heilbrigð ungmenni með ævintýrum sínum. Prentun hefir tekizt vel og pappírinn þokkalegur, þó langt frá frábær. Teiknara er ekki getið og er slíkt miður. Ég hefi fyrir satt, að myndimar hafi gert Hringur Jóhannesson. Þetta eru einfaldar blekteikningar, snotrar og senni- legar, ef frá er talin myndin á síðu 58. Hafi Ægisútgáfan þökk fyrir góða bók. Pipp fer á sjó. Höfundur: Siv Roland Þýðing: Jónína Steinþórsd. Prentun: Offsetprent h.f. Kápa: Prentverk Þorkels J óhan n essonar. Bókaútgáfan Fróffi. ÞETTA er fimim/ta bókin um söguhétjuna Pipp. Ósvikin ævin- týrabók. Frásögnin hröð ag mynd auögi hennar vel við hæfi 5—10 ára barna. SögU'pensónurnar eru allar virðutegar mýs, er sfcríða upp í heim manrtvizkunnar og klæðast háttum og bjástri manna. Anton frændi er persónugerfing- ur gortarans, sem alit heífir gert og al.lt getur, meðan ©kki reynir á. Það er jafn óhugsandi að reyina að læða orði frá sér í nálægð hans og staðið væri í ösknum fossins Drynjanda. Gort gamla mannsins verður til þess að hann er sendur á haf út, til þess að kenna ung- um drengjum undirstöðu sjósókn- ar. Fljótlega fcemur í ljós, að eng inn er hann maður til að fylla útí getulýsingar sjálf sín, og hrekur þvlí slkipið stjórnlaust fyrir vind- uim. Þetta veitir höfundi tækifæri t.þ.a. boma víða við og víst er um það, að engium leiðist í ná- lægð hans. Vair.t þarf að taka fram að allt fer vel að lokum og aiuð- vitað er það dugnaði Pipps að þafcfca. Þetta er efcbi rismikil sfcáld- sfcapur en hins vegar vei sögð saga. Þýðing hefir tefcizt mæta vert. Að vísu eru of margar vill- uir í bókinni, en eklki veit ég við hvern þar er að sakast. Trúi því vart, að þýðandinn hafi nuglazit i kynjurn sögupersónanna eins og fyrir kemiur á síðu 49. Mjög fal- leg lýs'i.ng er „Skarður mláni . . .“ en, er slíkt orð birtist í barna- bók, aetti þýðandi að útsfcýra orð ið neðarnmiá'ls. Gnunar mig, að margt foreldrið geti ekki dkýrt Framhald á bLs. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.