Morgunblaðið - 24.07.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1970, Blaðsíða 19
MOIÍOUNiiLAÐXÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚL.Í 1970 lb Jón Tómasson - Minning JÓN Tómiasson fyrrum bóndi í Miðteoti Qg sí&air í Hivítanesi í Vestuir-Landeyjum lézit í sjútera- húsiniu á Selfossi þ. 13. júní sá&astliðinn, og var grafinn í graf- reit Akureyiranteirteju þ. 20. júní Hann var fæddur í Vesturbæn- iirn á AmiairhÓli í Vestur-Land- eyjuim 8. aipríl 1877. Hann var því rúmra 93 ára þegar hann lézt. Hann var að mestu rúm- fastur síðustu 2 árin, ©ktei af völduim sérstaiks sjúkdóms, held- ur af eðlileguim ellihrumleite. Hanin var and'lega heill fram til hiins síðasta. Ég talaði við hann í fyrra sumar og sagði honum fréttir frá Þorláksihöfn, og vair hann þá alveg með á nótunum, en þar reri hann ungur maður marigar veirtíðar. Foreldrar Jóns voru Tómas Jónssnn og Salvör Snorradóttir. Tómas faðir Jóns var sonur Jóns frá Ássólfsskáia undir Eyjafjöll- um, en móðir Tómasar var Anna Jónsdóttir frá Kirkju'lækj ankoti í Fljótshlíð. Fluttist hún þaðan að Ásóltfssteála og giftist þar Jóni. Reistu þau þar bú, en hún missti mann sinn eftir tiltölulega skamma samhúð, en hún giftist aftur og fluttist með seinni manni sínum að Krosshjáleigu í Austur-Landeyjum, með tvo sonu sína, Tómas og Jóhann, sem hún eignaðist með fyrri manni sínum. Móðir Jóns Tórmassomar vair Saivör firá Skipa'gerði dóttir Snorra Grímssoniar frá Forsæti í Vestur-Landeyjum. Móðir Sal- varar var Anna Jónsdóttir, en móðir önnu var Sigiríður Ög- mundsdóttir, prests á Krossi í Austur-Landeyjum, Högmasomar prests á Breiðabólstað í Fljóts- hMð. Bróðir Sigríðar Ögmunds- dóttuir var Sæmuodur ríki Dannebix>gsmaður í Eyvindar- hottti. Hann var umsvifaimikill bú og fésýslumaður. Varð hann all frægur vegna málatferlia sem hanin stofnaði til við séra Sigurð Thorarensen á Stóróltfshvoli og vimnumanm hans Filipus Þor- vaiMsson, sem varð fyrir því óhappi að særa með Ijá, kú Filipusar Stetfánssonar bónda í Vestri-Garðvika. Vár það ka'llað Rauðhymumiálið, en málinu tap- aði Sæmundur að lokurn. Er Sæmundi svo lýst: Hann er stór vexti og gervilegur að alilri ásýnd, greindur og skorinorður og vel máli farinn og þó heldur raupsamur. Sonur Saemundar var séra Tómas prófastuir á Bireiðalbólstað í Fljótshlíð, einnig þefldktur sem Tómas „Fjölnis- tniaður". Hams dóttir var Þór- 'hiMur móðir herra Jóns HeLga- sonar biskups. Jón Tómasson hjetfur því átt aii marga þekteta oig mertoa menn í síniu frænd'liði og til harðsnúinna atorkumanna a@ telja, svo sem Sæmundar rítea og Snonra í Skipagerði afa síns, sem einmig var talinm ríkur og ötull athafnamaður og fjærri því að vera á neinn hátt kjökur- miemni. Tómas faðir Jóns lézt 1879 eftir 15 ára hjónaband frá 6 börn- um. Var Jón þeirra yngistur, þá tveggja ára. Tii Salvarar móður Jóns réðst sem fyrirvinma Einar Þorsteinsson frá Akuirey. Giftust þau er fram liðu stundir, og gekk Einar bömum þeirra Sal- varar og Tómasar í föðurstað og reymdist þeim himn bezti stjúpi, enda hið mesta valmenni. Voru þeir bræður fimm, Tóm'as fædd- ur að Heylæk í Fljótshlíð, en þar bjuggu