Morgunblaðið - 16.10.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1970, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 235. tbl. 57. árg. FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jóhann Hafstein flytur stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: Kappsmál að viðhalda bata ef nahagslíf sins Landhelgismálið eitt veigamesta viðfangsefnið á næstunni - Ríkisstjórnin mun flytja mörg mál á þessu þingi — MEGINSTEFNA ríkisstjóm- arinnar er hin sama og Ólafur Thors lýsti þegar í nóvemher 1959 við upphaf samstarfs nú- verandi stjómarflokka og Bjami Benediktsson staðfesti siðar í- trekað fyrir hönd ráðuneytis síns: Að tryggja heilbrigðan grundvöil efnahagsiífsins, svo að framleiðsla aukist sem örast, at- vinna haldist almenn og ömgg og lifskjör geti enn farið batn- andi. Þannig fórust Jóhanni Haf- stein forsætisráðherra m. a. orð í ræðu á Alþingi í gær, þar sem hann skýrði frá stefnu ráðu- neytis síns og rikisstjórnar. Fjallaði ráðherra í ræðu sinni annars vegar um þau viðhorf er sköpuðust eftir siðustu kjara- Óþekkt- ur sjúk- dómur Lstarnibul, 15. otetólber — AP ' ÓSTAÐFESTAR fregnir hér ' herma, að 14 manns hafi lát- I izt og um 200 manns séu | þungt haldnir af iðrasjuk- , dómi, sem ekki hefur tekizt að sjúkdómsgreina. Hefur far- ) aldur þessi komið upp í fá- | tækrahverfum Istanbul. Blöð hafa haldið því fram í dag, að um kóleru sé að ræða, en I talsmenn heilbrigðismálayfir- I valda segja, að svo sé ekki, I heldur sé hér um að ræða óþekktan vírus. Lýsir veikin ' sér í miklum innvortis kvöl- I um, háum hita og blóðþrýst- ingslækkun. Læknar í sjúkrahúsum í 1 Istanbul segja. að ástandið I fari versnandi og óttast þeir I að fleiri muni látast af völd- sjúkdóms þessa. samninga og hins vegar um ein- stök mál og málaflokka er rikis- stjómin mun flytja tillögur um á þessu þingi, eða hyggst beita sér fyrir. Ræddi ráðherra þá m. a. um landhelgismálið, sem hann sagði að yrði eitt veigamesta við- fangsefnið á næstunni og greindi frá stefnu ríkisstjórnarinnar í því. Um viðhorfin að kjarasamn- ingum loknum, sagði ráðherra m. a., að mikilvægast væri að raungildi kauphækkana, sem um hefði verið samið, gæti haldizt í sem ríkustum mæli í skjóli þess efnahagsbata, sem orðinn var og enn hefur haldizt og vonir stæðu til að varðveittist. Ljóst væri, að án nokkurra aðgerða stefndi að því, að raungildi launa minnk- uðu samfara minnkandi getu at- vinnuvega til þess að risa undir vaxandi tilkostnaði. Svara yrði, hvort verðstöðvun í einni mynd eða annarri gæti, þegar á reyndi, orðið til varðveizlu verðmæta fremur en fórna fyrir nokkurn eða þjóðfélagsþegnana í heild. Rikisstjórnin vildi leita svars við þessum vanda og teldi sig hafa ástæðu til þess að ætla, að svip- uð sjónarmið ríktu hjá aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum bænda, en á þessu stigi yrði ekki frekar fullyrt um árangur við- ræðna eða úrlausn mála. Um landhelgismálið sagði for- sætisráðherra, að það væri stefna ríkisstjómarinnar að stuðla að því að kvödd verði saman al- þjóðaráðstefna varðandi réttar- reglur á hafinu, og að strandríki ættu rétt á að ákveða takmörk