þau Salvör og Tómas fyrsta búskaparárið, fluittu svo að Amarhóli í Landeyjum, en Tómas drukknaði við Vest- mannaeyjar unigur maður; Snorri sem fluttist til Vestmianinaeyja, nam þar skósmíði og stundaði það starf til æviloka, en Jóhann, Brynjólifur og Jón urðu allir bændur. Eina dóttur áttu þau Salvör og Tómas, hét hún Salvör og giftist hún Alberti Eyvinds- syni frá Akurey. Þau bjuggu fyrst i Skipagerði, en síðar á Teig í Fljótsihlíð. Eina dóttur eignaðist Salvör, móðir Jóns, með Einari seinni mianni sínum sem bar nafnið Guðný. Giftist hún Gísla Jónssyni, Brandsson- ar frá Vestra-Fíflholti í Vestur- Landeyjum. Þau fluittu strax til Vestma'nnaeyja og bjuggu þar alliam sinn búskap. Guðný lézt fyrir aJil mörgum árum. Jón Tómasson litfði því lemgst sinna systkina og varð þehra elztur. 8. júlí árið 1899 var haldin mi'kii brúðkaupsveizla á Arnar- bóli, giftu sig þá samtímis 3 Amarhóls'bræðumir, Jón átti Elínu ísaiksdóttur frá Miðkoti, Jóhann átti Katrínu Jónsdóttur frá Strönd, og Brynjólífuir átti Halldóru Jónsdóttur frá Götu í Hvolshreppi. Jón Tómasson byrjaði búskapinn á hálfri jörð- inni Miðtooti á móti ísatei Sig- urðssyni ten.gdaföður sínum. Það sambýli srtóð þó ek'ki lengur en til haustsins 1903. Þá flurtti ísak rmeð fjölskyldu sína suður á Garðskaga. Var honum um sumarið veitt vitavairðarstaðan við Garðskagavitann. Tók Jón þá alla jörðina og bjó þar með hinni ágæitu teonu sinnd Elínu til ársins 1937, eða í 38 ár, og þar af 18 ár í saimfoýli við tengdason sinn Kristin Þorsteinsson frá Álfhóla- hjáleigu, sem giftist eflztu dóttur þeirra hjóna, Önnu Ágústu. Árið 1937 réðst Jón í það stór- virki að kaupa jörðina Hvítanes I Vestur-Lamdeyjuim, sem þá hafði verið í eyði í a'll mörg ár. Stóð hann þá á sextugu. Emgin hús voru á jörðinoi og varð hann því að by.ggja þar öll hún að nýju, bæði yfir fó'k og fénað, og segir sig sjáitft, að það hefur eigi ven-ið litið átak fyrir svo fullorðinn mann og eigi veru- lega fjársteirkan. Þetta ieystist þó alilt með mestu prýði, enda voru þau hjón samhent og harð- duigleg. Árið 1946 giftist Jón, sonur þeirra hjóna, Ástu Heligadóttur frá Ey. Taka þau þá við jörð og búi í Hvítanesi, og gömlu hjónin hætta búskap, en eru bæði hjá þeim í Hvitanesi til ævilotka. Ekki murniu haía verið mifcil efni þeirra hjóna Jóns og Elínar þeigar þau byrjuðu bú- skapinn, enda jörðin lítil og vart til skiptanna, en það smá iagað- ist og þá sér í !agi þegar þau femgu alla jörðina till ábúðar. Um aldamiótin tíðk'aðist að U'mgir og hraustir menn stunduðu útróðra til ötflunar aukatekna. Það gjörði Jón um árabil. Reri hánn í Þorlákshöfn og alltaf hjá hinum kumna formanni þar á staðnum, Páili Grímssyni frá Ós- eyrarmesi. Jón var eftirsóttur há- seti, því maðurinn vair hið mesita hraustmenni og fullhugi á sjó. Hann var rammur að atfli enda af flestum álitinn tveggja manna maki sem kallað var. Svo saigði Einair á Arnarhóli stjúpi nanis um hann: „Hann Jön Tómasson er ýkjulaust tveggja mianna mald.