lögsögu sinnar innan sanngjarnra takmarka með hliðsjón af land- fræðilegum, jarðfræðilegum, efnahagslegum og öðrum sjónar- miðum er þýðingu hefðu — og að því er ísland varðaði væri lögsaga og umráð yfir land- grunni þess og hafinu yfir því sanngjöm og réttlát og verð- skuldaði viðurkenningu samfé- lags þjóðanna. Þá sagði ráðherra, að ríkis- stjórnin teldi tímabært að taka upp samstarf þingflokka um endurskoðun stjórnarskrárinnar og endurskoðun kjördæmaskip unar og kosningarlöggjafar. Meðal framvarpa, sem ráð- herra sagði að rikisstjómin myndi leggja fyrir Alþingi í vet- ur eru eftirtalin: Frumvarp tii breytinga á skattalögum, sem stefnir að því að skattaleg aðstaða fyrirtækja hér á landi verði svipuð eða ekki lakari en gerist í löndum EFTA. Frumvörp um áframhaldandi virkjanir, m. a. virkjanir í Sig- öldu og Hrauneyjarfossi í Tungnaá og virkjun Lagarfoss. Framvarp til breytinga á vega lögunum og endurskoðun vega- áætlunar fyrir árið 1971—1972. Frumvarp um dómsmálastörf, lögreglustjórn og fleira. Frumvörp um skólakerfi og fræðsluskyldu og frumvarp um grannskóla, en þeim er ætlað að koma í stað gildandi laga um skólakerfi og fræðsluskyldu. Hér á eftir fer ræða Jóhamnis Hafsteins forsætisráðherra í heild sinini: „Ég lét þess getið við þing- setningu, að ég mundi við fyrsitu hentu'glieika gera háttviirtu Al- þingi grein fyrir helztu viðtfamgs- eÆnum ríkisstjórnarininiaT ag þeim málium, sem þegar væri Sovét-farþegaþotu í innanlandsflugi rænt Flugfreyja skotin til bana og flugmenn særðir Istambul, 15. okt., AP, NTB. VOPNAÐIR feðgar rændu í morgun sovézkri farþegaflugvél frá Aeroflot, skömmu eftir flug- tak frá borginni Batum í Georg- íu og beindu henni til Tyrklands. Lenti flugvélin í borginni Trab- zon við strendur Svartahafs. — Áhöfn flugvéiarinnar veitti ræn- ingjunum mótspymu og skutu þeir þá flugfreyjuna til bana og særðu báða flugmennina, annan þeirra lífshættulega. Flluigvélin var í inmati'lands fhi'gi og frá Batum átti hún að fara til Suikhumi. Ræninigjamir létu til skarar skríða um 10 mín- útum eftir floiigtak. Tyrikneslk yifirvöld segja að ræniingjamir heiti DirazimSkas Koreyero, lið- þj'álfi í sovézka hernum, og Arge das, 18 ára gam'alll sonmr hans. Tyrkniesk blöð segja feðgana vera Gyðinga. Strax og fkigvélin hatfðd lent í Tralbzom >gáf'u feð'gamir sig tfram við lögregluna og báðust hœdis sem póli'tígkir flótitamenn. Taiss-tfrétitastofan skýrði frá rán- iniu í dag og sagði, að Sovét- stjórnin hefði formleiga beðið Tyrklan'dsstjórn <um að skila aft ur fluigvélintni, farþegum og á- höfn og framselja ræninigjan'a. Þetta er tfyrsta tfkugvéiairánið, sem heppnast í Sovétríkjunium, en vitað er um a® n'ofckrar til- raiunir hafa éður verið gerðar áður. Jóhann Hafstein flytur stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnaj-iimar. vitað um, að hún mundi leggja tfyrir þingið með flutnimgi frum- varpa eða öðnum hætfti. Ég mun nú um þessi miál fjaliia. Enda þótt hér geti ekki verið uim tæmandi greinairgerð að ræða, er til ætlazt, að með henni gefist háttvirtum þinigmönnum yfirlit viðfangs- eifina af háltfu ríkisstjórnarininar og þá ek'ki síður háttvirtum stjómiairandstöðutflokkum, sem eðlillega hafa ekki verið hatfðir með í ráðum, en engu að síður ikeimiur tiil kaista þeirra að fjailla um meðferð málanna, eftir að Alþingi hetfur starfsemi sín'a að nýju. Ég eir sammála þeim sjón- anmiðum, sem fnam komu nýlega hjá fonmarani Fra'misóknarflokks- iras í sjónivairpsviðtali, að í þirag- ræðislandi ein6 og íslandi hefiur stjónraainainidstaðan vissuilega sínu mikilvæga og jafnframt ábyrigð- anmikla hiutveriki að gegna. Meginstefraa ríkisstjórniarinnar er hin sama og Ólafur Thors lýsti þegar í nóvember 1969 við upphatf •sairmstarís núverandi Stjómartfliolkka og Bjami Berae- diik'tsson staðfes'ti síðar ítrekað tfyrir höníd ráðunleytis síns. Að tryggja heilbrigðan gnundvöll Framhald á bls. 12 Trudeau hættir við Rússlandsför Montreal, 15. okt. AP-NTB. PIERRE Elliott Tradeau, for- sætisráðherra Kanada lýsti því yfir í dag að hann yrði því mið- ur að hætta við ráðgerða heim- sókn til Sovétríkjanna. Heim- sóknin átti að hefjast n.k. mánu- dag og standa í 10 daga. Trudeau sagði ástæðuna vera ástandið í Quebec og öllu landinu vegna mannránanna. Trudeau sagði að sér hefði borizt mjög skilnings- ríkt svar frá Kosygin forsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Enn hefur ekkert miðað í sam komulagsátt milli rændragjanna og Karaadastjónn'ar um að brezki verzlunanfulltrúinn James Croes og verkamálaráðherria Quebec, Fierre Laporte, verði lánir laus- ir, en blöð í Montreal segja að stjórnin haldi ekki lengtur fast við neitun sína um að láta 23 fanga lausa í skiptum fyriir tví- menningana. Samniragamaður FLQ, Frelsis hreyfingardnraar í Quebec, lög- fræðiingurinn Robert Lemieux, rauf í dag viðræður sínar við samningamenn stjórraarinnar og hefur lýst því yfir að hamn muni ekki hefja viðræður á ný fyrr en stjórnin hvertfi frá neitun sinni um að láta fangana 23 lausa. Heimildir í Montreal herm'a að stjórnin hafi boðizt til að leyfa 21 fanga að fara úr landli og himuim tveámur eftir að Cross og Laporte haf6 verið Sleppt. Þetta hetfur ekki fengizt staðtfest. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði: Þrír hlutu verðlaunin fyrir rannsóknir — á boðberum taugakerfisins Stokkhólmi, 15. okt. AP-NTB. Karólínska stofnunin í Stokkhólmi úthlutaði í dag Nóhelsverðlaunum fyrir læknisfræði. Skiptast verð launin á milli þriggja lækna, þeirra Bernards Katz frá Bretland, Ulfs von Euler frá Svíþjóð og Julius Axelrod frá Banda- ríkjunum. Feragu þeir verðlaunin fyrir uppgötvandr, sem lúta að eðli og starfsemi þeirra vökva- efraa, sem finnast í taugaend- um líkamans og yfiirfæra boð tdl hinraa ýmsu líffæra, hvern ig þau vökvaefni geymast, takast í not’kun og verða óvirk. Allir vísindamennirnir störfuðú sjálfstætt að verk- elnum sínum. Andvirði verð- launanna er um 7' milljóndr íisl. kr. og skiptist jafnt milli lækraanna. Julius Axelrod er 58 ára að aldri, fæddur í New York. Hann er læknir að mennt og lauk doktorsprófi frá George WaShington-háskóla 1955. Hann er nú yfirmaður lyfja- deildar bandarísku Geðveiki- stofnunarinnar í Bethesda í Marylandfylki. Bernard Katz fæddist í Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.