“ Þegar Jón hætti róðrum í Þor- lákshöfn tók hann að stunda róðra við Landeyjasand. Hann gjörðist formiaður á skipi Einars Stjúpa síns, þeigar Einar hætti fonmennsku, og eignaðist skipið eftir hans dag. Það skip var sex róið og kallaðist sú gerð skipa-„jul“ þar um slóðir. Þetta skip hét Gæfa og var smíðað atf Tóm'asi föður Jóns á árunum milli 1870 og 1880. Jón var heppinn formaður, varð aldrei fyrir óhöppum eða sSysum, enda fór saman hjá honum lagni, ör- yggi og glöggskyggni, jafnt á sjó sem á landi. Jón var hinn bezti viðkynninganmaður og í eðli sínu frekar glaðlegur, en þó gat stund- um breytt smávegis út atf því og leit hann þá fuill dökkt á hlutina, en þá var eiginkonan því léttilyndari, og jöfnuðust þá fljótt þær litlu gárur sem kunnu að hatfa hróflað við yfirborði hversdagsleikans. Jón var með afbrigðum nýtinn maður, enda kom það honum oft til góða, því það leit svo oft út, sem það væri hans sérgáfa, að geita látið nýtnina verða sér tiil hagsbóta. Það mátti því oft um hann segja, að hjá honum kærnu fram hyggindi sem í hag teomu. Smá saman rýmkaðist fjárhaguir þeirra hjóna, þrátt fyrir að þó mdfckur ómegð hlæðist á þau. Þó voru þau ekki talin rík, en vel bjargálma. Því vel var m'eð <aíllt farið og ráðdeildin látin sitja í fyrirrúmi. Og eitt er víst, að hafi Jóni Tórmassyni áskotn- azt afgangsaurar eða krónur, þá hefur þeim ekki verið í gáíeysi á glæ kastað. 6 börn eignaðist Jón, 5 dætur og 1 son. Öll hin mannvænleg- ustu. Dæturnar eru: Anna Ágústa í Miðkoti gift Kristmi Þorsteinssyni, búsett í Reykjavík; Ingibjörg gift Óskari Guðmunds- syni frá Vestra-Fíflholti og eru þau búsett þar; Salvör gift Guð- mundi Guðmundssyni frá Vestra Fíflholti, búsett í Reykjavík; Marí gift Páli Steinssyni, búsett í Reykjavík og sonurinn Jón Jónsson í Hvítanesi, eins og áður er getið, en 15 eru barnabörnin og 11 bar'nabarnaibörnin. Að lokum, Jón Tómasson, mér er ljúft að minnast þín gamli góði vinur og sumranna 5, sem ég var hjá þér kaupamaður, eftir að ég fluittist suður með fóstur- foreldrum mínum og temgdafor- eldrum þinum. Þú varst bezti húsbóndi sem ég hefi átt, og fcrúað gæti ég, að þeir ástvinir þínir, sem á undan þér eru famir yfir móðuna miklu, hafi komið á móti þér á Gæfunni með Einar Þorsteinsson á Arnarhóli við stýrið, til að flytja þig á enda- stöð okkar allra. Elías Pálsson MYNDAMOTHF. ADALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK PRENTMYNDAGERD SlMI 17152 OFFSET-FILMUR OG PLÖTUR AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SIMI 25810 CHJJH OPNAR I DAC STÆRSTU RITFANGAVERZLUN LANDSINS AÐ LAUGAVEG1178 Þessi nýja verzlun er í samræmi við kröfur nútímans: 1. Verzlunarrými er stórt, bjart og vistlegt. 2. Vegna hins rúmgóða húsnæðis tókst að hagræða vöru- tegundum skipulega, svo að viðskiptavinir fá mjög góða yfirsýn yfir vörur þær, sem á boðstólum eru. 3. Til þess að auðvelda viðskiptavinum að finna vörurn- ar eru skilti ofan við hverja hilluröð, er greina heiti vöruflokka. 4. Auk þeirra vörutegunda, sem við hingað til höfum haft á boðstólum, þá bjóðum við nú stóraukið úrval af ýmiss konar teikniáhöldum, svo sem nýtízku teikniborð o.m.fl. fyrir arkitekta, verkfræðinga og teiknara. 5. Næg bílastæði. Verið velkomin. Pappírs- og ritfangaverzlunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.